Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján BjörnÞorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þorvald- ur Ásgeir Kristjáns- son, f. á Hjaltabakka í A-Hún. 10. október 1900, d. 9. mars 1976, og Björg Sigvalda- dóttir, f. í Dæli í Fljót- um 2. september 1892, d. 1937. Tví- burasystir Kristjáns er Guðrún. Önnur systkini Kristjáns eru Óli Sverrir, f. 3. mars 1923, d. 13. mars 1992, hálfsystir, sammæðra, Björg Hafsteins, f. 6. ágúst 1928, og hálf- systir, samfeðra, Arndís, f. 23. mars 1924, d. 23. janúar 2003. usta Rún Ingvarsdóttir. Hrafnhild- ur á son frá fyrra hjónabandi, Kristján Björn Þórðarson, maki Nanna Hlíf Ingvadóttir, þau eiga tvær dætur, Móeiði og Hrafnhildi. Dóttir Birgis er Hólmfríður, maki Ómar Sverrisson, þau eiga tvo syni, Örn og Hilmi. 3) Helga Guð- lín, f. 1. september 1952, maki Jeffrey M. Wieland. Börn þeirra eru Jessica Björg, unnusti Andrew Smith, Jeffrey Kristján og Mark. 4) Hans, f. 17. febrúar 1956, maki Snjólaug Bjarnadóttir. Börn þeirra eru Snjólaug Tinna og Arn- ar Steinn. 5) Kristján, f. 17. febr- úar 1956, maki Ólöf Loftsdóttir. Dóttir þeirra er Helga. Kristján á son frá fyrra hjónabandi, Hans Orra. Sonur Ólafar er Daði Vil- hjálmsson. 6) Eyjólfur, f. 17. apríl 1961, maki Gunnleif Sandra Lár- usdóttir. Dóttir þeirra er Guðný. Dóttir Gunnleifar Söndru er Stef- anía Agnes Þórisdóttir. Vinkona Kristjáns síðustu ævi- árin var Guðfinna Ingvarsdóttir. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hinn 13. apríl 1946 kvæntist Kristján Guðnýju Eyjólfsdótt- ur, f. 27. október 1925, d. 4. ágúst 1992. Kristján og Guðný áttu saman sex börn. Þau eru: 1) Björg, f. 9. ágúst 1946, maki Ás- geir Theodórs. Börn þeirra eru: Kristján Skúli, maki Birna Þórðardóttir, þau eiga tvo syni, Hjalta og Skúla; Theodór, maki Geirlaug Magn- úsdóttir, þau eiga tvær dætur, Guðlínu og Arn- björgu; Helga Guðný, hún á einn son, Theodór Arnar; og Ásgeir Börkur. 2) Hrafnhildur, f. 17. apríl 1948, maki Birgir Einarsson. Börn þeirra eru: Börkur Hrafn, hann á einn son, Börk Þór, og Daði, unn- Mig langar að minnast föður míns með fáeinum orðum. Flestir vita að hann var mér meira en faðir því við unnum saman í um 15 ár í fyrirtækinu Kr. Þorvaldsson & Co. Fyrirtæki sem hann stofnaði 1954 og rak allt til ársins 1997 eða í 43 ár. Pabbi var okkur systkinunum traustur faðir. Vinnan var hans ær og kýr. Því fór ekki mikið fyrir hans hlut í uppeldinu enda sá mamma að mestu leyti um það. Faðir minn fylgdist þó alla sína tíð mjög vel með því sem við vorum að sýsla. Skipti engu máli hvort við vorum erlendis eða heima á Íslandi. Hann var traustur bakhjarl en fór varlega í allar ákvarðanir hvað okkur systkinin varðaði. Þegar litið er yfir æviferil manns sem byrjar sitt líf við erfiðar aðstæður hjá einstæðri móður og vinnur sig upp í það að vera virtur athafnamaður í viðskiptalífinu þá er margs að minn- ast. Pabbi var vinur vina sinna og ef hann átti þess kost þá rétti hann hjálparhönd þeim sem minna máttu sín. Það var drjúgur hópur útigangs- manna sem heimsótti okkur á Grett- isgötuna í von um stuðning. Sjaldnast fóru þeir út með aur í vasanum. Frek- ar fóru þeir uppáklæddir í flottum jakkafötum af föður mínum. Eftirfar- andi saga lýsir hjarta manns sem þrátt fyrir ofurlítið