Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 15 1 ÁRS AFMÆLI Foxxy Santos JuwelIvoryLeonKarat Balu Tobago Útsalan stendur frá 7-23. ágúst. ÚTSALA AÐ MATI tveggja af virtustu dag- blöðum Bandaríkjanna kunna þeir tveir mánuðir sem eru til stefnu fram að endurteknum kosningum til ríkisstjóra Kaliforníu að vera of skammur tími fyrir Hollywood- stjörnuna Arnold Schwarzenegger til að sýna og sanna fyrir kjós- endum að hann hafi þann pólitíska dug sem nauðsynlegur sé til að fella hinn óvinsæla Gray Davis úr embætti. Að mati stjórnmálaskýr- enda í Kaliforníu á Schwarzenegg- er góða möguleika á að ná kjöri til ríkisstjóra. „Vöðva-strandar-stjórnmál“ var fyrirsögnin á forystugrein The New York Times um kosningarn- ar, sem verða haldnar hinn 7. október nk. Í greininni segir, að Schwarzenegger hefði sýnzt „frek- ar flatur“ er hann tilkynnti um framboð sitt, og það sem hann sagði við það tækifæri hefði hljóm- að frekar „hugsunarlaust“. Þrátt fyrir þetta væri ekki loku fyrir það skotið að „hann muni koma til með að verða hugsunarsamari fram- bjóðandi“. En í svo stuttri kosn- ingabaráttu gefist litlir möguleikar á að sýna og sanna fyrir kjós- endum hve mikið innihald er að baki yfirborði frambjóðandans. The Washington Post skrifar í alveg sama dúr, að hinar „fárán- legu afturköllunarkosningar“ í Kaliforníu séu „nýr lágkúruáfangi í hnignun Bandaríkjanna í átt að „stjórnmálum-sem-stöðugustríði““. Leiðarahöfundurinn bætir við að „enginn sem lætur sér annt um lýðræði í Bandaríkjunum getur tekið þessum skrípaleik vel.“ Þrátt fyrir galla og skyssur Dav- is ríkisstjóra og almenns van- trausts Kaliforníubúa í garð stjórnmálamanna sé nauðsyn á „stjórnmálafærni“ til að draga fylkið upp úr því feni sem það er lent í og á þessu sviði sé Schwarz- enegger einfaldlega óskrifað blað. Jafnvel hið hægrisinnaða Wash- ington Times, sem er mjög hlið- hollt Repúblikanaflokknum, sagði að of snemmt væri að segja til um hvers konar stjórnmálamaður Schwarzenegger ætti eftir að verða. „Hefur allt sem þarf til sigurs“ Að mati stjórnmálaskýrenda í Kaliforníu á Hollywood-stjarnan góða möguleika á að ná kjöri til ríkisstjóra. Er hann tilkynnti um framboð sitt – í sjónvarpsspjall- þætti Jays Leno – sagðist hann hafa allt sem þyrfti til sigurs; leið- togahæfileika, orku og greind, og – það sem einna mikilvægast er – þekkt andlit. Og stjórnmálaskýr- endur virðast sammála um að leik- arinn kunni að hafa valið sér ein- mitt réttan tíma til að söðla um í stjórnmálin. „Frægðin gefur hon- um óneitanlega nokkurt forskot hér í heimalandi kvikmyndaiðnað- arins,“ hefur AFP eftir Sherry Bebitch Jeffe, stjórnmálafræðingi við Háskóla Suður-Kaliforníu í Los Angeles (USC). Enda er Schwarzenegger ekki fyrsti kvikmyndaleikarinn sem fer í framboð og nær árangri í stjórn- málum. Er þar skemmst að minn- ast Ronalds Reagan, sem varð rík- isstjóri Kaliforníu árið 1968 og síðar forseti Bandaríkjanna. Þá gegndi Clint Eastwood um árabil embætti bæjarstjóra í kaliforníska bænum Carmel. Martin Kaplan, kennari við sam- skiptafræðistofnun