Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 47 FYRRUM fína kryddið, Victoria Beckham, eyðir aðeins um 2.500 krónum í klippingu. Þrátt fyrir að vera milljónamæringur fer Victoria alltaf á hárgreiðslustofuna The Box, nærri þar sem hún býr í Hertford- skíri, en hús hennar er oft kallað Beckinghamhöll. „Hún hefur komið hingað um tíma núna. Hún kemur oft þegar hún er í bænum og fær klippingu og blástur. Hún þarf samt ekki að vera í salnum heldur setjum við hana í herbergi fyrir innan svo hún fái smá frið,“ segir starfsmaður hárgreiðslustofunnar. Venjulega klippir gömul bekkjarsystir hennar Gill, hana en Victoria er vinsæl á stofunni. „Hún er alveg yndisleg og kann alltaf mikið af slúðri,“ segir starfsmaðurinn. Vinir Victoriu halda því fram að hún eigi ekki eftir að vera ánægð með að það hafi frést að hún fari í ódýra klippingu. Einn þeirra sagði við tímaritið Heat: „Henni á eftir að finnast þetta vandræðalegt. Hún vill vera flott en ekki í ódýra kantin- um.“ …Ozzy Osbourne grátbiður Kelly, dóttur sína að hætta ekki í poppinu en hún lýsti því yfir að hún vildi hætta því henni gengi svo illa. Kelly er búin að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu því miðasala gengur illa. Á tónleikum hennar í Edinborg á þriðjudags- kvöldið seldust aðeins 250 miðar af 3.000. Kelly varð einnig fyrir vonbrigðum þegar hún hitaði upp fyrir Robbie Williams í Knebworth en hún gleymdi lagatexta á sviðinu og gerðu illir áhorfendur hróp að henni. Ozzy vill endilega að dóttir hans spili með honum á tónleikum og hefur hvatt Kelly til að reyna aftur. „Ozzy sýnir Kelly mikinn stuðning og hefur sagt henni að þetta sé bara tímabundið og hún eigi ekki að hætta. Hann vill að hún taki sér smáfrí en komi svo og hiti upp fyrir hann þegar hann fer í næsta tón- leikaferðalag,“ sagði vinur þeirra … Marlon Brando er afi söngkonunnar Courtney Love. Mamma Love, sál- fræðingurinn Linda Carroll, segir að hún hafi DNA-gögn sem sýni að hún sé dóttir þessa þekkta leikara. „Þetta kemur mér rosalega á óvart. Ég hef heyrt að Brando eigi meira en 30 börn þannig að ég hlýt að eiga mikið af frændum og frænkum,“ sagði Love þegar hún fékk frétt- irnar. Carroll segir að líffræðileg móðir sín, rithöfund- urinn Paula Fox, hafi kynnst Brando í leiklist- arskóla á fimmta áratug síðustu aldar, þar sem þau hafi átt í stuttu ástarsambandi. Hún lét ættleiða Carroll og það er ólíklegt að Brando hafi frétt af tilvist hennar. Brando hefur gengist við 11 börnum þrátt fyrir að grunur leiki á að hann eigi mun fleiri. Carroll heldur þessu fram í nýrri bók, sem er enn óútgefin og hefur ekki hlotið nafn. FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Kvikmyndir.com  SV. MBLHK. DV YFIR 24.000 GESTIR! Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40. YFIR 30.000 GESTIR! Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? J I M C A R R E Y B R U C E Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 7, 9 og 11. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura J I M C A R R E Y Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 5. Ísl. tal. B R U C E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.