snobbað yfirborð hugsaði um lítilmagnann: Þegar for- eldrar mínir fluttu úr Sigluvoginum í Efstaleiti þá var ýmislegt sem varð að gefa eða henda. Ég hafði séð forláta kasmírullarfrakka inni í skáp sem fað- ir minn var hættur að nota. Pabbi sagði sem svo að ég gæti fengið hann þegar þau flyttu. Einhvern veginn gleymdi ég að rukka hann um frakk- ann og liðu einhverjir mánuðir. Svo einn kaldan haustmánuð kemur einn af fastagestum föður míns í heimsókn niður í fyrirtæki. Ég veitti honum ekkert sérstaka eftirtekt fyrr en hann gekk út frá föður mínum klæddur í „ný“ jakkaföt og kasmírullarfrakkann „minn“. Svona var faðir minn, ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar hann gat. Af þessu lærði ég og sá aldr- ei eftir þessum forláta frakka. Faðir minn og ég störfuðum vel saman og á milli okkar ríkti gagn- kvæmt traust. Við vorum ekki alltaf sammála en bárum gæfu til þess að leysa öll mál áður en þau urðu að vandamálum. Hann kenndi mér ým- islegt þótt mér hafi á stundum þótt hann helst til íhaldssamur. Pabbi var sjálfstæðismaður fram í fingurgóma. Faðir minn var vissulega feginn hvíldinni eftir nokkra sjúkralegu. Síð- ustu ár höfðu verið honum erfið. Pabbi var ekki trúaður en í víðri merkingu þess orðs trúði hann stað- fastlega á hið góða í manninum og sýndi það oft í sínum daglegu störfum. Minningin um traustan föður og góðan vin mun lifa áfram. Bræður, systur, Guðfinna og aðrir aðstandendur: Megi guð, í hverri mynd sem hann birtist ykkur, styrkja ykkur í þeirri sorg er nú skekur hug og hjarta. Hans Kristjánsson. Kveðja til tengdaföður, góðs vinar. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Nú er hann allur, tengdafaðir minn Kristján. Það er svolítið sérkennilegt að vera mæddur af sorg, óvenju þungri, en samt finna þetta stolt undir niðri, sterkara en sorgin. Ég er stolt- ur yfir að hafa þekkt og verið í návist hans. Fyrstu kynni okkar Kristjáns, fyrir tæpum fjörutíu árum, voru mér óttablandin. Ég stóð þarna á tröpp- unum í Sigluvogi 6, ungur og ör, fullur af sjálfstrausti og horfði upp til hans er hann kom til dyra. Ég var að spyrja eftir dóttur hans, Björgu. Ég leit upp til hans þá og frá þeim degi. Forlögin voru mér hliðholl því ég fékk ekki að- eins dóttur hans, heldur einnig að kynnast honum betur, sem tengda- föður, leiðbeinanda, andstæðingi í stjórnmálum, mannvini, áhugasömum manni um lífið, tilveruna og velferð fólks. Hann unni listum, einkum mál- aralist og tónlist. Þá var hann líka mikill aðdáandi glæsilegra bíla. Hann var alltaf reiðubúinn að ræða dægur- málin sem hæst bar á hverjum tíma. Við urðum vinir. Hann tók mér vel frá fyrstu stundu og oftast tók hann mál- stað minn þegar eitthvað bjátaði á. Eins og ég leit upp til hans í lifanda lífi, lýt ég nú höfði í virðingu við góðan og merkan mann sem hefur verið mér mikilvæg fyrirmynd í lífinu. En hvers er raunverulega að minn- ast? Eftir góða kvöldmáltíð fram- reidda af Guðnýju tengdamóður minni heitinni, settumst við oft í stof- una í Sigluvoginum og ræddum um daginn og veginn. Tengdaforeldrar mínir voru samrýnd og sammála um mörg mál. Það gat verið erfitt að rök- ræða við þau, ef ég var á öndverðum meiði við þau. Oft sátum við Kristján einir og ræddum málin eftir að þær mæðgur gengu til