Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í
björtu útsýni á fögru
kvöldi í sat ég með 14
ára gömlum syni mínum
á bekk í skeifunni fram-
an við Aðalbyggingu Há-
skóla Íslands. Við ræddum um
hvaða fræði væru kennd í hús-
unum á háskólasvæðinu – og
gerðum tilraun til „að lesa hús“
eins og Þórbergur kenndi. Son-
urinn setti þá fram snarpa at-
hugasemd um staðsetningu
tveggja bygginga: „Náttúruvís-
indahúsið er ekki á réttum stað,
það stelur himninum frá Nor-
ræna húsinu.“
Við virtum svo þessar tvær
byggingar betur fyrir okkur:
Formfegurð Norræna hússins
fellur á dimman flöt Náttúruvís-
indahússins og hverfur. Einkenni
þess er ekki
svipur hjá
sjón úr fjar-
lægð. Daginn
eftir ákvað ég
að kanna
hvort við
hefðum lesið húsin rétt – með því
að hjóla niður í Vonarstræti, eftir
Hringbrautinni og um há-
skólasvæðið – með augun á Nor-
ræna húsinu. Einnig fékk ég bók-
ina Norræna húsið, Alvar Aalto
og Ísland (1999) lánaða í Þjóð-
arbókhlöðunni. Niðurstaðan var
skýr: Norræna húsið er horfið úr
borgarmyndinni.
Í bókinni birtist staðsetningin
sem megingildi hjá Alvar Aalto,
„mikilhæfasta húsameistara
Norðurlanda, heimskunnan snill-
ing“. (7). Gylfi Þ. Gíslson drepur
á þetta atriði í inngangi: „Morg-
uninn eftir að Alvar Aalto kom til
landsins gengum við Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins, með
honum um allt byggingarsvæðið.
Við undruðumst, hversu fljótur
hann var að taka ákvörðun um,
hvar húsið skyldi reist. Þetta var
á fögrum degi og útsýni bjart.“
(7). Alto varði þó áfram góðum
tíma í að kanna Vatnsmýrina.
Það var eitthvað þýðingar-
mikið við staðsetninguna. Hjört-
ur Pálsson nefnir það í grein í
bókinni að Aalto teiknaði hús
sem í senn féll að umhverfi sínu
og breytti því. „Úr fjarlægð hillir
það uppi eins og hvol í Land-
eyjum. Dökkt og ljóst leikast á
og leika sér við síbreytilega birtu
árstíðanna í landi með bjartar
nætur og kolsvart skammdegi.“
(9–10).
Norræna húsið átti augljóslega
að gegna sjónrænu hlutverki úr
fjarska, hvort sem menn horfa
frá Tjörninni, Hringbrautinni eða
frá háskólasvæðinu. Þetta hlut-
verk var strokað út. Séð frá
Tjörninni fellur húsið í skugga
nýreistrar blokkar á Eggertsgötu
sunnan við það og Náttúruvís-
indahúss norðan við það.
Ilona Lethinen, arkitekt á
teiknistofu Aalto 1961–1975,
skrifar: „Húsið er ekki stórt en
arkitektúrinn er kraftmikill ...
Þess er því óskandi að bygging-
arframkvæmdir í nánd við það
heppnist vel. Ef til vill veitir
framlag Alvars Aalto til skipu-
lagsins á svæðinu góða mögu-
leika til framtíðarþróunar þess.“
(25, 28).
Því miður hafa fyrrnefndar
byggingarframkvæmdir ekki
sýnt verki Alvars Aalto næga
virðingu. Hækkandi þakkórónan
yfir miðju húsinu, klædd dökk-
bláum flísum að utan, er t.d.
megineinkenni, en nýtur sín ekki
lengur. Það er afleitt því „Nor-
ræna húsið er ... bygging á al-
þjóðlegan mælikvarða er skipar
verðugan og eðlilegan sess í þró-
unarferli Aaltos.“ (Ásdís Ólafs-
dóttir, bls. 41).
Bókin um Norræna húsið
fjallar ekki um glatað hlutverk
byggingarinnar í borginni. Texti
Péturs H. Ármannssonar
arkitekts um Norræna húsið
sannfærði mig þó endanlega um
að lesturinn á byggingunum
tveimur í Vatnsmýrinni og blokk-
inni ætti við rök að styðjast. Pét-
ur telur Norræna húsið án vafa
einn merkasta viðburð á sviði
húsagerðarlistar hér á landi á 20.
