Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 33 ✝ Guðrún Sumar-liðadóttir fædd- ist í Stykkishólmi 16. október 1926. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Einarsdóttir, f. 25. ágúst 1890 á Þing- völlum í Helgafells- sveit, d. 16. janúar 1966, og Sumarliði Einarsson, f. 25. júlí 1889 á Ási í Stykk- ishólmi, d. 18. sept- ember 1972. Guðrún átti 23 hálf- systkini, af þeim eru níu á lífi. Guðrún giftist Hinriki Guð- mundssyni, f. 2. maí 1923 á Ögri á Snæfellsnesi, d. 24. júní 1999. Þau eignuðust tvær dætur, Krist- ínu Ingibjörgu, f. 24. mars 1951, og Ragnheiði, f. 20. júlí 1953. Kristín á þrjár dætur með Magn- úsi Welding Jónssyni, skilin. 1) Guðrúnu, f. 20 mars 1970, gift William Howard Clark, f. 16. febrúar 1970. Börn þeirra: Anton Pétur Clark, f. 12. mars 1993, Matthías Leó Clark, f. 14. maí 1994, og Tinna Marín Clark, f. 20. apríl 2001. 2) Elínu, f. 20. september 1972, sambýlismaður Hilmar Hólmgeirs- son, f. 18. júní 1967. Börn: Magnús Snær Dagbjartsson, f. 22. janúar 1999, og Ól- ína Sif Hilmarsdótt- ir, f. 15. nóvember 2001. 3) Eyrúnu, f. 19. september 1978, sambýlismaður Ólafur Már Brynj- arsson, f. 27. mars 1974. Barn þeirra: Kristín Anna Ólafs- dóttir, f. 22. ágúst 1999. Ragnheiður er gift Erni Arnarssyni og eiga þau þrjú börn: Andrés H. Arnarson, f. 8. júlí 1977; Berg- lind Arnardóttir, f. 19. apríl 1980, sambýlismaður Haraldur Logi Hrafnkelsson, f. 23. ágúst 1972; og Hinrik Arnarson, f. 18. ágúst 1981. Guðrún vann ýmis störf sam- hliða því að vera húsmóðir. Hún vann í fiskvinnslu og einnig við afgreiðslustörf. Um árabil starf- rækti hún grímubúningaleigu ásamt Helgu Pétursdóttur. Hún vann í Holts Apóteki og Háaleitis Apóteki við lyfjaáfyllingar til margra ára. Guðrún verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að skrifa nokkur orð um þig, elsku amma. Minningin um þig er hlý og falleg. Við urðum allar þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér og afa þegar við vorum litlar stelpur. Það var alltaf mikil gleði í kringum þig og gaman að heimsækja þig. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Við minnumst þess sérstaklega þegar við fengum að gista. Haldin var mikil veisla, vakað lengi og mikið hlegið. Það voru engin jól nema þau væru hald- in heima hjá þér og afa í Vestur- berginu. Þú varst gestrisin og vildir helst hafa okkur öll hjá þér öllum stundum. Þú sagðir alltaf að þú ætlaðir að eignast tíu börn. Sú ósk þín rættist þegar barnabörn og barnabarnabörn fæddust. Þú varst mjög trúuð og kenndir okkur Faðir vorið og aðrar bænir. Þegar við gistum hjá þér fórum við alltaf með Faðir vorið saman og eftirfarandi bæn áður en við fórum að sofa: Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, og lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (P. Jónsson.) Þegar við urðum eldri bjuggum við svo allar hjá ykkur í einhvern tíma. Guðrún og Bill hófu búskap sinn hjá ykkur í kjallaranum sem afi útbjó sem íbúð. Þá fæddust Ant- on Pétur og Matthías Leó. Elín flutti svo tímabundið og bjó í litla herberginu sem afi kallaði litlu skrifstofuna sína. Var hún þá ófrísk af Magnúsi Snæ. Þegar afi féll frá 24. júní 1999 fluttu Eyrún og Óli til þín til að aðstoða þig í veikindum þínum. Sama ár fæddist svo Kristín Anna. Alltaf varstu glöð og kát og vildir allt fyrir alla gera og minn- umst við þín sem bestu ömmu sem við