Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 32
SKOÐUN 32 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ J óhannes Páll páfi II hef- ur látið þau boð út ganga að hjónaband samkynhneigðra sé af- brigðilegt og kaþólska kirkjan geti ekki samþykkt það. George W. Bush Bandaríkja- forseti er líklega sammála honum. Mikið hefur áunnist í réttinda- málum samkynhneigðra en þó er enn langt í land þegar svona við- horf þykja í lagi. Samkynhneigt fólk mætir víða fordómum. Og bara vegna þess að það vill elska og gera manneskju af sama kyni og það sjálft að lífs- förunauti. Hvað er svo hræðilegt við það? Af hverju getur það ekki verið jafn- eðlilegt og að elska manneskju af hinu kyn- inu? Og af hverju hafa samkyn- hneigðir ekki öll þau sömu réttindi og gagnkynhneigðir? Í áliti Páfagarðs á því hvort leyfa eigi hjónabönd samkyn- hneigðra og leiðbeininga hans til kaþólskra um afstöðu til málsins, segir að samkynhneigð sé mikið félagslegt og siðferðilegt áhyggju- efni. Kaþólsku fólki eru send þau skilaboð í yfirlýsingunni sem birt- ist 31. júlí, að það sé skylda þeirra að mótmæla, ef það búi í ríki sem hefur leyft hjónaband samkyn- hneigðra með lögum. Kaþólskum í löndum þar sem breytingar á lög- gjöf eru fyrirhugaðar, er ráðlagt að mótmæla og þeir minntir á að það er tvennt ólíkt að lögleiða hið illa eða að umbera hið illa. Nú standa yfir Hinsegin dagar í Reykjavík og stoltir samkyn- hneigðir og stuðningsmenn þeirra ganga fylktu liði niður Laugaveg- inn í Gay Pride-göngunni í dag. Það er besta mál að þessi ganga er orðin að stórviðburði hér á landi, viðburði sem öll fjölskyldan sækir. Hún hefur orðið tilefni umræðna á milli barna og fullorðinna um hvað það þýði að vera hommi eða lesbía og umræðna um það neikvæða við- horf sem samkynhneigðir mæta oft í samfélaginu. Börn mega ekki við því að þess- um boðskapi páfans sé komið á framfæri við þau. Það er nóg um neikvæða umræðu meðal barna og unglinga um homma eða lesbíur og oft verða samkynhneigðir ung- lingar fyrir aðkasti. Það vantar því frekar upplýsta og fordómalausa umræðu meðal barna og unglinga um samkynhneigð og mismunandi fjölskyldugerðir. Og þegar vakin er athygli á því eins og gert er í kringum Hinsegin daga, skapast ágætt tækifæri til umræðna. Óljóst er hvaða afstöðu Íslend- ingar taka til hjónabands samkyn- hneigðra eða þess hvort samkyn- hneigð pör eigi að hafa rétt til að ættleiða börn. Samkvæmt könnun Gallup í Evrópu eru Danir hvað hlynntastir auknum réttindum samkynhneigðra en 82% þeirra eru hlynntir því að samkyn- hneigðir fái að ganga í hjónaband. Í Hollandi eru 80% hlynntir þessu, en alls eru 57% íbúa ESB-ríkja hlynntir hjónabandi samkyn- hneigðra. Til ættleiðinganna eru viðhorfin ekki eins, þar sem 42% ESB-íbúa eru hlynntir rétti sam- kynhneigðra til ættleiðinga. Að hafa ekki rétt til þess að ganga í hjónaband eða að ættleiða barn er nú veruleiki margra sam- kynhneigðra. Hér á landi hafa samkynhneigðir nú rétt á að stað- festa samvist sína á borgaralegan hátt en þjóðkirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir hjónaband sam- kynhneigðra heldur þegir þunnu hljóði um málið enn sem komið er. Í Bandaríkjunum