Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 45 ROKKBANDIÐ Deep Purple á sér fáa jafn- oka. Nokkrir jaxlar úr íslenska tónlistarheim- inum ætla hins vegar að gera tilraun til að fanga anda þeirra á tónleikum í þessari viku og næstu. Það eru sjálfur Eiríkur Hauksson söngvari ásamt Eric Qvick trommuleikara, Jó- hanni Ásmundssyni bassaleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítar- leikara og Þóri Úlfarssyni á hljómborði sem ætla að votta Deep Purple virðingu sína með tónleikum. Í kvöld verða tónleikar á veit- ingahúsinu Græna hattinum á Ak- ureyri en miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. ágúst verða síð- an tónleikar á Gauki á Stöng sem verða jafnframt hljóðritaðir vegna fyrirhugaðrar útgáfu á geisladiski. „Þetta er náttúrulega það sem maður byrjaði að hlusta fyrst á,“ sagði Sigurgeir Sigmundsson í samtali við blaðið. „Og fyrir mína parta þá hef ég aldrei hætt að hlusta á þá, sérstaklega núna síðst liðin 8 ár eftir að kom inn í hljóm- sveitina gítarleikarinn Steve Morse sem er gamalt átrúnaðar- goð hjá mér, svo segja má að áhuginn á hljómsveitinni hafi allur aukist.“ Deep Purple eru enn í fullu fjöri og er von á nýrri skífu frá þeim 24. ágúst, skömmu eftir seinni tón- leikana í Reykjavík. Á heiðrunar- tónleikunum segir Sigurgeir að haldið verði í visst þema á tónleik- unum: „Við erum eingöngu með Ian Gillan „stöff“. Við erum að spila lög af Deep Purple in Rock, Made in Japan og Machine Head. Síðan tök- um við líka sold- ið af seinna tímabilinu eins og síðustu plöt- una sem þeir gerðu með Ritchie Black- more, Perfect Strangers. Síðan þetta nýja tíma- bil eftir að Morse kom inn í hljóm- sveitina.“ Sigurgeir segir valið á Eiríki Haukssyni sem söngvara hafa leg- ið beinast við: „Það er enginn rokksöngvari á Íslandi sem getur sungið Deep Purple eins og hann. Ef þú ætlar að fá einhvern rokk- söngvara til að gera eitthvað, þá dettur manni Eiríkur fyrstur í hug. Það skemmir líka ekki fyrir að við Eiríkur erum æskufélagar og höfum spilað mikið saman.“ Þetta er í annað skiptið sem þeir halda tónleika af þessu tagi en fyrsta skiptið var í nóvember í fyrra þar sem þeir fylltu Kaffi Reykjavík tvö kvöld í röð. „Það er gífurlegur áhugi fyrir Deep Purple, og ég er handviss um að við eigum eftir að sjá það í miklu rokkstuði.“ Tónleikar í Reykjavík og á Akureyri Deep Purple rokk Eiríkur Hauksson KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X ÚTSÖLULOK! fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag 3 fyrir 1 á öllum útsöluvörum aðeins í 4 daga. Hefurðu heyrt annað eins...? Já, þú velur þér hvaða þrjár flíkur sem er á útsölunni en greiðir bara fyrir eina. Þú greiðir aðeins fyrir dýrustu vöruna Algjör bomba...! NÝJAR VÖRUR EFTIR HELGINA! mán.-mið. 10 - 18.30 fimmtud. 10 - 21 föstud. 10 - 19 laugard. 10 - 18 sunnud. 13 - 17 Opnunartími Opnunartími mán-fös. 11 - 18 laugard. 11 - 16 langur laugard. 11 - 17 sunnud. lokað 3 fyrir 1 …Ýmsir kunnir popptónlistar- menn fá á baukinn í bandaríska tímaritinu Blender sem hefur valið 50 verstu dægurlagahljómsveit- irnar eða tónlistarmenn allra tíma. Bæði Mick Jagger og David Bowie eru ofarlega á listanum, Bowie í 12. sæti vegna samstarfs- ins við hljómsveitina Tin Machine og Jagger í 13. sæti vegna mis- heppnaðs sólóferils síns. Segir Blender að það efni, sem Jagger sendi frá sér á sólóplötum sínum, sé verra en laglaus sex ára strákur hefði búið til. Versta hljómsveitin er hins vegar að mati blaðsins rappsveitin Insane Clown Posse. Hljómsveitin Emerson, Lake and Palmer, söngvarinn Michael Bolt- on, rapparinn Vanilla Ice og klar- ínettuleikarinn Kenny G. komust á listann yfir 10 verstu. Í 11. sæti var LaToya Jackson, nýbylgju- hljómsveitin Oingo Boingo var í 16. sæti. Á fréttavef BBC er haft eftir Andy Pemberton, ritstjóra Blender: „Ef ég væri í hópi þeirra sem eru á listanum væri ég reiður. En þeir ættu að vita betur. Það er þeim sjálfum að kenna að þeir eru þar.“ FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.