Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 25 HVAÐA verk mannanna lifa og hver gleymast, hefur oft skotið upp kollinum í hvíslingum manna á með- al, og þar er listsköpun sérstaklega háð alls konar duttlungum tísku, tækni og þjóðfélagsbreytinga. Cam- ille Saint Saëns er einn þeirra tón- skálda, sem hefur orðið fyrir barðinu á vægðarlausri gagnrýni fyrir ófrumleika, þó að allir sem til þekktu vissu að þar fór mikill kunn- áttu maður, bæði sem orgel og pí- anóleikari. Tvívegis, 1852 og 1864, sótti hann um Rómarverðlaunin en var hafnað í bæði skiptin, og sú tón- smíðin. Karnival dýranna, sem hann er frægastur fyrir, er samin til gam- ans og fyrst flutt af tónskáldinu sem skemmtiatriði í afmælisveislu. Þrátt fyrir þetta er hann enn á ferli og bæði konsertana, kammertónlistina og óperuna um Samson og Dalílu, er verið að flytja enn þann dag í dag. Á tónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar voru flutt þrjú verk eftir Saint-Saëns, fyrst sónata fyrir klarinett og píanó op. 167, þá Róm- ansa op. 37. fyrir flautu og píanó og síðast Tarantella op. 6. Í millum þessara verka voru fluttar fjórar umritanir á völsum eftir Shostakov- itsj, sem teknir eru úr ýmsum tón- verkum hans. Sigurður og Anna Guðný fluttu sónötuna eftir Saint- Saëns mjög fallega, en jaðarþætt- irnir eru þokkafull tónlist og þá sér- staklega upphaf 1. kaflans, sem són- ötunni lýkur á. Þar naut sín sérlega fallegur og syngjandi klarinettutónn Sigurðar, í vel mótuðum samleik Önnu Guðnýjar. Rómansan, sem er nokkuð laus í formi, er á köflum vel unnið verk, var fallega flutt af Guð- rúnu og Önnu Guðnýju, Sama má segja um Tarantelluna, sem státar af nokkrum sniðugum tónhugmynd- um og var skemmtilega flutt af tríóinu. Valsarnir eftir Shostakovitsj eru því miður ekki sérlega merkileg tón- list, svona einir og sér, enda teknir úr samhengi verka sem samin eru fyrir ballettinn Bolt, op. 27, og úr þremur kvikmyndunum Michurin op. 78, Ovod op. 97 og Endurkomu Maxims op 45 en umritanir eftir Atovm’yan eru teknar úr svítum sem nefndur Atovm’yan og höfund- urinn gerðu eftir kvikmyndatónlist, en Shostakovitsj samdi tónlist við nærri því 40 kvikmyndir, er var hans helsta tekjulind. Í kvikmynda- tónlist er það kvikmyndin og hin leikræna þróun hennar, sem setur tónskáldinu skorður, enda eru kvik- myndatónverk snillingsins allt ann- arrar gerðar en hann er þekktur fyrir í stærri verkum sínum og eru skilin þar sem dagur og nótt. Hvað um það, þá var flutningur Önnu Guðnýjar, Guðrúnar og Sig- urðar borinn uppi af fagmennsku, bæði hvað varðar samspil, tónmótun og túlkun í rómantísku verkunum, sem þó var helst til hófstillt í gam- anverkunum, þ.e. völsunum, þar sem vel hefði mátt glettast meira með tónmálið og einnig, að hafa hraðann meiri í Tarantellunni, sem er eins konar „dauðadans“, þess sem er að dansa úr sér eitur tar- antellunnar. Dimmt upphaf verksins eru váleg tíðindin en seinni hlutinn er trylltur dansinn í kappi við tím- ann og dauðann. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Guðrún Birgisdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guðmunds- dóttir fluttu verk eftir Saint-Saëns og Shostakovitsj. Þriðjudagurinn 19. ágúst 2003. KAMMERTÓNLEIKAR Rómantík og gamansemi Jón Ásgeirsson DANIEL Barenboim, hljómsveit- arstjórinn kunni, er staddur á Spáni þessa dagana þar sem hann gengst fyrir námskeiði fyrir unga ísraelska og arabíska tónlistarmenn í því skyni að brúa bilið milli þessara stríðandi fylkinga í Miðaust- urlöndum. Námskeiðið fer fram í bænum Pil- as í Andalúsíu en á myndinni stjórn- ar Barenboim æfingu fyrir tónleika í Maestranza-leikhúsinu í Sevilla. Reuters Brúarsmiðurinn Barenboim FURÐULEIKHÚSIÐ hefur verið endurvakið, en starfsemi leikhússins hefur legið niðri í tvö ár. Fyrsta frumsýningin eftir þetta hlé verður einþáttungur sem byggður er á ævi hetjunnar og píslarvottsins Jóhönnu af Örk. Fyrir rúmu ári frumflutti Ólöf Sverrisdóttir einleikinn The Fire í Exeter á Englandi. Einleikurinn var þá leikinn á ensku og var hluti af lokaverkefni Ólafar í meistaranámi í háskólanum í Exeter. Núna hefur leikritið verið þýtt á íslenska tungu og heitir Eldurinn. Sýningin hefur lengst og þróast og er nú stefnt að íslenskri frumsýningu í Tjarnarbíói 13. september. Ólöf Ingólfsdóttir dansari annast leikstjórn og hreyf- ingar á Íslandi en enskur leikstjóri var Jerri Daboo. Hingað til hefur leikhúsið einbeitt sér að barnasýningum og þótt oft hafi þær einnig höfðað til fullorðinna þá er Eldurinn fyrsta sýning Furðu- leikhússins sem er ætluð fullorðn- um. Seinna í vetur frumsýnir Furðu- leikhúsið svo nýtt íslenskt barnaleik- rit eftir Ólöfu Sverrisdóttir sem heit- ir Eins og fuglar himinsins. Að sögn Ólafar er þetta einlægt og hressilegt leikrit sem fjallar um traust og þá tilhneigingu okkar allra að van- treysta lífinu, Guði og okkur sjálfum og vera með eilífar áhyggjur. Persónur verksins koma með ýmsar tillögur til úrbóta enda lífleg- ar stelpur með skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Leikstjóri er Ólaf- ur Guðmundsson. Sýningin er far- andsýning, ætluð börnum 6–12 ára. Furðuleikhúsið sýnir á nýjan leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.