Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan 4-12, sími 568 6211. SKÓLADAGAR Helgartilboð fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 30% Converse Puma Le Coq Sportif afsláttur EINHVERN daginn, jafnvel áður en langt um líður, mun hinn nýi erfingi stjórnmálakrúnunnar í Kaliforníu fara að tjá sig um ein- hver málefni, ekki satt? En ekki í dag. „Engar fyrirætlanir um að koma fram opinberlega,“ sagði í tölvuskeyti sem kosningastjórar kvikmyndaleikarans Arnolds Schwarzeneggers sendu öllum þeim fjölda fréttamanna sem bíður í of- væni eftir því að kosningabarátta „Tortímandans“ hefjist fyrir alvöru. Spurningarnar brenna því enn á vörum. Nú er um það bil vika liðin síðan Schwarzenegger, flestum að óvör- um, lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til embættis ríkis- stjóra í Kaliforníu í kosningunum sem fram fara sjöunda október. Heimsbyggðin hefur síðan fylgst með í ofvæni, en frambjóðandinn er eiginlega enn í felum. Hann hefur komið stuttlega fram opinberlega nokkrum sinnum og einu sinni veitt fimm mínútna viðtöl í morgunþáttum stóru sjónvarps- stöðvanna í Bandaríkjunum. Við þessi tækifæri hefur hann farið með frægustu setningarnar úr kvikmyndum sínum og sagt kjós- endum að hann sé mikill leiðtogi, staðráðinn í að bæta það sem af- laga hefur farið í Kaliforníu – eins og til dæmis efnahaginn og skóla- kerfið. Reyndar hefur Schwarzenegger, sem býður sig fram fyrir Repúblík- anaflokkinn, tekið afgerandi af- stöðu í einu málefni. Nái hann kjöri, sagði hann, ætlar hann að fella niður bifreiðaskattana sem nú- verandi ríkisstjóri, demókratinn Gray Davis, þrefaldaði fyrr á árinu. „Hófsamur íhaldsmaður með samfélagsvitund“ Eina dagblaðsviðtalið sem Schwarzenegger hefur veitt var við blað í Austurríki, þar sem hann er fæddur. „Ég myndi lýsa sjálfum mér sem hófsömum íhaldsmanni með sterka samfélagsvitund,“ sagði hann í viðtalinu við Neue Kronen Zeitung. Ennfremur sagðist hann ekki hafa neinar fyrirætlanir um að flytja fjölskyldu sína og heimili til Sacramento, höfuðborgar Kaliforn- íu, næði hann kjöri, og að vegna framboðsins hefði hann snúið baki við kvikmyndatilboðum sem gefið hefðu sextíu milljónir dollara í aðra hönd. „Arnold ræður sjálfur kosninga- baráttu sinni,“ sagði talsmaður hans, Sean Walsh, á þriðjudaginn. „Hann lætur ekki stjórnast af fjöl- miðlunum, sérhagsmunahópum eða einhverjum öðrum utanaðkomandi áhrifum. En á næstu vikum mun hann leggja fram mörg afgerandi stefnumið sem munu taka af allan vafa um hvar hann stendur.“ Sumir stuðningsmanna leikarans segja að hann kunni að vera að tefla á tvær hættur með því að vera ekki þegar farinn að tjá sig um til- tekin málefni. „Arnold vill vera öllum hnútum kunnugur áður en hann fer að tjá sig,“ sagði Sheri Annis, stjórnmála- ráðgjafi sem starfaði fyrir Schwarzenegger í fyrra. „En hann hefur ekki mikinn tíma til að hugsa málin.“ Reuters Arnold Schwarzenegger ræðir við stúlku í sumarbúðum Miðborgar- samtakanna í New York, sem leikarinn heimsótti fyrr í vikunni. Stefnu Schwarzenegg- ers beðið með óþreyju Los Angeles. The Washington Post. BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur undan- farnar vikur verið einn helsti ráðgjafi Grays Davis, ríkis- stjóra í Kalif- orníu, sem berst fyrir sigri í aukakosning- unum er haldn- ar verða sjö- unda október. The New York Times greinir frá þessu á fréttavef sínum. Átti Clinton fund með Davis og konu hans, Sharon, í Chicago í síðustu viku, þar sem þau sátu ráðstefnu, og veitti þeim ráð í baráttunni. Að sögn heimildar- manns sem var á fundinum ráð- lagði Clinton Davis m.a. að láta fjölmiðlana ekki etja sér út í slag við Arnold Schwarzenegger. Clinton ráð- gjafi Davis Gray Davis SPRENGING í smárútu sem var á ferð við héraðshöfuðborgina Lashkar Gah í sunnanverðu Afganistan varð 17 manns að bana í gær. Var um helmingur fórnarlambanna börn. Liðsmönnum talíbana og al-Qaeda er kennt um atburðinn. Segir í frétt á vef BBC að sennilega hafi sprengjan sprungið fyrr en ætlast var til. Mark- mið tilræðismanna hafi verið að trufla hátíðarhöld vegna sjálfstæðis lands- ins í næstu viku. Heimildarmenn segja að andstæð- ingar stjórnar Hamids Karzais for- seta virðist nú vera að efla mjög vopn- aða andstöðu við stjórnina, og erlenda friðargæsluliðið sem aðallega sér um öryggisgæslu í höfuðborginni Kabúl. Einnig hóta talíbanar að myrða starfsmenn erlendra hjálparstofnana og segja þá vera óvini þjóðarinnar. Yfirmaður bandaríska herliðsins í landinu sagði í júlí að búast mætti við að talíbanar og stuðningsmenn þeirra myndu grípa æ oftar til hryðjuverka í Afganistan. Stjórn Karzais vill að friðargæsluliðið, sem nú er undir stjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, aðstoði við að koma á friði í héruðum utan Kabúl-svæðisins. Lashkar Gah er í um 550 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Hún er í Helm- and-héraði en þar og í austri við landamærin að Pakistan hafa leifar talíbanasamtakanna verið athafna- samar undanfarna mánuði. Sprengingin varð um áttaleytið að morgni og að staðartíma og var mjög öflug. Líkamshlutar dreifðust um stórt svæði og söfnuðu lögreglumenn þeim saman til að átta sig á því hve margir hefðu dáið. Auk hinna 17 slös- uðust þrír í sprengingunni. Lögregl- an taldi víst að sprengjan hefði verið í bílnum. Óttast fleiri árásir Yfirmaður öryggismála í Helmand, Abdul Rahman Sabir, sagði að talíb- anar og al-Qaeda-menn hefðu verið að verki. „Við höfum upplýsingar um að þeir ráðgeri fleiri sprengjuárásir,“ sagði hann. Á þriðjudag fórust tveir háskólanemar í Kabúl og sá þriðji slasaðist er sprengja sem þeir voru að búa til sprakk í húsinu. Lögreglan í borginni telur að mennirnir hafi verið liðsmenn al-Qaeda. Skýrt var frá því í gær að afganskir stjórnarhermenn hefðu aðfaranótt miðvikudags fellt átta menn í bardaga er ráðist var á landamæraverði í Khost-héraði við landamærin að Pak- istan. Tveir af árásarmönnum reynd- ust vera erlendir, annar Pakistani og hinn frá arabaríki, að sögn talsmanns afganska hersins, Khial Baz Khan. Sprengja verð- ur 17 að bana í Afganistan Talið að talíbanar og liðsmenn al-Qaeda hafi verið að verki Kabúl. AFP. AP Afgani og friðargæzluliði í Kabúl. Átta vikur eru til endurtekinna ríkisstjórakosninga í Kaliforníu og kosningabaráttan að hefjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.