Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 25 Á SJÖTTU kvöldtónleikum Sumar- kvölds við orgelið í Hallgrímskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, flytur þýski organistinn og stjórnandinn Johannes Skudlik þýska og franska orgeltónlist. Tónleikarnir hefjast á Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr, BWV 564 eft- ir Johann Sebastian Bach, Pièces furtives eftir franska tónskáldið og organistann Jean Guillou. Þriðja verk tónleikanna er Fanfare, Cantabile og Finale eftir belgíska tónskáldið Jaques Nicolas Lemm- ens, Prélude, Fugue et Variation eft- ir César Franck og tónleikunum lýk- ur á Prelúdíu og fúgu um B-A-C-H eftir Franz Liszt. Johannes Skudlik er þekktur organisti og kórstjórn- andi í Evrópu. Sem organisti hefur hann komið fram í flestum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og í Aust- urlöndum fjær. Hann hefur leikið bæði í stórum tónleikasölum og í frægum kirkjum. Árið 2002 frumflutti Skudlik ásamt kontratenórnum Derek Lee Ragin sálumessuna Im Namen der Rose (Í nafni rósarinnar) eftir Enj- ott Schneider í nýopnuðu tónleika- húsi í Dortmund. Hann kemur fram á rúmlega 20 geisladiskum þar sem hann er stjórnandi, organisti eða semballeikari. Þá hefur tónleikum hans einnig verið útvarpað af ýmsum útvarpsstöðvum í Mið-Evrópu. Franskir og þýskir orgelmeistarar Organistinn Johannes Skudlik leikur í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld. LISTAVEFURINN opnar í dag, 9. ágúst, en hann er samvinnuverk- efni Ásthildar B. Jónsdóttur, Námsgagnastofnunar, Listasafns Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Næst ehf. Í fréttatilkynningu segir að með tilkomu Netsins hafi opnast nýir möguleikar til kennslu í myndlist eins og öðrum greinum. „Listavef- urinn er „sýndarsafn“ sett upp í því skyni að gefa mið- og ungl- ingastigi grunnskóla kost á að skoða verk íslenskra myndlist- armanna. Við hönnun vefjarins eru höfð að leiðarljósi markmið í myndlistarkennslu aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 þar sem áhersla er m.a. lögð á lögmál og aðferðir, listasögu, fagurfræði og rýni. Sýningarnar á vefnum eru sex og allar eins uppbyggðar. Á „veggnum“ hangir listaverk og við hlið þess er texti þar sem fjallað er um það og bent á til- tekin atriði í myndverkinu. Þar fyrir neðan er síðan verkefni sem tengist þessari umfjöllun. Á vefn- um er einnig umfjöllun um þá 65 listamenn sem þar eiga verk.“ Höfundar og hönnuðir efnis á vefnum eru Ásthildur B. Jóns- dóttir, Andrés Indriðason,Rakel Pétursdóttir, Björn Valdimarsson, Björn Valdimarsson, Halldór Fjalldal og Næst. Til að skoða vefinn, smellið á: http://www.nams.is/listavef- urinn/index.html. Námsgagnastofnun opnaði einn- ig listavef fyrir yngsta stig um áramót. Slóðin þangað er http://www.namsgagnastofn- un.is/isllistvefur/index.htm Námsgagnastofnun Listavef- ur opnar í dag SEX aukasýningar verða í næstu viku á sýningu leikhópsins Vestur- ports á Rómeó og Júlíu eftir Shake- speare í Borgarleikhúsinu áður en leikhópurinn heldur utan í sýningar- ferð til London. Leið hópsins liggur reyndar fyrst í æfingabúðir hjá Circ- us Cirkör í Stokkhólmi og þaðan til London þar sem frumsýnt verður í lok september í hinu virta Young Vic- leikhúsi. Fyrstu sýningarnar í Borgarleik- húsinu verða 14 og 15 ágúst. Rómeó og Júlía var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins sl. haust og var sýnt við miklar vinsældir í all- an vetur. Af þeim 5 tilnefningum sem sýningin hlaut til Grímunnar-íslensku leiklistarverðlaunanna, meðal annars sem sýning ársins, hreppti hún 2 Grímur, fyrir besta leik í aukahlut- verki (Ólafur Darri Ólafsson, sem Fóstra Júlíu) og búninga ársins (Þór- unn E. Sveinsdóttir). Morgunblaðið/Sverrir Aukasýn- ingar á Róm- eó og Júlíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.