Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 25

Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 25 Á SJÖTTU kvöldtónleikum Sumar- kvölds við orgelið í Hallgrímskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, flytur þýski organistinn og stjórnandinn Johannes Skudlik þýska og franska orgeltónlist. Tónleikarnir hefjast á Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr, BWV 564 eft- ir Johann Sebastian Bach, Pièces furtives eftir franska tónskáldið og organistann Jean Guillou. Þriðja verk tónleikanna er Fanfare, Cantabile og Finale eftir belgíska tónskáldið Jaques Nicolas Lemm- ens, Prélude, Fugue et Variation eft- ir César Franck og tónleikunum lýk- ur á Prelúdíu og fúgu um B-A-C-H eftir Franz Liszt. Johannes Skudlik er þekktur organisti og kórstjórn- andi í Evrópu. Sem organisti hefur hann komið fram í flestum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og í Aust- urlöndum fjær. Hann hefur leikið bæði í stórum tónleikasölum og í frægum kirkjum. Árið 2002 frumflutti Skudlik ásamt kontratenórnum Derek Lee Ragin sálumessuna Im Namen der Rose (Í nafni rósarinnar) eftir Enj- ott Schneider í nýopnuðu tónleika- húsi í Dortmund. Hann kemur fram á rúmlega 20 geisladiskum þar sem hann er stjórnandi, organisti eða semballeikari. Þá hefur tónleikum hans einnig verið útvarpað af ýmsum útvarpsstöðvum í Mið-Evrópu. Franskir og þýskir orgelmeistarar Organistinn Johannes Skudlik leikur í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld. LISTAVEFURINN opnar í dag, 9. ágúst, en hann er samvinnuverk- efni Ásthildar B. Jónsdóttur, Námsgagnastofnunar, Listasafns Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Næst ehf. Í fréttatilkynningu segir að með tilkomu Netsins hafi opnast nýir möguleikar til kennslu í myndlist eins og öðrum greinum. „Listavef- urinn er „sýndarsafn“ sett upp í því skyni að gefa mið- og ungl- ingastigi grunnskóla kost á að skoða verk íslenskra myndlist- armanna. Við hönnun vefjarins eru höfð að leiðarljósi markmið í myndlistarkennslu aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 þar sem áhersla er m.a. lögð á lögmál og aðferðir, listasögu, fagurfræði og rýni. Sýningarnar á vefnum eru sex og allar eins uppbyggðar. Á „veggnum“ hangir listaverk og við hlið þess er texti þar sem fjallað er um það og bent á til- tekin atriði í myndverkinu. Þar fyrir neðan er síðan verkefni sem tengist þessari umfjöllun. Á vefn- um er einnig umfjöllun um þá 65 listamenn sem þar eiga verk.“ Höfundar og hönnuðir efnis á vefnum eru Ásthildur B. Jóns- dóttir, Andrés Indriðason,Rakel Pétursdóttir, Björn Valdimarsson, Björn Valdimarsson, Halldór Fjalldal og Næst. Til að skoða vefinn, smellið á: http://www.nams.is/listavef- urinn/index.html. Námsgagnastofnun opnaði einn- ig listavef fyrir yngsta stig um áramót. Slóðin þangað er http://www.namsgagnastofn- un.is/isllistvefur/index.htm Námsgagnastofnun Listavef- ur opnar í dag SEX aukasýningar verða í næstu viku á sýningu leikhópsins Vestur- ports á Rómeó og Júlíu eftir Shake- speare í Borgarleikhúsinu áður en leikhópurinn heldur utan í sýningar- ferð til London. Leið hópsins liggur reyndar fyrst í æfingabúðir hjá Circ- us Cirkör í Stokkhólmi og þaðan til London þar sem frumsýnt verður í lok september í hinu virta Young Vic- leikhúsi. Fyrstu sýningarnar í Borgarleik- húsinu verða 14 og 15 ágúst. Rómeó og Júlía var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins sl. haust og var sýnt við miklar vinsældir í all- an vetur. Af þeim 5 tilnefningum sem sýningin hlaut til Grímunnar-íslensku leiklistarverðlaunanna, meðal annars sem sýning ársins, hreppti hún 2 Grímur, fyrir besta leik í aukahlut- verki (Ólafur Darri Ólafsson, sem Fóstra Júlíu) og búninga ársins (Þór- unn E. Sveinsdóttir). Morgunblaðið/Sverrir Aukasýn- ingar á Róm- eó og Júlíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.