Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKRITIÐ Kvetch eftir Steven Berkhoff í uppsetningu leikhópsins Á senunni fór sig- urför um leikhúsheiminn á síðasta leikári. Sýningin fékk fern verðlaun á leiklistarhá- tíðinni Grímunni en Kvetch var valin sýn- ing ársins, Edda Heiðrún Backman leik- kona ársins í aðalhlutverki, Ólafur Darri Ólafsson leikari ársins í aukahlutverki og Stefán Jónsson fékk verðlaun sem leikstjóri ársins. Felix Bergsson leikur einnig í Kvetch en hann fékk fyrst hugmyndina að sýningu verksins fyrir meira en tíu árum. Kvetch hóf svo göngu sína í Vesturportinu í októ- ber 2002, fór síðan yfir á Nýja svið Borg- arleikhússins í janúar og verður sýningum á Kvetch haldið þar áfram í haust. Fyrsta sýningin verður næstkomandi miðvikudag en aðeins verður um að ræða 10 aukasýn- ingar, sem standa einungis fram í miðjan september. Ástæðan er sú að einn leik- aranna, Ólafur Darri, er að „verða heims- frægur í London“, eins og Felix orðar það en hann heldur utan með sýningunni Róm- eó og Júlíu. „Stundum verða einhver ævintýri eins og þessi og þá verður þetta skemmtilegasta starf í heimi. Ennþá betra er að þetta er hugmynd, sem ég er búinn að ganga með í maganum í langan tíma,“ segir Felix um velgengni Kvetch. „Ég var svo heppinn að ég fékk samstarf við prýðilega listamenn héðan og þaðan. Tíminn var réttur og verkið hitti í mark,“ segir hann og heldur áfram: „Við erum í rosastuði og hlökkum til að byrja. Það er yndislegt að hitta hópinn aftur og koma öllu í gang. Hópurinn er orðinn mjög náinn og þéttur og þetta er búið að vera algjört ævintýri á allan máta.“ Sýningarnar voru 32 í fyrra og nú bætast 10 við. „Fólk var lengi að kveikja á Kvetch, á þessu skrýtna nafni og skrýtnu lýsingu á sýningunni. Þetta er ekki venjuleg leiksýn- ing. En það er eitt það skemmtilega við hana, hvað hún kom mörgum skemmtilega á óvart,“ segir Felix þannig að ef þú veist ekki hvað „kvetch“ er þá er enn tækifæri til að komast að því á Nýja sviði Borg- arleikhússins. Felix segir að ein ástæða þess hve sýn- ingin hefur gengið vel sé að fólk samsami sig persónunum. „Svo er þetta svo fyndið, leikararnir fara á kostum. Fyrir vikið verð- ur sýningin svo þétt og listræna hliðin er líka vel af hendi leyst.“ Tíu aukasýningar á Kvetch á Nýja sviði Borgarleikhússins Sýning ársins heldur áfram Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Ákadóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Steinn Ármann Magnússon og Felix Bergsson í Kvetch. www.senan.is Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM  SG. DV KVIKMYNDIR.IS GULL MOLAR NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 6. MEÐ ÍSLENSKU TALI YFIR 30.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Frumsýning Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 6. Með íslensku tali KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 10.30. B.i.10 ára. Sýnd með íslensku tali ÁLFABAKKI Kl. 3.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Kl. 6. KEFLAVÍK Kl. 6. YFIR 30.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins!  Skonrokk FM 90.9 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 2 15 57 08 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.