hvílu. Þá var tekist á um pólitískar stefnur og aðgerðir, menn og málefni. Hann hlustaði vel, en var fastur fyrir, víðlesinn og minnugur. Umræður stóðu oft fram á morgun og aldrei skildum við ósáttir þá eða síðar. Þessar samverustundir eru mér eins skýrar í minningunni og þær hafi átt sér stað í gær. Hann sagði mér frá æsku sinni, uppvexti og draumum. Hann sagði mér frá ástinni sinni og ferðum sínum til Hafnarfjarðar til fundar við Guð- nýju sem hann elskaði heitar en lífið sjálft. Framkoma hans, viðmót og tjáning gaf sterkt til kynna hversu hamingjusamur hann var með allt sitt á heimili þeirra í Sigluvoginum. Þar var einnig amma Guðlín, og börnin sex. Draumarnir höfðu ræst. Ég heyrði sögur af manninum, sem kenndur var við „greifa“, m.a. vegna þess hversu vel hann var klæddur þegar hann var ungur. Að vera vel klæddur var Kristjáni eðlislægt og án fyrirhafnar, eins og líkamleg reisn hans og framkoma öll. Honum leið best í góðra vina hópi sem jafningja. Aldrei mátti hann aumt sjá og rétti þá fram hjálparhönd með lítillæti. Kristjáni, eins og tengdamóður minni, var annt um að halda góðu sambandi við börn sín, tengdabörn og barnabörn og fékk það endurgoldið í ríkum mæli í lifanda lífi, elskaður og dáður af okkur öllum. Sérstaklega var hann mikill afi, hjartahlýr og gjaf- mildur. Ógleymanlegar eru þær mörgu stundir sem við áttum saman í Cleve- land, þegar Björg og ég vorum þar við nám og störf. Ekki settu hann og Guðný það fyrir sig að koma til okkar til Ameríku, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Ekki er hægt að lýsa með orð- um, hversu mikilvægt þetta var fyrir okkur öll, en þó sérstaklega börn okk- ar, sem áttu athygli afa og ömmu óskipta í þessum heimsóknum. Þá var líka farið í ferðir og ýmislegt gert sem aldrei fyrr. Á friðsælum kvöldum sát- um við Kristján oft og ræddum saman við undirspil krybbnanna (crickets). Honum var annt um að draumar okk- ar rættust. Árið 1992 urðu sársaukafull straumhvörf í lífi hans við fráfall tengdamóður minnar, eiginkonu hans og æskuástar, Guðnýjar Eyjólfsdótt- ur. Hann varð aldrei samur eftir það áfall. En Kristján hafði sáð vel, ann- aðist uppskeruna að kostgæfni og uppskar í samræmi við það síðustu ár- in. Síðustu tvö árin reyndust honum samt erfið vegna veikinda, en það sem létti honum lífið var vinskapur hans og Guðfinnu Ingvarsdóttur sem hann mat mikils. Hún reyndist honum ákaf- lega vel allt til dauðadags. Hún var góður vinur og aðdáun hennar á hon- um var augljós og hrífandi. En lífið tekur enda, það vissi Krist- ján og var tilbúinn að taka þeim örlög- um. Ég kveð, lýt höfði í virðingu við mann sem var mikill örlagavaldur í lífi mínu og okkar allra sem honum kynntust. Hlý er minningin um góðan tengdaföður og vin. Hún mun aldrei gleymast meðan lífs ég er. „Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll“. Ég þakka samfylgdina, hvíl í friði. Leyf mér að hvílast mér líður svo vel ljósið það dofnar nú svefni ég stel. Samt er svo margt sem þarf að gera margt sem þarf að sjá. Leyf mér að leggjast og hvíldina löngu að fá. (Eyjólfur Kristjánsson.) Ásgeir Theodórs. Með sorg og söknuði minnumst við bræðurnir, búsettir þessa stundina beggja vegna Atlantshafsins, afa okk- ar. Kristján B. Þorvaldsson lést hinn 11. ágúst