öldinni, og að það sæki einmitt
sérstöðu sína m.a. í staðsetn-
inguna.
Aalto fékk þá hugmynd að
framlengja Reykjavíkurtjörn til
suðurs og inn á svæði Háskólans.
„Þar sá Aalto fyrir sér Norræna
húsið við enda tjarnarinnar og
spegilmynd þess á vatnsfletinum.
Hin heillandi hugmynd um
menningarhúsið á vatnsbakk-
anum sem skapa skyldi enda-
punkt Reykjavíkurtjarnar til suð-
urs var frá upphafi kjarninn í því
sem kalla mætti sýn Aaltos á
Reykjavík,“ skrifar Pétur (59). Í
þeirri sýn verður háskólasvæðið
samgróinn hluti af umgjörð
tjarnarinnar. Pétur skrifar að
snilldin í úrlausn Norræna húss-
ins sé þeim hulin sem ekki hafi
skynjað vægi þess í borgarmynd
Reykjavíkur.
Það er sorglegt hversu mörg-
um var þetta hulið því „Norræna
húsið er í raun hluti af hjarta
miðbæjarins, þar sem það blasir
við enda tjarnarinnar frá Vonar-
stræti séð.“ (65). Fram kemur
hjá Pétri að tillögu Elissu og Alv-
ars Aalto að skipulagi Háskóla
Íslands frá 1976 hafi verið end-
anlega hafnað af skipulags-
yfirvöldum 1986. Þar er vatna-
svæði tjarnarinnar framlengt til
suðurs og myndar Norræna hús-
ið sjónrænan endapunkt, þrátt
fyrir smæð sína.
Í bókinni stendur að Norræna
húsið sé eina húsið á Íslandi sem
teiknað er af heimsþekktum arki-
tekt. Á ferðum sínum hingað
varði þessi arkitekt drjúgum
tíma „í að ganga um svæðið og
gaumgæfa staðhætti í Vatnsmýr-
inni ...“ (59). Hann hafði snilligáfu
sem felst í því að sjá það sem
aðrir sjá ekki – og geta skapað
það. Aalto sá ekki aðeins húsið
sem hann teiknaði heldur tengdi
hann staðsetningu þess og hlut-
verk við miðbæinn allan og há-
skólasvæðið í heild. Honum hefði
aldrei á ævinni hugkvæmst að
staðsetja Náttúruvísindahúsið við
austurgafl Norræna hússins, og
háa blokk sunnan við það. Um-
hverfið var í huga hans hluti af
sköpunarverkinu.
Getur verið að snilldin hafi ver-
ið byggingarnefndum háskólans
og Reykjavíkurborgar hulin –
þótt hún sé börnum augljós – eða
var byggingin í andstöðu við
reglufestu háskólaskipulagsins?
Húsið sem
hverfur
Snilldin í úrlausn Norræna hússins er
þeim hulin sem ekki hafa skynjað vægi
þess í borgarmynd Reykjavíkur, stendur
skrifað. Nú er snilldin öllum hulin.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
opnuð sýning á listgripum eftir
Ragnar Kjartansson í Listasafni ASÍ
undir yfirskriftinni „Ragnar í Glit“.
Sýningin er haldin í tilefni þess að
Ragnar hefði orðið áttræður 17.
ágúst næstkomandi, en hann lést árið
1988. Hér er því um minningarsýn-
ingu að ræða, þó ekki bara til að
heiðra minningu merkilegs myndlist-
armanns heldur líka til að minna
yngri kynslóðir á framlag Ragnars til
íslenskrar myndlistar.
Ragnar starfaði sem listhönnuður
á fimmta áratugnum en hóf svo að
vinna fígúratífar höggmyndir á þeim
sjötta. Í þá daga var abstraktsjónin
allsráðandi í íslenskum myndlistar-
heimi og kann það að vera ástæðan
fyrir því að Ragnari hafi ekki verið
gefið það vægi í íslenskri listasögu
sem hann á skilið, þ.e. vegna þess að
hann fellur ekki saman við skrásetn-
ingu myndlistarsögunnar. Einungis
tvö verk eftir Ragnar eru skráð í
safneign Listasafns Íslands og er
hann ekki tilgreindur í helstu lista-
sögubókum okkar. Nýlistasafnið hef-
ur þó heiðrað listamanninn með
minningarsýningu árið 1992 og út-
gáfu 50 blaðsíðna listaverkabókar um
Ragnar og höggmyndir hans. Úti-
listaverk eftir Ragnar Kjartansson er
svo að finna víðs vegar um landið.
