Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUTTORMUR Sigur- björnsson, fyrrverandi forstjóri Fasteigna- mats ríkisins, lést að Sunnuhlíð í Kópavogi 11. ágúst sl., 78 ára að aldri. Guttormur fæddist að Hallormsstað 3. febrúar 1925 og ólst upp í Gilsárteigi í Suð- ur-Múlasýslu. Hann brautskráðist frá Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1938; lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1941; íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1942; prófi frá kennaradeild Íþróttaháskólans í Osló 1951; og síð- ar námi í endurskoðun frá Hermods- skólanum í Málmey í Svíþjóð. Guttormur starfaði sem kennari á Eskifirði 1942-́44; var forstjóri Sund- hallar Ísafjarðar 1945-́49; skattstjóri á Ísafirði 1952 - 5́5; erindreki Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og hjá Tímanum 1955 - 5́7; deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur 1958; skatt- stjóri í Kópavogi 1958 - 6́2; rak eigin endurskoðunarskrif- stofu 1968 - 7́3; fulltrúi í Ríkisbókhaldi 1974; og forstjóri Fasteigna- mats ríkisins 1976 - 8́8. Þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Hann sinnti sérverk- efnum fyrir Yfirfast- eignamatsnefnd til árs- ins 1994. Guttormur var einn- ig virkur í félags- og stjórnmálastarfi. Hann var bæjarfulltrúi, bæj- arráðsmaður og vara- forseti bæjarstjórnar á Ísafirði 1954 - 5́5; bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Kópavogi 1970 - 7́4 og formaður bæjarráðs í þann tíma. Fjölmörgum öðrum verkum sinnti hann í þágu stjórnmála- og íþróttastarfs í landinu auk þess sem hann var einn stofnenda Rotary- klúbbs Kópavogs og fyrsti forseti hans 1961. Guttormur kvæntist Aðalheiði Guðmundsdóttur á jóladag 1949. Hún lést 23. júlí 2001. Sonur þeirra hjóna er Ingvi Kristján. GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON Andlát SÉRFRÆÐINGAR verða að vera á varðbergi gagnvart heimasíðum þar sem ungar stúlkur eru beinlínis hvattar til að grenna sig sem aftur getur í sumum tilvikum leitt til lyst- arstols. Þetta segir Dr. Janet Treas- ure, prófessor í geðlæknisfræði við Guýs, King’s and Saint Thomas Læknaháskólann við King’s College í Lundúnum, sem um árabil hefur rannsakað átraskanir, orsakir þeirra og meðferðarúrræði. Janet er stödd hér á landi í tengslum við norrænt geðlæknaþing í Reykjavík sem stendur fram á laugardag en þátttakendur á þinginu eru á átt- unda hundrað. Ráðleggingar um hvernig halda megi einkennum niðri Hún segir töluverða umræðu hafa spunnist um það í fræðasamfélaginu og fjölmiðlum að nauðsynlegt sé fyrir fagaðila að koma á framfæri andáróðri gegn sérstökum vefsíðum sem hvetji ungmenni til lystarstols og gefi ráðleggingar um hvernig eigi að blekkja sérfræðinga með því að halda niðri einkennunum. Á vef- síðunum er gjarnan að finna myndir af tág- grönnum stúlkum auk ýmissa ráðlegginga, svo sem eins og að drekka mikið vatn áður en stigið sé á vigtina og klæðast þykkum fatnaði. Margar slíkar heimasíður eru vistað- ar í Bandaríkjunum og þótt yfirvöldum hafi tekist að loka mörgum þeirra segir Janet að þær spretti jafnharðan upp aftur. Við King’s College þar sem hún starfar er nú starfrækt upplýs- ingasíða fyrir fólk með átraskanir og fjölskyldumeðlimi þar sem er að finna gagnlegar upplýsingar um hvernig hægt sé að taka á vand- anum. Átraskanir hafa verið rann- sakaðar þar um langt árabil og segir Janet meðferðarúrræðin hafi tekið stakkaskiptum þótt það sé orðum ofaukið að segja að bylting hafi orð- ið þar á á síðustu árum. „Einu sinni héldu menn að allir þyrftu innlögn á spítala en nú erum við að þróa betri samtalsmeðferðir sem m.a. felast í hugrænni atferlismeðferð. Færri