Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) greiddi Hafri ehf., einkahlutafélagi í eigu Sig- urðar Garðarssonar, sem þá sat í stjórn FLE, þrettán milljónir króna á árunum 2000–2002 fyrir veitta ráðgjafarþjónustu, þar af 12,5 milljónir vegna áranna 2001 og 2002. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjár- hagsleg samskipti stjórnar og stjórnenda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ríkisendur- skoðun telur að flest þeirra verkefna sem Sigurður tók að sér hafi verið þess eðlis að aðrir hafi einnig getað tekið þau að sér. Ljóst sé að fjárhagsleg samskipti af þessu tagi séu óæskileg og til þess fallin að vekja tortryggni. Sömu reglur og sjónarmið liggi til grundvallar og hjá ríkinu Tekið er fram í greinargerðinni að þrátt fyrir að FLE hafi verið breytt í hlutafélag og lúti þar með ákvæðum hlutafjárlaga sé sjálf- sagt og eðlilegt – í ljósi þess að fyrirtækið er að fullu í eigu ríkisins og starfi a.m.k. ekki að öllu leyti á samkeppnismarkaði – að leggja til grundvallar sömu reglur og sjónarmið og al- mennt gilda hjá ríkinu um fjárhagsleg sam- skipti stjórnenda við fyrirtækið, risnu, gjafir og ferðakostnað. Stjórn FLE telur á hinn bóginn að með löggjöf um félagið hafi Alþingi lagt áherslu á að losa þá starfsemi sem félagið stundar úr höftum ríkisrekstrar. Þá hafi ný lög um skip- an opinberra innkaupa, sem tóku gildi um mitt ár 2001, leyst af hólmi þau ákvæði sem í gildi voru þegar starfsleyfi félagsins var gefið út haustið 2001. Þessu hafnar Ríkisendurskoðun og minnir á að í rekstrarleyfi fyrir FLE komi fram að hún skuli haga starfsemi sinni í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og lög um skipan opinberra framkvæmda. Telur Rík- isendurskoðun að breyta hefði þurft rekstr- arleyfi FLE til að undanskilja félagið þessum skilyrðum. Umfangsmeiri verkefni en eðlilegt getur talist Þegar byggingarnefnd vegna framkvæmda við Suðurbyggingu var lögð niður síðla árs 2000 taldi stjórn FLE nauðsynlegt að hún tæki að sér yfirumsjón með framkvæmdinni. Samþykkt var á stjórnarfundi að heimila framkvæmdastjóra að gera verktakasamning við Sigurð Garðarsson, stjórnarmann í FLE, til að vinna að samræmingu og eftirliti við byggingarframkvæmdir. Gerður var samn- ingur við Hafur ehf., einkahlutafélag Sig- urðar. Í honum var gert ráð fyrir að greitt yrði tímagjald fyrir verkefnin, 4.700 kr., og að ekki skyldi greiða fyrir meira en 90 klst. í hverjum mánuði. Þá var kveðið á um að öll verk skyldi að jafnaði aðeins vinna ef fyrir lægi formleg beiðni um þau. Greiðslur til Sigurðar námu um 13 millj- ónum króna árin 2000–2002 en þar af voru 444 þúsund vegna ársins 2000. Öllum reikn- ingum Hafurs fylgdi tímaskýrsla þar sem gerð var grein fyrir öllum unnum tímum. Á stjórnarfundi í desember 2002 tilkynnti Sig- urður úrsögn sína úr stjórn FLE en tekið var fram að hann myndi áfram vinna að verk- efnum fyrir félagið. Vanhæfur til þess að sitja í stjórn Ríkisendurskoðun telur að þau verkefni, sem Sigurður fékk sérstaklega greitt fyrir á árunum 2000–2002, hafi verið mun umfangs- meiri en eðlilegt getur talist þegar stjórn- armaður á í hlut. Svo umtalsverð verktaka Sigurðar fyrir félagið hafi bersýnilega gert hann vanhæfan til þess að fjalla um og af- greiða sömu mál innan stjórnar FLE. Aðeins hafi fundist eitt dæmi um að Sigurður hafi vikið af fundi vegna vanhæfis. Telur Rík- isendurskoðun einnig að flest þeirra verkefna sem Sigurður tók að sér hafi verið þess eðlis að aðrir hafi getað tekið þau að sér. Ríkisendurskoðun segir ljóst að fjárhagsleg samskipti af þessu tagi séu óæskileg enda til þess fallin að vekja tortryggni auk þess sem þau samrýmist ekki sjónarmiðum sem búa að baki