USC, Annen- berg School of Communication, sagði að afturköllunarkosningin gæti gefið Schwarzenegger beztu möguleikana á að ná kjöri. Regl- urnar eru þannig að 15% at- kvæðanna gætu dugað sigurveg- aranum til að ná kjöri. Hann er líka laus við að þurfa að ganga í gegn um flokksforval og þ.u.l. Auk þess hefur Schwarzenegger nokkur önnur tromp á hendi. Hann er nógu auðugur til að geta fjármagnað kosningabaráttu sína úr eigin vasa. Hann er þekktur. Og hann á gott með að tjá sig á fjöldafundum. En þótt kjósendum kunni að finnast hann skærasta ljósið á frambjóðendalistanum, sem á verða sennilega hundruð nafna, er óvíst hverju hann getur fengið áorkað þótt hann nái kjöri. Eliza- beth Garrett, lagaprófessor við USC, segir að hann myndi standa frammi fyrir sömu vandamálum og núverandi ríkisstjóri við að koma frumvörpum í gegnum þingið, sem er mjög klofið milli flokkafylkinga. Þörf á „afli ofar axla“ Dagblöð í Austurríki, uppruna- landi Schwarzeneggers, spyrja einnig hvort kvikmyndahetjan hafi það sem til þarf til að geta leyst vandamál Kaliforníuríkis, sem eru mikil að vöxtum, þ.á m. 38 milljarða dala fjárlagahalli og kreppa í orkumálum. Die Presse, sem gefið er út í Vínarborg, segir að þær yfirlýsingar sem fram til þessa hafi komið frá „Austur- ríkismanninum viðkunnanlega“ séu ekki mikið annað en „lýð- skrum“. „Hefur Schwarzenegger þann skilning sem til þarf til að leysa þessi vandamál?“ spyr blaðið og bætir við að hann þurfi á „afli ofar axla“ að halda ef honum á að takast að finna árangursríkar málamiðlanir milli þeirra mismun- andi hagsmuna sem togast munu á við leitina að lausnum á vanda- málum Kaliforníu. Vínarblaðið Der Standard segir að það sé snjall leikur hjá Schwarzenegger að snúa sér nú að stjórnmálum, þar sem hann verði brátt of gamall til að leika í has- armyndum. Schwarzen- egger spáð góðu gengi Reuters Arnold Schwarzenegger heilsar stuðningsfólki sem safnazt hafði fyrir utan skrifstofu í Norwalk í Kaliforníu þangað sem ríkisstjóraframbjóðandinn lagði inn framboðsgögn sín. Virtustu dagblöð Bandaríkjanna tala um „skrípaleik“ og „vöðvastjórnmál“ Los Angeles, Washington. AFP. ’ Nýr lágkúru-áfangi í hnignun Bandaríkjanna ‘ ÖKUMÖNNUM sem eru of þungir er meira en tvisvar sinnum hættara en þeim sem grennri eru við að deyja eða slasast alvarlega í umferðar- slysum, samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá á fréttavef sínum. Rannsóknin var gerð í Seattle í Bandaríkjunum og náði til 26 þúsund ein- staklinga er lent höfðu í bíl- slysum. Í ljós kom að þeir sem voru á bilinu 100 til 119 kílóa þungir voru hátt í 2,5 sinnum líklegri til að deyja í slysum en fólk sem var inn- an við 60 kíló. Einnig var í rannsókninni tekið tillit til svonefnds lík- amsmassavísis (BMI), er seg- ir til um kjörþyngd miðað við hæð. Í ljós kom að þeir sem hafa BMI-gildi á bilinu 35-39 (30 og yfir er vísbending um offitu) voru tvöfalt líklegri en þeir sem hafa BMI í kringum 20 til að deyja í umferðarslysum. Offituvandinn Þungum hættara í bílslysum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.