Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NAUÐSYNLEGT er að endurskoða skipulags- mál Reykjavíkurborgar og þá sérstaklega þá þætti sem snúa að nýjum byggðum. Þetta kem- ur fram í skýrslu Hrundar Skarphéðinsdóttur byggingarverkfræðings sem nýlega lauk meist- araprófi í skipulagsfræðum frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Meistaraverk- efni Hrundar fólst í úttekt á möguleikum fram- tíðarskipulags í Reykjavíkurborg og skoðaði hún tvo andstæða möguleika sem við blasa. Annars vegar er um að ræða aukna og áfram- haldandi úthverfavæðingu, með tilheyrandi aukningu í bílaumferð og minnkuðum mögu- leikum á öðrum samgöngumáta, auk sóunar á landi, og hins vegar blandaða byggð með þétt- ari landnýtingu og áherslu á minnkun umferð- arálags með því að skipuleggja þannig að fólki gefist betri möguleiki á að velja mismunandi ferðamáta. Hrund telur mögulegt að ná mun betri árangri í þéttingu byggðar og minnkun samfélagskostnaðar með áherslu á blandaða byggð í stað hefðbundinnar útþenslustefnu íbúðarhverfa. Þannig geti sparast mikill sam- félagskostnaður sem felst í lagningu og viðhaldi umferðarmannvirkja, bensínkostnaði, lélegri nýtingu lands, umferðarslysum og fleira. Ofuráhersla lögð á umferð einkabíla „Í skipulaginu eins og það er í dag er í raun verið að reyna að glíma við einkennin í stað þess að fást við orsökina,“ segir Hrund og segir aukið umferðarálag á meginæðar gatnakerf- isins hægt að rekja að miklu leyti til galla í skipulagi úthverfa Reykjavíkurborgar. „Einka- bíllinn er alls ekkert vandamál í sjálfu sér en umferðin er langt umfram það sem hún þyrfti að vera. Einnig virkar núverandi skipulag þannig að það eyðileggur aðra valkosti í sam- göngum. Götur eru breiðar og víðáttumiklar og miðast við að taka við gríðarlegri umferð einka- bíla. Mikið landflæmi í kringum göturnar fer í bílastæði og slíkt. Um leið og þetta skipulag eykur á umferðarþunga og hraðakstur gerir það gangandi vegfarendum erfitt um vik þar sem óþægilegt er að ganga milli staða í svona opnu umhverfi. Vegalengdir eru einnig mjög miklar vegna þess að ekki er reiknað með að fólk ferðist á annan hátt en með einkabílum. Þannig er um að ræða vissan vítahring.“ Hrund ítrekar það að hugmyndir hennar séu alls ekki árás á einkabílinn heldur snúist þær um að minnka þörfina fyrir hann með því að færa þjónustu og atvinnustarfsemi nær fólki og gera aðra samgöngumáta auðveldari. Gamlir bæjarhlutar aðgengilegir og eftirsóttir Hrund segir að það sjáist vel í gömlum bæj- um og bæjarhlutum hvernig skipulag sem hef- ur að vissu leyti orðið til af sjálfu sér stuðlar að aukinni sjálfbærni. Þannig er þörfin fyrir einkabíla mun minni í eldri hverfum, þar sem byggð hefur þróast í samræmi við þarfir íbú- anna. Hefðin í eldri hverfum felst í þéttum göt- um, þar sem gangandi vegfarendur njóta skjóls bygginga og stutt er í þjónustu. Þetta form er sígilt að mati Hrundar og segir hún undanfarin þrjátíu til fjörutíu ár hafa einkennst af tilrauna- starfsemi sem hafi engan tilgang annan en að brjóta upp sígild form sem hafa áður sannað notagildi sitt í skipulagi borga og bæja. „Eldri bæjarhlutar hafa mótast í samræmi við þarfir þeirra samfélaga sem þá byggja. Það hefur komið fram í fjölmörgum