Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 17 SPENNAN fer nú vax- andi í umræðunni um evruna í Svíþjóð, mán- uði áður en sænskir kjósendur ganga að kjörborðinu til að segja af eða á um aðild lands- ins að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU. Í skoðanakönnunum hafa sænskir andstæð- ingar evru-aðildar mik- ið forskot á stuðnings- menn. Undir þessum kringumstæðum reyndi Göran Persson forsætisráðherra í síð- ustu viku sitt bezta til að sýna efa- semdarmönnum meðal landa sinna fram á þá margvíslegu kosti sem fylgdu evrunni, fyrir heimilin í land- inu, neytendur og framtíðarhlut- skipti Svíþjóðar sem Evrópuríkis. Eftir að skoðanakannanir sýndu að fáir Svíar létu sannfærast af orð- um forsætisráðherrans greip hann til þess ráðs í gær að reyna að slá evruandstæðinga út af laginu með því að lýsa í blaðaviðtali þeim erf- iðleikum sem sænskt efnahagslíf myndi rata í utan evrunnar. Án evru-aðildar myndi Svíþjóð þurfa að þola fullan þunga svo- nefndra „ósamhverfra áfalla“, efnahagslegan óstöðugleika sem hefur áhrif aðeins á hluta stærri efnahagsheild- ar, en ekki á aðra hluta hennar. „Það væri mis- ráðið að trúa því að það fælist vernd í sænsku krónunni,“ sagði Pers- son í Svenska Dag- bladet. Hann sagði slík áföll hafa á sínum tíma haldið verðgildi þýzka marksins hærra en efnahagsaðstæð- ur í Þýzkalandi gáfu tilefni til en gert t.d. ítölsku líruna að hálfgerðum spilapeningum, áður en báðir þessir gjaldmiðlar gengu inn í evruna. Persson viðurkenndi að Svíþjóð hefði á síðustu árum sloppið við mikl- ar kollsteypur í gengismálum, en fyrir því væri engin trygging að sænska krónan yrði ekki aftur fyrir spákaupmennskuárásum eins og gerðist í byrjun tíunda áratugarins. „Hvað gerist næst þegar við stönd- um frammi fyrir slíkri kreppu – munum við þurfa að verja okkar gjaldmiðil með stjarnfræðilega háum vöxtum?“ spurði forsætisráð- herrann. Út á jaðarinn Persson sagði að veldu Svíar að standa utan evrunnar myndi það ýta Svíþjóð út á jaðar evrópsks efna- hagslífs, á tímum þegar viðskipti Svía fara í æ vaxandi mæli fram í evrum. „Ég kæri mig ekki um að lifa í landi þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reka sín viðskipti í gjaldmiðli sem ekki er okkar eigin,“ sagði hann. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakannana er nú rétt tæpur helmingur sænskra kjósenda and- vígur evru-aðild, um þriðjungur styður hana og aðrir eru óákveðnir. Persson varar evru- andstæðinga við Göran Persson Stokkhólmi. AFP. ÚTGEFANDI tímaritsins Penthouse, General Media, hef- ur farið fram á greiðslustöðvun, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Hátt í 40 ár eru liðin frá því að tímaritinu var hleypt af stokk- unum í London, en því var ætlað að keppa við Playboy. Útgefendur Penthouse segja tímaritið vera fremst í flokki í erótískri afþreyingu, en fjár- hagserfiðleikar hafa plagað út- gáfuna í nokkur ár. Endurskoð- andi útgáfufyrirtækisins lét af störfum í maí vegna deilna um afkomutilkynningar. Fjárhagserfiðleikarnir hafa orðið til þess að útgáfu tímarits- ins hefur seinkað, og er ágúst- hefti þess ekki enn komið í efstu hillur í verslunum. Útgefandinn hefur sagt, að meginástæða erf- iðleikanna sé stórminnkuð sala er rekja megi til mikils fram- boðs á klámefni á Netinu. Erfiðleikar hjá Penthouse SKÓGARELDAR í Portúgal nálg- uðust í gær Algarve-hérað á suður- strönd landsins að því er fram kom í frétt AFP-fréttastofunnar. Um 470 slökkviliðsmenn börðust við eld- ana í nær óbærilegum hitanum og notuðust þeir við meira en 100 slökkvibíla til að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn næði til hinna fjölsóttu ferðamannastaða í hér- aðinu. Vilborg Birningur hjá Úrvali-Út- sýn segir allt gott að frétta af ís- lenskum ferðamönnum á þeirra vegum í Albufeira í Algarve. „Far- arstjórarnir okkar höfðu sérstak- lega orð á því í dag [gær] að þeir yrðu ekki varir við skógareldana. Þeir sæju hvorki eldtungur né yrðu varir við brunalykt.“ Eldurinn braust út í Moncique- fjallendinu í suðvesturhluta Portú- gals fyrir nokkrum dögum og hefur síðan verið að teygja sig í norður og suður í átt að hinni sögufrægu hafn- arborg Lagos þar sem útlitið var sagt vera slæmt. Hundruð manna hafa verið flutt á brott þaðan. Borg- arstjóri Lagos, Julio Barraso, sagði slökkviliðsmennina vera uppgefna eftir að hafa barist við eldinn alla vikuna og mæltist til þess að yf- irvöld í Algarve-héraði stæðu sam- an í baráttunni við eldinn. Algarve laðar til sín nær 40% allra ferða- manna sem koma til Portúgals. Skógareldar nálg- ast ferðamanna- staði á Algarve Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.