Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 47 ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Rússum í Moskvu í dag, klukkan 11 að ís- lenskum tíma, í undankeppni Evr- ópumóts landsliða. Liðið hefur leik- ið einn leik í undankeppninni – lagt Ungverja að velli í Reykjavík, 4:1. Íslendingar tefla fram mjög breyttu liði í ár og fjölmargir af þeim leik- mönnum sem léku með liðinu í und- ankeppni heimsmeistaramótsins fyrir ári eru horfnir á braut. Helena Ólafsdóttir, þjálfari liðs- ins, sagði að vissulega yrði það gott að fá eitthvað út úr leiknum en taldi það þó ekki raunhæfar kröfur: „Við rennum mjög blint í sjóinn. Liðið sem við teflum fram á morgun (í dag) er mjög óreynt. Væntingar mínar til liðsins eru að þær geri sitt besta – ég get ekki beðið um meira en óneitanlega yrði stig úr við- ureigninni hér í Rússlandi frá- bært.“ Byrjunarlið Íslands í dag er þannig skipað: Þóra B. Helgadóttir – Málfríður Erna Sigurðardóttir, Íris Andrésdóttir, Björg Ásta Þórð- ardóttir og Íris Sæmundsdóttir – Erla Hendriksdóttir, Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði, Edda Garð- arsdóttir og Laufey Ólafsdóttir – Hrefna Jóhannesdóttir og Olga Færseth. Rússland og Ísland gerði jafntefli í undankeppni HM í Moskvu í fyrra. Helena segir að stig í Rússlandi yrði frábært  ARON Kristjánsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði sjö mörk þegar danska liðið Holstebro, sem Aron leikur með, vann Álborg 23:20 á móti í Ystad í Svíþjóð í gær. Hann skoraði eitt mark í í leik gegn Gautaborgarliðinu Redbergslid á fimmtudag, 23:23.  HARALDUR Ingólfsson, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, skoraði eitt mark fyrir Raufoss, í sigurleiknum gegn Mandalskammeratene í 16-liða úr- slitum bikarkeppninnar norsku., 6:1. Haraldur og samherjar mæta Tromsö í 8-liða úrslitum.  LIVERPOOL gekk í gær frá kaup- unum á Carl Medjani, 18 ára göml- um varnarmanni sem hefur verið af- ar eftirsóttur í sumar. Vitað er að Arsenal, Manchester United og Bayern München reyndu öll að fá kappann til liðs við sig. Medjani er fimmti leikmaðurinn sem Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool fær til liðsins í sumar  GARY Mabutt, fyrrum fyrirliði Tottenham Hotspurs telur að loks hafi fylgismenn Tottenham ástæðu til að hlakka til komandi leiktíðar. „Knattspyrnustjórinn (Glenn Hoddle) hefur gert mjög góð kaup í sumar í þeim Helder Postiga, Bobby Zamora og Frederic Kanoute. Eina sem mér finnst vanta núna er skap- andi miðjumaður, því væri upplagt að reyna að ná í Scott Parker leik- mann Charlton.“  CARLOS Queiroz, þjálfari Real Madrid í knattspyrnu hefur gert framherjann Raul að fyrirliða liðs- ins. Fernando Hierro var fyrirliði Madrídarliðsins í áratug en nú þegar hann er horfinn á brott tekur Raul við fyrirliðabandinu.  BAYERN München fékk símbréf frá Spáni í gær, þar sem tilkynnt var að hollenski leikmaðurinn Roy Makaay væri orðinn löglegur leik- maður Bayern. Hann mun verða á meðal áhorfenda þegar Bayern leik- ur í Hannover um helgina, en leikur sinn fyrsta leik þegar Bochum leikur í München um næstu helgi.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Barnsley, fékk í gær fjóra leikmenn til liðs við sig. Þeir eru Peter Handy- side og Craig Ireland sem báðir eru miðverðir, Sasa Ilic markvörður og Tony Gallimore sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar. Guðjón þekkir vel til Peter Handyside en hann var fyr- irliði hjá Stoke City er liðið vann sér sæti í 1. deild vorið 2002 undir stjórn Guðjóns.  SASA Ilic er reyndur markvörður og lék með Charlton Athletic í úr- valsdeildinni fyrir fjórum árum. Leikmennirnir eru allir komnir með leikheimild og verða því til í slaginn í fyrsta leik ársins sem er í dag á heimavelli Barnsley gegn Colchest- er. FÓLK Aðeins voru liðnar þrettán mín-útur frá upphafsflauti þegar Keflavík skoraði fyrsta markið, þar var á ferðinni Þórarinn Kristjáns- son sem fylgdi vel eftir varðri koll- spyrnu Magnúsar Þorsteinssonar. Þórarinn var svo aftur á ferðinni átta mínútum síðar – hörkuskalli af stuttu færi. Gest- irnir létu ekki þar við sitja heldur pressuðu fast á Mosfellinga sem enn voru að jafna sig eftir mörkin tvö. Þá var röðin komin að næsta stjörnuframherja