Þekktast er „Stóð“ sem stendur við
Hringbrautina í Reykjavík og rétt
þykir mér að minnast líka á frábæran
minnisvarða hans um Bárð Snæfells-
áss sem er á Arnarstapa.
Áhrifavaldur utan umræðu
Ýmislegt kom fram um félagsstarf
Ragnars í kynningu á sýningunni í
Lesbókinni á laugardaginn var. Mér
finnst samt við hæfi að nefna eitthvað
það helsta hér aftur með nokkrum
viðbótum, því að listamaðurinn vann
ekki einungis sigra í efni og formi
heldur líka í baráttumálum myndlist-
armanna. Ragnars er minnst sem
eins af hvatamönnum Nýlistasafns-
ins. Hann var undirstaðan í stofnun
Myndhöggvarafélags Íslands, sem
nú heitir Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík, og var hann gerður þar að
heiðursfélaga í apríl 1988, hálfu ári
áður en hann kvaddi þennan heim.
Hann var aðaldriffjöðrin í því að setja
saman umdeilda útilistaverkasýn-
ingu á Skólavörðuholtinu árið 1967,
en sýningarnar urðu svo árlegur við-
burður allt til ársins 1976 og ollu
straumhvörfum í höggmyndalist á Ís-
landi. Mikil vinátta var á meðal Ragn-
ars og Dieters Roths, sem oft gleym-
ist í umræðu um Roth og Ísland þar
sem listamaðurinn er yfirleitt tengd-
ur við SÚM. Dieter Roth er annars
fæddur í Þýskalandi en bjó megin-
hluta ævi sinnar í Sviss og síðar hér á
Fróni. Hann vann talsvert af listgrip-
um í samstarfi við Ragnar og eru
nokkrir þeirra til sýnis í Listasafni
ASÍ.
Sýningin í ASÍ spannar einungis
leirmuni Ragnars frá árunum 1948–
1967, þegar hann rak leirkeraverk-
stæðin Funa og Glit hf. En eftir 1967
sneri Ragnar sér eingöngu að högg-
myndalist. Sýningin er skipt í tvo
hluta. Leirmunir sem gerðir voru í
Funa eru sýndir í kjallara safnsins en
í Ásmundarsal eru verk úr Gliti hf.
Þetta eru á annað hundrað verk, að
mestu nytjahlutir eins og vasar,
könnur, skálar, diskar, bakkar, vín-
sett og ýmiss konar stell sem inni-
halda fleiri en einn grip. Gripirnir frá
Funa eru húðaðir og málaðir í skær-
um litum og lítið er um myndskreyt-
ingar eins og á gripunum frá Gliti.
Þeir munir eru mattir og jarðlitir
spila meginhlutverk litaskalans.
Gripirnir eru svo skreyttir með
abstrakt formum eftir ýmsa kunna
listamenn, að undanskildum fáeinum
vösum sem eru skreyttir með fígúrat-
ífum myndum eftir Ragnar og Hring
Jóhannesson. Flest eru verkin gerð
úr jarðleir en nokkuð er líka um
hraunleir sem er blanda úr blágrýt-
ishrauni og leir. Ragnar hefur aug-
ljóslega fengist við ólíkar stíltegund-
ir, sumt er gróft, jarðbundið eða
formfast og annað er fínlegt, léttvægt
og laust í forminu. Væntanlega hafa
markaðslögmál og tískubylgjur í ís-
lenskum listiðnaði eitthvað með þetta
að gera, en tilraunasemi listamanns-
ins á þó vafalaust sinn skerf í fjöl-
breytninni.
Fjölskylda Ragnars hefur haldið
vel utan um framkvæmdina og er hér
kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um
listhönnun og myndlist að kynna sér
verk hans og hugmyndir.
