Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 11
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, telur sig ekki hafa hald-
bærar lagaheimildir fyrir því að
koma á línuívilnun fyrr en í fyrsta
lagi 1. september árið 2004.
Árni sagði á blaðamannafundi í
gær að eftir álit umboðsmanns Al-
þingis á úthlutun byggðakvóta, sem
sjávarútvegsráðuneytið hefur til
ráðstöfunar, hefði hann ekki talið sig
hafa heimild til að nota þann byggða-
kvóta til að úthluta sem línuívilnun.
Umboðsmaður Alþingis hefði m.a.
gagnrýnt þær rúmu heimildir sem
sjávarútvegsráðherra hefði til að út-
hluta byggðakvótanum og hversu
þær reglur sem settar voru um út-
hlutunina voru óljósar.
Sagðist Árni ekki endilega vera
sammála þessari gagnrýni umboðs-
manns Alþingis en hafa engu að síð-
ur þótt rétt að taka tillit til hennar.
Það hefði það í för með sér að hann
gæti ekki ráðstafað byggðakvótan-
um sem línuívilnun, líkt og hann
hafði áður talið sig hafa heimild til,
auk þess sem slíkar hugmyndir
hefðu fallið í grýttan jarðveg meðal
hagsmunaaðila. Árni sagðist ekki
hafa aðrar lagaheimildir til að útfæra
línuívilnunina. Í ljósi þessa sé nauð-
synlegt að Alþingi fjalli um hvernig
standa eigi að línuívilnun og setji um
það nýjar og skýrar lagaheimildir.
Í samráði við formann
Framsóknarflokksins
Árni sagði að ekki væri slegið
neinu föstu varðandi línuvilnun og
byggðakvóta í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar. „Því eru þeir sem
eru að vitna til stjórnarsáttmálans
sem grundvöll brigða í þessu efni
einfaldlega að fara með rangt mál.“
Varðandi ummæli Kristins H.
Gunnarssonar, þingflokksformanns
Framsóknarflokksins, á fundi um
línuívilnun á Ísafirði í fyrradag, sagði
Árni að allar ákvarðanir sem hann
kynni að taka varðandi stjórn fisk-
veiða á næsta fiskveiðiári væru alfar-
ið hans eigin. Hann sagðist taka
þessar ákvarðanir að fengnu samráði
við formann Framsóknarflokksins,
sérstaklega hvað varði línuívilnun. „Í
því samráði hef ég ekki orðið var við
það að hann álíti að ég sé að brjóta
gegn stjórnarsáttmálanum,“ sagði
Árni.
Árni sagði að með þessu væri hann
ekki að útiloka að af línuívilnun yrði.
Hann þyrfti einfaldlega lagaheimild-
ir til að koma henni á. Hann sagðist
ekki hafa heimild til að bíða með að
úthluta hluta af aflamarki næsta
fiskveiðiárs, uns Alþingi hefði ákveð-
ið með lögum hvernig úthluta ætti
línuívilnun. Hann sagði að engin for-
dæmi væru fyrir því að beðið hefði
verið með úthlutun kvótans með
þessum hætti.
Engar heimildir í lög-
um fyrir línuívilnun
VERIÐ
ÞAÐ berast enn stórþorskar á land
eins og þessir tveir sem Snorri
Rafnsson starfsmaður fiskmark-
aðar Breiðarfjarðar heldur á. Það
var aflamaðurinn Marteinn Karls-
son á Magnúsi Árnasyni SH sem
fékk þessa tvo 20 kíló fiska á hand-
færin á Bárðargrunni. En aflinn hjá
Marteini þennan dag var um 600 kg
af fallegum fiski.
Stórþorskur á færin
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
kynnti í gær 9 reglugerðir sem lúta
að stjórnun fiskveiða á næsta fisk-
veiðiári og taka þær til úthlutunar
aflaheimilda á komandi fiskveiðiári
og veiða dagabáta.
Meðal þeirra breytinga á stjórn
fiskveiða sem sjávarútvegsráðherra
kynnti í gær var að leyfilegum
sóknardögum fækkar um tvo, eða í
19 sóknardaga, samkvæmt gildandi
lögum, þar sem veiðar sóknardaga-
báta hafa verið verulega umfram
þær heimildir sem þeim voru ætl-
aðar. Sagði Árni M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra að viðræður við
Landssamband smábátaeigenda um
að setja gólf á fjölda sóknardaga
hefðu ekki borið árangur. Þá verði
óheimilt að stunda humarveiðar frá
1. október til 15. mars samkvæmt
tillögu umgengnisnefndar og er þá
horfið aftur til fyrra fyrirkomulags.
