Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 23 ÁSLAUG Þorvaldsdóttir áhuga- ljósmyndari fékk styrk að fjárhæð 150 þúsund frá Atvinnuþróunarsjóði kvenna til þess að hanna og mark- aðssetja minningarkort. Áslaug sótti um styrkinn í febrúar á þessu ári og sagðist hafa verið hætt að hugsa um þetta þegar henni barst bréf í júlí sl. frá félagsmálaráðu- neytinu þess eðlis að hún hefði fengið styrkinn. Minningarkortin verða með ljós- myndum sem Áslaug tekur sjálf og til að byrja með er ætlunin að hanna 6 mismunandi kort. Séra Sig- urður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, ætlar að semja textann inn í kortin, og væntanlega mun Ásprent á Akureyri prenta þau en Áslaug segist vera að semja við þá þessa dagana. Hugmyndina að baki kortanna segir Áslaug vera þá að henni finnst hafa vantað þessa tegund af kort- um. „Mér finnst hafa vantað kort til að tjá tilfinningar sínar með fallegri mynd og texta, því fólk á oft erfitt með að færa tilfinningar sínar í orð. Flestöll minningar- og samúðarkort eru keimlík oftast með krossi og þess háttar. Mín kort eiga að vera öðruvísi og góð viðbót við við þau sem fyrir eru á markaðnum,“ segir Áslaug sem reyndar er ekki búin að velja myndirnar á þau enn. „Þær verða ugglaust af einhverju já- kvæðu og fallegu sem augað gríp- ur.“ Stefnt er að því að kortin komi á markað í október. Aðspurð segist Áslaug ekki stefna á að hanna jóla- kort í framtíðinni ,,en þó á maður aldrei að segja aldrei, ég hugsa nú bara um það núna að koma þessum kortum skammlaust frá mér“. Ljósmyndaáhuga sinn segir Ás- laug að megi trúlega rekja til afa hennar Ólafs Guðmundssonar heit- ins sem tók mikið af myndum uppi um fjöll og firnindi. Sjálf fór hún að taka myndir fyrir um tuttugu árum og segir stíl sinn hafa þróast. ,,Mér finnst skemmtilegast að taka ,,close up“ myndir eða nærmyndir af hinu og þessu,“ segir Áslaug sem tekur allar sínar myndir á filmur á Olympus OM 1 vél. Hún hefur farið á tvö ljósmyndanámskeið og unnið til verðlauna nokkrum sinnum í ljósmyndasamkeppnum. Á vefsíðu Áslaugar http:// www.nerdhouse.is/Aslaug má sjá sýnishorn af ljósmyndum hennar. Fékk styrk til að hanna og markaðs- setja minningarkort Morgunblaðið/Guðrún Vala Áslaug Þorvaldsdóttir á heimavelli, með myndavélina og ljósmyndir eftir sig á veggnum. Borgarnes ÞORLÁKUR bóndi Jónasson í Vogum var að huga að reykingakofa sínum í blíðunni. Hann hafði verið að kljúfa tað og sagði illa ganga að ná vel þurru taðinu í þeirri tíð sem verið hefði í sum- ar. Þó vel gangi með heyskapinn er erf- iðara með taðið. Uppi við kofavegginn halla sér silungsrárnar í verkefnaleysi því enginn er silungurinn til að þræða upp á þær og hengja upp í reykhúsi. Ör- deyða að kalla í Mývatni nú um stundir. Vantar æti fyrir silunginn að sagt er. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Þorlákur í Vogum Mývatnssveit Mettaður litur - háglansandi lakkáferð Nýtt Pure Color Lip Vinyl Þeir eru smart. Þeir eru áberandi og flottir. Gljástigið gerir allan muninn. Kubbar af heitum og áleitnum varalitum með stórkostlegan gljáa. Ein umferð af lakkgljáandi lit eða tvær, kannski sín í hvorum lit? Eða aukaumferð yfir venjulegan varalit til að gera hann meira spennandi? Kringlunni, sími 568 9033 Nýtt - Daywear Plus Multi Protection Anti-Oxidant Créme SPF 15 - dagkrem Nýtt - Magnascopic Mascara - maskari Pure Color Lipstick - varalitur (full stærð) val um tvo liti Pure Color augnskuggasett - tveir augnskuggar, val um heita eða kalda liti Advanced Night Repair - viðgerðardropar Intuition EDP spr. - ilmvatn Falleg snyrtitaska *Meðan birgðir endast Verðgildi gjafarinnar er kr. 7.400 www.esteelauder.com Prófaðu nýjasta rakakremið. Margfaldaðu fyrirferð augnháranna með nýjum maskara. Sjáðu sjálfa þig í nýju ljósi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.900 kr. eða meira í Snyrtivöruversluninni Clöru Kringlunni dagana 14.-17. ágúst færðu glæsilega gjöf með eftirfarandi glaðningi: Gjöfin þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.