Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 31
FERNIR tónleikar eru á dagskrá Berjadaga í
ár, auk þess sem frumsýnt verður nýtt íslenskt
leikrit, Tenórinn, eftir Guðmund Ólafsson í
leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Hátíðin
hefst með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju á
föstudagskvöld kl. 20:30 þar sem Baldvin
Tryggvason, sérstakur heiðursgestur hátíð-
arinnar, setur hátíðina við kertaljós. Á laug-
ardaginn kl. 16 verður dagskrá í Ólafsfjarð-
arkirkju með ljóðum og tónlist Sveinbjörns og
Tryggva M. Baldvinssona, en um kvöldið verð-
ur leikrit Guðmundar, Tenórinn, frumflutt í
Tjarnarborg kl. 20:30. Fyrri tónleikar sunnu-
dagsins hefjast kl. 14 í Kvíabekk og þar mun
Kristinn H. Árnason leika perlur gítarbók-
menntanna í sveitasælunni, en lokatónleikar
hátíðarinnar verða haldnir í Tjarnarborg kl.
20:30.
Listamenn á Berjadögum í ár eru Daníel
Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðmundur
Ólafsson sjónleikari og leikskáld, Hildigunnur
Halldórsdóttir fiðluleikari, Kristinn H. Árna-
son gítarleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir
sópran, Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjóri,
Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran, Sig-
urður Halldórsson sellóleikari, Sigursveinn
Magnússon tónlistarmaður, Sveinbjörn I.
Baldvinsson rithöfundur, Tryggvi M. Baldvins-
son tónskáld, auk Arnar Magnússonar píanó-
leikara og upphafsmanns Berjadaga.
Gestir úr öðrum listgreinum
„Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þessa
árstíð, þ.e. berjatímann, enda er þetta ákveð-
inn uppskerutími. Þegar hugmyndin að tónlist-
arhátíðinni upphaflega kviknaði þá kom þessi
tími sterklega til greina þar sem okkur langaði
að tengja hátíðina bæði árstíðinni og umhverf-
inu, enda eru listsköpun og náttúra einkunnar-
orð Berjadaga,“ segir Örn Magnússon og
bendir á að íslenska þjóðlagið Litlu börnin
leika sér, sem er aðalberjalagið, hafi verið
skrifað upp í Ólafsfirði á sínum tíma.
Samkvæmt Erni er það yfirleitt sami kjarn-
inn sem stendur að Berjadögum þó vissulega
komi alltaf nýtt fólk til liðs við hann á hverju
ári. „Þannig eru t.d. bæði Hildigunnur og Sig-
urður að koma í þriðja sinn, en Kristinn,
Daníel, Sveinbjörn og Tryggvi að koma í fyrsta
skiptið. Segja má að gestirnir sem koma hverju
sinni séu þungamiðjan í tónlistarflutningnum.
Hátíðin er yfirleitt í föstum skorðum þó vissu-
lega taki hún alltaf smábreytingum frá ári til
árs. Við höfum alltaf verið með einn gest á
Berjadögum úr annarri listgrein, þannig að
þetta er ekki hreinræktuð tónlistarhátíð, og í
ár eru Guðmundur úr leiklistinni og Svein-
björn úr ritlistinni gestir okkar.“
Að sögn Arnar eru upphafstónleikarnir
kertaljósatónleikar. „Meðal þess sem við bjóð-
um upp á má nefna gullfallegt verk eftir Schu-
bert sem heitir Næturljóð og Dumki-tríó eftir
Dvorák sem er eitt af frægustu tríóum sög-
unnar fyrir sakir skemmtilegheita og fegurðar.
Auk þess munu Kristinn og Marta flytja þjóð-
lagaútsetningar eftir Britten.“
Mikil stemning á Kvíabekk
Á laugardagseftirmiðdegi kl. 16 er dag-
skráin Bræðalag í Ólafsfjarðarkirkju þar sem
bræðurnir Sveinbjörn og Tryggvi flytja sögur,
ljóð og tónlist með aðstoð tónlistarfólksins.