síðastliðinn. Afi Kristján var merkur maður og okkur mikil fyrir- mynd í gegnum árin. Hann var glæsi- legur og tignarlegur, höfuð fjölskyld- unnar og á stundum kallaður „Don Corleone“ (Guðfaðirinn) í gríni á meðal annarra fjölskyldumeðlima. Mikill smekkmaður var hann í klæða- burði, og sóttumst við bræðurnir oft eftir að fá gömul jakkaföt af honum. Oft á tíðum voru þetta glæsileg klæð- skerasaumuð jakkaföt sem hann hafði sett í plastpoka og geymdi á skrifstofugólfinu í fyrirtæki sínu á Grettisgötunni og hugðist gefa vinum sínum, sem oft á tíðum voru vegalaus- ir og áttu það til að koma í heimsókn til að fá sér í nefið. Hann var þannig ákaflega hlýr og gjafmildur maður. Þennan hlýleika skynjaði maður sterkt í fari hans og þótt samveru- stundum okkar með afa fækkaði á síðustu árum sýndi hann okkur og lífi okkar ávallt mikinn áhuga og velvilja. Það var gott að vera í návist afa. Orðaskipti voru kannski ekki alltaf mikil, enda óþörf. „Drengur, farðu nú út í sjoppu og keyptu „einn lítinn kók“ og prins póló handa okkur,“ átti hann til að segja. Þakklátur og ánægður sat maður, oft í hljóði, með afa og drakk kók og borðaði prins. Sömu tilfinningar komu fram hjá okkur hin síðari ár þegar við nutum samverustunda með afa, þótt kók og prins hafi ekki verið á boðstólum. Afi átti við mikil veikindi að stríða síðustu ár ævinnar og er þrauta- göngu hans nú lokið. Við munum sárt sakna hans. Kristján Skúli og Theodór. Það er sárt að kveðja og nú verð ég að kveðja hann afa minn. Ég kveð hann þó ekki alveg þar sem hann býr með mér og þeim sem kynntust hon- um. Við njótum minninganna um hann eins og við njótum minninganna um hana ömmu. Ég á góðar minn- ingar um hann afa minn og gleðst yfir því að dætur mínar og Nanna Hlíf kynntust honum og deila minningun- um með mér. Afi var heimsmaður og hafði mik- inn áhuga á myndlist og þar lærðist mér margt af honum. Hann átti fal- legt safn myndverka og það var auð- velt að gleyma sér við að horfa á mörg þeirra. Það þarf næmi og til- finningu til að geta notið og metið fal- lega hluti og víst er að afi naut mynd- verkanna sinna og heimilisins. Afa var fjölskyldan það mikilvægasta, hann hafði kannski ekki mörg orð um það en hann fylgdist vel með og hlúði að henni eins og honum taldi sér skyldast og það er þannig sem minn- ingarnar um hann eru hvað hlýjastar og bestar. Að geta minnst hans og geta deilt minningunum með fjöl- skyldunni minni sem er fjölskyldan hans. Afi minn, ég kveð þig og ég sakna þín. Kristján Björn. Elsku afi. Það er með miklum trega sem ég kveð þig, en ég veit að núna hefur þú fundið friðinn, þann frið sem þú áttir skilið. Það er svolítið sérstök tilfinn- ing að standa frammi fyrir því að þú, eini afi minn, ert nú farinn. En þó að sorgin sé mikil þá er ég líka svo glöð og þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég átti með þér um æv- ina. Ég man það eins og það hefði verið í gær, þegar ég lítil hnáta með „tíkó“ kom til þín og ömmu og fékk að gista hjá ykkur og ég fékk að koma öllum hárspennunum mínum fyrir í hárinu á þér. Stundum var ekki bara hárið á þér sem fylltist af spennum heldur einnig bringuhárin. Seinna þegar ár- in liðu sóttist ég eftir að komast í vinnu til þín. Bræður mínir höfðu báðir unnið hjá þér og auðvitað