Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í 896 5221.
Leitum fyrir trausta kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúðum í Reykjavík og Kópavogi.
Upplýsingar í síma 588 4477 eða í gsm-síma sölumanna okkar,
Bárður 896 5221, Bogi 699 3444 og Ingólfur 896 5222.
Það kostar ekkert að hafa samband -
ekkert skoðunargjald.
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir óskast
UM 50 manns liggja á vegamót-
unum við Potsdamer Platz í Berlín
í gær til minningar um það fólk
sem lét lífið í flóttatilraunum yfir
Berlínarmúrinn, en 42 ár voru í
gær frá því hann var reistur.
Þýzkur gjörningalistamaður fékk
vegfarendur í lið með sér til að
leggjast í götuna þar sem múrinn
lá. Í bakgrunni sjást háhýsin við
Potzdamer Platz, Daimler-
Chrysler byggingin til hægri.
„13. ágúst-vinnuhópurinn“, sem
undanfarin tvö ár hefur unnið að
því að setja saman tæmandi lista
yfir þá sem reyndu að flýja aust-
ur-þýzka Alþýðulýðveldið – yfir
Berlínarmúrinn eða landamærin
að Vestur-Þýzkalandi eða eftir
öðrum leiðum til annarra Vestur-
Evrópulanda – og lifðu það ekki
af.
Að sögn sagnfræðinga er óvíst
að nokkurn tíma verði hin sanna
tala fórnarlambanna ljós, en
vinnuhópurinn hefur fundið
öruggar heimildir fyrir því að alls
1.008 manns hafi látið lífið í flótta-
tilraunum frá því Þýzkalandi var
skipt í kjölfar síðari heimsstyrj-
aldar fram til falls Berlínarmúrs-
ins í nóvember 1989. Fyrir ári,
þegar listinn var síðast birtur,
voru á honum 985 nöfn. Af þess-
um fjölda féllu 645 eftir að Berl-
ínarmúrinn var reistur 13. ágúst
1961, þar af 178 við múrinn sjálf-
an en hinir við aðra hluta landa-
mæranna milli Austur- og Vestur-
Þýzkalands.
Fórnarlamba
múrsins minnzt
AP
ÞRÍR menn, þar á meðal einn brezk-
ur ríkisborgari, voru færðir fyrir al-
ríkisdómara í Bandaríkjunum í gær,
þar sem þeim var birt ákæra um að
hafa reynt að smygla rússneskum
sprengiflaugum til Bandaríkjanna,
með það fyrir augum að þær yrðu not-
aðar til hryðjuverka þar í landi.
Brezkur ríkisborgari af indversk-
um uppruna – sem kvað heita Hemad
Lakhani eftir því sem fram kom í
brezkum og bandarískum fjölmiðlum
í gær – var handtekinn á þriðjudag í
Newark í New Jersey. Var handtak-
an liður í stórri aðgerð sem banda-
ríska alríkislögreglan, FBI, stýrði í
samstarfi við yfirvöld í Bretlandi og
Rússlandi.
Lakhani gekk í greipar útsendara
FBI sem ginntu hann í gildru. Þóttust
FBI-mennirnir vera íslamskir öfga-
menn sem vildu kaupa vopn til að
skjóta niður farþegaþotu.
Tveir aðrir menn, Moinuddeen
Ahmed Hameed og Yehuda Abra-
ham, sem voru handteknir í New
York á þriðjudag í tengslum við mál-
ið, voru ákærðir fyrir tilraunir til pen-
ingaþvættis.
„Hryðjuverkamenn sem ógnuðu
Bandaríkjunum hafa misst banda-
mann í tilraunum þeirra til að bana
borgurum okkar,“ sagði saksóknar-
inn Christopher J. Christie í ávarpi til
fréttamanna eftir að mönnunum voru
birtar ákærurnar í Newark í gær.
Christie sagði að Lakhani, sem er
68 ára gamall, væri „umsvifamikill al-
þjóðlegur vopnasali“. Hann er ákærð-
ur fyrir að reyna að útvega hryðju-
verkamönnum vígtól og að hafa
stundað vopnasölu án leyfis.
Lakhani var handtekinn á hóteli við
alþjóðaflugvöllinn í Newark, þangað
sem hann kvað hafa flogið frá Lund-
únum til að ganga frá sölu á háþróaðri
rússneskri sprengiflaug, af gerðinni
SA-18 Igla, sem einn maður getur
skotið af öxl sér og er nógu nákvæm
og öflug til að granda farþegaþotu á
allt að 5 km færi.
Samkvæmt vitnisburði FBI-
manna, sem var lagður fram til stuðn-
ings ákærunni á hendur Lakhani,
kvað hann hafa beðið rússneska
tengiliði sína – sem í raun voru
rússneskir leyniþjónustumenn – um
að útvega sér 50 sprengiflaugar til
viðbótar sem smygla átti til Banda-
ríkjanna hinn 30. ágúst nk. Hann hafi
þar að auki falast eftir einu tonni af
C-4 plastsprengiefni.
