Morgunblaðið - 09.08.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 09.08.2003, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 15 1 ÁRS AFMÆLI Foxxy Santos JuwelIvoryLeonKarat Balu Tobago Útsalan stendur frá 7-23. ágúst. ÚTSALA AÐ MATI tveggja af virtustu dag- blöðum Bandaríkjanna kunna þeir tveir mánuðir sem eru til stefnu fram að endurteknum kosningum til ríkisstjóra Kaliforníu að vera of skammur tími fyrir Hollywood- stjörnuna Arnold Schwarzenegger til að sýna og sanna fyrir kjós- endum að hann hafi þann pólitíska dug sem nauðsynlegur sé til að fella hinn óvinsæla Gray Davis úr embætti. Að mati stjórnmálaskýr- enda í Kaliforníu á Schwarzenegg- er góða möguleika á að ná kjöri til ríkisstjóra. „Vöðva-strandar-stjórnmál“ var fyrirsögnin á forystugrein The New York Times um kosningarn- ar, sem verða haldnar hinn 7. október nk. Í greininni segir, að Schwarzenegger hefði sýnzt „frek- ar flatur“ er hann tilkynnti um framboð sitt, og það sem hann sagði við það tækifæri hefði hljóm- að frekar „hugsunarlaust“. Þrátt fyrir þetta væri ekki loku fyrir það skotið að „hann muni koma til með að verða hugsunarsamari fram- bjóðandi“. En í svo stuttri kosn- ingabaráttu gefist litlir möguleikar á að sýna og sanna fyrir kjós- endum hve mikið innihald er að baki yfirborði frambjóðandans. The Washington Post skrifar í alveg sama dúr, að hinar „fárán- legu afturköllunarkosningar“ í Kaliforníu séu „nýr lágkúruáfangi í hnignun Bandaríkjanna í átt að „stjórnmálum-sem-stöðugustríði““. Leiðarahöfundurinn bætir við að „enginn sem lætur sér annt um lýðræði í Bandaríkjunum getur tekið þessum skrípaleik vel.“ Þrátt fyrir galla og skyssur Dav- is ríkisstjóra og almenns van- trausts Kaliforníubúa í garð stjórnmálamanna sé nauðsyn á „stjórnmálafærni“ til að draga fylkið upp úr því feni sem það er lent í og á þessu sviði sé Schwarz- enegger einfaldlega óskrifað blað. Jafnvel hið hægrisinnaða Wash- ington Times, sem er mjög hlið- hollt Repúblikanaflokknum, sagði að of snemmt væri að segja til um hvers konar stjórnmálamaður Schwarzenegger ætti eftir að verða. „Hefur allt sem þarf til sigurs“ Að mati stjórnmálaskýrenda í Kaliforníu á Hollywood-stjarnan góða möguleika á að ná kjöri til ríkisstjóra. Er hann tilkynnti um framboð sitt – í sjónvarpsspjall- þætti Jays Leno – sagðist hann hafa allt sem þyrfti til sigurs; leið- togahæfileika, orku og greind, og – það sem einna mikilvægast er – þekkt andlit. Og stjórnmálaskýr- endur virðast sammála um að leik- arinn kunni að hafa valið sér ein- mitt réttan tíma til að söðla um í stjórnmálin. „Frægðin gefur hon- um óneitanlega nokkurt forskot hér í heimalandi kvikmyndaiðnað- arins,“ hefur AFP eftir Sherry Bebitch Jeffe, stjórnmálafræðingi við Háskóla Suður-Kaliforníu í Los Angeles (USC). Enda er Schwarzenegger ekki fyrsti kvikmyndaleikarinn sem fer í framboð og nær árangri í stjórn- málum. Er þar skemmst að minn- ast Ronalds Reagan, sem varð rík- isstjóri Kaliforníu árið 1968 og síðar forseti Bandaríkjanna. Þá gegndi Clint Eastwood um árabil embætti bæjarstjóra í kaliforníska bænum Carmel. Martin