Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 19

Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 19 The New Eye - haust 2003 Við kynnum Pure Color - EyeShadow Duos www.esteelauder.com Blikandi stjörnur á hausthimni Hausttískan leggur áherslu á liti og leikræn tilþrif og Estée Lauder leiðir okkur inn í hauströkkrið með Pure Color EyeShadow Duos augnskuggasamstæðunum, djarflegum litasamsetningum þar sem djúpir litir og ljósir kallast á og gera augun stærri og tjáningarfyllri - ljá þeim stjörnublik á hausti. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versluninni í dag, föstudag og laugardag. GARÐBÆINGAR munu halda sér- stakan öryggisdag fjölskyldunnar á Garðatorgi á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 16. Þá sýna fyrirtæki og stofnanir þjónustu og búnað sem tengist öryggis- og slysavarna- málum heimila í Garðabæ. Öryggisdagurinn er hluti af verkefni sem mun standa yfir í nokkra mánuði og hefur það að markmiði að fækka slysum á heim- ilum í Garðabæ og fræða íbúa bæj- arins um slysavarnir og skyndi- hjálp. Rétt viðbrögð sýnd Margt áhugavert verður í boði fyrir alla fjölskylduna, til dæmis kynningar á búnaði og þjónustu. Lögregla og slökkvilið verða á staðnum og kynna starfsemi sína. Gestum gefst einnig tækifæri á að æfa fyrstu viðbrögð við slysum og sýnd verður notkun á öryggisbún- aði. Þá mun slökkviliðið sýna hvernig á að slökkva eld, leiðbein- endur í skyndihjálp verða með sýnikennslu og kynnt verða rétt viðbrögð í náttúruhamförum. Að verkefninu standa Garðabæj- ardeild Rauða kross Íslands og Garðabær. Meðal þess sem gert verður í tengslum við verkefnið er að birtar verða greinar og ábend- ingar sem tengjast öryggismálum í Garðapóstinum og gátlisti sendur inn á hvert heimili í bænum. Með því að fara yfir listann geta bæj- arbúar farið yfir og eflt slysavarnir á heimilum sínum. Öryggis- dagur fjöl- skyldunnar á Garða- torgi Garðabær ÞAÐ verður margt skemmtilegt í boði í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum á morgun, en þá fagna Leik- skólar Reykjavíkur því að 25 ár eru liðin síðan Reykjavíkurborg tók við rekstri 14 dagheimila, 5 skóladag- heimila og 17 leikskóla af Barna- vinafélaginu Sumargjöf. Í tilkynn- ingu frá Leikskólum Reykjavíkur segir meðal annars: „Margt hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er en í aldarfjórðung hefur Reykjavíkur- borg haldið áfram því góða starfi sem Sumargjöf hóf með rekstri fyrsta dagheimilisins árið 1924.“ Við hæfi þykir að gleðjast og gera sér dagamun á þessum tímamótum og bjóða því Leikskólar Reykjavík- ur öllum leikskólabörnum í Reykja- vík og fjölskyldum þeirra í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn, þar sem fjölskyldurnar geta skemmt sér í fallegu umhverfi garðsins. Garðurinn er opnaður kl. 10 en formleg dagskrá hefst kl. 12. Þá mun Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavík- ur, setja hátíðina og því næst ávarp- ar Þórólfur Árnason borgarstjóri afmælisgesti. Birgitta Haukdal söngkona mun síðan stjórna afmæl- issöng fyrir „afmælisbarnið“. Fleira verður á dagskrá í garðinum, en fyrst og fremst er ætlunin að börn og fullorðnir eigi skemmtilegan dag saman og njóti þess sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Fólk er hvatt til þess að taka með sér nesti og skapa þannig lautarferðarstemn- ingu, en einnig er hægt að notfæra sér stóra grillið í Fjölskyldugarð- inum. Leikskólar Reykjavíkur fagna 25 ára afmæli Reykjavík ÞRÁTT fyrir ungan aldur stefnir söngneminn Jón Svavar Jósefsson nú óhræddur til Vínarborgar þar sem hann hyggst nema sönglist, þýsku og önnur tónlistartengd fræði. Jón lauk burtfararprófi frá tónlistarskóla Garðabæjar í vor með hæstu einkunn og hefur hann engar