Þá hefur viðmiðunum við úthlut-
un aflaheimilda til skel- og inn-
fjarðarækjubáta sem orðið hafa fyr-
ir skerðingu á aflaheimildum verið
breytt nokkuð frá því sem verið
hafi. Við ákvörðun bóta er nú litið til
meðaltalsveiði síðustu tíu fiskveiði-
ára og þess að aðilar verði að bera
30% skerðingu frá þeirri meðaltals-
veiði óbætta. Samkvæmt reglugerð-
inni koma rétt um það bil 4.300
þorskígildislestir til skiptingar milli
rækju- og skelbáta vegna þessa.
Hirða þarf undirmálsfisk
sem kemur á handfæri
Þá hefur ráðuneytið gefið út
reglugerð um nýtingu afla og auka-
afurða en þar hefur verið fellt niður
ákvæðið um að sleppa eigi undir-
málsfiski sem fæst á handfæri og
gilda nú sömu reglur um handfæra-
veiðar og aðrar veiðar að þessu
leyti. Ákvörðun um þessa breytingu
er tekin að fenginni umsögn um-
gengnisnefndar og byggjast tillögur
hennar fyrst og fremst á því að til-
raunir Hafrannsóknastofnunarinnar
sýna að stór hluti þess þorsks sem
sleppt er við handfæraveiðar
drepst.
Í nýrri reglugerð um úthlutun
svonefnds byggðakvóta til stuðn-
ings byggðarlögum sem lent hafa í
vanda vegna samdráttar í sjávar-
útvegi er gert ráð fyrir að ráðu-
neytið reikni út á tilgreindum for-
sendum hvernig þessu heildarmagni
verði skipt milli einstakra sveitarfé-
laga. Eftir það er sveitarstjórnum
gefinn kostur á að koma með til-
lögur til ráðuneytisins um ráðstöfun
þess magns til einstakra fiskiskipa
og geta þær m.a. litið til atriða sem
tryggja vinnslu aflans innan sveitar-
félagsins. Komi ekki slíkar tillögur
frá einhverju sveitarfélagi skiptir
ráðuneytið þeim heimildum sem
koma eiga í hlut sveitarfélagsins
milli einstakra báta sem þar eru
skráðir samkvæmt ákveðnum
reglum.
Jafnframt hefur ráðuneytið gefið
út breytingar á reglugerðum um
hrygningarstopp og möskvastærðir
á þá leið að heimilt verði að veiða
með allt að 9 þumlunga möskvum til
1. september 2004 en frá þeim tíma
verði hámarks leyfileg möskvastærð
8 þumlungar en áður hafði verið
ákveðið að hámarksmöskvastærð
yrði 7,5 þumlungar. Þó verði til 1.
maí 2004 heimil notkun á allt að 9,5
þumlunga möskvum tímabundið. Þá
verður friðunarsvæði við Suðaust-
urland stækkað í samræmi við til-
lögur Hafrannsóknastofnunarinnar.
Sjávarútvegsráðherra kynnir stjórn fiskveiða
Sóknardögum verður
fækkað úr 21 í 19
FISKSÖLUFYRIRTÆKIÐ Nept-
une Fisheries í Norfolk í Banda-
ríkjunum hefur verið kært fyrir
samsæri við innflutning á undir-
málshumri frá Níkaragva. Um er
að ræða innflutning að verðmæti
yfir 155 milljónir króna á fimm ára
tímabili. Viðurlög gætu verið allt að
60 milljóna króna sektir og fangelsi.
Dótturfyrirtæki Coldwater í Banda-
ríkjunum, Ocean to Ocean, tók yfir
rekstur Neptune Fisheries nýlega,
en ekki eldri skuldbindingar og tel-
ur það málaferlin sér því óviðkom-
andi.
Málið var þingfest fyrir dómi í
Miami 31. júlí síðastliðinn og er að-
stoðarforstjóri NF, Aron Candella,
og fyrirtækið sjálft kært fyrir inn-
flutning á 87 tonnum af frystum
humarhölum á árunum 1996 til
2001, en Neptune var með höfuð-
stöðvar í Newport News frá 1985 til
1998.
Níkaragva setti árið 1988 lög um
leyfileg stærðarmörk á humri við
veiðar við landið til að vernda
stofninn. Lágmarksþyngd var
ákveðin 140 grömm til þess að
humarinn næði kynþroska og gæti
fjölgað sér áður en hann yrði veidd-
ur.
Samkvæmt ákærunni smygluðu
Neptune og Candella 80 sendingum
af humri inn til Bandaríkjanna með
því að merkja pakkningarnar rang-
lega. Í bréfaskriftum milli aðila
kemur einnig fram að lögin um
stærðarmörkin væru engin fyrir-
staða þess að smærri humar yrði
keyptur frá Níkaragva.
