Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar góður skriður er kominn á skólastarfið hér í Finnlandi, er skólastarfið um það bil að byrja á Íslandi. Hér í Finnlandi byrj- uðu skólarnir 11. ágúst, en byrjar á Íslandi 22.8. Í fljótu bragði virðist skólaárið mun lengra hér í Finnlandi, heldur en á Íslandi, en þegar málið er skoðað betur kemur í ljós að skóla- árið er nokkuð svipað í báðum lönd- unum. Sumarleyfið er að vísu eitthvað styttra í Finnlandi, en munurinn hefur minnkað mikið, því kennslan á Íslandi er til 7. júní næsta vor en er hér til 31. maí. Í Finnlandi er viku haustleyfi október og viku vetrarleyfi, (skíðaleyfi) í lok febr- úar, en á móti kemur mun lengra páskaleyfi á Íslandi. Í Finnlandi eru vinnudagar nemenda á kom- andi skólaári samtals 189 en á Ís- landi 180 vinnudagar. En íslenskir kennarar ná svo til jafnmörgum vinnudögum á ári með starfsdögum sem bætast við kennsluna. Mikil vakning hefur átt sér stað á meðal foreldra finnskra barna um umferðaröryggi skólabarnanna. Vakningin byrjaði fyrir ári sídan í Helsinki er 9 ára stúlka á leið í skólann varð þar fyrir bíl , sem ók yfir á rauðu ljósi á merktri gang- braut á gatnamótum. Stúlkan lét lífið í slysinu. Í kjölfarið hafa for- eldra hafið baráttu gegn ökufönt- um, og baráttu til að tryggja öryggi barna sinna í umferðinn. Nú við upphaf skólaársins þegar um 65 þúsund finnsk börn hófu skóla- göngu í fyrsta skipti, voru foreldrar mjög framtakssamir í að leiðbeina og tryggja farsæla skólaleið barnanna í umferðinni. Vafalaust gera foreldrar íslenskra skólabarna slíkt hið sama. Mjög mörgum finnst skólarnir byrja of snemma í Finnlandi og sumarið hafi verið allt of stutt. En ágústveðrið léttir samt aðeins upp- haf skólagöngunnar hér, því fyrstu vikurnar í ágúst hefur hitastigið að- eins verið um 17 C - 22 C, sem þyk- ir ekki mikið borið saman við hita- stigið í júlí er sólin glampaði látlaust í 3 vikur, med 30 C hita all- an tímann og fór stundum í 31 C, og var oft seint á kvöldin 25 C hiti. Finnar vilja helst vera í Finn- landi yfir sumarmánuðina og njóta finnska sumarsins. En hina mán- uðina eru þeir mjög ferðaglaðir, og skýrasta dæmið er hinn mikli straumur finnskra ferðamanna með skemmtiferðaskipum frá Helsinki til Tallín í Eistlandi, en á fyrstu 6 mánuðum ársins höfðu 2 1/2 millj- ónir manna lagt leið sína þangað. Og rúmar 4 milljónir manna sigldu á sama tíma milli Helsinki og Stokkhólms, og mesti hlutinn með finnsku risaskipafélögunum Viking- Line og Silja-Line. Finnar smíða sjálfir stærsta hluta skemmtiferðaskipanna á þessum leiðum. Skipasmíðar eru geysiöflugar í landinu og mikið selt af lúxus-skemmtiferðaskipum til útlanda, svo það er ekki bara finnska fyrirtækið Nokia sem er viðskiptastórveldi hér í Finnland. Hinn mikli ferðamannastraumur Finna til Eistlands þýðir auðvitað að margir fara þangað mörgum sinnum á ári, enda eru þetta ódýrar siglingar med lúxus-skemmtiferða- skipum, og Tallín er mjög athygl- isverð borg, sérstaklega gamli hlut- inn. Nýlega gerði ég til gamans könnun hjá finnskum nemendum mínum í nokkrum 7. bekkjunum mínum, um ferðir þeirra til Tallíns. Í ljós kom að nánast allir höfðu ferðast þangað, og sumir mörgum sinnum. Og við samkennararnir i skólanum mínum hér í Suður-Finn- landi höfum einnig nýtt þessa möguleika, og slegið tvær flugur í einu höggi, með vinnu og skemmt- un. Og oft höfum við haldið í slíkar ferðir á haustin eða vorin, og haldið 1/2 „starfsdag“ í einu, í fundarsöl- um skipanna. En „starfsdagarnir“ hér eu 3, utan við venjulega stunda- töflu. En nú höfum við siglt svo oft til Tallín, að við héldum nýlega fyrsta 1/2 „starfsdaginn“ með hefð- bundnum hætti, í fallegu finnsku umhverfi í gömlu aðalsetri við nær- liggjandi stöðuvatn. Að vinnudag- skránni lokinni tilheyrir á slíkum stöðum að grilla og fara í sauna og skella sér til sunds í vötnunm, enda hitastig stöðuvatnanna enn 20 C, en var þegar best lét í júlí 25 C. Á ferðum mínum til Tallín hef ég tekið eftir að Eistlendingar eru smátt og smátt að verða vinsam- legri í þjónustu sinni við ferða- menn. En í byrjun sjálfstæðisins voru þeir mjög stirðir, enda ekki öðru vanir er þeir voru undir kommúnistískum járnhæl Sovet- ríkjanna. Næsta vor ganga Eistlendingar í Evrópusambandið, og Finnar þurfa því ekki lengur að sýna vegabréf á leið til Eistlands, en öðru máli gegnir um Íslendinga. Í byrjun ágúst sl. var ég á ferðinni til Tallín, og enn einu sinni undraðist ég töf- ina við vegabréfsskoðun hins ís- lenska vegabréfs. Dettur mér helst í hug að ungir Eistlendingar viti hreinlega ekki hvaða land Ísland er, og í því sambandi mætti auðvit- að rifja upp fyrir þeim að Ísland varðfyrst til viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Í gamla Hansa-borgarhlutanum í Tallín er alltaf jafn heillandi að ganga um, enda blikkbeljan alveg bönnuð á þeim slóðum. Já, á ágúst- dögum var sannarlega alþjóðlegt andrúmsloft í borginni, og mikill fjöldi ferðamanna frá öllum heims- hornum fyllti götur og útiveitinga- hús sem eru þar í massavís. Og svona í leiðinni má geta þess að skólastarfið hefst 1. september í Eistlandi. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Frá furuskóg- arlandinu Frá Björgvin Björgvinssyni í Finnlandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.