Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 24
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir með handsmokkana sína. ÍRIS Ólöf Sigurjónsdóttir textíl- hönnuður sýnir handsmokka, húfur, teppi og töskur úr lambskinni í List- munahorninu á Árbæjarsafni í dag og á morgun milli kl. 10–18. Að sögn Dagnýjar Guðmundsdóttur safn- varðar á Árbæjarsafninu er List- munahornið lítið rými inn af miða- sölunni þar sem listhandverksfólki hefur í allt sumar verið boðið að sýna í eina viku í einu eða yfir helgi. Aðspurð hvað handsmokkar eru svarar Íris Ólöf að þetta séu nokk- urs konar skreytt varmabönd sem höfð eru kringum úlnliðinn. „Þú smokrar þessu upp á hendina á þér og ert með þetta til að verma þína úlnliði. Tónlistarfólk hefur mikið verið að kaupa handsmokka af mér,“ segir Íris Ólöf og bendir á að heitið á þessum handskjólum sé ekki frá henni komið. „Ég einfaldlega fletti upp í gömlum heimildum. Fyrir rúmum tvö hundruð árum voru kon- ur bæði á Íslandi, á Norðulöndunum og í Evrópu með svona perluprjón- aða handsmokka, en þeir voru ein- mitt kallaðir handsmokkar á sínum tíma,“ segir Íris Ólöf starfar einmitt sem safnstjóri á Byggðarsafni Dal- víkur. Um tilurð þess að hún fór að gera handsmokka svarar Íris Ólöf að hún hafi sjálf alltaf verið slæm í liðamót- unum og vantað flíkur til þess að verma úlnliðina. „Til að byrja með klippti ég bara neðan af sokkum, en síðar fór ég að prjóna og sauma handsmokkana og skreyta þá. Ég hef gert handsmokka úr öllum mögulegum efnum, þó aðallega nátt- úruefnum. Til að byrja með prjónaði ég þá, en fór síðan að gera þá úr flísi og ullarflísi og hef svo útfært þá í hör og bómullarefni. Þeir eru alltaf mikið skreyttir og suma er hægt að vefja utan um úlnliðinn. Ég er sjálf alltaf með pörin innan seilingar og nota þau mjög mikið.“ „Í Listmunahorninu verð ég auk handsmokkanna með sitt lítið af hverju, m.a. teppi, húfur og eina tösku úr lambskinni. Ég kem sem sagt með sýnishorn af hinu og þessu, þannig að ef fólk hefur áhuga þá get- ur það bara pantað hjá mér,“ segir Íris Ólöf, en handsmokkarnir henn- ar hafa einmitt verið afar vinsælir til gjafa. Á morgun fer auk þess fram hin árlega handverkssýning Árbæjar- safnsins í flestum húsanna á safninu milli kl. 13–17. Meðal þeirra sem hægt verður að sjá að störfum eru eldsmiður, kona sem gerir presta- kraga, söðlasmiður, konur er sauma íslenska búninginn, prentari og bók- bindari, auk þess sem unnin verður tóvinna og gerðir roðskór. Handsmokkar, húfur og teppi á Árbæjarsafninu LISTIR 24 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLÖKT er heitið á mynd-listarsýningu sem lista-konan Anna Jóelsdóttiropnar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar í dag, laugardag, klukk- an 15. Þetta er í annað sinn sem Anna sýnir í Hafnarborg en hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar í Bandaríkj- unum og hér heima. Hún hlaut myndlistarmenntun sína við The School of the Art Institute of Chicago og hefur einnig verið að- stoðarkennari við þann skóla. Anna og Guðbjörg Lind, sem opnar sýningu á efri hæð Hafnar- borgar, segjast hafa fundið margt sameiginlegt í verkum sínum – en fyrir gests augað liggur það ekki alveg í augum uppi. „Það má kannski segja að verkin okkar séu sitthvor hliðin á peningnum,“ segir Anna, þegar blaðamaður rýnir í verkin til að sjá skyldleikann. Hvað áttu við? „Þegar þú skoðar verk Guð- bjargar, sérðu að þau hafa fastan punkt; miðju. Ég er hins vegar að fjalla um óreiðuna og leitina að föstum punkti. Ég er öll flöktandi en hún kyrr á sínum stað.