þurfa nú að leggjast á sjúkrahús,“ segir hún. Eitt af því sem Jan- et og kollegar hennar við King’s College hafa rannsakað og gefið hefur góða raun er að hafa nokkrar fjölskyld- ur saman í hópmeðferð þannig að fólk deili hugmyndum sínum og skoðunum. „Foreldrar og sjúklingarnir sjálfir fá mikið út úr slíku,“ segir Janet. Foreldrar fullir sektarkenndar „Foreldrar kenna gjarnan sjálf- um sér um hvernig komið er fyrir börnunum og vita ekki alltaf hvert þau eiga að snúa sér. Þetta þýðir að þeim finnst þeir standa einir og af- skiptir og eru með sektarkennd.“ Mjög misjafnt er hvernig gengur að meðhöndla sjúklinga allt eftir hversu alvarleg átröskunin er. Einnig hefur komið í ljós að mun auðveldara er að meðhöndla lotu- græðgi (bulimia) en lystarstol (anor- exia). Meðferðin er yfirleitt í formi sam- talsmeðferðar en ný meðferðarúr- ræði eru einnig í skoðun, t.d. með aðstoð Netsins og margmiðlunar- diska. Þess má geta að 12 af hverjum hundrað þúsund í heiminum grein- ast með lystarstol á hverju ári og 20 af 100.000 með lotugræðgi. Sé litið eingöngu til stúlkna undir tvítugu er talið að 2% þeirra þjáist af lotugræðgi og tæpt 1% af lystar- stoli en að 4% þjáist af einhver skonar átröskunum. Algengast er að stúlkur greinist með lystarstol í kringum 15 ára aldurinn og fram undir tvítugt en að lotugræðgi verði vart í kringum 17 ára aldurinn. Heimasíður sem hvetja stúlkur til lystarstols Nauðsynlegt að vera á varðbergi, segir breskur prófessor í geðlæknisfræði Janet Treasure, pró- fessor í geðlæknisfræði. TENGLAR ..................................................... Upplýsingasíða Kings College um át- raskanir: www.eatingresearch.com JARÐBORANIR hf. hafa gengið frá samningum um kaup á nýjum og afar öflugum bor, sem verður mun stærri en Jötunn, núverandi stærsti bor landsins. Að sögn Þórs Gísla- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Jarðborana hf., er nýi borinn vænt- anlegur til landsins í apríl á næsta ári. Fyrirtækið Soilmec S.p.A. í borginni Piacenza á Ítalíu hannar og framleiðir borinn í samráði við Jarðboranir, sem eiga fyrir tvo bora frá sama framleiðanda. Kaupverð nýja borsins er um 590 milljónir ís- lenskra króna. Allt að 4.000 metra dýpi Nýi borinn kemur í góðar þarfir við stórverkefni að sögn Þórs, en þeir borar sem Jarðboranir hafa keypt til landsins á undanförnum árum hafa verið mun minni. Strax eftir komu borsins til landsins verð- ur hann nýttur við háhitaverkefni, en hann getur borað niður á 3500– 4000 metra dýpi, auk þess að bora víðari holur en þau tæki sem fyrir eru. Lyftigetan er um 200 tonn. Jarðboranir leggja að sögn Þórs áherslu á að viðskiptavinir njóti góðs af alþjóðlegum nýjungum í bortækni í formi betri og fjölbreytt- ari þjónustu. Hann segir nýja bor- inn auka hagkvæmni og öryggi framkvæmda, ásamt öryggi mannafla, enda sé hann gríðarlega fullkominn tæknilega, nánast al- sjálfvirkur. „Borinn er óneitanlega spennandi vinnustaður fyrir kröfu- harða starfsmenn og að sama skapi kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja vinna við tæknilega fullkomnar aðstæður.“ Markvissari og umhverfis- vænni framkvæmdir „Jarðboranir leggja ríka áherslu á að umgangast umhverfi sitt af nærgætni og halda jarðraski í lág- marki,“ segir Þór. „Nýi borinn fell- ur vel að þessum áherslum þar sem hann þarf minna svæði til að at- hafna sig en aðrir borar.