Mannspeki og myndlist
Þótt Ragnar hafi verið nokkuð
hefðbundinn í verki þá á hann vel er-
indi í umræðu um samtímalistir. Ekki
þó vegna þess að nú sé mikið unnið í
leir heldur snerti hann marga ólíka
þætti myndlistar, s.s. þrívíða og tví-
víða list, listhönnun og listpólitík og
hann vildi færa listina út úr sýning-
arsölum og á meðal fólksins, en sýn-
ingarnar á Skólavörðuholtinu voru
einmitt tilraunir til þess.
Í því sambandi tel ég enn og aftur
ástæðu til að nefna þýska myndlist-
armanninn Joseph Beuys, sem alloft
hefur ratað í skrif mín. Beuys snerti
gríðarlega marga fleti myndlistar og
kemur því oft upp þegar litið er til
helstu áhrifavalda á samtímalistir.
Líkt og Ragnar vildi Beuys gera
listina almenna. Hann gekk út frá því
að allir væru gæddir eiginleikum til
að skapa listir og vildi gera listsköp-
un að samfélagslegu viðhorfi. Beuys
aðhylltist andropósófískar (mann-
speki) kenningar Rudolfs Steiners og
skipuðu þær stóran ef ekki megin-
þáttinn í listsköpun hans. Rudolf
Steiner er annað dæmi um mann sem
lét allt skipta sig máli og snertir and-
ropósófían allmarga þætti í vestrænu
samfélagi. Aðallega er það þó uppeld-
isfræðin sem hefur átt fylgi að fagna í
Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi,
Hollandi og Svíþjóð, en svokallaðir
„Waldorf“-skólar eru byggðir á
kenningum Steiners. Þar er gengið
út frá því að allir búi yfir listrænum
eiginleikum og að virkja beri skap-
andi eigind nemendanna. Kenningar
og aðferðir Steiners eru margþættar
og ekki gefst færi á að fjalla um þær
hér, en hvað listsköpun varðar þá
höfðu hugmyndir Steiners talsverð
áhrif á marga af upphafsmönnum
abstraktlistarinnar, s.s. Vassily
Kandinsky og Piet Mondrian. Um
100 ár eru liðin síðan Steiner mótaði
andropósófíuna og þótt grunnhug-
myndir hans standist tímans tönn þá
þarf samt að finna þeim nýjan farveg
þegar tímarnir breytast og það gerði
einmitt Joseph Beuys.
Plöntur úr rekaviði
Á Sólheimum í Grímsnesi, við
Sesseljuhús, stendur nú yfir sýning á
höggmyndum eftir þýska listamann-
inn Gerhard König, en hann nam
höggmyndalist við Andropósófíska
háskólann í Dornach í Sviss. König
kom fyrst til Íslands árið 1997 og hef-
ur komið hingað á hverju sumri síðan.
Var það „Eddan“ sem dró hann hing-
að í fyrstu, en bókin ku vera honum
afar hugleikin. König starfaði á Sól-
heimum í þrjú sumur og kom þar tré-
smíðaverkstæði í stand. Þess má geta
að Sesselja Sigmundsdóttir heitin,
sem stofnaði Sólheima á sínum tíma,
var andropósófisti, en andropósófían
er ekki bara fræði heldur lífsstíll.
Sýning Gerhards Königs ber yfir-
skriftina „Lífsform“ og samanstend-
ur af sjö höggmyndum unnum í reka-
við. Þema listamannsins er plöntulífið
og íslenski fiskurinn. Hann vinnur í
mjög viðtekna andropósófíska mynd
og leggur aðallega áherslu á sköpun-
argleðina í handverkinu. Þetta eru
vel unnin verk og svipar nokkuð til
skurðgoða sem standa súlulaga upp
úr jörðinni.
Leirmunir Ragnars Kjartanssonar á sýningu í listasafni ASÍ.
Margt býr í einum manni
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Opið alla daga nema mánudaga frá 13–
17. Sýningu lýkur 31. ágúst.
LEIRMUNIR
RAGNAR KJARTANSSON
Sólheimar í Grímsnesi
Sýningin er aðgengileg hvenær sem er og
hún stendur út ágústmánuð.
HÖGGMYNDIR
GERHARD KÖNIG
Jón B. K. Ransu
Ljósmynd/Ransu
Höggmynd eftir Gerhard König á
Sólheimum í Grímsnesi.
Morgunblaðið/Jim Smart