varð ég að gera eins. Þó að aldurinn hafi þá verið farinn að segja til sín hjá þér dáðist ég alltaf að atorku þinni og vinnusemi. Ég naut þess að setjast hjá þér í kaffi og dást að útsýninu frá Sundaborginni yfir að Esjunni. Það var yfir þér einhver ró og yfirvegun sem féll vel að útsýninu. Ég vildi að ég gæti sagt frá öllu því sem við átt- um saman á þessum stundum, afi minn. En það eru dýrmætar minn- ingar sem ég mun varðveita vel. Seinna mun ég segja syni mínum frá „afa langa“ og hversu stórkostlegur hann var. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með þér síðustu daga þína hér í þessum heimi. Afi minn – ég elska þig af öllu hjarta. Dótturdóttir þín Helga Guðný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við systkinin kynntumst Kristjáni B. Þorvaldssyni fyrir hartnær 11 ár- um, þegar kærleikar tókust milli hans og móður okkar, Guðfinnu Ingv- arsdóttur, sem vörðu allt til dauða- dags hans. Við þökkum Kristjáni samfylgdina, færum móður okkar, börnum Krist- jáns og öðrum ættingjum hans inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa mikla heiðursmanns. Dóra, Ingvar og Pálína Ása. Í dag er kvaddur Kristján B. Þor- valdsson, frændi góður og hinn mesti sómamaður. Fyrstu kynni mín af Kidda, eins og hann var oftast kallaður, voru á Klapparstíg 42, en þar ólst hann upp hluta af sínum unglingsárum hjá afa mínum Kristjáni Berndsen, en á Klapparstígnum bjó einnig mín fjöl- skylda um nokkurra ára skeið. Ungur að árum hóf Kiddi störf hjá Friðrik Bertelsen og co. sem var þá eitt af stærstu innflutningsfyrirtækj- um Reykjavíkur. Þar komu fljótt í ljós hæfileikar hans í verslunarrekstri og innan tíðar var hann orðinn hægri hönd Friðriks Bertelsen. Kiddi var mörgum góðum kostum búinn. Hann var með afbrigðum snyrtilegur og vel klæddur svo af bar. Var fróður um menn og málefni og ættfróður. Þá hafði hann ágætan smekk fyrir myndlist og prýddu veggi heimilis þeirra hjóna verk meistaranna. Útivistarfólk voru þau hjónin og margar voru farnar skíðaferðirnar í Kerlingarfjöll. Árið 1961 var ég ráðinn til starfa hjá Kr. Þorvaldsson & co. en Kiddi hafði stofnað fyrirtækið 1954. Þá kynntist ég Kidda í raun og veru. Þvílíkur dugnaðarforkur og klár bisnessmaður sem hann var. Smekk- legur í innkaupum og naut trausts og vináttu viðskiptavina sinna. Þetta voru 12 ógleymanleg og lærdómsrík ár hjá Kidda, sem var góður húsbóndi og vinur. Nokkrar veiðiferðir voru farnar austur í Landbrot, að Fossi til Davíðs og Karitasar. Stundum mokveiddum við. Þá lentum við í svaðilförum á Mýrdalssandi, sem þá var oft meira og minna umflotinn vatni. Kiddi bar þá gæfu að eignast dásamlega eiginkonu, Guðnýju Eyj- ólfsdóttur úr Hafnarfirði. Hún stýrði heimilinu með miklum myndarbrag enda stórt heimili, 6 börn, og Guðlín móðir hennar. Guðný lést 1992 langt fyrir aldur fram, 66 ára. Lát Guðnýjar var þungt áfall fyrir Kidda, svo samrýnd sem þau voru og bar hann varla barr sitt síðan. Kæri Kiddi. Að leiðarlokum þökk- um við bræðurnir í Karfavogi 43 þann hlýja hug sem þú og Guðný báruð ávallt til móður okkar. Innilegar samúðarkveðjur færum við fjölskyldunni. Gunnar Hjaltested. KRISTJÁN BJÖRN ÞORVALDSSON  Fleiri minningargreinar um Kristján B. Þorvaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.