Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 6
HUNDURINN Flossy, sem er af íslensku fjár- hundakyni, fannst á lífi í síðustu viku eftir að hafa legið í 68 daga á botni fjögurra metra djúps brunns nálægt Gilleleje á norður- strönd Sjálands. Eig- andi hundsins, Birgitte Pontoppidan, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Flossy hefði lést um 11 kíló í prís- undinni en virtist samt ekki hafa orðið sérlega meint af. Hann var um 22 kíló að þyngd þegar hann týndist. Hvarf á gönguferð í júní Flossy hvarf þann 2. júní við Nakkehoved í nágrenni Gilleleje þar sem eigendur hunds- ins, Birgitte Pontopp- idan og Hans Ibsen, búa. „Við vorum á göngu í nágrenni heim- ilis okkar og Flossy hljóp á eftir dýri, lík- legast hundi eða ketti, og við fundum hann hvergi aft- ur,“ sagði Birgitte. Þau leituðu lengi að hundinum en án árang- urs. Sömuleiðis lýstu þau eftir honum á Netinu og í dagblöð- um. Á föstudag heyrði landeigandi hundgá og fann loks hundinn í brunninum þar sem hann hafði legið í tvo mánuði og sex daga. „Okkur finnst ótrúlegt að hann skuli hafa lifað þetta af. Hann var ekki mjög skítugur, en mjög máttfarinn og afskaplega svang- ur. Það eina sem hann hafði til neyslu var regnvatn sem lak niður í brunninn,“ sagði Birg- itte. Fluttu þau hundinn heim og hafa gert vel við hann síðan. „Hann er við mun betri heilsu núna, getur vel gengið og leikið sér, og virðist ekki hafa orðið langvarandi meint af,“ útskýrir Birgitte. Birgitte og Hans hafa átt Flossy í ein 7 ár og keyptu hann af hundaræktanda í Danmörku. Að sögn Birgitte eru hundar af fjárhundakyni ekki algengir þar um slóðir og sé það sannarleg hundaheppni að Flossy skuli hafa verið það þrautseigur og sterkbyggður af lifa þessar hremmingar af. Þrautseigur hundur af ís- lenskum ættum Lifði af 68 daga án matar í brunni Birgitte Pontoppidan og hundurinn hennar Flossy sem man nú tímana tvenna. NF FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .k a ri n h e rz o g .c h Nýtt líkams krem frá KARIN HERZOG STERKUR - STINNARI og FALLEGRI líkami með TONUS - B12 BODY CREAM 1 - 2 - 3 fyrir fullkominn líkama 1. SHOWER BODY SCRUB Fjarlægir dauðar húðfrumur og ójöfnur af yfirborði húðarinnar. Undirbýr húðina fyrir Silhouetter og B12. 2. SILHOUETTE 4% súrefniskrem sem vinnur á app- elsínuhúð og sliti, framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og upp- söfnun á fituvef, svo sem mjöðmum, rasskinnum, lærum og á kviðnum. 3. TONUS - B12 - NÝTT Krem sem styrkir, stinnir og hjálpar húðinni að losa sig við óæskilega vökvasöfnun og óhreinindi um leið og það er borið á líkamann. Með sameiningu þessara þriggja þátta verður árangurinn sjáanlegri fyrr. Kremið gerir það að verkum að húðin verður silkimjúk og veitir létt- an angann. Súrefnisvörur KARIN HERZOG Kynning í Snyrtivörudeild Hagkaup Skeifunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Í GÆR var byrjað að merkja hlaupa- leiðir fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram á laugardaginn. Haf- steinn Óskarsson og Sighvatur Dýri Guðmundsson höfðu hraðar hendur til að nýta þurrkinn þar sem spáð var vætu næstu daga. Hafsteinn sagðist áætla að verkið tæki um tólf tíma og fleiri menn kæmu þeim félögum til hjálpar seinnipart dagsins. Lítil gul strik eru límd á götur og gangstíga þar sem vafi leikur á hvert þátttakendur eigi að fara. Einnig eru tölustafir límdir á götuna og sýna þeir fjölda kílómetra sem fólk hefur þegar hlaupið. Þá geta hlauparar séð hver millitími þeirra er og hversu hratt þeir hlaupa. Gunnar Páll Jóakimsson, kynn- ingarfulltrúi Reykjavíkurmaraþons- ins, segir að notaðir verða í fyrsta skipti sérstakir tölvukubbar við tímamælingu. Þátttakendur geti annað hvort keypt slíka kubba eða leigt fyrir keppnina. Þeir sem kaupa kubb geta notað þá í öðrum keppn- um en þessi tækni hefur verið að ryðja sér til rúms í hlaupum víðs veg- ar um heiminn. Búið er að fjárfesta í búnaði til að nota hér á landi til tíma- mælinga en greiða þarf sérstakt leyfisgjald til fyrirtækisins sem á þetta kerfi. Búist er við að einhverjir af þeim fjögur til fimm hundruð út- lendingum, sem nú þegar hafa skráð sig til leiks, beri sína eigin kubba. Gunnar segir að undirbúningur hlaupsins gangi vel og nú sé allt á fullu. Skráning er þegar hafin á mbl.is og í Maraþon í Kringlunni. Á morgun fer skráning fram í Laug- ardalshöllinni frá hádegi til klukkan níu umkvöldið. Markmiðið er að fleiri skrái sig í ár en var fyrir tíu ár- um þegar 