Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .k a ri n h e rz o g .c h Nýtt líkams krem frá KARIN HERZOG STERKUR - STINNARI og FALLEGRI líkami með TONUS - B12 BODY CREAM 1 - 2 - 3 fyrir fullkominn líkama 1. SHOWER BODY SCRUB Fjarlægir dauðar húðfrumur og ójöfnur af yfirborði húðarinnar. Undirbýr húðina fyrir Silhouetter og B12. 2. SILHOUETTE 4% súrefniskrem sem vinnur á app- elsínuhúð og sliti, framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og upp- söfnun á fituvef, svo sem mjöðmum, rasskinnum, lærum og á kviðnum. 3. TONUS - B12 - NÝTT Krem sem styrkir, stinnir og hjálpar húðinni að losa sig við óæskilega vökvasöfnun og óhreinindi um leið og það er borið á líkamann. Með sameiningu þessara þriggja þátta verður árangurinn sjáanlegri fyrr. Kremið gerir það að verkum að húðin verður silkimjúk og veitir létt- an angann. Súrefnisvörur KARIN HERZOG Kynning í Snyrtivörudeild Hagkaup Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Kaupauki FRAMSÆTI á bifreiðum getur oft valdið nokkrum rökræðum þegar margir ferðast saman. Til eru ótal óskráðar reglur um hver skal sitja við hlið bílstjórans og fá besta út- sýnið úr bílnum. Þessi hundur virt- ist nokkuð öruggur með sinn stað í bílnum en tvífættur félagi hans fékk hins vegar aftursætið til af- nota. Aftursætisfarþeginn lét þó fara vel um sig á meðan hundurinn stakk hausnum út um gluggann og lét heimsins áhyggjur sem vind um eyru þjóta. Ferfættur í framsæti Morgunblaðið/Þorkell NORRÆNT samstarf er að breytast og fá nýjan kraft, að mati Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda og sat fund þeirra í Östersund í Svíþjóð á miðvikudag. Meðal þess sem rætt var á fundinum var starf er Poul Schlüter, fv. for- sætisráðherra Dana, stýrir og miðar að því að ryðja úr vegi ýmsum landa- mærahindrunum milli Norður- landanna. Vegna þessa verkefnis kemur Schlüter hingað til lands í byrjun september til að ræða við Siv og fleiri embættismenn. Siv segir við Morgunblaðið að ásamt þessu starfi Schlüters hafi það markverðast komið fram á fundinum í Östersund sem snúi að samstarfi og samskiptum norrænu ríkjanna við Evrópusambandið og nágranna- svæði eins og Eystrasaltsríkin. „Þarna fer fram mjög spennandi vinna. Aukin áhersla er lögð á sam- ráð meðal Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu og aukið sam- starf við Eystrasaltsríkin, sem öll eru að fara inn í Evrópusambandið. Norræna samstarfið er að breytast og fá nýjan kraft vegna þróun- arinnar í Evrópusambandinu og stækkunar þess. Norðurlöndin sjá mikla hagsmuni í því að þjappa sér betur saman. Ein birtingarmynd þessa er vinnan við að ryðja úr vegi landa- mærahindrunum þannig að Norðurlöndin verði ein heild, eins og mögu- legt er. Ég styð þessa þróun heilshugar og fyr- ir Ísland er þetta meiri- háttar hagsmunamál,“ segir Siv. Ferðalög auðvelduð Landamæraverkefnið kemur í kjölfar skýrslu sem unnin var af Ole Norrback, fv. ráðherra í Finnlandi og núverandi sendiherra í Osló, fyrir norræna ráðherraráðið. Norrback komst m.a. að því að enn væru tölu- verðar hindranir í samskiptum og ferðalögum yfir landamæri Norður- landanna, einkum milli Noregs og Svíþjóðar og Svíþjóðar og Danmerk- ur þar sem fólk býr í öðru landi en vinnur í hinu og ferðast á milli dag- lega. Snertir þetta einnig fólk á ferðalagi og í námi. Að sögn Sivjar hefur Poul Schlüt- er aflað sér upplýsinga frá ráðherr- um flestra Norðurlanda og