könnunum að fólki líður mjög vel í eldri bæjarhlutum. Fast- eignaverð endurspeglar til dæmis eftirspurnina eftir búsetu á svona svæðum og sá hópur fólks sem kýs að búa í eldri hverfum sökum mann- væns umhverfis og fjölbreyttari samgöngu- möguleika stækkar stöðugt. Neikvæða hliðin á úthverfunum er sú að þau eru afar háð annarri byggð og þá sérstaklega atvinnuhverfum og eiga því mjög erfitt með að standa sjálfstætt. Það má segja að þau „kasti“ bílum inn í byggð sem er þegar mettuð eins og er að gerast með miðbæ Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Ný borgarstefna – endurreisn gamalla gilda Einkabílaeign Íslendinga er afar mikil og segir Hrund algengustu goðsögnina sem notuð er til þess að afsaka bílhverft skipulag að veð- urfarið sé svo slæmt að erfitt sé að ferðast án bíls. Hrund segir þessa röksemd ranga, að ekki sé við veðrið að sakast. Til dæmis sé lítið mál að ferðast gangandi í eldri hverfum Reykjavíkur. „Það er náttúrlega ómögulegt að ganga, hvern- ig sem veðrið er, ef skipulagið er þannig að fólk fái það á tilfinninguna að það sé ekki að fara neitt. Safngöturnar, meginumferðaræðarnar, eru umkringdar landflæmi sem er afar illa nýtt og fráhrindandi.“ Sú stefna sem Hrund styðst við og hefur ver- ið að ryðja sér til rúms undanfarinn áratug er svonefnd „New Urbanism“ eða ný borgar- stefna. Stefnan byggist á því að tekið er mið af því hvernig eldri borgir hafa skipulagst og reynt að draga skipulagslegan lærdóm af sjálf- bærri uppbyggingu þeirra. „Í fjölmörgum borgum erlendis er nú verið að leita leiða til að auka sjálfbærni. Þetta er mögulegt með því að gera sjálf hverfin þéttari og miða við þarfir fólksins frekar en eingöngu við þarfir einkabíla. Segja má að hvert hverfi virki sem þorp, sem tengist öðrum þorpum sem mynda saman borg. Fjölbreytni, gönguvænar götur og blönduð nýt- ing húsa stuðla öll að aukinni sjálfbærni hverfa og þar með borga. Hverfin eru þá þannig að þau hafa aðalgötu og kjarna með atvinnu- starfsemi og íbúðum, en við útmörk þeirra verður byggðin dreifðari. Mér sýnist stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu, enda er þetta hugs- unin á bak við aðalskipulag Reykjavíkur, en þegar til framkvæmda kemur virðist þetta allt enda á sama veg, þ.e.a.s. að dreifðari hluti borg- arinnar verður sífellt háðari einkabílnum. Sem dæmi um þetta má nefna Norðlingaholtið, nýtt hverfi sem er hannað í dæmigerðum úthverfa- stíl með botnlöngum og safngötum og mikilli sóun landrýmis undir bílastæði. Með skilvirk- ara skipulagi í anda Nýrrar borgarstefnu væri lítið mál að koma öllu fyrir á mun minna svæði, til dæmis með samnýtingu bílastæða milli at- vinnustarfsemi og íbúa. Hverfið ætti þá jafnvel afgangspláss fyrir garð á stærð við Miklatúnið í kaupbæti.