gátum eignast. Nú þegar við kveðjum þig viljum við þakka þér þær samverustundir sem við áttum með þér og vonum að þú sért komin á þann stað sem þér líður vel, hjá honum afa. Guðrún, Elín og Eyrún. Hún Gunna vinkona mín lést eft- ir veikindi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 5. ágúst sl. Við urðum vinkonur strax í barn- æsku þar sem við fæddumst sama ár í Stykkishólmi og vorum eins og samlokur fram að tvítugsaldri. Við brölluðum margt, hlógum mikið og sungum. Ég kem frá barnmörgu heimili en hún bjó ein með móður sinni. Ég man eftir okkur við þvottabrettið að þvo, syngjandi nýj- ustu dægurlagatextana en þá kunn- um við alltaf alla. Enn fremur í frystihúsinu og bara yfirleitt við leik og störf þá vorum við saman og nutum samverunnar. Um tvítugt hitti hún Hinna sinn, Hinrik Guðmundsson, sem var ást- in í lífi hennar. Við það fækkaði samverustundum okkar eins og gengur og gerist en aldrei slitnaði þráðurinn. Við fluttumst báðar til Reykjavíkur og þar hittumst við regulega. Við höfum t.d. verið í saumaklúbbi saman í áratugi ásamt fleiri góðum konum. Gunna var orðin veik síðustu árin og var á hjúkrunarheimilinu Sól- túni síðasta eina og hálfa árið sem hún lifði. Þar hittumst við vikulega og áttum yndislegar stundir. Við ræddum um heima og geima og þá ekki síst yljuðum við okkur við bernskuminningarnar og skemmt- um okkur vel. Nú er mín kæra vinkona komin til Hinna síns og annarra ástvina, sem ég veit að hún var farin að þrá að hitta og samgleðst ég henni með það. Ég sit eftir en get yljað mér við minningarnar um samveru okkar sem ég hef náð að rifja svo vel upp með henni síðustu mánuði. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góða vinkonu í 76 ár og það sem meira er, það hefur aldrei fall- ið skuggi á vinskap okkar. Það er yndislegt. Ólöf Ragnarsdóttir. Elsku Gunna ,,niðri“, nú er kallið komið og þú búin að fá þína hinstu hvíld. Okkur fjölskyldunni sem bjuggum ,,uppi“ í Efstasundi 70 frá árunum 1951–1998 langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Strax þegar þið fluttuð í Efsta- sundið frá Stykkishólmi tókst með þessum tveimur fjölskyldum mikill kærleikur. Í þá daga voru báðir húsbændur mikið fjarverandi vegna vinnu sinnar. Þess vegna var mikið um að aðeins væri kvenfólk í húsinu. Fyrir utan ykkur mömmu vorum við fjórar dætur ,,uppi“ og tvær dætur,, niðri“. Fljótlega var eins og þarna byggi aðeins ein fjöl- skylda, svo mikill var samgangur- inn. Ekki fór það framhjá neinum að þarna fór myndarleg fjölskylda. Frúin niðri saumaði allan fatnað á fjölskyldu sína, þetta fannst okkur mjög merkilegt því við systurnar áttum flestan fatnað keyptan er- lendis frá. Gunna mín, okkur er það minnis- stætt þegar þú varst alltaf að taka til og allt var svo fínt niðri, og stelpurnar þínar kunnu heil ósköp af bænum sem við heyrðum þegar við fengum að gista hjá ykkur niðri. Arnrún hafði þann forgang vegna aldurs síns að vera í fóstri hjá ykk- ur þegar mamma fór í siglingu með pabba og tók hún miklu ástfóstri við ykkur. Minningarnar hrannast upp og margar eru þær skoplegar en alltaf stóðu þessar fjölskyldur saman í gegnum súrt og sætt. Manstu þegar við allar dæturnar vorum klæddar í eins matrósakjóla sem mamma hafði keypt í einni siglingunni með pabba og tromm- uðum niður Laugaveginn, allar eins klæddar? Þá var nú gaman. Um jólin mættum við einnig á jólagleði