Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 23 Skortur á trefjum getur valdið því að fæðan fer hægar í gegnum meltingarfærin en eðlilegt er. Trefjarnar í Colon Cleanser drekka í sig meiri vökva en flestar aðrar trefjar og koma því fæðunni hratt og örugglega í gegnum meltingarfærin. Acidophilus mjólkursýrugerlarnir viðhalda eðlilegri og heilbrigðri starfsemi meltingarfæranna. Hratt og örugglega! Þegar þú kaupir glas af Acidophilus færðu annað eins á hálfvirði! * * Þ e t t a t i l b o ð g i l d i r ú t n æ s t u v i k u www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 08 .2 00 3 Reiðhjól 10-40% afsláttur -21 gíra fjallahjól frá kr. 14.900 Golfvörur 10-70% afsláttur - Járnasett frá kr. 9.900 Sportfatnaður og íþróttaskór 20-70% afsláttur Hlaupahjól aðeins kr. 6.900, áður 11.900 Regnfatnaður 20% afsláttur Sundfatnaður frá kr. 500 Rólur og rennibrautir 20% afsláttur Fótboltaskór barna frá kr. 990 ® Dúndur! afsláttur aföllum vörum SENN líður að því að skólar hefj- ist og munu margir sjálfsagt eign- ast sína fyrstu skólatösku á næstu vikum. Guðrún Ólafsdóttir, hjúkr- unarfræðingur við Heilsugæslu- stöðina í Mjódd og Ölduselsskóla, segir mikilvægt að skólataskan sem verði fyrir valinu henti barninu og sé þægileg. Taska sem passi ekki geti leitt til slæmrar lík- amsstöðu og vandamála í stoð- kerfi seinna meir. Hún segir að bæklingurinn Barnið og skóla- taskan geymi bestar upplýsingar um hvernig standa skuli að vali á skólatösku. Bæklingurinn var gef- inn út árið 2002 af Heilsugæslunni í Reykjavík og er eftir Ágústu Guðmarsdóttur, Ellu B. Bjarnason og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann liggur frammi á flestum heilsugæslustöðvum og er víða af- hentur foreldrum þegar þeir koma með börn sín í 5 ára skoðun. „Ég bendi foreldrum gjarnan á að geyma bæklinginn því þær upplýs- ingar sem þar koma fram nýtast einnig þegar barnið verður eldra,“ segir Guðrún. Sex ára börn mega bera tvö kíló Guðrún bendir á að taskan þurfi að henta vel baki barnsins, liggja þétt upp við hrygg og sitja á mjöðmum. Töskur, sem hægt er að spenna um brjóst og mitti, séu sérstaklega góðar fyrir yngri börnin, þannig sitji taskan betur og auðveldara sé fyrir börnin að hreyfa sig eðlilega. Þá eigi böndin sem fara yfir axlirnar að vera breið, bólstruð og auðstillanleg. Hún segir mikilvægt að taskan sé ekki of þung fyrir barnið. „Þyngd töskunnar ætti helst ekki að vera meira en 10 prósent af lík- amsþyngd barnsins og alls ekki meira en 20 prósent. Hjá sex ára börnum er miðað við að taskan sé ekki þyngri en 2 kíló með bókum og best er að taka með bækur þeg- ar taskan er mátuð,“ segir Guð- rún. Of þungar töskur valda verkjum Guðrún segir að börnin fari fljótlega að kvarta um einkenni frá stoðkerfi ef töskurnar eru farnar að íþyngja þeim. Hún segir slíkar kvartanir mjög algengar hjá börnum, allt frá 9 ára aldri og upp úr. „Eitt það fyrsta sem ég geri þegar þau koma til mín og kvarta yfir verkjum í baki og öxl- um er að biðja þau um að koma með skólatöskuna til mín. Ég vigta hana og ef hún er of þung segi ég þeim að fara með hana heim og taka aðeins til í henni. Ég bendi þeim á að vera ekki með neitt í töskunni sem þau þurfi ekki, passa sig á að taskan sitji rétt og hangi ekki niður af öxl- inni,“ segir Guðrún. Val á skólatöskum fyrir börn Brjóst- og mjaðma- festingar æskilegar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ýmsu þarf að huga að þegar skólataskan er valin. NÝ G-Shock-úr frá Casio eru kom- in á markaðinn en nýr umboðs- aðili Casio á Íslandi er Ingimar Guðmundsson ehf. G-Shock-úrin frá Casio hafa verið framleidd frá árinu 1983 og eiga því 20 ára af- mæli um þessar mundir. Nýju G- Shock-úrin eru búin svokallaðri tvísýnarskífu eða tveimur skífum; úraskífu og digitalskífu. Í gegnum op á úraskífunni er hægt að sjá digitalskífuna, en hún sýnir meðal annars heimstíma, skeiðklukku og niðurteljara. Casio-úrin fást í flestum úraverslunum. Ný G- Shock-úr KAFFIBOÐ ehf. hefur hafið innflutning á capp- uccino- og espresso- kaffivélum frá ítölsku fyrirtækjunum Rancilio og Isomac. Vélarnar eru bæði ætlaðar til heim- ilis- og fyrirtækjanota. Heimilisvélarnar Silvia og Zaffiro eru að öllu leyti smíð- aðar í verksmiðjum fyrirtækj- anna, þar með taldir íhlutir, og er allur frágangur eins og í stórum kaffihúsavélum. Silvia- heimilisvélin hefur verið valin besta kaffivélin fjögur ár í röð af sam- tökum kaffiunnenda að því er fram kemur í til- kynningu frá innflytj- anda. Í dag verður sér- stakur kynningardagur í verslun Kaffiboðs á horni Grettisgötu og Barónsstígs þar sem notkun vélanna verður kynnt og fólki gefinn kostur á að bragða kaffið úr báðum vél- unum. Cappuccino-vélar til heimilisnota alltaf á sunnudögumFERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.