“ Þrjár megintillögur í skipulagsmálum Hrund kynnir í skýrslu sinni þrjár megintil- lögur sem hún gerir til þess að bæta skipulag í Reykjavík og þétta byggð. „Í fyrsta lagi legg ég til að safngötur innan hverfa og aðalumferðargötur fái byggð og þjón- usta og atvinnustarfsemi verði byggð upp með- fram þeim. Þannig virki þær sem breiðgötur frekar en sem hraðbrautir. Bílastæði er einnig auðvelt að færa á milli húsa og meðfram göt- unni í stað þess að mynda breitt bil milli húsa og götu. Þessi breyting myndi strax minnka hina gríðarlegu þörf fyrir umferð inn í aðra bæjar- hluta. Til dæmis væri hægt að gera Miklu- brautina mun vistlegri og aðgengilegri með því að byggja við hliðina á henni og hafa búðir og þjónustu á neðstu hæðum húsa. Reykjavík er með mikinn umferðarþunga miðað við stærð. Það er alltaf verið að reyna að draga úr umferð- arhraða með ýmsum ráðum, til dæmis með hraðahindrunum. En hraðinn væri síður vanda- mál ef byggt væri meðfram götunum því að þegar þrengt er að sjónsviðinu með húsum sem hýsa þjónustu og atvinnustarfsemi hægist um- ferðarhraðinn sjálfkrafa og verður jafnari. Einnig verður þörfin fyrir að fara út úr hverf- inu til þess að nálgast þjónustu og atvinnu minni og þar með dregur úr þörf á umferðar- æðum. Í öðru lagi legg ég til að botnlangar verði lagðir af og tengdir megingötum í báða enda. Þannig myndist netkerfi líkt og þekkist í eldri hverfum eins og Hlíðahverfi og Vesturbænum. Netkerfin hafa sannað gildi sitt þar sem þau dreifa umferðinni jafnt. Botnlangar safna hins vegar umferð saman og skapa aukinn umferð- arþunga.“ Þétting ódýrari en útbreiðsla Þriðja tillaga Hrundar er síðan að byggingar séu hafðar á mælikvarða mannsins, þ.e.a.s. að byggingar séu byggðar fyrst og fremst fyrir fólk, en ekki eingöngu fyrir bíla. „Í þessu sam- bandi má nefna verslunarmiðstöðvar eins og Kringluna og Smáralindina, sem umkringdar eru gríðarlegu flæmi bílastæða sem mynda miklar fjarlægðir fyrir gangandi vegfarendur og nánast biðja fólk um að nálgast ekki fót- gangandi. Allar þessar breytingar er mögulegt að gera á úthverfum Reykjavíkur án mikils tilkostn- aðar. Það er t.d. tiltölulega ódýrt að þétta dreifð úthverfi eins og Grafarvoginn. Það er skyn- samlegra að byggja þéttar og skilvirkar á því sem fyrir er en að ryðjast sífellt í nýja út- breiðslu. Ég er alls ekki að leggja til neina loka- lausn, en það hefur sýnt sig að dreifð úthverfi eru óhagkvæm skipulagskerfi og draga úr sjálf- bærni samfélaga. Klassísku gildin hafa sannað sig í borgarskipulaginu og það er kominn tími til þess að vinna með þeim og innleiða þau.“ Morgunblaðið/Sverrir Dæmi um aðalgötu í blandaðri byggð þar sem þjónusta og verslun liggja meðfram götunni og auka notagildi hennar ásamt því að minnka umferðarhraða. Svona er kjarni blandaðrar byggðar. Meistaraverkefni um ólíkar leiðir í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar Sígild form og gildi virt að vettugi í skipulagi úthverfa Götur sem hafa ekkert hlutverk annað en að anna umferðarþunga eru ekki mannvænar að mati Hrundar og nýtist landið ekki vel. Hrund telur það til bóta að byggja meðfram þeim. Í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum leggur Hrund Skarphéðinsdóttir byggingarverkfræðingur til að dregið verði úr útbreiðslu úthverfa og gömul gildi í skipulagi endurreist. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Hrund um verkefni hennar, og hina nýju borgar- stefnu sem sækir í sígild skipulagsgildi. Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrund Skarphéðinsdóttir byggingarverk- fræðingur hefur nýlokið meistaranámi sínu í skipulagsfræðum við Konunglega tækni- háskólann í Stokkhólmi. svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.