Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA 1. deild karla Afturelding – Keflavík ............................0:4 - Þórarinn Kristjánsson 13., 21., Magnús Þorsteinsson 23., Kristján Jóhannsson 67. Staðan: Keflavík 13 9 3 1 35:14 30 Víkingur R. 13 7 5 1 19:9 26 Þór 12 6 4 2 28:20 22 Stjarnan 12 4 5 3 19:16 17 Haukar 13 4 4 5 17:21 16 Njarðvík 12 4 3 5 24:25 15 HK 13 4 2 7 17:21 14 Breiðablik 13 4 2 7 14:18 14 Afturelding 13 3 2 8 13:28 11 Leiftur/Dalvík 12 2 2 8 16:30 8 2. deild karla Fjölnir – Tindastóll ..................................5:1 Staðan: Völsungur 14 11 1 2 51:20 34 Fjölnir 14 9 3 2 42:19 30 Selfoss 14 8 2 4 31:18 26 Tindastóll 14 7 1 6 25:27 22 ÍR 13 6 1 6 25:21 19 KS 14 5 4 5 22:23 19 Víðir 13 5 2 6 16:22 17 KFS 13 4 2 7 27:35 14 Léttir 14 2 1 11 12:55 7 Sindri 13 1 3 9 21:32 6 3. deild karla A Grótta – Víkingur Ó. .................................2:4 Deiglan – Bolungarvík..............................6:6 Staðan: Víkingur Ó 13 11 2 0 47:12 35 Skallagr. 13 8 2 3 41:22 26 Númi 12 7 3 2 34:24 24 BÍ 12 5 2 5 23:27 17 Grótta 12 3 2 7 16:19 11 Drangur 11 3 1 7 19:35 10 Bolungarvík 12 2 2 8 28:43 8 Deiglan 13 2 2 9 24:50 8 3. deild karla B Freyr – ÍH .................................................0:5 Leiknir R. – Reynir S................................2:1 Afríka – Árborg .........................................4:4 Ægir – Hamar ...........................................0:6 Staðan: Leiknir R. 12 11 1 0 55:8 34 Reynir S. 12 9 2 1 48:7 29 ÍH 12 7 1 4 30:19 22 Árborg 12 5 3 4 42:26 18 Freyr 12 5 0 7 18:42 15 Hamar 12 4 1 7 24:41 13 Afríka 12 1 1 10 11:44 4 Ægir 12 1 1 10 10:51 4 3. deild karla C Magni – Neisti H. ......................................6:1 Hvöt – Reynir Á. .......................................0:0 Vaskur – Snörtur.......................................3:1 Staðan: Vaskur 13 10 1 2 39:18 31 Magni 13 7 3 3 38:20 24 Reynir Á 13 6 4 3 22:18 22 Hvöt 13 5 4 4 25:15 19 Neisti H. 13 3 2 8 27:41 11 Snörtur 13 0 2 11 15:54 2 3. deild karla D Huginn – Höttur........................................0:4 Neisti D. – Fjarðabyggð...........................1:4 Staðan: Fjarðabyggð 13 10 0 3 38:13 30 Höttur 13 8 2 3 31:13 26 Huginn 13 6 0 7 26:32 18 Leiknir F. 13 5 0 8 28:32 15 Einherji 13 4 1 8 19:31 13 Neisti D. 13 4 1 8 17:38 13 1. deild kvenna A Þróttur/Haukar 2 –Fjölnir .......................2:2 ÍR – HK/Víkingur .....................................0:1 Staðan: Breiðablik 2 10 9 0 1 57:10 27 Fjölnir 10 7 1 2 27:17 22 RKV 10 6 2 2 39:24 20 HK/Víkingur 11 5 1 5 22:13 16 ÍR 11 3 1 7 31:30 10 Þróttur/Haukar 2 10 2 1 7 12:42 7 HSH 10 1 0 9 11:63 3 Belgía Club Brügge - Genk ..................................1:0 Frakkland Marseille - Auxerre...................................1:0 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bikarkeppni FRÍ Stigastaðan eftir fyrri keppnisdag: FH.............................................................85,5 Breiðablik....................................................82 UMSS ..........................................................81 ÍR.................................................................67 Vestlendingar ..........................................44,5 HSK.............................................................35 KÖRFUKNATTLEIKUR Promotion Cup, smáþjóðakeppni í stúlknaflokki, Ásvöllum: Skotland – Gíbraltar .............................83:44 Ísland – Malta........................................99:44 Stigahæstar: Helena Sverrisdóttir 32, Pet- rúnella Skúladóttir 20.  