Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 44
 ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustic skemmtir föstudagskvöld. Stórsveit Ara í Ögri með suðræna djasssveiflu laugardag, um eftirmiðdaginn og um kvöldið.  BOOMKIKKER, Hafnarstræti: „The Gig“ er ný tónlistarröð sem verður hvern fimmtudag næstu mán- uði. Ekkert mun kosta inn og er litið á þetta sem tækifæri fyrir ungar og efnilegar sveitir að kynna sig. Í kvöld spila DYS, Ríkið og Total Fucking Destruction frá Bandaríkj- unum.  BRAGGINN, Hólmavík: Ríó Tríó með tónleika kl. 21.00 og Hljómar með dansleik kl. 00.00 föstudags- kvöld. KK og Magnús Eiríksson með tónleika laugardagskvöld kl. 21.00. Tónleikar þessir eru í tengslum við Tónlistarhátíð á Hólmavík.  CAFE CENTRAL, Pósthússtræti 17: Steypa spilar fimmtudags- og föstudagskvöld.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: Halli Reynis laugardagskvöld.  CAFFÉ KÚLTURE, Hverfisgötu 18: Hljómsveitin Þel leikur fimmtu- dagskvöld kl. 21.00.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Hermann Ingi Jr. skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Megas, Súkkat og Mike Pollock fimmtudags- kvöld. KK og Magnús Eiríksson flytja Ferðalögin sín föstudagskvöld. Hera, Bjarni Tryggva, Bjartmar Guðlaugsson, Birna og Jódís, Arnar Guðmundsson laugardagskvöld. Eivör Pálsdóttir og Hörður Torfason sunnudagskvöld. Tónleikarnir eru liður í Trúbúrahátíð.  FELIX: DJ Robbi Chronic á opn- unarkvöldi föstudagskvöld kl. 00.00.  FÉLAGSHEIMILIÐ Hvamms- tanga: Ólafur Kjartan Sigurðarson leikur laugardagskvöld kl. 20.00 til 22.30.  GADDASTAÐAFLATIR, Hellu: Á móti sól og Vinir Jóns spila föstu- dagskvöld. Tríó Ómars Diðrikssonar. Laugardagskvöld eftir kvöldvöku spila Hljómar í Hvoli.  GAUKUR Á STÖNG: Útgáfutón- leikar hljómsveitarinar Tube, fimmtudagskvöld kl. 22.00. Sixties spila föstudagskvöld. SSSól spilar laugardagskvöld.  GLAUMBAR: Atli skemmtana- lögga fimmtudags- og föstudags- kvöld. Þór Bæring laugardagskvöld.  GRANDROKK: Kráar-spurninga- keppni föstudagskvöld kl. 17.30. Kl. 22.00 Rokksveitin Total Fucking Destruction frá Bandaríkjunum, Kimono, Forgarður Helvítis, Auxpan Angermeans, The Motherfucking Clash (frá Bandaríkjunum). Kr. 200 inn. Á laugardagskvöld kl. 23.00 leika Brain Police, Dark Harvest og Dr. Spock .  GRÆNI HATTURINN, Akureyri: Deep Purple heiðrunartónleikar fimmtudagskvöld kl. 21.30. Hljóm- sveitina skipa Eiríkur Hauksson, Jó- hann Ásmundsson, Sigurgeir Sig- mundsson og Þórir Úlfarsson. Hljómsveitin Spark skemmtir föstu- dags- og laugardagskvöld.  GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs Páls spilar föstudags- og laugardags- kvöld.  HAFNARBAKKINN, Reykjavík: Rás 2 með útitónleika laugardags- kvöld kl. 21.00 til 00.00. M.a. koma fram Quarashi, Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn. Þetta er liður í 20 ára afmælisfagnaði Rásar 2. Tónleikun- um lýkur með flugeldasýningu.  HLAÐVARPINN: Danski saxafón- leikarinn Benjamin Koppel og sænski kontrabassaleikarinn Thommy Andersson leika föstudags- kvöld kl. 20.30. Með þeim leikur Ey- þór Gunnarsson.  HLJÓMSKÁLAGARÐURINN: Sumardjamm FM957 á Menningar- nótt laugardagskvöld. Tónleikar og úrslit í Fear Factor. Hljómsveitirnar Land og synir, Skítamórall og fl. stíga á svið og enda FM957 Sum- ardjamm 2003.  HÓTEL STYKKISHÓLMUR: Hljómsveitin Brimkló leikur laugar- dagskvöld.  HVERFISBARINN: Bítlarnir fimmtudagskvöld. DJ Benni föstu- dagskvöld. DJ Ísi laugardagskvöld.  