Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 11 HAUST 2003 Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 FJÓRUM mönnum á aldrinum 19-21 árs var í gær gert að greiða sektir fyrir brot á reglum um flugelda með viðurlagaákvörðun Héraðsdóms Vesturlands. Mennirnir stóðu saman að því að skjóta upp flugeldum við Ölver þann 11. janúar 2002 með þeim afleiðingum að hross trylltust og hlupu í veg fyrir fólksbíl og jeppa sem ekið var um Vesturlandsveg undir Hafnarfjalli. Í frétt Morgunblaðsins af atvikinu segir að jeppinn hafi ekið á eitt hrossanna. Þegar fólksbílnum var sveigt frá dauða hrossinu skall hann á öðru hrossi og valt síðan heilan hring áður en hann staðnæmdist ut- an vegar. Sex manns voru í bílunum en þeir sluppu allir með minniháttar meiðsl, að því er talið var. Lögregla sagði að legið hefði við stórslysi. Piltarnir voru ákærðir fyrir brot á reglum um skotelda. Í gær bauð fulltrúi sýslumannsins í Borgarnesi piltunum að ljúka málinu með 15- 20.000 króna sektargreiðslum og féllust þeir á það. Milljón króna bóta- krafa sem lögð var fyrir dóminn var ekki tekin til meðferðar að svo stöddu. Sektaðir fyrir að skjóta upp flugeldum Hross fældust og hlupu í veg fyrir bíla MIKILL erill hefur verið hjá Friðriki Skúlasyni ehf. síðan skæður tölvuvírus byrjaði að breiðast út í fyrra- dag. Um 200 símtölum hefur verið svarað auk þess sem um 30 manns hafa komið með tölvurnar sínar til viðgerðar. Að sögn Erlends S. Þorsteinssonar, verkefnastjóra hjá fyrirtækinu, verða notendur með Windows XP- stýrikerfi fljótt varir við vírusinn en engar breyt- ingar verða hjá notendum með eldra Windows-kerfi. Erlendur segir það í raun vera galla í tölvuorminum sem gerir það að verkum að tölvur með Windows XP hrynji. Eins og fram hefur komið munu allar smitaðar tölvur ráðast gegn uppfærslukerfi Windows aðfara- nótt laugardags. „Hefði þessi galli ekki verið í orm- inum er alls óvíst að hann hefði uppgötvast,“ segir Erlendur en hann vill árétta við alla tölvunotendur að þeir vírusskanni tölvurnar sínar, uppfæri síðan Windows og verði sér út um eldvegg, t.d. á heimasíð- unni www.zonelabs.com. Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmenn Friðriks Skúlasonar ehf. hafa í nógu að snúast þessa dagana. Tölvuvírusinn veldur vanda ÍSLENDINGAR sem flytjast til útlanda og þá sérstaklega þeir sem fara í nám, þurfa stundum að skila inn sakavottorði og fæðingarvott- orði. Hjá embætti ríkissaksóknara fengust þær upplýsingar að saka- vottorð eru aðeins gefin út á ís- lensku og kosta 1.200 krónur. Hjá löggiltum skjalaþýðanda sem Morgunblaðið hafði samband við kostaði þýðing á hreinu sakavott- orði í kringum 2.500 krónur. Fæð- ingarvottorð er hins vegar hægt að fá fyrir 400 krónur á mörgum tungumálum. Þarna er augljóslega mikill munur á en að sögn Sigríðar Frið- jónsdóttur saksóknara hefur það verið í umræðunni að gefa hrein sakavottorð út á ensku og dönsku. „Þetta er lítið mál þegar um er að ræða hrein vottorð en það er ekki gert ráð fyrir því í reglugerðum um sakaskrá að hún sé gefin út á öðru tungumáli en íslensku. Hins vegar hefur verið nokkuð um fyr- irspurnir um vottorð á ensku svo að þetta er í skoðun,“ segir Sigríð- ur. Sakavottorð aðeins gefin út á íslensku www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.