mætast bæði frjálslegasta löggjöfin hvað rétt- indi samkynhneigðra varðar og mesta þröngsýnin. Repúblikaninn sem stjórnar Bandaríkjunum hef- ur gömul fjölskyldugildi í heiðri og telur hjónaband karls og konu það eina rétta. Hann tilheyrir í raun hinum þröngsýna hópi í Banda- ríkjunum sem togast á við þann hóp sem vill sömu réttindi sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra. Úrskurður Hæstaréttar Banda- ríkjanna í júní var sigur fyrir víð- sýnni hópinn, en þá komst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði í Texas sem bönnuðu kynmök samkynhneigðra brytu í bága við bandarísku stjórnar- skrána. Bush lét ekkert hafa eftir sér um afstöðu til þessa úrskurð- ar, en nokkrir þingmenn repúblik- ana hyggjast leggja fram frum- varp til laga um að lagðar verði hömlur á rétt samkynhneigðra til að giftast og taka þar með undir með páfanum. Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík hafa gagnrýnt afstöðu páfa til hjónabands samkynhneigðra í bréfi til hans sem vonandi kemst til skila! Ungir jafnaðarmenn vilja að samkynhneigðir fái öll sömu réttindi og gagnkynhneigðir, eins og segir í bréfinu: „Hans heilagleiki, Jóhannes Páll páfi annar. Á undanförnum árum höfum við fylgst með störf- um yðar úr fjarlægð og kunnað að meta margt sem þér beitið yður fyrir. Sérstaklega erum við ánægð með þá alúð og rækt sem þér legg- ið við að berjast fyrir friði í heim- inum. Um allan heim er litið upp til yðar og hlustað á orð yðar. Skoðanir yðar skipta því afar miklu máli. Þess vegna viljum við að þér íhugið vandlega afstöðu yð- ar til þess að tveir samkynhneigðir einstaklingar gangi að eigast. Við teljum að samkynhneigðir sem unnast eigi að fá að festa ráð sitt. Við teljum eðlilegt að þeir fái að njóta allra þeirra réttinda og bera allar þær skyldur sem hjónabandi fylgja samkvæmt lögum í hverju landi. Í því felst jafnræði, mann- virðing og reisn.“ Það er bara ágætis framtak hjá ungliðahreyfingunni að skrifa páf- anum bréf. Vonandi sér þó kardín- álinn sem stendur víst fyrir þessu öllu, Joseph Ratzinger, bréfið. Ratzinger þykir mjög íhaldssamur og er oft talinn valdamestur í kaþ- ólsku kirkjunni að páfanum und- anskildum. En það var hann sem skrifaði undir bréfið sem innihélt leiðbeiningar til kaþólskra, sam- þykktar af páfa. Hinsegin dagar „Við teljum að samkynhneigðir sem unnast eigi að fá að festa ráð sitt. Við teljum eðlilegt að þeir fái að njóta allra þeirra réttinda og bera allar þær skyldur sem hjónabandi fylgja samkvæmt lögum í hverju landi. Í því felst jafnræði, mannvirðing og reisn.“ VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is VINNSLA í barnaverndarmálum hefur verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði og sitt sýnist hverjum. Undirrituð vill með þessu taka þátt í þeirri umræðu og leitast við að upplýsa um störf barna- verndarstarfsmanna sem ýmist eru gagn- rýndir fyrir að grípa of fljótt inn í að- stæður barna, eða að grípa of seint inn, eða að gera alls ekki neitt. Sjald- an er athyglinni beint að vönduðum og góðum vinnubrögðum barna- verndarstarfsmanna, þar sem fagleg vinnubrögð eru höfð í fyrirrúmi og réttarstaða barna höfð