Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMNINGAR um kaup Hitaveitu Suðurnesja
hf. á Vatnsveitu Reykjanesbæjar hafa verið
staðfestir í stjórn Hitaveitunnar og bæjarráði
Reykjanesbæjar og verða væntanlega endan-
lega staðfestir í bæjarstjórn síðar í mánuðinum.
Minnihlutinn í bæjarráði greiddi atkvæði á móti
sölunni á fundi í fyrradag og dró oddviti Sam-
fylkingarinnar lögmæti samningsins í efa.
Við gerð fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar
fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir sölu
Vatnsveitu Reykjanesbæjar. Teknar voru upp
samningaviðræður við Hitaveitu Suðurnesja hf.
sem sem lyktaði með því að samið var um að
Hitaveitan keypti eignirnar á 360 milljónir
króna. Fyrst og fremst er um að ræða vatns-
lagnir og dælustöðvar innanbæjar, auk þeirra
réttinda sem fylgja því að selja notendum kalt
vatn. Hitaveitan fær nú vatnsgjaldið sem
Reykjanesbær innheimtir með fasteignagjöld-
um en það mun vera tæpar 90 milljónir kr. á
ári.
Söluverð 360 milljónir
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykja-
nesbæjar, segir að aðdragandinn að þessari
sölu sé viljayfirlýsing sem bæjarstjórnirnar á
Suðurnesjum samþykktu fyrir nokkrum árum
um að Hitaveitan tæki yfir rekstur vatnsveitn-
anna. Hann segir að hitaveita annist sölu á
heitu vatni í öllum bæjarfélögunum og eðlilegt
sé að sala á heitu og köldu vatni sé á sömu
hendi. Það hafi hagkvæmni í för með sér og sé
skynsamlegt vegna þess að oft fari framkvæmd-
ir þessarra tveggja veitna saman.
Hitaveitan greiðir 360 milljónir fyrir vatns-
veituna. Böðvar telur að það sé eðlilegt verð
fyrir eignirnar, það sýni útreikningar sem gerð-
ir hafi verið út frá mörgum forsendum. Í fjár-
hagsáætlun Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir
að 450 milljónir komi í sjóðinn fyrir sölu eigna á
árinu. Böðvar segir ljóst að áætlunin standist
og vel það því áður hafi verið búið að selja fast-
eignir og tæki Þjónustumiðstöðvar Reykjanes-
bæjar.
Hitaveita Suðurnesja hefur annast vatnsöflun
fyrir vatnsveitur sveitarfélaganna á Suðurnesj-
um, annarra en Voga, og skilað vatninu á bæj-
armörkum. Þá á Hitaveitan vatnsveitu í Vest-
mannaeyjum. Júlíus Jónsson forstjóri segir að
stjórnendur fyrirtækisins hafi, áður en gengið
var til endanlegra samninga við Reykjanesbæ,
farið í gegnum það hvort fyrirtækið vildi færa
sig meira út á þetta svið. Mönnum hafi verið
ljóst að ef vatnsveita yrði keypt af einu sveitar-
félagi yrði sama að ganga yfir aðra eignaraðila.
Ákveðið hafi verið að fara þessa leið og stjórnin
sé reiðubúin að ræða við aðrar sveitarstjórnir
um kaup á vatnsveitum þeirra, óski þær þess.
Hann segir að kaupverðið sé reiknað á gegn-
sæjan hátt út frá arðsemi rekstrarins og þeir
útreikningar yrðu lagðir til grundvallar í við-
ræðum við aðra.
Efast um lögmæti samninga
Minnihlutinn í bæjarráði Reykjanesbæjar,
fulltrúar Samfylkingarinnar, greiddu atkvæði á
móti samningnum um sölu vatnsveitunnar. Jó-
hann Geirdal lét bóka að hann drægi í efa laga-
legt réttmæti samningsins. Afgreiðsla bæjar-
ráðs verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar 19.
ágúst næstkomandi og verður samningurin
væntanlega endanlega staðfestur þá. Stefnt er
að því að Hitaveita taki við rekstri vatnsveit-
unnar um næstu mánaðamót.
