Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ má alveg reikna með því að hitinn geti orðið okkar versti óvin- ur en það er ansi mikil molla hérna og núna þegar ég tala við þig er hitinn 38 gráður,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, við Morgunblaðið í gær, en í kvöld eiga læri- sveinar hans í höggi við Kärnten í UEFA- keppninni. Grindvíkingar komu til Austur- ríkis í fyrrakvöld og hafa því kannski aðeins náð að laga sig að hitanum en Bjarni vonast til að hitinn verði ekki mikið yfir 30 stig þegar flaut- að verður til leiks en veðurfræðingar spá því að hitinn fari eitthvað niður á við í dag. „Við kálum sjálfum okkur ef við ætlum að reyna að halda uppi ein- hverjum hraða í þessum hita. Við leggjum áherslu á að spila ag- aðan varnarleik allt frá fremsta manni og aftur úr og freista þess að fá þá framar á völlinn með það fyrir augum að geta sótt hratt þegar færi gefst,“ sagði Bjarni. FÓLK  SIGFÚS Sigurðsson skoraði 5 mörk og var markahæstur ásamt Frakkanum Joel Abati þegar lið þeirra, Magdeburg, sigraði franska liðið Créteil, 30:28, í æfingaleik í Bördelandhalle í Magdeburg í fyrra- kvöld þar sem 3.000 áhorfendur voru saman komnir.  GUÐJÓN L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson munu dæma fyrri leik Figas Aalsmeer frá Hollandi og RK Bosna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik sem fram fer í Hollandi helgina 13. og 14. september.  HAUKAR mæta portúgalska liðinu Bernardo Aveiro á Ásvöllum í fyrri leiknum í undankeppni Meistara- deildarinnar laugardaginn 13. sept- ember klukkan 16.30. Svissneskir dómarar,Vitzthum og Choquard, dæma leikinn á Ásvöllum en Belgíu- menn síðari leikinn í Portúgal viku síðar.  BOLTON gekk í gær frá kaupum á brasilíska sóknarmanninum Mario Jardel. Hann verður þar með fimmti leikmaðurinn sem Bolton gerir samn- ing við fyrir leiktíðina en áður höfðu Stylianos Giannakopoulos, Florent Laville, Ivan Campo og Kevin Davies handsalað samninga við félagið.  JARDEL hefur leikið undanfarin ár í Portúgal með Sporting og Porto og Galatasaray í Tyrklandi. Hann er öflugur markaskorari og til marks um það varð hann markakóngur tvö ár í röð í Evrópu, 1998 og 1999.  SOL Campbell, miðvörður Arsen- al, verður kallaður fyrir hjá enska knattspyrnusambandinu, sem vill að hann tjái sig um atvikið í leiknum gegn Manchester United í Cardiff, er hann sparkaði í Eric Djemba- Djemba. Campbell á yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir atvikið, sem dómari leiksins sá ekki.  CHRISTIANO Ronaldo, portú- galski táningurinn sem Manchester United hefur gert samning við, verð- ur í keppnistreyju númer 7 hjá ensku meisturunum. Ekki ómerkari leik- menn en George Best, Bryan Rob- son, Eric Cantona og David Beck- ham báru þetta númer á búningi sínum þegar þeir léku með United.  ULI Höness, framkvæmdastjóri Bayern München, segir að hollenski sóknarleikmaðurinn Roy Makaay sé fimm sinnum dýrmætari en David Beckham, sem Real Madrid keypti frá Manchester United. Bæjarar keyptu Makaay frá La Coruna á Spáni. „Ég hefði valið Roy fimm sinn- um áður en að David Beckham, kæmi,“ sagði Höness og bætti síðan við: „Hann (Makaay) skoraði 29 mörk á síðustu leiktíð á Spáni – í einni erf- iðustu deildarkeppni heims.“ Makaay fékk Gullskóinn fyrir að vera marka- hæsti leikmaður Evrópu sl. keppnis- tímabil og hann hefur verið einn mesti markvarðahrellir Spánar sl. þrjú ár. ÓLAFUR Gottskálksson markvörður er enn á sjúkra- listanum og fór ekki með Grindavíkurliðinu til Austur- ríkis. Þar af leiðandi stendur Helgi Már Helgason á milli stanganna eins og í þremur undanförnum leikjum Grind- víkinga. Ólafur er meiddur í hálsi og segir Bjarni Jó- hannsson þjálfari alls ekki víst hvenær Ólafur verði klár í slaginn og svo getur alveg farið að hann leiki ekkert meira með liðinu á yfirstand- andi leiktíð. Bjarni reiknar ekki með að gera miklar breytingar á liði sínu sem tapað hefur síðustu tveimur deildarleikjum, fyrir Fram og ÍBV. „Síðustu leikir hafa ekki verið góðir hjá okkur þannig að við vonum að ný tíð sé í vændum og við náum okkur vel á strik