3.700 manns tóku þátt í hlaupinu. Hlaupaleiðir merktar Morgunblaðið/Kristinn Hafsteinn Óskarsson og Sighvatur Dýri Guðmundsson merkja götur borgarinnar fyrir Reykjavíkurmaraþon. SIF Gunnarsdóttir, verkefnis- stjóri Menningarnætur Reykja- víkur, segist treysta því að búið verði að klára gatnagerðar- framkvæmdir í Bankastræti áður en dagskrá menningarnætur hefj- ist klukkan eitt á laugardaginn. Sama dag er haldið Reykjavík- urmaraþon og nokkrum götum lokað í tilefni þess. Siv segir götulokanir frá klukkan 11 um morguninn nokkuð víðtækar og um allan bæ. Í miðbænum verður Lækjargötu og Fríkirkjuvegi lok- að fyrir allri almennri umferð frá morgni fram á nótt. Klukkan tólf verður Hverfisgötu lokað en hægt verður að komast í bíla- stæðahúsið gegnt Þjóðleikhúsinu frá Klapparstíg eða Ingólfsstræti. Klukkutíma síðar er Grófinni lokað, Aðalstræti og hluti Vesturgötu. Strætó mun breyta leiðum sín- um í miðbænum sökum þessa og í dagskrárbæklingi hátíðarinnar, sem kemur út í dag, eru nánari upplýsingar um strætóleiðir, götulokanir og aðgengi að bíla- stæðahúsum. Siv segir að strætisvagnar muni keyra í kringum miðbæinn og eftir klukkan fjögur verður aðalskiptistöð færð frá Lækjartorgi í Vonarstræti, gegnt ráðhúsi Reykjavíkur eins og í fyrra. Framkvæmdum í Bankastræti verður lokið TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra telur það miður að Reykjavíkurborg vilji ekki halda áfram að styðja við rekstur Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Hann segir að samstarf um reksturinn hafi ver- ið til góðs; bæði fyrir Sinfóníuhljóm- sveitina, Reykjavíkurborg og sam- skipti ríkis og borgar. Samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur í fyrradag að fara þess á leit við menntamálaráðherra að hann beitti sér fyrir lagabreyting- um svo Reykjavíkurborg þyrfti ekki að taka þátt í kostnaði við rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Var meðal annars vísað í skýrslu menntamálaráðuneytisins og sagt að þar kæmi fram það sjónarmið að stjórn og ábyrgð á hljómsveitinni skyldu vera á einni hendi. Sómi fyrir höfuðborgina Menntamálaráðherra segir um- ræðu um stjórnunarleg markmið, eins og að stjórn og ábyrgð séu á einni hendi, ekki tengjast því hvort Reykjavíkurborg komi að rekstrin- um. Hægt sé að ná þeim mark- miðum með ýmsum hætti m.a. með stofnun einkahlutafélags sem Reykjavíkurborg og ríki séu aðilar að. Hann telur fulla ástæðu til að skoða þann möguleika og er opinn fyrir því að hlýða á sjónarmið Reykjavíkur- borgar í þeim efnum. Aðspurður tel- ur Tómas það á margan hátt æskilegt að Reykjavíkurborg taki þátt í rekstri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, ekki síst frá pólitísku sjónarmiði, og að hagsmunir og fjárhagsleg ábyrgð haldist í hendur. „Það fer ekkert á milli mála að Reykjavíkurborg hefur mjög mikla hagsmuni af því að Sinfóníuhljóm- sveitin starfi í höfuðborginni. Hún er undirstöðustofnun í tónlist á Ís- landi og hefur mikil áhrif í kringum sig – ekki síst á tónlistarlíf – og aðr- ar hljómsveitir njóta góðs af starfi hennar. Tónlistarskólarnir njóta líka góðs af nálægðinni við hljóm- sveitina. Frá þessum sjónarhóli litið er á margan hátt ákjósanlegt að Reykjavíkurborg taki þátt í rekstr- inum enda mikill sómi fyrir höf- uðborgina að koma að starfi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands með þessum hætti.“ Samstarf við borgina farsælt á ýmsum sviðum Tómas segir að tengsl milli hags- muna og fjárhagslegrar ábyrgðar hafi verið höfð til hliðsjónar í menn- ingarsamningum og nefnir sem dæmi samninga sem gerðir voru við Austurland og sérstaklega Akur- eyri. Þar komi báðir aðilar, ríki og Akureyrarbær, að stuðningi við list- ir og menningu. Hann segir að samstarf við Reykjavíkurborg hafi verið farsælt í sambandi við listahátíð í Reykjavík, sem byggi á hugmyndum um að hagsmunir og fjárhagsleg ábyrgð fari saman. Einnig eigi þessir aðilar í samstarfi í tengslum við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. „Við munum að sjálfsögðu ræða þessi mál við Reykjavíkurborg og gefa fulltrúum hennar kost á að greina frá sjónarmiðum sínum og röksemdafræslum,“ segir Tómas Ingi Olrich. Menntamálaráðherra segir miður ef borgin dregur sig út úr rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar Vill skoða stofnun einka- hlutafélags um reksturinn Tómas Ingi Olrich Menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon undirbúið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.