Kristinn H. Árnason verður síðan með gítar-
tónleika í Kvíabekk kl. 14 á sunnudaginn þar
sem hann mun m.a. spila verk eftir J.S. Bach,
L. Milan og A. Barrios. „Kvíabekkur er forn
landnámsjörð og höfuðból sveitarinnar, en við
höfum alltaf verið með tónleika í litlu viðar-
kirkjunni sem þar stendur. Við viljum endilega
vera þarna á þessum stað, frammi í sveit, því
þar ríkir svo mikil stemning auk þess sem
þetta hefur verið aðalsamkomustaður
byggðarlagsins frá örófi alda. Þetta er mið-
punktur þessarar sveitar alveg frá því að
Ólafsfjörður byggist.“
Að vanda kemur allt tónlistarfólkið fram á
lokatónleikunum sem fram fara í Tjarnarborg
kl. 20:30. „Þarna verður afar fjölbreytt og
blönduð dagskrá þar sem allir troða upp. Við
tónlistarfólkið myndum t.d. nokkurs konar sal-
onsveit með nikku, fiðlu, gítar og selló og spil-
um bæði sérstök númer og svo undir hjá söng-
konunum. En mesta tilhlökkunarefnið er
erindi Baldvins Tryggvasonar, heiðursgests
okkar, þar sem hann fjallar um Ólafsfjörð og
mannlífið á uppvaxtarárum sínum,“ segir Örn,
en lokatónleikarnir enda líkt og áður með
fjöldasöng.
Uppgjör tenórs
Guðmundur Ólafsson hefur verið kynnir á
lokakvöldi Berjadaga frá upphafi, en í ár tekur
hann að sér enn stærra hlutverk, því á laugar-
dagskvöld frumsýnir hann leikverkið sitt Ten-
órinn í Tjarnarborg kl. 20:30. „Ég bað Guð-
mund um að skrifa eitthvað fyrir okkur, en
hann átti þetta í handraðanum og þetta er al-
veg ekta leikrit fyrir Berjadaga þar sem það er
með tónlistarívafi og um tónlistarmenn,“ segir
Örn.
„Þetta er leikrit fyrir einn leikara og píanó-
leikara,“ segir Guðmundur sem leikur tenórinn
en Sigursveinn Magnússon bregður sér í hlut-
verk píanóleikarans í verkinu. „Að grunninum
til fjallar verkið um tenór sem er að fara að
halda tónleika og er að undirbúa sig í búnings-
klefanum fyrir tónleikana. Það er ýmislegt sem
hvílir á honum þannig að þó hann sé að fara að
syngja þá er hann með hugann við annað og
þarf að ráða fram úr þeim málum líka. Þannig
má segja að þetta sé svona lítið uppgjör.“
Aðspurður segist Guðmundur hlakka mjög
til að frumsýna í Ólafsfirði. „Ég er héðan og
hef unnið nokkuð með leikfélaginu hér, en þau
hafa frumsýnt eftir mig tvö leikrit á síðustu tíu
árum. Það er því voða gaman að vera kominn
aftur og geta sýnt þeim aðeins hvað ég hef lært
af þeim í leiðinni.“ Að sögn Guðmundar er í
raun ótrúlega lítill munur fólginn í því að læra
texta eftir sjálfan sig og aðra. „Maður hefði
haldið að ég hefði mikið forskot, en það var
ekkert þannig að ég kynni textann fyrirfram
þó ég hefði skrifað hann. Auðvitað hefur maður
ákveðnar hugmyndir, en þær eru ekkert endi-
lega réttari þó maður hafi skrifað textann sjálf-
ur. Þess vegna er einmitt svo nauðsynlegt að
hafa með sér leikstjóra sem sér hlutina á annan
hátt. Oddur Bjarni bendir mér kannski á nýjar
leiðir sem ég hafði ekkert hugsað út í, en geng-
ur alveg upp þegar maður fer að velta því fyrir
sér og er kominn af stað uppi á sviði,“ segir
Guðmundur ánægður með samstarfið.
Þess má geta að Tenórinn verður að sögn
Guðmundar tekinn til sýninga í Iðnó í lok októ-
ber í haust.
Listsköpun
tengd náttúrunni
Tónlistarhátíðin Berjadagar hefst á morgun, föstudag, og
stendur til sunnudagskvölds, en þetta er í fimmta sinn sem
hátíðin er haldin í Ólafsfirði. Silja Björk Huldudóttir ræddi
við Örn Magnússon píanóleikara og skipuleggjanda Berja-
daga og Guðmund Ólafsson leikara og leikskáld.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hluti hópsins sem tekur þátt í Berjadögum. Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigrún Valgerður
Gestsdóttir, Sigurður Halldórsson, Örn Magnússon (fyrir framan) og Kristinn H. Árnason.
Sigursveinn Magnússon og Guðmundur Ólafs-
son í hlutverkum sínum í Tenórnum.
silja@mbl.is
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 31