í Þjóðleikhúskjallaranum aftur í þessum frægu kjólum og vöktum mikla eftirtekt. Þegar þið mamma voruð í slátr- inu og við Kristín gerðum tilraun til að bera út eitthvert dagblaðið í grenjandi rigningunni? Eða bollurnar þína á bolludag- inn? Einn daginn að vetri til þegar þið mamma fóruð út með okkur allar, til að byggja snjóhús (þá héldu nú frúrnar í götunni að þið væruð bún- ar að tapa ykkur), við settum kerta- ljós og fínerí í snjóhúsið sem stóð af sér veðrið í nokkra daga. Einnig kemur upp í hugann þeg- ar þið mamma skiptuð um jarðveg í lóðinni aðeins með handafli og bjugguð til mjög fínan garð við Efstasundið. Svo fluttuð þið Hinni í Vestur- bergið ásamt Ragnheiði, og þrátt fyrir flutninginn hélst þú áfram að vera Gunna ,,niðri“. Magnús og Kristín fluttu þá einnig úr Sundinu í Blikahóla með dætur sínar, Guðrúnu og Elínu, síð- ar eignuðust þau Eyrúnu. Guðrún og Guðni áttu Jöru á meðan þið voruð enn í Sundinu, eft- ir það fluttu þau einnig í Breiðholt- ið, og eignuðust þar Nonna. Með þessum krakkahóp okkar Kristínar myndaðist strax mikill vinskapur sem helst enn. Þér fannst gaman að því þegar ég tók mig til og prjónaði eins peysur á alla meðlimi þessara tveggja fjölskyldna og færði þér mynd af hópnum. Elsku Gunna mín, við þökkum þér fyrir allar þær kærleiksstundir sem við fengum að njóta í samver- unni við þig og þína. Kristín, Ragnheiður og fjölskyld- ur, megi góði guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Guðrún (Gulla) og fjölskyldur. GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR frá Miðkoti, Dalvík, sem lést föstudaginn 8. ágúst verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 13.30. Gunnar B. Arason, Þórunn Alfreðsdóttir, Anna S. Aradóttir, Árni Konráðsson, Guðlaugur Arason, Lilja Tryggvadóttir, Svava Aradóttir, Sigfús Thorarensen, Hafdís E. Bjarnadóttir, Jón Rafnsson, Elías J. Bjarnason, Guðrún Brynjólfsdóttir, Bjarni Th. Bjarnason, Iðunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, JÓN ODDSSON, Höfðavegi 46, Vestmannaeyjum, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. ágúst sl. Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 16. ágúst kl. 11.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Sigríður Ragnarsdóttir, Ragna Kristín, Hafþór og Bryndís Jónsbörn, Svava Aðalsteinsdóttir, Oddur Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HREGGVIÐUR SKÚLASON, Heiðargerði 53, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Útför hans verður auglýst síðar. Björg Karlsdóttir, Skúli Hreggviðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Marta Sjöfn Hreggviðsdóttir, Jóhann Hreggviðsson, Kristín Lára Hjartardóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR, Klettahrauni 15, Hafnarfirði, lést á Landsspítalanum v/Hringbraut þriðju- daginn 12. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Gunnarsson, Erla G. Jónsdóttir, Jón Eiríksson, Sigrún Jónsdóttir, Brynjar Ragnarsson, Gunnar Jónsson, Magnea G. Þórarinsdóttir, Sjöfn Jónsdóttir, Sigurjón R. Hrafnkelsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANDREA BENEDIKTSDÓTTIR, Seljavegi 19, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 11. ágúst. Sæmundur Haraldsson, Hrólfur Sæmundsson, Guðný Magnúsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, Andri Guðnýjarson og Glóey Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.