Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 41 FJÓRÐA og síðasta risamót ársins í golfi, PGA-meistaramótið, hefst á Oak Hill golfvellinum í Bandaríkj- unum í dag. Þar munu allir fremstu kylfingar heims reyna með sér og þar af verða 42 kylfingar af evr- ópsku mótaröðinni og hafa aldrei verið fleiri. Það er ekkert nýtt að nafn Tigers Woods komi upp þegar rætt er um mögulega sigurvegara enda hefur hann tvívegis sigrað, 1999 og 2000. Ernie Els hefur sjálfsagt fullan hug á að koma í veg fyrir það, en hann hefur aldrei náð að sigra á PGA mótinu, náði þriðja sæti 1995 og hef- ur ekki komist hærra. Els segist ekki vita hvers vegna hann hafi aldr- ei náð að leika betur á PGA mótinu en segir að leikur sinn síðustu vik- urnar hafi lagast mikið og nú sé hann hér um bil jafn sterkur og stöð- ugur og hann var í vor, en þá lék hann mjög vel. Hann segir jafnframt að hann geti dottið inn á fína hringi að þessu sinni þó svo hann hafi ekki leikið vel í mótinu undanfarin ár. Meistarinn frá því í fyrra, Rich Beem er tilbúinn í slaginn ásamt meistara ársins þar á undan, David Toms, en þeir verða í ráshópi með Woods fyrstu tvo hringina. Els ætlar að breyta til og leika vel PETRÚN Jónsdóttir var í gær ráðin yfirþjálfari hjá blakdeild Þróttar í Reykjavík. Petrún er öllum hnútum kunnug í blakíþróttinni. Sjálf lék hún um árabil og frá árinu 1987 hef- ur hún þjálfað hið sigursæla lið Þróttar frá Neskaupstað og þá er hún núverandi landsliðsþjálfari kvenna í blaki. Petrún sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hún myndi þjálfa meistaraflokk kvenna og karla hjá félaginu. „Það verður væntanlega nóg að gera hjá mér eins og venju- lega enda verð ég líka með yfirum- sjón og ráðgjöf varðandi yngri flokkana,“ sagði Petrún. Spurð hvort einhverjir leikmenn kæmu með henni að austan sagði Petrún: „Hulda Elma [Eysteins- dóttir] og Elsa Sæný Valsgeirsdóttir koma örugglega og síðan er spurn- ing hvort einhverjar fleiri komi, það er ekki komið á hreint ennþá, en það er ýmislegt í gangi. Elsa Sæný hefur búið í Reykjavík síðustu árin en lék með okkur fyrir austan.“ Undanfarin ár hefur það verið þannig að þegar blakarar frá Norð- firði fara til náms í Reykjavík hafa þeir undantekningarlítið gengið til liðs við ÍS. Spurð hvort þetta muni nú breytast sagði yfirþjálfari Þrótt- ar: „Engin spurning, það er alveg gefið að krakkarnir koma í Þrótt.“ Petrún ráðin þjálfari Reykjavíkur-Þróttara Petrún Jónsdóttir, lands- liðsþjálfari kvenna í blaki, og þjálfari Þróttar R. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Helgi, sem verið hefur á mála hjáKärnten síðan 2001, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann væri mjög spenntur að mæta löndum sínum, en hann hafði þá nýlokið við að koma leikmönnum Grindavíkurliðsins í sundlaug þar sem þeir voru að kæla sig í hitanum sem geisar á meginlandi Evrópu þessa dagana. „Ég er fullur tilhlökkunar enda ekki á hverjum degi sem maður fær að spila gegn löndum sínum. Það er búið að vera ansi heitt, þetta þrjátíu og fimm gráður, og ég reikna með að þessi hiti verði þegar leikurinn hefst,“ sagði Helgi en leikurinn hefst á stað- artíma klukkan 18. Helgi var ásamt þjálfara Kärnten á Íslandi á dögunum þar sem þeir voru á meðal áhorfenda á leik Grindvík- inga og Fylkis og þar kortlögðu þeir lið Grindvíkinga. „Grindavíkurliðið lék vel í þessum leik og það er alveg ljóst að lið þeirra er vel skipulagt. Okkur fannst nauð- synlegt að sjá þá og skoða aðstæður í Grindavík. Þjálfarinn hrósaði varnar- leik Grindvíkinga og sagði þá gefa fá færi á sér og að þeir lokuðu svæð- unum vel úti á vellinum. Hann sagði að Grindavíkurliðið væri vel spilandi, það spilaði vel úr vörninni og í liðinu væru bæði góðir skallamenn og fljótir kantmenn. Í okkar huga verður því ekkert vanmat í gangi. Við erum al- veg undirbúnir undir hörkuleiki. Við leggjum upp með að vinna góðan sig- ur á heimavelli og forðast þannig að lenda í einhverjum erfiðleikum heima á Íslandi. Ég veit það sjálfur hvað það er erfitt að eiga við Íslendinga á þeirra heimavelli og það hef ég sagt meðspilurum mínum. Undir öllum venjulegum kringumstæðum eigum við að komast áfram og ég tel svo vera en við gerum okkur líka grein fyrir því að allt er mögulegt í fótboltanum og menn mega ekki slaka á eitt and- artak,“ sagði Helgi en Kärnten er í fimmta sæti af tíu liðum í austurrísku deildinni með sex stig eftir fjóra leiki, þrjú jafntefli og einn sigur. Helgi hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og hefur spilað sem varnartengiliður og þá stöðu spilar hann gegn Grindvíkingum. Helgi seg- ir að Wörthersee-völlurinn rúmi að- eins 10.500 manns en aðeins 4.000 í sæti og líklega verður sá fjöldi á vell- inum í kvöld en aðeins er leyfilegt að selja í sæti í Evrópukeppninni. Helgi Kolviðsson mætir Grindvíkingum Ekkert vanmat hjá okkur HELGI Kolviðsson verður í slagnum á miðjunni með aust- urríska liðinu Kärnten á Wörth- ersee leikvangum í Klagenfurt í Austurríki í kvöld, þegar Kärnt- en tekur á móti Grindvíkingum í fyrri viðureign liðanna í 1. um- ferð forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.