gestanna, Magn- úsi Þorsteinssyni, og gerði hann vel eftir stungusendingu frá Þór- arni. Þeir tveir yfirspiluðu vörn heimamanna og hefðu getað gert fleiri mörk. Eftir þennan magnaða kafla var róðurinn orðinn þungur fyrir brúnaþunga leikmenn Aftur- eldingar. Spilamennska þeirra – háar sendingar fram völlinn og svo eltingaleikur – gekk ekki vel gegn skipulagðri vörn sunnanmanna og örfá marktækifæri þeirra fóru for- görðum. Leikurinn datt svo í dúnalogn þegar líða tók á og lítið markvert gerðist fyrr en á 67. mínútu. Þá skoraði Kristján Jó- hannsson fjórða mark gestanna – aftur hörkuskalli eftir góða fyr- irgjöf. Mosfellingar sáu þá hvað fyrir þeim lá, ekki nægur tími til að vinna upp fjögur mörk, og lögðu því árar í bát á meðan leik- tíminn fjaraði út. Öruggur sigur í höfn hjá léttleikandi liði Keflavík- ur sem virðist eiga greiða leið upp í efstu deild að nýju. Þórarinn Kristjánsson lék manna best hjá gestunum, sagði. „Við áttum von á hörkuleik, þeir eiga í harðri bar- áttu í neðri hlutanum og oft er það þannig að þegar botnlið mætir toppliði þá verður mikill slagur. Því má segja að þetta hafi komið okkur nokkuð á óvart. Við gerðum reyndar út um leikinn strax í fyrri hálfleik á einhverjum tíu mínútum. Við erum í frábæru formi og stemningin gæti ekki verið betri. Það er erfitt að vera með betra lið í fyrstu deild.“ Hörð barátta er fram undan hjá liði Aftureldingar. „Þetta var mjög erfitt en við missum ekki trúna, höldum áfram ótrauðir því það er nóg eftir af leikjum. Það er ekki á stefnuskránni að fara niður,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, þjálfari Aftureldingar. Maður leiksins: Þórarinn Kristj- ánsson, Keflavík Morgunblaðið/ArnaldurSveinn Margeirsson á ferðinni í 3.000 m hindrunarhlaupi. Miklir yfirburðir Keflvíkinga KEFLAVÍK styrkti stöðu sína á toppi fyrstu deildar í knattspyrnu er þeir sóttu Aftureldingu heim á Varmárvöll í gærkvöld, 4:0. Gestirnir voru ekki lengi að gera út um leikinn því á tíu mínútna leikkafla í fyrri hálfleik skoruðu þeir þrjú mörk gegn engu heimamanna. Mosfell- ingar náðu aldrei að komast í takt við leikinn eða taktfasta Keflvík- inga sem réðu lögum og lofum á vellinum. Eftir leikinn er Keflavík sem fyrr á toppnum og eiga nú fjögur stig á Víkinga í öðru sæti. Aftur- elding situr hins vegar í fallsæti og eiga erfiða leiki fram undan. Andri Karl skrifar Fjárhags- vandræði hjá Lille- ström NORSKA úrvalsdeildarliðið Lilleström, sem Íslendingarnir Indriði Sigurðsson, Ríkharður Daðason, Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson leika með á í miklum fjárhagserfið- leikum. Í gær áttu leikmenn liðsins að fá útborguð laun en félagið sendi leikmönnum bréf þar sem í stóð að ekki væri unnt að greiða þeim nema 80% af þeirri upphæð sem þeir ættu inni. Nú hafa forráða- menn Lilleström 30 daga frest til að greiða leikmönnum það sem eftir er. Takist félaginu hins vegar ekki að greiða leik- mönnunum það sem þeir eiga inni þá geta þeir rift samningi sínum við félagið tafarlaust. Torgeir Bjarmann, fyrirliði liðsins hefur sýnt erfiðleikum félagsins mikinn skilning og bað félagið um að bíða með að greiða sér laun svo unnt yrði að greiða öðrum leikmönnu sem mest. MIKLAR varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á þýskum knattspyrnuvöllum fyrir leiki dagsins, sem fara fram í dag miklum hita. Við flesta vellina verður áhorfendum boðið að fara í sturtu til að kæla sig og drykkir eru seldir á mjög vægu. Slæmar fréttir hafa komið frá Bochum, þar sem þjálfari liðsins hefur óskað eft- ir því að áhorfendur sleppi að fá sér bjór, heldur svali þorsta sínum með vatni. Dregið verð- ur úr sölu á áfengum drykkjum á mörgum völlum. Vatnsflaska sem kostar 280 kr. er seld á 130 kr. í Bochum. Fjölgað hefur verið klósettum við velli, því að reiknað er með að áhorfendur drekki miklu meira magn af vökva en þeir eru vanir. Á vellinum í Dortmund hef- ur hjúkrunarfólki, sem er við öllu búið, fjölgað úr 100 í 300. Áhorfendur í Bremen verða eflaust sælastir – fyrir utan marga drykkjarvagna verður á staðnum stór vörufluttn- ingabifreið hlaðin ís, sem áhorfendum verður boðið upp á í hita leiksins. Áhorfend- um boðið í sturtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.