Kaplan, kennari við sam- skiptafræðistofnun USC, Annen- berg School of Communication, sagði að afturköllunarkosningin gæti gefið Schwarzenegger beztu möguleikana á að ná kjöri. Regl- urnar eru þannig að 15% at- kvæðanna gætu dugað sigurveg- aranum til að ná kjöri. Hann er líka laus við að þurfa að ganga í gegn um flokksforval og þ.u.l. Auk þess hefur Schwarzenegger nokkur önnur tromp á hendi. Hann er nógu auðugur til að geta fjármagnað kosningabaráttu sína úr eigin vasa. Hann er þekktur. Og hann á gott með að tjá sig á fjöldafundum. En þótt kjósendum kunni að finnast hann skærasta ljósið á frambjóðendalistanum, sem á verða sennilega hundruð nafna, er óvíst hverju hann getur fengið áorkað þótt hann nái kjöri. Eliza- beth Garrett, lagaprófessor við USC, segir að hann myndi standa frammi fyrir sömu vandamálum og núverandi ríkisstjóri við að koma frumvörpum í gegnum þingið, sem er mjög klofið milli flokkafylkinga. Þörf á „afli ofar axla“ Dagblöð í Austurríki, uppruna- landi Schwarzeneggers, spyrja einnig hvort kvikmyndahetjan hafi það sem til þarf til að geta leyst vandamál Kaliforníuríkis, sem eru mikil að vöxtum, þ.á m. 38 milljarða dala fjárlagahalli og kreppa í orkumálum. Die Presse, sem gefið er út í Vínarborg, segir að þær yfirlýsingar sem fram til þessa hafi komið frá „Austur- ríkismanninum viðkunnanlega“ séu ekki mikið annað en „lýð- skrum“. „Hefur Schwarzenegger þann skilning sem til þarf til að leysa þessi vandamál?“ spyr blaðið og bætir við að hann þurfi á „afli ofar axla“ að halda ef honum á að takast að finna árangursríkar málamiðlanir milli þeirra mismun- andi hagsmuna sem togast munu á við leitina að lausnum á vanda- málum Kaliforníu. Vínarblaðið Der Standard segir að það sé snjall leikur hjá Schwarzenegger að snúa sér nú að stjórnmálum, þar sem hann verði brátt of gamall til að leika í has- armyndum. Schwarzen- egger spáð góðu gengi Reuters Arnold Schwarzenegger heilsar stuðningsfólki sem safnazt hafði fyrir utan skrifstofu í Norwalk í Kaliforníu þangað sem ríkisstjóraframbjóðandinn lagði inn framboðsgögn sín. Virtustu dagblöð Bandaríkjanna tala um „skrípaleik“ og „vöðvastjórnmál“ Los Angeles, Washington. AFP. ’ Nýr lágkúru-áfangi í hnignun Bandaríkjanna ‘ ÖKUMÖNNUM sem eru of þungir er meira en tvisvar sinnum hættara en þeim sem grennri eru við að deyja eða slasast alvarlega í umferðar- slysum, samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá á fréttavef sínum. Rannsóknin var gerð í Seattle í Bandaríkjunum og náði til 26 þúsund ein- staklinga er lent höfðu í bíl- slysum. Í ljós kom að þeir sem voru á bilinu 100 til 119 kílóa þungir voru hátt í 2,5 sinnum líklegri til að deyja í slysum en fólk sem var inn- an við 60 kíló. Einnig var í rannsókninni tekið tillit til svonefnds lík- amsmassavísis (BMI), er seg- ir til um kjörþyngd miðað við hæð. Í ljós kom að þeir sem hafa BMI-gildi á bilinu 35-39 (30 og yfir er vísbending um offitu) voru tvöfalt líklegri en þeir sem hafa BMI í kringum 20 til að deyja í umferðarslysum. Offituvandinn Þungum hættara í bílslysum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.