Abraham tók fyrir hönd Lakhanis
við 30.000 Bandaríkjadölum sem voru
greiddir sem fyrsta afborgun af
rússnesku flaugunum. Hameed bætt-
ist á sakamannabekkinn eftir að hann
kom nýlega inn í áformin sem uppi
voru um að „þvo“ þá hálfa milljón
Bandaríkjadala sem greiða átti til
staðfestingar kaupunum á sprengi-
flaugunum fimmtíu.
Að sögn ónafngreindra FBI-
manna hófst rannsókn málsins fyrir
nokkrum mánuðum, eftir að ábend-
ingar bárust um að vopnasalinn hefði
falast eftir vopnum til kaups í Sankti
Pétursborg í Rússlandi. Sá árangur
sem nú hafi náðst með handtöku sak-
borninganna þriggja sé afrakstur
samvinnu leyniþjónusta Rússlands,
Bretlands og FBI.
Sprengiflaugasmygl í Bandaríkjunum
Þrír menn
ákærðir
AP
Sakborningurinn Hemat Lakhani
sést hér handjárnaður í aftursæti
bifreiðar sem FBI-menn óku að
dómshúsinu í Newark í gær.
Newark í New Jersey. AFP, AP.
SEGULBAND sem spilað var við
vitnaleiðslur í rannsókn á dauða
breska vopnasérfræðingsins David
Kelly í gær virðist styðja fullyrð-
ingar þess efnis að breska ríkis-
stjórnin hafi ýkt ógnina sem staf-
aði af íröskum gereyðingar-
vopnum.
Blaðakona BBC lagði segul-
bandið fram í gær en hún tók upp
samtal sem hún átti við Kelly þann
30. maí sl., degi eftir að umdeild
frétt um meðhöndlun stjórnvalda á
leyniþjónustuupplýsingum birtist á
BBC.
Á segulbandinu segir Kelly að
ríkisstjórnin hafi gert of mikið úr
þeirri fullyrðingu að Írakar gætu
beitt gereyðingarvopnum á aðeins
45 mínútum. „Þessu var lýst yfir
og varð of umfangsmikið. Þeim lá
mikið á að fá upplýsingar,“ heyrist
Kelly segja fréttakonunni á segul-
bandinu. Þegar Watts innti Kelly
eftir áliti hans á fullyrðingum
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta og Jack Straw, utanríkisráð-
herra Breta, um gereyðingar-
vopnaeign Íraka sagði hann:
„þetta voru ýkjur“.
Við vitnaleiðslurnar sagði Watts
mikinn mun vera á sínum frétta-
flutningi og Andrew Gilligans, sem
var höfundur hinnar umdeildu
fréttar. „Ég minnist nefnilega ekki
á Alastair Campbell [almanna-
tengslastjóra Tony Blair forsætis-
ráðherra].“ Hún sagði jafnframt
að yfirmenn hennar á BBC hefðu
þrýst á hana að staðfesta frétt
Gilligans. „Ég var undir miklum
þrýstingi að greina frá heimildar-
manni mínum. Mér fannst að til-
gangur þess væri að staðfesta
ásakanir Andrew Gilligans en ekki
að flytja fréttir,“ sagði Watts.
Að því er fram kemur á frétta-
vef BBC bar Richard Sambrook,
fréttastjóri BBC, einnig vitni
vegna rannsóknarinnar í gær.
Hann sagði nafnlausa heimildar-
menn vera fréttastöðinni „lífsnauð-
synlega“ og kvað fréttamenn
stöðvarinnar auk þess einungis
nota slíka heimildarmenn ef þeir
„vita um hvað þeir eru að tala“.
Sambrook sagðist enn fremur
vera hissa á þeim deilum sem frétt
Gilligans kom af stað og gagnrýni
Campbells á stöðina í kjölfar frétt-
arinnar. „Við bjuggumst sannar-
lega ekki við þessu. Hann [Camp-
bell] notaði þetta til að ráðast á öll
gildi ritstjórnar BBC.“
Segulband sönnunargagn í Kelly-rannsókninni í Bretlandi
Virðist staðfesta full-
yrðingar um ýkjur
London. AFP.
STRÍÐSHERRANN Harold
Keke á eynni Guadalcanal, einni
Salómonseyja, gafst í gær upp og
var handtekinn af fjölþjóðlegu her-
liði undir forystu Ástrala. Blóðug
átök hafa lengi geisað milli vopn-
aðra hópa á Guadalcanal og ann-
arri eyju, Malaita. Keke er m. a.
grunaður um að bera ábyrgð á
morðum á sex prestum og tugum
þorpsbúa á Guadalcanal.
Fjölmiðlar á Salómonseyjum
fögnuðu handtökunni og töldu að
nýr kafli væri hafinn í sögu lands-
ins. Ríkisútvarpið sagði að Keke
væri „versti glæpamaður sem Sal-
ómonseyjar hafa nokkru sinni átt“.
Keke hefur sagt að prestarnir,
sem hann hafði tekið í gíslingu, séu
látnir en hefur ekki sagt hvað olli
dauða þeirra. Stjórnvöld á eyjun-
um óskuðu eftir því að friðargæslu-
lið yrði sent til landsins og kom það
á vettvang í júlí. Handtaka Keke er
sögð vera mikilvægasti sigur liðs-
ins til þessa.
Stríðsherra gefst upp
Honiara. AFP.