Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 25 KAMMERSVEITIN Ísafold hefur í kvöld tónleikaferð sína um landið með tónleikum í Nýheimum á Höfn í Hornafirði kl. 20. „Ísafold er nýr hópur tónlistarfólks, saman settur af sautján hljóðfæraleikurum sem flestir eru ýmist að ljúka námi heima eða í framhaldsnámi erlend- is,“ segir Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari sem klárar einleikara- nám sitt næsta vor. „Þetta er allt fólk sem hefur spilað mikið saman áður bæði í og fyrir utan skólann þannig að við þekkjumst býsna vel,“ segir Daníel Bjarnason stjórn- andi og forsprakki hópsins, en hann lauk námi í hljómsveitarstjórn við Tónlistarskólann í Reykjavík sl. vor fyrstur manna og stefnir á frekara framhaldsnám í hljómsveitarstjórn næsta vetur. Spurð um tildrög þess að hóp- urinn ætli að fara hringinn á aðeins átta dögum svarar Melkorka að þau hafi einfaldlega metnað fyrir því að kynna 20. aldar tónlist á lands- byggðinni. „Við ætlum að kynna verkin á tónleikunum, þ.e. vera með spjall um hvert verk á undan, til þess að kynna þessa tónlist því hún vill oft verða dálítið óaðgengi- leg fyrir fólk. Þetta er því tilraun af okkar hálfu til að færa 20. aldar tónlist nær fólkinu,“ segir Mel- korka og Daníel bætir við: „Mark- mið okkar er fyrst og fremst að vera með skemmtilega tónleika.“ Á tónleikunum verða flutt sex verk eftir jafnmarga höfunda frá ýmsum þjóðlöndum. „Rússinn Igor Stravinskí er vafalaust það tón- skáld, á efnisskrá okkar, sem flestir þekkja, en eftir hann munum við flytja Ragtime sem er einstaklega skemmtilegt verk,“ segir Melkorka. „Eftir Frakkann Edgar Varése munum við flytja Octandre, sem er afar kraftmikið verk skrifað fyrir sjö blásara og kontrabassa, en eftir hinn austurríska Anton Webern spilum við sex lítil stykki sem eru í raun algjört eyrnakonfekt,“ segir Melkorka. „Þetta er mjög sérstök músík, afar gegnsæ,“ segir Daníel. „Og viðkvæm. Þetta er einhvern veginn allt annar hljóðheimur en maður á að venjast. Maður verður eiginlega að sperra eyrun,“ segir Melkorka. „Við ætlum auk þess að flytja dansprelúdíur eftir Witold Lutoslawski, sem er líklega fræg- asta pólska tónskáld 20. aldarinnar. Þetta verk hans byggir á pólskum þjóðlögum og þjóðlagarytmum og er mjög skylt því sem t.d. Bartok og Kodály voru að gera á sínum tíma. Í raun er þetta eiginlega síðasta verkið sem hann skrifaði í þessum þjóðlagastíl, því eftir þetta fór hann að gera allt aðra hluti, þ.e. að fást meira við tólftónatækni,“ segir Daníel. Úr Vesturheimi varð tónskáldið Charles Ives fyrir valinu. „Hann var afar furðulegur náungi, sem gerði afskaplega skrýtna tónlist og tilraunir sem önnur tónskáld fóru ekki að gera af viti fyrr en fimmtíu árum seinna. Meðal þess sem hann gerði tilraunir með var að láta tvær eða þrjár hljómsveitir eða hljóð- færahópa spila saman en í mismun- andi tempói svo útkoman verður oft ansi skrautleg og stundum kómísk, sérstaklega þar sem hann var gjarn á að nota þekkt bandarísk þjóðlög í þessar tilraunir sínar,“ segir Daníel. Lokaverk tónleikanna er Stemma eftir Hauk Tómasson sem byggir á íslenskri rímu sem hann rakst á í tónlistarorðabókinni Grov- es. „Við vildum hafa eitt íslenskt verk, svona til samanburðar,“ segir Daníel og Melkorka bætir við: „Stemma varð fyrir valinu af því að Haukur er í afar miklu uppáhaldi hjá mörgum okkar auk þess sem það hentaði vel sem lokaverk, því við vorum að leita að einu verki þar sem allir hljóðfæraleikaranir gætu værið með.“ Næstu tónleikar Ísafoldar verða í Egilsstaðakirkju annað kvöld kl. 20, en allar nánari upplýsingar um tónleikastaði og tíma má finna á mbl.is undir liðnum Staður og stund og á bls. 15 í næstu Lesbók. Tónlist 20. aldar á hringferð Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.