efasemdir um að söngurinn og tónlistin séu það sem koma skal í hans lífi, þar liggi hans framtíð. „Hugmyndin er að vera úti í Vín í svona þrjú til þrettán ár, enda er lífið fullt af möguleikum og maður má ekki útiloka neitt,“ segir Jón, sem fer ekki alltaf troðnar slóðir í nálgun sinni á tónlist og vali á söng- efni. Á burtfarartónleikum sínum söng hann meðal annars vísur Æra Tobba, kunnar þjóðvísur með skrýtnum blæ, við tónlist Karls O. Runólfssonar, sem tilbrigði við hin- ar hefðbundnu óperuaríur. Jón lærði söng undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Þá leiðsögn segir Jón hafa opnað fyrir margt fleira en sönginn. „Þegar maður fer að læra að opna svona fyrir hljóðið og líkamsstöðu sína, þá fer að opnast fyrir svo margt fleira í lífinu, maður verður allur opnari og hressari og meira lifandi. Þetta er það mikilvægasta við söngnámið að mínu mati.“ Frönsk kvikmyndatónlist er lifandi, einföld og falleg Jón er mikill áhugamaður um hljóðfæraleik, hann leikur meðal annars á harmóníku, gítar og píanó og hefur nú stundað harmóník- unám í eitt ár og hefur þegar náð nokkru valdi á þessu flókna hljóð- færi. „Harmonikkan hefur alltaf heillað mig, ég er kannski undir miklum áhrifum frá franskri kvik- myndatónlist, til dæmis úr mynd- unum Delicatessen og Amelie. Hún er svo einföld en samt svo tilfinn- ingarík og falleg. Ég hef líka ofboðslega gaman af því að læra á ný hljóðfæri og mig langar til þess að læra á eins mörg hljóðfæri og ég get í lífinu. Það er eitthvað sem ég ætla aldrei að hætta.“ Tekjur og peningar geta reynst mörgum hindrun þegar kemur að námi erlendis, en Jón lumar þar á leynivopni. Hann er sveitastrákur, Eyfirðingur að ætt og uppruna og stoltur af því og er þess vegna ekki óvanur sveitastörfum. Jón hefur undanfarin tvö ár lært og starfað við hestajárningar og hefur þegar komið sér fyrir í starfi við slíka iðju í Austurríki. „Það er náttúrulega gríðarlegur áhugi á íslenska hest- inum í Austurríki, margir Austur- ríkismenn eiga íslenska hesta og mikil eftirspurn eftir liðtækum járningamönnum. Því ætti sosum ekki að væsa um mig þarna úti.“ Þess má að lokum geta að Jón hyggur á kveðjutónleika áður en hann flytur utan um miðjan sept- ember, þó engin dagsetning sé fest á slíkan viðburð. Söngurinn opnar fyrir allt Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Svavar Jósefsson hyggst nema sönglist og hljóðfæraleik á komandi ár- um, auk þess sem hestajárningar verða á dagskránni í Austurríki. Reykjavík UMHVERFISNEFND Mosfells- bæjar hefur veitt umhverfisviður- kenningar ársins 2003. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallega einkagarða, umhverfi fyrirtækja og vel hirtar og snyrtilegar götur. Var valið að sögn erfitt, þar sem mikil og almenn áhersla er lögð á fallegt umhverfi í Mosfellsbæ og mikið um fallegar götur og lóðir. Þrátt fyrir erfitt val urðu þó á endanum þrír aðilar ofan á sem hlutu viðurkenn- ingu Umhverfisnefndar Mosfells- bæjar. Þessum aðilum var boðið í hátíðlega móttöku föstudaginn 15.ágúst s.l. og þar afhenti formað- ur nefndarinnar, Klara Sigurðar- dóttir, viðurkenningarskildi og skjöl. Eftirfarandi aðilar hlutu viður- kenningu Umhverfisnefndar Mos- fellsbæjar:  Dröfn Sigurgeirsdóttir og Helgi Ólafsson fengu viðurkenningu fyrir fallegan einkagarð í Hvammi.  Kentucky Fried Chicken, Há- holti 9, hlaut viðurkenningu fyrir fallegt og metnaðarfullt umhverfi fyrirtækisins.  Íbúar við Lækjartún fengu við- urkenningu fyrir snyrtilega og fal- lega götu. Klara Sigurðardóttir, formaður Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, ásamt hróðugum handhöfum umhverfisviðurkenninga. Mosfellsbær veitir umhverfis- viðurkenningar Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.