Staðan er þessi: Ísland 6, Skotland 6, Malta 2, Andorra 2, Gíbraltar 0. Evrópumót drengjalandsliða 18 ára landslið, undankeppni á Ítalíu: Ísland - Grikkland ..............................66:106 Stigahæstir: Jóhann Ólafsson 12, Brynjar Kristófersson 12 og Baldur Ólafsson 12. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Grindavík ...........14 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Kaplakriki: FH - Þór/KA/KS.................14 1. deild karla: Njarðvík: Njarðvík - Þór........................14 Dalvík: Leiftur/Dalvík - Stjarnan..........17 2. deild karla: Garður: Víðir - Sindri .............................16 Helgafellsvöllur: KFS - ÍR ....................17 3. deild karla A: Fífan: Drangur - BÍ................................14 1. deild kvenna B: Eskifj.: Fjarðabyggð - Tindastóll..........16 Fáskrúðsfj.: Leiknir F. -Leiftur/Dalvík16 Sunnudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA - Fram................................18 KR-völlur: KR - KA................................18 Kaplakriki: FH - Fylkir .........................18 3. deild karla A: Borgarnes: Skallagrímur - Bolungarvík ..................................................................14 1. deild kvenna A: Sandgerði: RKV - Breiðablik 2..............17 1. deild kvenna B: Vilhjálmsvöllur: Höttur - Tindastóll .....14 Sindravellir: Sindri - Leiftur/Dalvík .....15 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Þróttur - Valur.........20 3. deild karla D: Vilhjálmsv.: Höttur - Fjarðabyggð .......19 1. deild kvenna A: ÍR-völlur: ÍR - Þróttur/Haukar 2..........19 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvellinum í dag kl. 15.30, seinni keppnisdagur. KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Promotion Cup, smáþjóðakeppni í stúlknaflokki, Ásvellir - lokaleikir: Malta - Andorra ......................................12 Ísland - Skotland ....................................14 GOLF Fimmta og síðasta Stigamót Golfsam- bands Íslands verður í dag og á morgun, sunnudag, í Grafarholti. UM HELGINA ÍSLENSKA unglingalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 og yngri unnu frækinn sigur á Ungverjum í gær, 27:24, í opn- unarleik úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða sem fram fer í Slóvakíu. Íslenska liðið, undir stjórn Heimis Ríkharðssonar, lenti undir 1:7 í byrjun leiks og voru undir 8:13 í hálfleik. En drengirnir léku mjög vel í síðari hálfleik með fyrirliðann Ásgeir Örn Hallgríms- son fremstan í flokki. Hann gerði 10 mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og átti að öðrum ólöst- uðum hvað mestan þátt í að landa sigrinum. Markahæstir í liði Ís- lands voru Ásgeir Örn með 11 mörk, Arnór Atlason 6 og Andri Stefán gerði 5 mörk. Björgvin Gustavsson varði 17 skot í marki Íslands, þar af tvö víti. Næsti leik- ur íslenska