hér í Austurríki,“ sagði Bjarni. Ólafur ekki í markinu BJARNI Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, hefur aðeins náð að kynna sér lið Kärnten en hann sá liðið gera 1:1 jafntefli við Bregenz á heimavelli í síðustu viku. „Ég á svolítið erfitt með að meta lið Kärnten. Það sem ég hef hins vegar séð er að þeir eru mjög agaðir í sínu leikskipulagi. Þeir spila leikkerfið 3:5:2 og flestir liðsmenn eru líkamlega mjög sterkir og stórir. Liðið er taplaust eftir fjórar umferðir og er komið í ágæta leikæfingu þar sem deild- arkeppnin hófst um miðjan júlí. Ég held að Kärnten teljist sterkt austurrískt lið og ef maður skoðar árangur austurrísku liðanna í Evr- ópukeppninni á undanförnum dög- um þá hafa þau verið að gera góða hluti.“ Þar á Bjarni við að Pasching sló út Werder Bremen í Intertoto- keppninni og Grazer AK gerði 1:1 jafntefli við Ajax í fyrrakvöld í undankeppni Meistaradeildar- innar. Bjarni sá Kärnten og Bregenz Ég veit ekki hversu mikið erhægt að græða á þessu sem ég hef séð en auðvitað er betra að vita eitthvað um andstæðingana. Mér finnst talsverður keimur af breskum fótbolta hjá AIK. Liðið spilar kröftugan fótbolta og leik- menn liðsins eru líkamlega sterkir. Það er talsverður styrkleikamunur á sænsku deildinni og hér heima. Hraðinn er miklu meiri í Svíþjóð en fótboltinn snýst ekki bara um það og með öguðum og skynsam- legum leik er allt hægt,“ sagði Að- alsteinn í samtali við Morgunblað- ið. Spurður út í möguleika Fylkis- manna í viðureignunum við AIK sagði Aðalsteinn; „Það er alltaf möguleiki en það sem við þurfum fyrst og fremst að gera í þessum fyrri leik er að koma í veg fyrir að þeir setji á okkur mark. Við þurf- um að loka vel öllum svæðum og ef það tekst tel ég vel mögulegt á að við getum strítt þeim. Það eru ekki heimsins fljótustu eða flink- ustu leikmenn í öftustu varnarlínu hjá þeim og vonandi getum við fært okkur það í nyt með okkar fljótu framherjum. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp ef við ætlum okkur að ná góðum úrslit- um og heppnin verður að vera með okkur. Ég met stöðuna þannig að við verðum að eiga okkar besta leik til að geta strítt þeim veru- lega,“ segir Aðalsteinn. Hann telur ennfremur að sjálfstraustið sé ekki alveg upp á það besta hjá leik- mönnum AIK eftir frekar brösótt gengi að undanförnu og það geti vonandi komið hans mönnum til góða. „Það var áberandi í þessum leik sem ég sá að sjálfstraustið var ekki mikið en það hafa verið að koma nýjir menn inn í liðið og eins úr meiðslum. Það er koma mjög sprækur Ghanamaður í framlínuna og það er leikmaður sem við verð- um að hafa mjög góðar gætur á. Hann er eldsnöggur og flinkur og talsvert á skjön við aðra leikmenn. Ég held að við eigum að geta mætt í þennan leik með gott sjálfstraust. Okkur hefur gengið vel að undan- förnu. Vörnin hefur haldið vel og ef Kjartan, sem að mínu mati er besti markvörður landsins, verður í stuði eins og hann hefur verið í allt sumar þá aukast líkur á að við getum staðið okkur vel. Við lítum á Evrópukeppnina sem bónus en engu að síður er metnaður hjá okkur að standa okkur vel og von- andi náum við að sýna okkar bestu hliðar.“ Aðalsteinn getur teflt fram sínu sterkasta liði að því undanskildu að Valur Fannar Gíslason getur ekki spilað en hann er rétt að skríða saman eftir meiðsli. Morgunblaðið/Jim Smart Þeir verða í sviðsljósinu í Austurríki og Svíþjóð í forkeppni UEFA-bikarsins í kvöld – Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindvíkinga, og Fylkismaðurinn Ólafur Páll Snorrason. Fylkismenn mæta AIK á Råsunda-vellinum í Stokkhólmi Verðum að vera agaðir og skynsamir AÐALSTEINN Víglundsson, þjálfari Fylkismanna, er hóflega bjart- sýnn fyrir leikinn á móti AIK í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu, en liðin eigast við á Råsunda-leikvanginum í Solna í Stokkhólmi í kvöld. Aðalsteinn brá sér til Svíþjóðar á dögunum og sá AIK tapa fyrir Hammarby, 3:1, og þá hefur hann séð leik liðsins á móti Örgryte af myndbandsspólu. Bjarni „Hitinn getur orðið okkar versti óvinur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.