Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 11 „STJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. setti sér í upphafi markmið í rekstrinum sem náðst hafa í meginatriðum. Þegar hún tók við verkefninu stefndi heildarkostnaður vegna nýrrar suðurbyggingar flugstöðvar- innar, og stækkunar og breytingar eldri byggingar (norðurbyggingar), í 4.772 millj- ónir króna í október 2000. Meginverkefnið var að draga úr kostnaði en sjá jafnframt til þess að tilteknum verkáföngum lyki í flug- stöðinni fyrir 25. mars 2001 þegar Shengen- samstarf 15 Evrópuríkja tæki gildi. Staðreyndin er sú að það tókst að minnka kostnað við framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar um 800 milljónir króna og þann- ig var unnt að halda heildarkostnaði verks- ins innan ramma fjárhagsáætlunar. Heild- arkostnaður verksins varð 3.947 milljónir króna. Jafnframt tókst að ljúka á tilskildum tíma nauðsynlegum framkvæmdum í flug- stöðinni í samræmi við skuldbindingar Ís- lendinga gagnvart Schengen-samstarfinu. Þessum mikilvæga árangri var náð með breytingum og endurskipulagningu á fram- kvæmdaáætlun og stóreflingu kostnaðareft- irlits. FLE er fjárhagslega sterkt félag og hefur náð að fullnægja kröfum og væntingum sem til þess voru gerðar í upphafi. Það var rekið með 839 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2002, greiddi skuldir sínar niður um 700 milljónir króna og greiddi jafnframt 10% arð í ríkissjóð, 250 milljónir króna. Um lagalega stöðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Ríkisendurskoðun og stjórn FLE greinir á um lagalega stöðu félagsins og um vinnu- brögð, sem er kjarni þess máls sem hér um ræðir. Ríkisendurskoðun segir í greinargerð sinni m.a.: „Þrátt fyrir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi verið breytt í hlutafélag og lúti þar með ákvæðum hlutafélagalaga telur Ríkisendur- skoðun sjálfsagt og eðlilegt í ljósi þess að hér er um að ræða fyrirtæki, sem er eftir sem áður að fullu í eigu ríkisins og starfar a.m.k. ekki að öllu leyti á samkeppnismark- aði, leggi til grundvallar sömu reglur og sjónarmið og almennt gilda hjá ríkinu um fjárhagsleg samskipti stjórnenda við fyr- irtækið, risnu, gjafir og ferðakostnað“ (bls. 5). „Í þessu sambandi má t.d. benda á að í lið 2.5 í rekstrarleyfi fyrir FLE hf. kemur fram að rekstarleyfishafinn skuli haga starfsemi sinni í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og lög um skipan opinberra fram- kvæmda“ (bls. 5–6). „Að mati Ríkisendurskoðunar er eðlilegt að hluthafi á borð við ríkið setji þeim, sem það treystir fyrir stjórnarsetu í félagi af þessu tagi, formlegar leiðbeiningar og fyr- irmæli um hvernig þeir skuli almennt haga störfum sínum og hvaða reglur eða sjón- armið þeir skuli hafa í huga t.d. við ákvörð- un stjórnarlauna, þóknana og við önnur fjár- hagsleg samskipti þeirra við viðkomandi félag“ (bls. 6). Stjórn FLE telur að þessi sjónarmið Rík- isendurskoðunar séu ekki í samræmi við anda laganna sem Alþingi setti, enda var áhersla lögð á að losa félagið undan hefð- Athugasemdir stjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Stjórn Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. hefur sent frá sér athugasemdir vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stjórnin telur að gagnrýni Ríkisend- urskoðunar byggist á röngum forsendum þar sem FLE sé hlutafélag en ekki ríkisstofnun. Stjórnin átelur einnig vinnu- brögð Ríkisendurskoðunar.  Ríkisendurskoðun sníður athugun sinni afar þröngan stakk. Hún fjallar ekki um fjárhagslega þróun félagsins, rekstur þess eða hvort tekist hafi að ávaxta fjármuni eigandans.  Ríkisendurskoðun og stjórn Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) greinir á um lagalega stöðu félagsins og um grundvallarvinnubrögð. Stjórn FLE starfar í samræmi við lög sem Alþingi setti um félagið og í sam- ræmi við ný lög um opinber innkaup og um skipan opinberra framkvæmda. Andi laga um FLE er sá að losa starf- semina úr hefðbundnum ríkisrekstri. Á það sjónarmið fellst Ríkisendurskoðun ekki.  Ríkisendurskoðun slær fram ýmsum glannalegum fullyrðingum og hæpnum eða beinlínis röngum ályktunum í grein- argerð sinni. Þar er og ranglega farið með hverjir sitja í stjórn FLE og vísað er í fylgiskjöl sem ekki fylgja grein- argerðinni! Fleiri slík atriði mætti nefna sem hljóta að vekja upp spurningar um fagleg vinnubrögð Ríkisendurskoðunar. Helstu athuga- semdir stjórnar FLE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.