“ Þá nýtist borinn að sögn Þórs sérlega vel við stefnuborun, sem felst í því að bor- uð er ein hola og síðan nokkrar hol- ur í ákveðna stefnu út frá henni þannig að unnt er að ná meiri orku út úr hverri framkvæmd. Stefnuborunartæknin opnar margar nýjar leiðir í orkunýtingu. Hún veitir aðgang að auðlindum sem annars hafa verið óaðgengileg- ar, meðal annars þar sem ógerlegt er að koma bortækjum á tiltekna staði. Ennfremur getur hún leitt til verulegs sparnaðar í yfirborðs- mannvirkjum, til dæmis á vegum og lögnum. Síðast en ekki síst hefur þessi tækni í för með sér veigamikl- ar framfarir á sviði umhverfisvernd- ar. Hún gerir kleift að takmarka verulega framkvæmdir á yfirborði á viðkvæmum stöðum, þar sem unnt er að koma bortækjum þannig fyrir að sem best fari. Jarðboranir starfa á alþjóðlegum vettvangi og felst starfsemin eink- um í nýtingu auðlinda í jörð og orkutengdum rekstri. „Fyrirtækið vinnur aðallega að öflun á heitu vatni, gufu, köldu ferskvatni og jarðsjó, en um þessar mundir ber hæst miklar annir sem framundan eru við háhitaboranir. Jafnframt taka Jarðboranir þátt í verkefnum sem miða að nýtingu þessara auð- linda. Ljóst er að nýi borinn eykur verulega möguleika fyrirtækisins í markaðssókn, bæði hér heima og erlendis,“ útskýrir Þór. „Þar koma bæði til tæknileg fjölhæfni borsins og aukin afkastageta borflota Jarð- borana í heild, ekki síst við þær að- stæður þegar ráðast þarf í umfangs- mikil verkefni hér heima og erlendis á sama tíma,“ sagði Þór að lokum. Bor, af sömu gerð og Jarðboranir hf. hafa fest kaup á, í byggingu. Nýr risabor keypt- ur til landsins JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, segir að það komi „algjörlega afdráttarlaust“ fram í sam- keppnislögum og öðrum lögum að Samkeppnisstofnun eigi að vísa til lögreglu og ákæruvalds alvarlegustu brotum á sam- keppnislögum, þ.e. þar sem kemur til álita að beita hinum þyngstu refsingum s.s. fang- elsi. „Um þetta er enginn vafi; löggjöfin verður ekki skilin á annan hátt. Og við höfum farið yfir þetta rækilega á fundi með ríkissaksóknara og lögfræðingi Samkeppnisstofnunar.“ Jón segir að sé á hinn bóginn einhver vilji til að breyta þessu þá verði að gera það með laga- breytingu. „Þessu verður ekki breytt með því að stofnanir geri með sér einhverjar reglur um verk- lag og samkeppni því slíkar reglur þyrftu að vera í sam- ræmi við löggjöfina,“ segir hann. Jón H. Snorrason um samkeppnislög Löggjöfin afdrátt- arlaus FRAMBOÐ á skipulögðum göngu- ferðum um Ísland hefur aukist til muna að sögn Elínar Bjarkar Jó- hannesdóttur, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands. Í ár hafa álíka margir sótt í ferðir á vegum Ferða- félagsins og í fyrra en Elín segir að- sókn í Laugavegsferðirnar hafa minnkað. „Við skiljum ekki alveg af hverju það gerðist akkúrat núna en það er náttúrlega mjög mikið af fólki sem gengur á eigin vegum og notar skála Ferðafélagsins.“ Ferða- félag Íslands býður upp á margs konar ferðir en að sögn Elínar Bjarkar eru lengri ferðirnar vinsælastar. „Það er alltaf vinsælt að fara á Hornstrandir og Lóns- öræfi. Svo höfum við verið með ferðir í sumar í Þjórsárver og ferð um hálendið norðan Vatnajökuls.“ Að sögn Lóu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra Útivistar er aukin aðsókn í gönguferðir á þeirra veg- um. „Ég myndi slá á að það væri yf- ir 15% aukning milli ára og ferða- nýting hefur verið mjög góð.“ Auk þess býður Útivist upp á jeppaferð- ir, helgargöngur og lengri göngur. Að sögn Lóu eru helgarferðirnar á Fimmvörðuháls mjög vinsælar en auk þess hefur verið góð aðsókn í lengri ferðir um Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga. „Þetta er gott ferðasumar sem er að baki. Veðrið hefur verið okkur hliðhollt og allt gengið stór- áfallalaust fyrir sig. Ferðirnar hafa verið meira og minna fullar,“ segir Lóa. Framboð á gönguferð- um eykst til muna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.