liðsins er í dag gegn gestgjöfunum frá Slóvakíu. Hinir leikirnir í riðlinum fóru þannig: Slóvakía - Rússland.............26:24 Þýskaland - Slóvenía ............3028 B-RIÐILL: Portúgal - Frakkland ..........30:23 Danmörk - Króatía..............30:20 Serbía/Svartf. - Svíþjóð ......22:20 Glæsilegur sigur á Ungverjum á EM ÚRVALSDEILDARLIÐ Tindastóls í körfuknattleik er þessa dagana á fullu við æfingar og undirbúning fyrir veturinn. Allmiklar breytingar verða á liðinu frá síðasta keppnis- tímabili en fimm af fasta-mönnum eru farnir – Óli Barðdal, Óskar Sig- urðsson og Gunnar Þór Andrésson verða allir í Danmörku, en þó eru líkur á að Gunnar komi heim um eða eftir áramót. Sigurður Grétar Sig- urðsson fer væntanlega aftur til síns gamla félags Þórs á Akureyri. Þá er Michail Antropov farinn. Búið er að ganga frá ráðningu þriggja erlendra leikmanna, en þeir eru Clifton Cook, sem lék með liðinu í fyrra og verður áfram. Nýir menn eru Adrian Parks, 24 ára skotbak- vörður, 191 cm á hæð – kemur frá Eastern Kentucky, með 11 stig, 3,1 frákast og 1,7 stoðsendingu að með- altali í leik, og Carlton Brown, 24 ára kraftframherji/miðherji, 198 cm á hæð – kemur frá Texas A&M. Carlton lék síðast í Finnlandi 2001– 2002 og var með 33,5 stig og 20 frá- köst að meðaltali í leik. Þá kemur Matthías Rúnarsson aft- ur eftir nokkurt hlé og Hans Björns- son hefur tekið fram skóna aftur eft- ir allnokkra hvíld. Aðrir leikmenn liðsins eru Krist- inn Friðriksson, Axel Kárason, Ein- ar Örn Aðalsteinsson, Helgi Rafn Viggósson, Árni Einar Sævarsson og Magnús Barðdal. Að sögn Halldórs Inga Steins- sonar, formanns körfuknattleiks- deildar Tindastóls, líst mönnum mjög vel á hina nýju leikmenn og fé- lagið vel undir launaþakinu góð- kunna með samningum við þessa menn. „Allir sem eru hér heima eru byrjaðir að æfa af fullum krafti, og erlendu leikmennirnir munu koma fyrstu dagana í september,“ sagði Halldór. Þjálfari liðsins verður sem fyrr Kristinn Geir Friðriksson en aðstoð- arþjálfari er Kári Marísson. Helst var talið að baráttan umgullið væri á milli FH og Breiðabliks en góður árangur Sunnu Gestsdóttur í 100 metra spretti og þrístökki og gull Sveins Margeirs- sonar í 3.000 metra hindrunarhlaupi dugði UMSS til að blanda sér í toppslaginn. Sveinn kom ferskur frá Danmörku, þar sem hann sló Íslandsmetið í 3.000 metra hindrunarhlaupi í síðasta mánuði. „Það er krafa um að vinna, gerð var spá þar sem gert er ráð fyrir manni á verðlaunapalli svo það verður að standa sig,“ sagði Sveinn eftir sigurinn en hann ætlar sér meiri hluti í dag. „Ég keyrði fyrri hlutann af hlaupinu ágætlega en slakaði á í þeim síðari svo að tíminn var ágætur miðað við að keyra ekki á fullu alla leið en ég hleyp 5.000 metra á morgun og ef veðrið verður gott stefni ég á að taka bikarmetið. Ég á það reyndar sjálfur í hindrunarhlaupinu svo það á alveg að vera mögulegt.“ Sveinn æfir og keppir í Danmörku en átti erindi heim. „Ég æfi með góðum mönnum í Danmörku og það skiptir miklu máli fyrir mig þótt æfingaað- staðan sé ekki betri en hér heima, hér er hún til fyrirmyndar og frá- bært hvernig byggt hefur verið upp síðustu ár en það er nauðsynlegt að hafa góða samkeppni á brautinni auk þess sem veðrið spilar inn í. Það er alltaf gaman að koma heim og taka þátt í bikarmótinu en það verður samt skemmtilegra að gift- ast Rakel Gylfadóttur, þjálfara mínum, í næstu viku svo það er gaman að lifa þessa dagana.