Neptune gæti hlotið sekt allt að
40 milljónum króna og Candella á
yfir höfði sér allt að fimm ára fang-
elsi og tæplega 20 milljóna króna
sekt. Sektirnar eru áætlaðar sem
tvöfaldur hagnaður aðila af þessum
ólöglegu viðskiptum.
Kom okkur í opna skjöldu
Í frétt um yfirtöku Ocean to
Ocean á rekstrinum segir meðal
annars að OTO muni leigja fast-
eignir og vélar af fyrri eigendum
Neptune og ráða til sín starfsfólkið
í framleiðslunni. OTO taki yfir við-
skiptasambönd Neptune, vörumerki
og birgðir en engar skuldbindingar.
Gunnar Svavarsson, forstjóri SH,
segir að þegar skrifað hafi verið
undir samninga um yfirtöku rekstr-
ar Neptune, hafi ekkert verið
minnzt á málaferli og því hafi þetta
komið algjörlega í opna skjöldu.
„OTO tók ekki yfir skuldbind-
ingar fyrri eigenda, aðeins rekst-
urinn og réði til sín starfsfólk, með-
al annars Candella. Þegar ákæran á
hendur Neptune og Candella kom
til sögunnar, fóru stjórnendur OTO
vandlega ofan í málið og niðurstað-
an var sú að Candella var þegar í
stað vikið frá störfum. Þá hefur því
verið lýst yfir að vinnubrögð af
þessu tagi séu ekki í takt við stefnu
OTO, sem kappkostar að fara að
lögum í hvívetna,“ segir Gunnar
Svavarsson.
Neptune Fisher-
ies ákært fyrir
humarsmygl
Dótturfyrirtæki SH yfirtók rekstur
fyrirtækisins í síðustu viku
TÍU félög útvegsmanna víðs vegar
um land hafa samþykkt samhljóða
ályktanir þar sem mótmælt er harð-
lega öllum áformum um að tekin
verði upp sérstök ívilnun í kvóta til
báta sem róa með línu. Segja félögin
ljóst að það muni fela í sér mismunun
innan atvinnugreinarinnar, þar sem
einum útgerðarflokki séu veittar
auknar veiðiheimildir á kostnað ann-
arra.
Í ályktunum segir, að í ljósi þess að
heildarafli á Íslandsmiðum sé tak-
markaður sé sýnt að slík mismunun
muni leiða til þess að veiðiheimildir
annarra verði skertar að sama skapi.
Jafnframt sé ljóst að ef línubátum
verði leyft að veiða meira en núver-
andi aflamark þeirra sé muni það
koma niður á byggðarlögum, þar sem
útgerð byggist ekki á línuveiðum,
með minni afla og veikja þau. Byggð
um landið muni til framtíðar ekki
byggjast á útgerð smábáta.
Þá segir að frá því aflamarkskerfi
var tekið upp á Íslandi hafi smábátar
aukið afla sinn gríðarlega á kostnað
annarra. Sé þar um meira en 15 föld-
un að ræða og ljóst að markmið
þeirra sé að ná til sín enn stærri hluta
af veiðiheimildum annarra. Svonefnd
línuívilnun sé tilraun til þess. Mis-
munun af þessu tagi samrýmist ekki
nútíma hugmyndum um jafnræði og
að almennar reglur gildi um starf-
semi þegnanna. Telja félögin að hug-
myndir af þessum toga ættu að heyra
sögunni til.
Félögin tíu eru Útvegsmannafélag
Reykjavíkur, Útvegsmannafélag
Akraness, Útvegsmannafélag Snæ-
fellsness, Útvegsmannafélag Norður-
lands, Útvegsmannafélag Austfjarða,
Útvegsmannafélag Hornafjarðar,
Útvegsmannafélag Þorlákshafnar,
Útvegsmannafélag Suðurnesja, Út-
vegsmannafélag Hafnarfjarðar og
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja.
„Hugmyndir sem ættu
að heyra sögunni til“
LÍNUÍVILNUN hefur mjög verið til
umræðu síðustu daga og vikur. Í
línuívilnun felst að bátum sem að-
eins veiða á línu og landa daglega
verði umbunað fyrir það sér-
staklega. Þannig hafa komið fram
hugmyndir um að tekin verði upp
20% línuívilnun í þorski. Það þýðir
að 80% af þorskafla umræddra línu-
báta verði reiknuð til aflamarks. Sé
þannig tekið dæmi af línubát sem
landar einu tonni af þorski, yrðu
aðeins tekin 800 kíló af þorskkvóta
hans, verði þessi hugmynd að veru-
leika.
Hvað er
línuívilnun?