Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 41 R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 39.900,- A310 ÍSLENSKIR slökkviliðsmenn stóðu sig með miklum ágætum á heims- leikum lögreglu- og slökkviliðs- manna sem fram fóru í Barcelona á Spáni á dögunum. Heiða Björk Ingadóttir bar sigur úr býtum í kumite og hlaut brons í kata en þetta eru keppnisgreinar í karate. Jón Trausti Gylfason landaði heimsmeistaratitli í bekkpressu og Valgeir Ólafsson hlaut bronsverð- laun í bekkbressu. Jón Trausti og Heiða eru í Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins en Valgeir í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sigurlyfta Jóns Trausta var 152,5 kíló sem er besti árangur hans á móti til þessa. Hann segir kraftlyft- ingamenn innan slökkviliðsins hafa æft stíft fyrir keppnina og hafi meira að segja tekið þjálfarann, Jón Gunn- arsson, með á mótið. Í keppninni er bannað að nota stífa keppnisboli, belti eða bönd sem gerir lyftuna erf- iðari en ella. Jón Trausti keppir í aldursflokknum 35–40 ára og Val- geir í 30–35 ára, báðir í -90 kílóa flokki. Þrjú heimsmet slegin Sævar Ingi Borgarson, Slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli, keppti í bekkpressu og réttstöðulyftu í sín- um flokki, -82,5 kg, og hreppti gull- verðlaun og sló þrjú heimsmet slökkviliðs- og lögreglumanna. Hann lyfti 142,5 kg í bekkpressu, 232,5 kg í réttstöðulyftu eða samanlagt 375 kílóum. Óttar Karlsson, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, keppti í sömu grein og sama flokki og hafnaði í þriðja sæti. Freyr Bragason toll- vörður keppti í bekkpressu og rétt- stöðulyftu samanlagt eins og þeir fé- lagar Óttar og Sævar en í flokki ofar, -90 kg, og hreppti gullverðlaun. Hann lyfti 157,5 kg í bekkpressu og 227,5 í réttstöðulyftu eða samanlagt 385 kg. Þá keppti Herbert Eyjólfsson, Brunavörnum Suðurnesja, í sjó- manni og hreppti silfuverðlaun. Fulltrúar 58 þjóða öttu kappi á heimsleikunum og voru þátttakend- ur um 14.000. Keppt var í flestum ólympískum greinum en einnig í sjó- manni, skeifukasti og fötuburði að ógleymdum keppnisgreinum sem snúa að starfi slökkviliðsmannanna s.s. að slökkva eld og hlaupa upp 40 hæðir í reykköfunarbúningi. Heims- leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár frá árinu 1985 og fara næstu leikar fram í Kandada árið 2005. Slökkviliðsmenn gera það gott í Barcelona Heimsmeistarar í bekk- pressu og réttstöðulyftu Efri röð frá vinstri: Heiða Ingadóttir, Valgeir Ólason og Jón Trausti Gylfa- son. Neðri röð frá vinstri: Óttar Karlsson og Sævar Borgarsson. Á myndina vantar þá Herbert Eyjólfsson og Freyr Bragason. Herbert Eyjólfsson (nær) tryggir sér sæti í úrslitum í sjómanni. VIÐSKIPTI í Lató-hagkerfinu hafa aukist um tæp 80% frá því að það hóf starfsemi sína í fyrrasumar. Fyrri helming þessa árs hefur veltan verið tæpar 2,2 milljónir lató. Allir félagar í Æskulínu Búnaðarbankans hafa aðgang að Lató-hagkerfinu en mikill hagvöxtur hefur einkennt það án nokkurrar verðbólgu, segir í frétta- tilkynningu. Markmið Lató-hagkerfisins er að börn geri sér grein fyrir gildi þess að spara peninga, neyta hollrar fæðu, hreyfa sig og taka þátt í uppbyggi- legu tómsundastarfi. Samhliða því fræðast þau um gildi peninga en fyr- ir hverjar 1.000 krónur sem börnin leggja inn á reikning fá þau eitt þús- und lató sem þau geta nýtt til að greiða fyrir ýmsar vörur og þjón- ustu. Lató-hagkerfið verður í gangi fram til 30. ágúst en þá verður haldin vegleg lokahátíð. Aukin viðskipti í Lató-hagkerfinu standa að ferðaþjónustu í kringum hvalaskoðun. Athuga mætti hvort ekki næðist sátt um að skipta mið- unum í kringum Ísland í annars vegar veiðisvæði og hinsvegar skoð- unarsvæði. Þannig mætti lágmarka hagsmunaárekstra þeirra aðila sem hug hafa á að nýta sér hvalastofn- ana.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sambands ungra framsóknar- manna: „Stjórn ungra framsóknarmanna fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja á ný hvalveiðar í vís- indaskyni. Stjórn SUF telur þó að það skuli gert í sátt við þá aðila sem SUF styður hvalveiðar HJÓNIN og dansfélagarnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, heimsmeistarar í 10 dönsum atvinnumanna, eru nýkomin til Ís- lands frá Tókýó en þau munu dvelja á Íslandi í nokkra daga áður en þau halda í næstu keppni. Karen og Adam hafa tvisvar orðið Evrópumeistarar en heimsmeist- aratitillinn er mikil viðurkenning fyrir þau. Að sögn Karenar hafa þau lagt á sig mikla vinnu til að ná þessum góða árangri en þau eru síður en svo hætt. „Framundan er heimsmeist- arakeppni í ballroom í Bandaríkj- unum og svo eru opin mót í Englandi og Japan. Svo er ástralska heims- meistaramótið en þetta eru þau mót sem við tökum þátt í fram að jólum.“ Karen og Adam vinna við að kenna, sýna, keppa og halda fyrir- lestra svo að dansinn er þeirra líf og yndi. „Við búum eins og er ennþá í ferðatösku. Þannig hefur það verið síðustu þrjú árin og verður þannig þar til við hættum að keppa,“ segir Karen. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Heimsmeisturum í 10 Dönsum, Karen Björgvinsdóttur Reeves og Adam Reeves, var vel tekið við komuna til Íslands. Búum í ferðatöskum FYRIR stuttu var haldið leiklist- arnámskeið fyrir krakka 7 ára og eldri á Hellu. Kennari var Ólafur Jens Sigurðsson leikstjóri en hann hefur verið með námskeið sem þessi undanfarin ár á Selfossi við góðan orðstír. Ekki var annað að sjá á nemendum hans en að þeir nytu þess arna mjög enda má vafalaust vænta þess að a.m.k. ein- hverjir geri garðinn frægan í framtíðinni á leiklistarbrautinni. Í lok námskeiðsins var foreldrum og öðrum boðið að koma og sjá af- raksturinn með sýningu á leikrit- inu „Kafteinn ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna“ sem unn- ið er upp úr stórbrotnu skáldverki Dav Pilkey eins og segir í handrit- inu. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Leiklistarnámskeið fyrir börn Hellu. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.