heim- sókn hans hingað í næsta mánuði er einmitt í þeim tilgangi. Hann mun svo gefa skýrslu á þingi Norð- urlandaráðs í Osló í október nk. en reikn- að er með að unnið verði að verkefninu fram á næsta ár. Stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig hafa svo verið beðin að laga þessar hindranir eftir því mögulegt er. „Aðalhugmyndin er sú að gera það auð- velt að ferðast á milli Norðurlandanna og án þess að lenda í ein- hverjum hindrunum varðandi ýmis rétt- indi sem geta skapað óþarfa vandræði eða tíma. Mikil vinna hefur einnig farið í að upplýsa embættismenn. Sumir samningar milli landanna hafa ekki virkað nógu vel vegna ónógrar þekkingar emb- ættismanna. Þessu þarf að við- halda,“ segir Siv. Nafnamálið í Svíþjóð leyst Siv segir að búið sé að leysa ýmis mál þessu tengd en önnur séu í vinnslu. Meðal þess sem hefur verið leyst, og tengist Íslendingum, er svonefnt nafnamál í Svíþjóð. Sum þeirra barna er áttu íslenskt og sænskt foreldri lentu í því að fá ekki íslenska nafnahefð samþykkta. Nú er ekki lengur gerð krafa um að nefna börnin með eftirnöfnum for- eldranna. Af öðrum leystum málum segir Siv að undirritaður hafi verið nýr og endurskoðaður samningur um félagsleg réttindi milli Norður- landanna. Starfshópur Schlüters er einnig að skoða hvernig kennitölur fólks geta nýst milli norrænu ríkjannna. Ekki hefur verið talið mögulegt að nota kennitölur í öðrum ríkjum og er unn- ið að því að stytta tímann sem fer í að fá nýja kennitölu er fólk flyst milli ríkja. Siv segir þetta m.a. snerta ís- lenska námsmenn sem ekki geta tek- ið íbúð á leigu í Norðurlöndunum án þess að hafa kennitölu. Þetta geti tekið allt upp undir mánuð sums- staðar. Þá er verið að vinna í fleiri málum er snerta námsmenn, s.s. varðandi styrki og aðra félagslega aðstoð. Einnig er verið að skoða flók- in mál á borð við skattamál og hvort hægt sé að samræma þau milli ríkja. Sem dæmi um misræmið er skattur greiddur í Svíþjóð miðað við búsetu en í Danmörku er miðað við atvinnu fólks. Af öðrum málum til skoðunar má nefna samræmingu meðlags- og fæðingarorlofsgreiðslna og hvort lyfseðlar geti verið sameiginlegir á Norðurlöndunum. Norrænt samstarf að breytast og fá nýjan kraft Siv Friðleifsdóttir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, er staddur, ásamt fylgdarliði, í hér- aðinu Chukota í aust- urhluta Rússlands í boði Roman Abramov- itch. Þangað hélt for- setinn frá Alaska, en opinberri heimsókn hans lauk á þriðjudag. Fylkisþing Alaska hélt móttöku til heiðurs for- setanum á þriðjudags- kvöld. Þá tók forsetinn einnig þátt í fundum fulltrúa úr íslensku fjármála- og atvinnulífi með athafnamönnum og stjórnendum fyrirtækja í Alaska. Roman Abramovitch er ríkisstjóri í Chukotka og er jafnframt einn helsti og umsvifamesti athafnamaður Rúss- lands, en hann keypti nýlega knatt- spyrnuliðið Chelsea á Englandi. Morgunblaðið náði tali af Ólafi Ragn- ari í gærdag og sagði hann að þeir hefðu meðal annars rætt um hlut- deild íslenskra fyrirtækja í þróun fylkisins, einkum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. „Abramovitch hefur boðið mér að halda þessum viðræðum áfram og við munum gera það á morgun og fylgja eftir þeim viðræð- um sem fram fóru hér í dag. Umfram allt þá er það mikilvægt fyrir okkur að hann hafi með þessu boði og þessum viðræð- um hér sýnt áhuga á að leita í smiðju okkar Ís- lendinga og opna okkur hér dyr að því að verða þátttakendur í að byggja upp þetta svæði,“ sagði Ólafur Ragnar. Hefur sjálfur fjár- magnað uppbygg- ingu héraðsins Að hans sögn er hér- aðið fremur skammt á veg komið, en í Chu- kotka er gamalt hirð- ingjasamfélag. Roman Abramovitch hefur sjálfur að nokkru leyti staðið straum af uppbyggingu héraðsins. „Við sáum í dag glæsilegar skólabyggingar sem hann hefur fjár- magnað af eigin fé í þágu fólksins sem hér býr. Það sýnir að það fylgir svo sannarlega hugur máli af hans hálfu.