IÐNÓ: Danski saxafónleikarinn Benjamin Koppel og sænski kontra- bassaleikarinn Thommy Andersson leika fimmtudagskvöld kl. 21.00. Með þeim leikur Eyþór Gunnarsson. Geirfuglarnir með miðnæturtónleika laugardagskvöld kl. 00.00.  JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Tríó Óskars Guðjónssonar laugardags- kvöld kl. 16.00 til 18.00.  KAFFI-LÆKUR: Njalli í Holti með létta tónlist á fóninum föstu- dags- og laugardagskvöld.  KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Íris Jóns syngur föstudags- og laugar- dagskvöld.  KRÁIN, Laugavegi 73. : Ingvar Valgeirsson trúbador fimmtudags- kvöld. Blues express föstudags- og laugardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Dans og Gleði- tríóið Copy, Paste og Enter skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld.  KVARTETT KÁRA: Kvartettinn er á leið í stutta tónleikaferð um Norðurland eystra. Hann spilar í Deiglunni, Akureyri í kvöld og svo á Mývatni, Gamla bænum á föstudag og laugardag. Kvartettinn endar í bænum og leikur á Caffé Kúlture á sunnudagskvöldið.  LAUGAVEGUR 11: Palli í Maus sér um tónlistina fimmtudagskvöld. Andri X og Jón Atli „Gel“ á neðri hæð laugardagskvöld. Hljómsveitin Mínus kemur fram órafmögnuð á efri hæð eftir flugeldasýningu Menn- ingarnætur.  LAUGAVEGUR 22: Rally Kross á miðhæð föstudagskvöld. DJ sett: Blackbird á fyrstu hæð laugardags- kvöld, Þórhallur á annarri hæð.  LITTLE CENTRAL: Djass/blús hljómsveitin Misery loves company með tónleika laugardagskvöld þar sem þeir flytja plötuna Small Change eftir Tom Waits í heild sinni auk þess að flytja frumsamið efni.  METZ, Austurstræti 9: Margeir og Yo-El föstudags- og laugardags- kvöld.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Hljómsveitin Brimkló leikur föstu- dagskvöld. Stuðmenn með íslenska dansmenningarnótt á laugardags- kvöldið.  NELLYS CAFÉ: Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral fimmtu- dagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Stuðbandalagið frá Borganesi skemmtir laugardagskvöld.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Hljóm- sveitin Úlfar spila föstudags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hunang spila föstudagskvöld. Saga Klass laugardagskvöld.  TJARNARBÍÓ: Tími stendur fyrir tónleikadagskrá og myndbands- gjörningum á milli 18.00 og 23.00 á laugardaginn. Kimono, Maus o.fl; Heimir Björgúlfsson, Lortur o.fl.  VÍDALÍN: Hin hryllilega skemmtilega sveit Gilitrutt leikur um helgina.  VÍÐIHLÍÐ: Hljómsveitin Spútnik spilar á sveitaballi laugardagskvöld.  VÍNBARINN: Geir Ólafsson laug- ardagskvöld.  ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Jagúar spilar laugar- dagskvöld kl. 00.00 og fagnar með því fimm ára afmæli. DJ Magic sér um upphitun og spilar í hléi.  ÖMMUKAFFI: Varði (Varði Goes Europe) og Steini spila blágrastón- list kl. 21.00 á laugardaginn. FráAtilÖ Danski djassarinn Benjamin Kopp- el verður á þeytingi um borgina um helgina. Morgunblaðið/Árni Torfason Liðsmenn Maus verða í Tjarnarbíói ásamt fleirum á laugardaginn. Morgunblaðið/Golli Pönksveitin DYS verður á opnunarkvöldi „The Gig“ á Boomkikker. Morgunblaðið/Jim Smart Liðsmenn Tube verða með útgáfutónleika á Gauknum í kvöld. FÓLK Í FRÉTTUM 44 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 31. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Rómeó og Júlía Aukasýningar Fimmtudag 14.08, kl. 20 Föstudag 15.08, kl. 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sumarkvöld við orgelið 14. ágúst kl. 12.00: Natalie Chow sópran og Katalin Lörincz orgel 16. ágúst kl. 12.00: Steingrímur Þórhallsson orgel 17. ágúst kl. 20.00: Steingrímur Þórhallsson Leikur m.a. verk eftir Clementoni og Widor. Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Síðustu sýningar Fimmtud. 14. ágúst kl. 20:00 Föstud. 15. ágúst kl. 20:00 - Örfá sæti laus Laugard. 16. ágúst kl. 19:00 - Breyttur sýn.tími Sunnud. 17. ágúst kl. 20:00 - Lokasýning Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is Ég og skuggarnir (Life with Judy Garland: Me and My Shadows) Drama Bandaríkin 2001. Skífan. VHS (170 mín.) Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri: Robert Allan Ackerman. Aðalleikarar: Judy Davis, Victor Garber, Hugh Laurie, Tammy Blanchard, Marsha Mason. EINHVERN tíma eldsnemma á sunndagsmorgni var ég staddur í neðanjarðarlest í Barcelona. Fáir voru í vagninum utan þess að í sætinu fyrir framan mig var kona með drengsnáða sér við hlið. Hann var að raula og þegar ég lagði við eyrun heyrði ég að það var „Somewhere Over the Rainbow“. Því nefni ég þetta að atburðurinn fékk mig til að hugsa um þau gífurlegu áhrif sem Hollywood hef- ur á heimsbyggðina og Judy Garland er eins mikill hluti af Hollywood og Tjörnin af Reykjavík. Garland er virt og dáð sem framúrskarandi söngvari og leikari af guðs náð. Hún er einnig fræg fyrir valt veraldargengi en stöð- ugleikinn var lítill síðari árin sökum áfengis- og lyfjaneyslu. Sjónvarpsmyndin Ég og skuggarn- ir, er byggð á minningum dóttur hennar, Lornu Luft, sem jafnframt er sögumaður. Ferill stjörnunnar er rekinn allt frá því að móðir Judyar keyrir hana 12 ára gamla í fangið á Louis B. Meyer um 1934, uns þriðji eiginmaðurinn finnur stjörnuna látna af of stórum lyfjaskammti í íbúð þeirra í London árið 1969. Í millitíð- inni er stiklað á stóru í litríku og stormasömu lífi magnaðrar en við- kvæmrar hæfileikakonu sem þarfnað- ist oftar en ekki þess skjóls sem við flest þurfum á að halda í lífinu. En fann ekki. Margt hefur verið rætt, ritað og kvikmyndað um lífshlaup Garland, mynd dóttur hennar er vafalaust með því sannferðugasta og sýnir hvernig það gekk fyrir sig í aðalatriðum. Sjálf- sagt erfitt að gera því trúverðugri skil og myndin ásættanlegur bautasteinn um stórmennið. Tammy Blanchard túlkar listakonuna eftirminnilega vel á unglingsárum og er að auki sláandi lík henni í útliti. Síðan tekur Judy Davis við, hún er fáguð og flink líkt og fyrri daginn en Judy Davis víkur aldr- ei mjög langt frá sínum persónulega leikstíl. Ástæða er að geta Victors Garbner í hlutverki Sids Luft og Johns Benjamin Hickey sem Rogers, eins besta vinar hennar og félaga, þeir koma persónunum vel til skila. Áhorfandinn fræðist einnig tals- vert um gömlu Hollywood sem er dregin dável upp á tjaldið og margar sögufrægar persónur kvikna til lífs- ins. Ofar öllu er þó himnesk rödd Gar- land sem fær vitaskuld að njóta sín í mörgum, vel endurgerðum frægum atriðum. Ég og skuggarnir fékk 5 Emmy- verðlaun (þ. á m. Leikkonurnar báðar sem túlka Garland), en gefið ykkur góðan tíma því myndin er þriggja tíma löng.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Goðsögnin Garland …Rokksveitin ógurlega Primus, með bassaundrið Les Claypool fremstan á meðal jafningja, er að koma saman aftur í fyrsta sinn í fjögur ár. Nýtt efni ku vera á leiðinn og Norður-Ameríkutúr er fram- undan. Túrinn er farinn til að fylgja eftir nýrri safnskífu, Animals Should Not Try To Act Like People. Fyrri partur tónleika fer í að leika gamla slagara en í seinni partinum verður platan Sailing The Seas Of Cheese leikin í heild sinni. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.