Böðvar Jónsson segir að vissulega megi túlka
lögin með mismunandi hætti en fram komi í lög-
fræðiáliti að ekki sé hægt að slá því föstu að
sala vatnsveitunnar sé í ósamræmi við lögin.
Reykjanesbær sé að fylgja þróun sem orðið hafi
víða um land þar sem veitufyrirtæki hafi verið
sameinuð og vatnsveitur seldar. Stjórnvöld hafi
ekki gert athugasemdir við það og nú sé verið
að undirbúa breytingar á lögum sem taki af öll
tvímæli um lögmæti slíkra gerninga.
Nokkur fordæmi
Júlíus Jónsson segir að Hitaveitan hafi áður
farið í gegn um lagalega stöðu slíkra samninga,
það var þegar félagið keypti Bæjarveitur Vest-
mannaeyja. Vatnsveitan hafi verið inni í þeim
kaupum. Þá hafi Orkuveita Reykjavíkur og
Norðurorka á Akureyri með höndum sölu á
köldu vatni.
Júlíus segir að þótt sameining vatns- og hita-
veitna kunni að vera á gráu svæði og laga-
ramminn mætti vera skýrari hafi stjórnvöld
hingað til ekki treyst sér til að mæla á móti
slíku, þótt eftir hafi verið leitað og segist hann
ekki eiga von á að farið verði að gera at-
hugasemdir nú.
Hitaveita Suðurnesja hf. bætir kaldavatnskrananum við þann heita
Kaupir Vatnsveitu Reykja-
nesbæjar á 360 milljónir
Reykjanesbær
ÁRLEGUR fjölskyldudagur verður
í Vogunum í dag. Hátíðin vex með
hverju árinu, í takt við öran vöxt
sveitarfélagsins.
Fjölskyldudagurinn er útihátíð og
er hugsuð fyrir alla fjölskylduna eins
og nafnið bendir til. Einkum er verið
að höfða til íbúanna sjálfra en þó er
öllum unglingum á Suðurnesjum, 15
til 17 ára, boðið að koma í sundlaug-
arpartý um kvöldið. Félög og klúbb-
ar í Vatnsleysustrandarhreppi bera
hitann og þungann af framkvæmd
hátíðarinnar, segir Lena Rós
Matthíasdóttir tómstundafulltrúi.
Dagskráin hefst klukkan 10.30
með dorgveiðikeppni við höfnina.
Hátíðarsvæðið í Aragerði opnar
klukkan 14. Þar verða leiktæki,
íþróttaviðburðir og skemmtiatriði á
dagskrá fram á kvöld. Þar verður lif-
andi tónlist, húsmunauppboð og línu-
skautahokkí, svo örfá atriði séu
nefnd. Um kvöldið verður grillað í
Aragerði, hreppurinn býður upp á
pylsur og kók.
Um kvöldið verður félagsmið-
stöðvarpartý fyrir 12 til 14 ára ung-
linga, sundlaugarpartý fyrir 15 til 17
ára með tónlist og fjöri. Fjölskyldu-
deginum lýkur síðan með dansleik
þar sem Stuðbandalagið leikur fyrir
dansi.
Húsmuna-
uppboð á
fjölskyldu-
degi
Vogar
GRASVÖLLURINN í Njarðvík, sem
vígður var árið 1959, var með þeim
alfyrstu á landinu. Þetta kom fram
í kynningu Áka Gränz í Njarðvík-
urgöngu sem Upplýsingamiðstöð
Reykjaness stóð fyrir á dögunum.
Á undanförnum vikum hefur
Upplýsingamiðstöð Reykjaness
staðið fyrir skoðunarferðum um
sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Markmiðið er að kynna Upplýs-
ingamiðstöðina, sem opnuð var fyrr
í sumar, og vekja áhuga fólks á um-
hverfi sínu, að sögn Rannveigar
Garðarsdóttur, starfsmanns mið-
stöðvarinnar.
Í júlí var gengið um Keflavík
með Sturlaugi Björnssyni og
Grindavík með Halldóri Ingv-
arssyni en Áki Gränz fór fyrir
Njarðvíkurgöngunni og ákvað
blaðamaður Morgunblaðsins að
slást í för.