að leiðarljósi. Meginhlutverk barnaverndaryf- irvalda skv. íslenskum barnavernd- arlögum frá árinu 2002 er að aðstoða foreldra við það að gefa börnum sín- um viðunandi uppeldisaðstæður, þannig að fjölskyldan geti verið sam- an og börnin alist upp hjá sínum nán- ustu. Að skilja, vilja og geta Til þess að mögulegt sé að veita foreldrum hjálp af hálfu barnavernd- aryfirvalda þurfa þrjú grundvallar- atriði að vera fyrir hendi: – í fyrsta lagi þurfa foreldrar að sjá þörf til þess að breyta þeim að- stæðum og aðbúnaði sem börn þeirra búa við, – í öðru lagi þarf að vera vilji af hálfu foreldra til þess að taka á móti hjálp sem getur orðið til þess að bæta uppeldisaðstæður barna þeirra, – í þriðja lagi þurfa foreldrar að hafa hæfileika/getu til þess að geta nýtt sér þá hjálp sem stendur þeim til boða. Án skilnings foreldra á vandanum, vilja þeirra til að takast á við hann eða getu til þess að nýta sér þá hjálp sem í boði er, næst enginn árangur að því marki að bæta uppeldislegar aðstæður barna. Þrátt fyrir að þessir þættir séu ekki fyrir hendi hjá foreldrum, er ást foreldra á börnum sínum til staðar, en ekki hæfileikinn til að geta búið þeim viðunandi uppeldisaðstæður. Við slíkar aðstæður reynir á fag- lega þekkingu og reynslu barna- verndarstarfsmannsins, þar sem færa þarf fagleg rök fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru, ekki er til nein ein uppskrift sem hægt er að nota, því hvert mál er sérstakt og hvert barn einstakt. Ábyrgð og vald barnaverndarstarfsmannsins er mikið skv. barnaverndarlögum og því mikilvægt að sé valinn maður í hverju rúmi. Fullorðið fólk á oft á tíðum auðvelt með að setja sig í spor fullorðinna, sjá og finna sársauka þeirra þegar aðstæður eru erfiðar. Margt full- orðið fólk veigrar sér hins vegar við því að horfast í augu við vanrækslu og sársauka barna sem á vegi þeirra verður, enda þarf bæði kjark og hug- rekki til að horfa ekki undan og láta sem þú sjáir ekki vanrækta barnið. Barnið sem er ef til vill barn ná- granna þinna, eða barn í leikskól- anum þar sem þú vinnur, eða nem- andi þinn í skólanum, eða e.t.v. barn vina þinna. Með tilkomu nýrra barnaverndar- laga frá árinu 2002 hefur réttarstaða íslenskra barna styrkst að einhverju leyti, en þó er enn langt frá því að börn njóti nægjanlegrar verndar af hálfu hins opinbera þegar um van- rækslu á börnum er að ræða. Barna- verndaryfirvöld fá einungis upplýs- ingar um lítið brot af því sem fram fer inni á íslenskum heimilum, og er þá átt við aðstæður sem ekki eru börnum boðlegar og ekki eru til- kynntar barnaverndaryfirvöldum . Atriði sem hafa ber í huga þegar metið er hvort tilkynna skuli til barnaverndar: – líkamleg og andleg vanræksla, – líkamlegt, andlegt og kynferð- islegt ofbeldi, – vímuefnaneysla foreldra – ung börn eru skilin eftir gæslu- laus eða í umsjá annarra barna, – eldri börn eru skilin eftir lang- tímum saman og þurfa að sjá um sig sjálf, – léleg skólasókn, skólaskyldu ekki sinnt, – afbrot, árásargirni, – heilsugæslu ekki sinnt þótt um vanheilsu sé að ræða, – tíð smáslys sem hægt hefði verið að fyrirbyggja, – endurteknir áverkar sem barn á erfitt með að útskýra, – vannæring, – lélegur