“ Í dag munu forsetinn og fylgdarlið halda út á landsbyggðina þar sem frumbyggjarnir búa. Þar munu þau skoða aðstæður í hirðingjasamfélög- um og litlum þorpum í nágrenninu. Ennfremur ítrekaði Ólafur Ragnar að viðræðum yrði framhaldið í dag. Heimsókn forsetans til Chukotka stendur fram á laugardag. Forsetinn heimsækir Chu- kotka í boði Abramovith Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var spurður út í hvalveiðar Íslendinga á blaðamannafundi, sem haldinn var í kjölfar ráðstefnu IASCP um málefni norðurslóða í Alaska fyrr í vikunni. Opinberri heimsókn forsetans til Alaska lauk á miðvikudag. Ólafur Ragnar segir að einungis einn fréttamaður hafi spurt um hvalveiðarnar og hvort Íslendingar væru ekki að veiða í viðskiptaskyni. Hann segir að hann hafi svarað því til að veiðarnar væru eingöngu vís- indalegar og útskýrt mikilvægi þeirra fyrir Íslendinga. Að sögn Ólafs Ragnars hafa Alaskamenn sýnt hvalveiðum Ís- lendinga mikinn áhuga, enda er hvalurinn ríkur þáttur í þeirra líf- ríki. Þá segir hann að fjölmiðlar hafi fjallað töluvert um veiðarnar. Ólafur Ragnar segist ekki hafa orðið var við gagnrýni Alaska- manna á hvalveiðarnar í heimsókn sinni, hvorki opinberlega né í þeim einkasamtölum sem hann átti. Það hafi einungis verið þessi eina spurning á blaðamannafundinum. Forsetinn spurður út í hvalveiðarnar HJÖRLEIFUR B. Kvaran borgarlögmaður mun taka til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Orkuveitu Reykjavíkur á haustmánuðum. Hann hefur þegar óskað eftir lausn frá embætti og var sam- þykkt á borgarráðsfundi í vik- unni að auglýsa stöðuna. Hjörleifur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í 27 ár og þar af sem borgarlögmaður í tæp 10 ár. Hann segir Orkuveituna hafa falast eftir því að hann kæmi til starfa hjá fyrirtækinu og hon- um hafi fundist réttur tími til að breyta til enda starfið áhuga- vert. Hjörleifur mun starfa fram eftir hausti sem borgarlögmað- ur og fylgja eftir málum sem nú eru í vinnslu. Hjörleifur B. Kvar- an borgarlögmaður Til starfa hjá OR RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært sex menn og fjögur fyrir- tæki tveggja hinna ákærðu fyrir margháttuð fiskveiðibrot á árunum 2001 og 2002. Ákært er fyrir brot á lögum um umgengni um nyja- stofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Einnig er ákært fyrir umboðssvik og brot á lögum um virðisaukaskatt og brot á lögum um staðgreiðslu op- inberra gjalda, að fjárhæð tæpar 20 milljónir króna. Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra krefst þess að dómur geri upptækan ávinning af brotunum, ólöglegan afla eða andvirði aflans. Um er að ræða rúmlega 400 tonn af slægðum þorski og tæp 100 tonn af ýsu auk annarra tegunda. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Vesturlands á miðvikudag og krefst ákæruvaldið refsingar yfir ákærðu. Ákærðir fyrir fiskveiðibrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.