Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Andri Skúlason - símar 520 9552/820 0215 gandri@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali Heimilisfang: Austurstræti Strandgata Verð: Tilboð Erum með í sölu allan rekstur veitingastaðar- ins Shalimar sem er staðsettur í Austurstræti Reykjavík og Strandgötu Hafnarfirði. Shalimar býður upp á indverskt- pakistanskt eldhús á hagstæðu verði og einnig „take away“ og heimsendingu. Góð framlegð og mjög hagstæðir leigusamningar. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Andri sölufulltrúi RE/MAX GSM 8 200 215. GOTT TÆKIFÆRI Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í ágúst á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm. Sumarið er í blóma á Spáni og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar tvö sæti, en greiðir bara fyrir eitt og getur valið um úrvalsgististaði á Benidorm. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Flugsæti kr. 32.600/2 = 16,300. Skattar kr. 3.650. Samtals kr. 19.950 á mann. Alm. verð kr. 20.950. Val um topp gististaði á Benidorm: Vacanza - El Faro - Vina del Mar Síðustu 14 sætin 2 fyrir 1 til Benidorm 20. ágúst frá kr. 19.950 MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir við Stekkjarbakka undanfarna mánuði. Um er að ræða mislæg gatnamót sem tengja saman Stekkjarbakka og Reykjanesbraut auk Smiðjuvegar. Framkvæmdir hófust í byrjun apríl og er verkið hálfnað nú. Að sögn Hafliða Richards Jóns- sonar, verkefnastjóra hjá Vega- gerðinni er verið að afnema þrenn ljósagatnamót við Reykjanesbraut til að ná betra flæði um hana. „Þessi þrjú gatnamót eru gatna- mótin gömlu við Smiðjuveg, síðan eru önnur við Stekkjarbakka og enn ein við Álfabakka. Þarna geta myndast miklar tafir á umferð og einnig nokkur slysahætta. Með því að koma upp þessum mislægu gatnamótum erum við að bæta tengingu milli Breiðholts og Kópa- vogs um leið og umferðin um Reykjanesbrautina verður greiðari og öruggari. Einnig verður byggð göngubrú sem tengir saman Elliða- árdal og Fossvogsdal, en hingað til hefur eina leiðin verið gegnum und- irgöng við Mjódd og Bústaðaveg.“ Stefnt er á að verkinu ljúki fyrsta nóvember, en þá verði komin um- ferð á allt mannvirkið. Gróður- frágangur, hellulagnir og önnur jarðvinna bíður síðan fram á næsta sumar. Hafliði bendir sérstaklega á að hæðartakmarkanir ríkja á meðan á byggingu brúarinnar stendur og verða bílstjórar með háan farm að gæta fyllstu varúðar. Mislæg gatnamót rísa við Stekkjar- bakka Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík FÉLAGSBÚSTAÐIR hf. hafa opnað nýjan upplýsingavef á slóðinni www.felagsbustadir.is. Á nýja vefnum birtast nýjustu fréttir af starfsemi Félagsbú- staða og allar þær upplýsingar sem fólk þarf á að halda um starfsemi fyrirtækisins og rekstur. Er vefnum ætlað að kynna starfsemi Félagsbústaða og vera upplýsingamiðill fyrir þá sem nýta sér þjónustu fyrir- tækisins. Félagsbústaðir er fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að reka fé- lagslegar leiguíbúðir fyrir ein- staklinga og fjölskyldur undir skilgreindum tekju- og eignar- mörkum. Félagið starfar í þágu almannaheilla og skal rekstur- inn vera sjálfbær. Fyrirtækið er skilgreint sem þjónustufyr- irtæki á húsnæðismarkaði. Félagsbú- staðir hf. opna nýj- an vef Reykjavík TENGLAR ............................................ www.felagsbustadir.is HAFNARFJARÐARBÆR aug- lýsti nýlega eftir umsóknum um stöðu sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Umsóknarfresturinn rann út fyrsta ágúst síðastliðinn og höfðu þá fjórtán umsóknir borist. Eftirtaldir einstaklingar sóttu um starfið: Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt, Bjarki Jóhannesson verk- fræðingur, arkitekt og skipulags- fræðingur, Björn Jóhannesson landslagsarkitekt, Finnur Birgis- son arkitekt, Gísli Hermannsson verkfræðingur, Gísli Ó. Valdimars- son verkfræðingur, Ingólfur Hjör- leifsson verkfræðingur, Jón Magn- ús Halldórsson byggingar- fræðingur, Óskar Örn Jónsson verkfræðingur, Sigurþór Aðal- steinsson arkitekt, Smári Þor- valdsson verkfræðingur, Trausti S. Harðarson arkitekt, Viktor Þór Sigurðsson byggingarfræðingur og Þormóður Sveinsson arkitekt. Ánægja með undirtektir og hæfni umsækjenda Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns skipulags- og bygginga- ráðs Hafnarfjarðarbæjar, eru bæj- aryfirvöld sátt við undirtektir við auglýsinguna og segir hann um marga hæfa umsækjendur að ræða. „Í hópnum eru verkfræðing- ar, arkitektar, skipulagsfræðingar og byggingarfræðingar. Umsækj- endur þurftu að uppfylla viss hæfn- isskilyrði samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og þarna er al- mennt séð um mjög hæfan og reynslumikinn hóp að ræða.“ Segir Gunnar næsta skref í stöðunni yf- irferð umsókna og viðtöl við um- sækjendur. „Ráðningarskrifstofan Intellecta og sérstakur starfshóp- ur, skipaður af skipulags- og bygg- ingarráði, eru að fara yfir umsókn- ir og ræða við umsækjendur í kjölfar umsagnar Ráðningarskrif- stofunnar. Gert er ráð fyrir að til- lögum um ráðningu verði skilað til bæjarráðs mjög fljótlega.“ Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar Fjórtán umsóknir bárust Hafnarfjörður HEILMIKIÐ húllumhæ var í fé- lagsmiðstöðinni Hólmaseli í Breið- holti síðasta föstudag, þegar yngsta kynslóðin í tómstundastarfi ÍTR þar á bæ, alls um hundrað börn á aldrinum sex til níu ára, hélt sum- arhátíð. Hátíðin var haldin við tjörnina hjá Hólmaseli í rjómablíðu og sól og höfðu gestir fjölmargt sér til skemmtunar. Söngsystur komu og sungu fyrir gesti hátíðarinnar og leiddu svo hópsöng. Einnig sýndi töframaðurinn Jonni listir sínar og gerði mikla lukku með því að saga sundur starfsmann. Einnig breytti hann fimm hundruð króna seðli í fimm þúsund krónur og gerði fleiri merkilegar sjónhverfingar og töfrabrögð. Börnin höfðu sjálf séð um drjúg- an hluta undirbúningsins, til dæmis ýmiss konar búninga og leikmuni, og þótti viðstöddum einstaklega vel hafa tekist til í þeim málaflokki, enda var engu líkara en að Hólma- selið væri fullt af Harry Potter, vík- ingum og Pálínum með prikið. Einnig höfðu þau undirbúið söng- og dansatriði sem þau fluttu við góðar undirtektir. Ekki þótti við hæfi að skemmta sér á fastandi maga og voru því djús og grillaðar pylsur í boði auk íss í eftirrétt. Krakkarnir léku sér svo í góða veðrinu við tjörnina fram eftir degi, veiddu síli og léku sér í leiktækjum og „hoppkastala“. Voru börn og starfsfólk sammála um að þar hefði sleginn góður botn í sumarstarfið. Sumargleði í Hólmaseli Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart Þessi vakra víkingamey brosti sínu hýrasta brosi á sumarhátíðinni. Þessir prúðbúnu pottormar voru yfirmáta ánægðir með sumargleðina og skemmtiatriðin og brostu út að eyrum eins og börnum sæmir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.