Grasvöllur og Stekkjarhamar
Gengið var um helstu kennileiti í
Ytri-Njarðvík og stiklað á stóru í
sögu bæjarfélagsins. Í máli Áka
kom m.a. fram að grasvöllurinn í
Njarðvík, sem tekinn var í notkun
við hátíðlega athöfn 1959, hafi ver-
ið sá fyrsti á Suðurnesjum og með
þeim alfyrstu á landinu. Njaðvík-
ingar réðust í byggingu vallarins
eftir að þeir tóku við rekstri Kross-
ins, sem gekk vel. Völlurinn var
ekki langt frá skemmtistaðnum og
innan seilingar er einnig Stekkjar-
hamar, staður elskenda. Þangað
fóru pör oft til að eiga góða stund
saman, enda fallegt útsýni þaðan út
á Faxaflóa. Áki sagðist eitt sinn
hafa verið beðinn að mála þrjár
myndir af staðnum fyrir sama
mann, þar sem hann hafi átt svo
góðar minningar frá honum.
Næsta ganga verður þriðjudag-
inn 12. ágúst en þá mun Ásgeir
Hjálmarsson fara fyrir skoðunar-
ferð um Garðinn. 14. ágúst verður
farið um Sandgerði í fylgd Reynis
Sveinssonar, hinn 18. verða Hafnir
skoðaðar með Jóni Borgarssyni og
kvöldið eftir verður gengið um
Voga í fylgd með Þorvaldi Erni
Árnasyni og Höllu Guðmunds-
dóttur. Síðasta skoðunarferðin
verður 21. ágúst en þá verða úti-
listaverk í eigu Reykjanesbæjar
skoðuð með Valgerði Guðmunds-
dóttur menningarfulltrúa.
Allar nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á Upplýsingamiðstöð
Reykjaness.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Stekkjarhamar var vinsæll staður elskenda. Áki Gränz fylgdi fólki á staðinn og leyfði þeim að njóta útsýnisins.
Góðar minningar frá
stað elskenda
Njarðvík
ÞÓTT íbúar í Garði hafi lengst af
haft aðalframfæri sitt af sjósókn er
talið að þar hafi verið gróin land-
svæði, nokkrar stórjarðir og akrar.
Um síðustu áramót sást votta fyrir
18 akurreinum fyrir vestan prest-
setrið Útskála. Þótt byggðin teljist
nú þéttbýli er hún á köflum gisin og
menn hafa tækifæri til að rækta tún
og vera með hesta og aðrar skepnur.
Íbúi í einu húsanna í Út-Garði þurfti
að skamma hundinn sinn duglega
fyrir að atast í hestunum þegar ljós-
myndarinn raskaði ró skepnanna.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ræktun frá fornu fari
Garður
SANDGERÐISBÆR hefur frum-
kvæði að viðræðum sveitarfélaga á
Suðurnesjum um hugsanlega sölu á
lóð og húsakosti hjúkrunarheimilis-
ins Garðvangs í Garði.
Reynir Sveinsson, forseti bæjar-
stjórnar Sandgerðis, segir að eftir
deilur sem urðu um skipulag Gerða-
hrepps á lóð Garðvangs á síðasta ári
hafi vaknað umræður um samstarf
sveitarfélaganna og ríkisins um
þetta verkefni. Þá hafi sveitarfélögn
sjálf, eins og Sandgerðisbær, byggt
upp aðstöðu á þessu sviði. Sveitar-
félögin eigi saman hús hjúkrunar-
heimilisins og mikla lóð í kringum
það en reksturinn sé alfarið á hendi
ríkisins. Þyki eðlilegt að reyna að
skýra verkaskipti sveitarfélaganna
og ríkisins.
Bæjarráð Sandgerðis samþykkti
að óska eftir tilnefningum sveitarfé-
laganna fjögurra sem eiga aðild að
Dvalarheimilum Suðurnesja. Reynir
segir að vel hafi verið tekið í þetta af
hinum sveitarfélögunum og býst við
að nefndin hefji störf strax að lokn-
um sumarleyfum.
Kanna hagkvæmni
Nefndinni er ætlað að kanna hag-
kvæmni þess að selja umræddar
eignir og ræða við ríkisvaldið um
framgang málsins.
Viðræður um sölu
eigna Garðvangs
Sandgerði