“ Reiða og óreiða Er til fastur punktur? „Já, hann er hér. Ég er alin upp í dal þar sem var fastur punktur. Ég var tvítug þegar ég sá fyrst sjónvarp. Fram að þeim tíma var það bara Gufan, Mogginn og Landssíminn með stutt-löng-stutt. Maður vissi alveg hvar fasti punkt- urinn var. Síðan hafa miklar breyt- ingar átt sér stað. Ég hef búið í Chicago í tíu ár og á heima þar. En ég á líka heima hér. Hér eru börn og barnabörn og ég er stöðugt með hugann á tveimur stöðum. Síðan eru öll landamæri að brotna upp. Hugurinn er stöðugt tekinn og brotinn upp á marga staði. Ef við tökum sjónvarpið sem dæmi, þá sjáum við kannski mann á skjánum sem er að tala frá ein- hverjum stað úti í heimi. Á meðan hann talar er verið að renna mynd- um frá einhverjum allt öðrum stað sem hann er að tala um. Það eru slíkir þættir sem ég hef verið upptekin af. Hugtökin ná- lægð og fjarlægð hafa samtvinnast og oft snúast þau við. Landamæri daglegs lífs eru flöktandi og breyt- ast stöðugt. Hugmyndin um að vera staðsettur annars staðar er að tapa merkingu sinni. Samt sem áður magnar búseta fjarri átt- högum þörfina fyrir að tengjast einhverju sem er kyrrt á sínum stað. Líf mitt snýst mikið um þessa þversögn“ Anna málar rendur eða brautir sem hún segir hluta af stærri heild. Blekteikningin er blanda af reiðu og óreiðu þar sem ferðast brotnar línur, myndbrot, merki og tákn sem gefa til kynna stærri heildir. Landslag úr flugvél „Það var sagt við mig um daginn að myndirnar mínar líktust lands- lagi eins og maður sér það úr flug- vél,“ segir Anna. „Það má vera að eitthvað sé til í því. Ferðalag hing- að heim er alltaf um loftið. Þegar ég svo hugsa heim, fer hugurinn alltaf í loftið áður en hann tekur stefnuna hingað… Að minnsta kosti veit ég alltaf hvar Esjan er.“ Anna útskrifaðist með masters- gráðu í myndlist frá The School of the Art institute of Chicago árið 2002. Fyrir hafði hún masters- gráðu í kennslufræðum, hafði kennt hér heima um árabil, eða þar til hún ákvað að prófa eitthað allt annað og hóf störf á auglýs- ingastofu. En hvers vegna dreif hún sig í myndlistarnám? „Þegar ég flutti til Chicago fyrir tíu árum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að ná mér í réttindi til að kenna í Bandaríkjunum og snúa mér aftur að kennslu, eða hvort ég ætti að gera eitthvað allt annað. Ég ákvað að prófa mynd- listina, en var lengi tvístígandi. Ég byrjaði á því að taka kúrsa, þar til einhver sparkaði í mig og sagði: Þú verður að hrökkva eða stökkva. Það þýðir ekkert að vera að þessu dúlli. Ég ákvað að taka inntöku- próf í Listaháskólann, komst inn og lauk námi í fyrra. Frá þeim tíma, og jafnvel eitthvað lengur, hef ég verið að vinna með hug- myndina um flökt, sem byggist á miðju – en hún stendur ekki kyrr.“ Að hreinsa hugann Hvernig vinnurðu? „Ég er alltaf með skissubók og skissa í hana á hverjum degi. Einnig er ég með dagbók sem ég skrifa í á hverjum degi. En ég skrái ekki niður staðreyndir, held- ur er þetta spurning um hugflæði til að hreinsa hugann. Síðan loka ég þessum bókum; hugur og hönd eru farin að starfa saman og ég get farið að vinna. Ég tek líka mikið af ljósmyndum af hlutum sem ég sé úti. Það getur verið sprunga í gangstétt, bygging sem verið er að brjóta niður – eða hvað sem er. Ég er ekki að leita að formi, heldur uppbroti á formi. Síðan vinn ég úr hugmyndum sem ég fæ þegar ég skoða ljósmynd- irnar, ekki ljósmyndunum sjálfum. Þannig má segja að verk mín séu vísun í arkitektúr, borgarlandslag og landslag.“ Óreiðan og leitin að föstum punkti Morgunblaðið/Kristinn Anna Jóels sýnir í Hafnarborg. Anna Jóelsdóttir opn- ar sýninguna Flökt í Hafnarborg í dag. Súsanna Svavars- dóttir ræddi við hana um landamæri sem brotna upp, nálægð, fjarlægð og staðsetn- ingu Esjunnar. Í TILEFNI af opnun minningarsýn- ingarinnar um myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson í Ásmundarsal í dag mun fjölskylda listamannsins af- henda Safnasafninu á Svalbarðs- strönd 42 portrettmyndir af Ragnari sem samferðamenn hans teiknuðu af honum. Á afmælisdegi Ragnars þann 17. ágúst nk. mun Safnasafnið síðan opna sýningu á þessum myndum, sem standa mun út veturinn. Por- trettmyndirnar 42 eru eftir þrjátíu höfunda, bæði íslenska og erlenda, þekkta og óþekkta og börn jafnt sem fullorðna. Þekktasti