“ Stig frekar en árangur Hjá Breiðabliki var Jón Arnar drjúgur við að safna stigum og vann allar fjórar greinar sínar – var að vísu ekki stoltur af tölunum en sagði það ekki skipta öllu máli. „Stangarstökkið var lélegt, kúlu- varpið líka, langstökkið í lagi og ég veit ekki með boðhlaupið en veðrið var líka frekar leiðinlegt til að keppa í. Það skipti samt öllu að fá stigin og betra að fá stig í staðinn fyrir slakan tíma,“ sagði Jón Arnar og vonaðist eftir spennandi keppni í dag. „Það er aldrei að vita hvort einhver nær að hrekkja mig, von- andi eitthvað en ekki of mikið – samt gott ef einhver nær góðum árangri.“ Silja Úlfarsdóttir náði að krækja í flest stig fyrir FH en miklu skipti fyrir Hafnfirðinga að þeir náðu sjö sinnum í annað sætið, sem skilar 5 stigum hvert. Silja kvaðst þó ekki hætt, einn dagur eftir. „Ég skila mínu fyrir mitt lið, það skiptir öllu máli núna,“ sagði Silja eftir tvö gull og eitt silfur. „Ég finn að það er pressa með að taka stig en ég vildi alveg keppa í færri greinum, ég átti ekki að keppa svona mikið en svo vantaði í nokkrar greinar. Það besta er að það er enginn vindur og í rigningu er meira súrefni í loftinu. Ég er sátt við daginn og morgun- dagurinn leggst vel í mig, ég hleyp í hundrað metra grindarhlaupi og síðan tekur við grill og veisla en þetta er síðasta mótið mitt fyrir hvíld.“ Vala vann kúluvarpið ÍR-ingar hafa ekki náð sér á strik en þó hlotið tvö gull. Annað fékk Vala Flosadóttir fyrir kúlu- varp og hitt Fríða Rún Þórðardótt- ir fyrir 1.500 metra hlaup eftir mik- ið einvígi við Eygerði Ingu Hafþórsdóttur úr FH. „Ég stirðn- aði alveg hrikalega í lokin, man ekki eftir svona áður enda var hlaupið einkennilegt því hringirnir urðu hraðari eftir því sem leið á,“ sagði Fríða Rún eftir sigurinn en Eygerður fylgdi fast á hæla henn- ar. „Það var alveg nóg til að ýta við mér að hafa Eygerði alveg í bak- inu. Tíminn hefði mátt vera aðeins betri hjá mér en hinar voru að hlaupa á sínu besta í ár. Það má ekkert gefa eftir og fá stig fyrir sitt lið.“ Morgunblaðið/Arnaldur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Helga Þráinsdóttir, 14 ára úr ÍR, varð í öðru sæti í hástökki. Hún er dóttir Þórdísar Gísladóttur, margfalds Íslandsmeistara og methafa í hástökki úr ÍR, og Þráins Hafsteinssonar, fyrrverandi íslandsmeistara í tugþraut. FH-ingar með nauma forystu REIKNIVÉLIN var oft dregin á loft í Laugardalnum í gærkvöldi þegar fram fór bikarkeppnin í frjálsum íþróttum því hvert stig er mjög mik- ilvægt í þessari stigakeppni. Eftir fyrri keppnisdaginn hafði kvennasveit FH náð í 44 og karlarnir 41,5 stig, sem dugði til forystu í samanlögðu því þótt Blikakörlum tækist vel upp náði kvenfólkið ekki að halda í við þá. Kópavogsliðið er með 82 stig, tveimur og hálfu minna en FH en UMSS fylgir fast á hæla þeirra með 81 stig. Stefán Stefánsson skrifar Tindastólsmenn hafa safnað liði og eru komnir á fulla ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.