fatnaður sem hentar illa aðstæðum. Atriði sem sérstaklega þarf að hafa í huga vegna unglinga: – áfengis- og vímuefnaneysla, – léleg skólasókn, – endurtekin afbrot, – ofbeldishegðun, – þunglyndi, geðröskun, sjálfs- vígshugleiðingar. Hverjir eru það sem tilkynna mál til barnverndaryfirvalda og hvers vegna? Barnavernd Reykjavíkur bárust á síðastliðnu ári 2.012 tilkynningar, sem fjölluðu um aðstæður 1.018 barna. Tilkynnendur voru: Lögregla 936 Nágrannar/vinir 255 Foreldrar barns 186 Læknir/heilsugæsla/sjúkrahús 150 Ættingjar aðrir en foreldrar 110 Starfsmenn Félagsþjónustunnar 104 Skóli/fræðsluskrifstofa 95 Önnur barnaverndarnefnd 95 Almennur borgari 28 Leikskóli/gæsluforeldri 19 Barn/ungmenni leitar sjálft 14 Vinnsla barnaverndarmála hjá Barnavernd Reykjavíkur Eftir Guðrúnu Frímannsdóttur Í FYRSTU varð mér orðs vant við lestur grein- arinnar – Úr vörn í sókn – sem birtist í Morgun- blaðinu 1. ágúst sl. Í henni var ekki horft á landið eins og ein þjóð byggi þar. Þessar eftirfar- andi tilvitnanir benda til þess: „Í lok sumars verði öllum meirihátt- ar vegaframkvæmdum á landsbyggð- inni frestað um tvö til þrjú ár á meðan góð, bein og greið hraðbraut verði lögð frá Reykjanesbæ og að Hafnar- firði eða helst að Mjóddinni.“ Síðar í greininni segir: „Þarna verði engan veginn látið staðar numið því að með hraðbrautinni til Reykjanesbæjar og Leifs- stöðvar opnast nýr möguleiki á flutningi Reykjvíkur- flugvallar til Keflavíkur. Þannig væri strax gengið í að teikna og hefja gerð nýrrar flugstöðvar við hlið Leifsstöðvar sem sinnti innanlandsfluginu.“ Enn síðar segir: „Á sama tíma væri gert nýtt deili- og aðalskipulag fyrir Reykavík þar sem byggðar væru íbúðir fyrir þúsundir manna í Vatnsmýrinni… “ (Til- vitnunum lýkur). Þessi orð greinarinnar snertu mig sem íbúa úti á landi. Íbúa sem þekkir aðstæður og ýmsa erfiðleika þar en jafnframt mikla kosti og nátt- úruleg lífsgæði við að eiga þar heima. Við Íslendingar búum yfirleitt við góð lífskjör og ættum að vera stolt- ir yfir að hafa framkvæmt mikið um allt land og menntað þjóðina síðustu áratugi. Hvergi hefur þó ver- ið betur gert en í Reykjavík enda höfuðborg okkar og við megum vera ánægð með að geti sinnt sínu hlut- verki með glæsibrag. Eigi að síður hefur hún skyldur sem höfuðborg sem hún rækir enn í dag m.a. í sam- göngumálum gagnvart landinu með Reykjavík- urflugvelli. Þótt í blaðagreininni sem vitnað er til séu bara reif- uð sjónarmið eins manns er ástæða til að vekja athygli á þeim og andmæla. Við sem búum vítt og breitt um Íslandsbyggðir höldum fast við að allir, hvar sem þeir búa eigi sinn rétt og getum rökstutt okkar mál þótt ekki séum við á hverjum degi að eltast við misjafnlega rökstudd og sérkennileg ummæli. Við eigum áfram að vera ein þjóð í góðu og gjöfulu landi og vera sæmi- lega samhent heild til að geta gert það enn betra. Hvers vegna skrifa menn svona árið 2003? Eftir Stefán Á. Jónsson Höfundur er bóndi á Kagaðarhóli í A-Hún. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Ríkharður M. Jósafatsson Austurlensk læknisfræði Nálastungur og nudd 553-0070 GSM: 863-0180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.