listamaðurinn sem teiknaði Ragnar er án efa svissneski myndlistarmaðurinn Diet- er Roth og að sögn Níelsar Hafstein safnstjóra Safnasafnsins eru tvær teikningar Roths meðal myndanna á sýningunni. Af öðrum listamönnum má nefna Kristján Davíðsson, Sverri Haralds- son, Gylfa Gíslason, Jón Gunnar Árnason, Kristínu Eyfelds, Magnús Pálsson og Hring Jóhannesson. Að- spurður segir Kjartan, sonur Ragn- ars, að portrettmyndirnar hafi safn- ast fyrir hjá föður sínum gegnum tíðina. „Þegar pabbi var allur þá átt- uðum við okkur á því að í vinnuplögg- um hans lá bunki af portrettmyndum af honum. Þegar Nýlistasafnið og Myndhöggvarafélagið héldu minn- ingarsýningu um pabba 1992 undir stjórn Níelsar Hafstein og Ragnhild- ar Stefánsdóttur hrifust þau af þeirri hugmynd að sýna þessi portrett. Níels falaðist síðar eftir þeim og spurði fjölskyldu Ragnars hvort hún væri reiðubúin að gefa Safnasafninu þessar teikningar og okkur fannst það alveg þjóðráð. Með þessu vildi hann heiðra gamla manninn, en Níels hefur verið mikill hvatamaður þess að halda nafni hans á lofti,“ segir Ragn- ar. „Mér þykir svo vænt um þessar myndir og gaman að hafa vin minn hérna uppi á vegg, enda er þetta stór- kostleg sýning,“ segir Níels, en að hans sögn hafði Ragnar mjög gaman af að teikna vini sína og samstarfsfólk yfir kaffibolla. „Elsta myndin er frá 1946 en sú yngsta frá 1992 er haldin var minningarsýning um Ragnar í Nýlistasafninu. Þegar ég var að skipuleggja þá sýningu hafði ég sam- band við nokkra listamenn og bað þá að teikna Ragnar eins og þeir minnt- ust hans. Þeir sem skiluðu inn mynd- um voru auk mín Edda Jónsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Grímur Marínó Steindórsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Jón Óskar skáld, eig- inmaður hennar.“ Í Lesbókinni í dag er viðtal við Ingu, dóttur Ragnars, um minningar- sýninguna í Ásmundarsal. Gefa safn portrett- mynda af Ragnari Kjartanssyni Pennateikning Dieters Rot af Ragnari Kjartanssyni. NÝVERIÐ kom út fjórða bindið í rit- röð sem kölluð hefur verið Safn til sögu Eyrarsveitar. Titill bókanna er Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Í þessari nýjustu bók er m.a. skrifað um Eddu- slysið á Grundarfirði árið 1953. Sagt er frá myndun sjávarþorps í Grundar- firði á 20. öld. Fjallað er um íbúatal í Eyrarsveit fyrir 300 árum, skrifað um eftirminnilega einstaklinga,sagt frá upphafi áætlunarferða í Grundarfjörð og birtur annál sveitarstjórnarmála auk nokkurra þjóðsagna úr Eyrarsveit. Að lokum er kafli um verslun í Grund- arfirði frá upphafi og fram á 20. öld. Fjölmargar myndir prýða bókina og með henni fylgir í ár stór örnefna- mynd, um 1 m á lengd og 30 cm há, sem sýnir örnefni umhverfis Kolgrafa- fjörð. Útgefendur eru Hollvinasamtök Grundarfjarðar og sögunefnd Eyrar- sveitar. Hönnun kápu: Freyja Berg- vinsdóttir. Fróðleikur HLJÓMSVEITIN Spaðar, sem starfað hefur í tuttugu ár, leikur í Norræna húsinu kl. 16–18 hinn 16. ágúst fyrir gesti og gangandi í til- efni Menningarnætur Reykjavíkur- borgar. Spaðar sóttu í upphafi tals- verð áhrif frá Búlgaríu og öðrum löndum Balkanskagans en fást nú við ýmiss konar tónlist. Ef hægt er að tala um að hljómsveitin hafi tón- listarlega sérstöðu markast hún helst af því að þar hafa menn sem alist hafa upp við bítlamúsík og blús farið að semja gömludansalög við rammíslenska sveitasælutexta. Liðsmenn Spaða eru níu talsins um þessar mundir. Þeir eru: Aðaeir Arason sem leikur á mandólín, Guð- mundur Ingólfsson þenur kontra- bassa, Guðmundur Andri Thorsson syngur, Guðmundur Pálsson spilar á fiðlu, Gunnar Helgi Kristinsson er harmónikuleikari sveitarinnar, Hjörtur Hjartarson blæs klarinett, flautu og leikur á gítar, Magnús Haraldsson er gítarleikari, Sig- urður G. Valgeirsson spilar á trommur og Sveinbjörn I. Baldvins- son spilar á gítar. Spaðar á Menningarnótt Hljómsveitin Spaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.