fyrirmælum bæði hlutafélagalaga og starfsreglna stjórnarinnar. Þótt ekki hafi ver- ið samið um heildarfjárhæð fyrir verkefnin hafi aðilum mátt vera ljóst að umrædd sér- fræðiþjónusta hafi verið það umfangsmikil að gæta þyrfti að ákvæðum laga um opinber innkaup en í þeim sé tekið fram að jafnan skuli gætt hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra seljenda. Ekki gerðar athugasemdir við tilfallandi vinnu stjórnarmanna Greiðslur FLE til Nýsis, sem Stefán Þór- arinssson, varformaður stjórnar FLE, er einn aðaleigenda að, námu 1,9 milljónum króna árin 2001 og 2002. Nýsir fékk greitt vegna tilfallandi vinnu Stefáns fyrir FLE, og voru greiddar vinnu- stundir Stefáns 231,5 klst. en í minnisblaði Stefáns til Ríkisendurskoðunar kemur fram að hann álítur sig hafa varið 1.172 klst. í þágu FLE árin 2000–2002. Taldi Stefán að ein- ungis hafi verið óskað eftir endurgjaldi fyrir verk sem stjórn FLE hafi sérstaklega falið honum. Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemdir við að stjórnarmönnum sé greitt fyrir tilfall- andi vinnu sem ekki sé með sanngjörnum hætti hægt að telja til hefðbundinna stjórn- arstarfa. Sé aftur á móti litið til eðlis verkefn- anna sem greitt hafi verið fyrir verði ekki betur séð en a.m.k. sum þeirra sé eðlilegt að telja til hefðbundinna stjórnarstarfa. Þá gagnrýnir stofnunin að reikningar vegna þessarar vinnu séu gerðir af Nýsi, gera verði skýran greinarmun á störfum Stefáns sem stjórnarmanns og störfum sem hann taki að sér fyrir Nýsi. Greiðslur FLE til Gísla Guðmundssonar, stjórnarformanns félagsins, námu 732 þús- undum króna árið 2001, en langstærsti hluti þeirrar upphæðar var vegna vinnu við gerð kjarasamnings við starfsfólk FLE en stjórn FLE hafði ákveðið að greiða bæði formanni og varaformanni sérstaklega fyrir þau störf og gerir Ríkisendurskoðun ekki athugasemd- ir við það. Gísli fékk greitt fyrir 22 klst. vinnu vegna funda um fjármál, byggingarmál og funda með sýslumanni og telur Ríkisendurskoðun að sú vinna stjórnarformannsins hafi verið hluti af hefðbundnu hlutverki hans og því orki tvímælis að greiða sérstaklega fyrir hana. Ekki alvarlegar athugasemdir við risnu eða ferðakostnað Ríkisendurskoðun valdi úrtak fylgiskjala er vörðuðu risnu FLE og lagði ekki mat á önnur risnutilefni en þau sem lentu í úrtakinu. Stofnunin gerði engar sérstakar athugasemd- ir við risnukostnað FLE en bendir þó á að ekki verði séð að stjórnarformaður samþykki meiriháttar risnu framkvæmdastjóra eins og eðlilegt verði að teljast. Við athugun á ferðakostnaði FLE komu fram tiltekin atriði sem Ríkisendurskoðun taldi að betur mætti fara, en hún greinir að öðru leyti ekki frá, og var athugasemdum vegna þeirra komið á framfæri við stjórn og framkvæmdastjóra FLE að því er segir í greinargerðinni. Þá fór Ríkisendurskoðun yfir útgjöld FLE vegna gjafa og styrkja. Stærsti hlutinn var styrkir vegna árshátíðar starfsmanna og jóla- gjafir til þeirra og viðskiptavina félagsins. Ríkisendurskoðun bendir þó á að í gjafa- kostnaði sé afmælisgjöf til framkvæmdastjór- ans upp á 200 þúsund krónur. Segir að þar hafi verið að ræða greiðslu upp í golfferð hans. Að mati Ríkisendurskoðunar eru engin rök fyrir svo veglegri gjöf til starfsmanns sem hafi innan við tveggja ára starfsreynslu. Þetta sé í algeru ósamræmi við þær reglur og hefðir sem tíðkist í þessum efnum hjá rík- isfyrirtækjum. Að því er snertir laun framkvæmdastjóra bendir Ríkisendurskoðun á að þrátt fyrir að í ráðningarsamningi sé tekið fram að í föstum launum hans sé falin öll yfirvinna hafi hann fengið greidda yfirvinnu vegna vinnu við gerð kjarasamnings við starfsmenn. Að öðru leyti telur stofnunin launagreiðslur til fram- kvæmdastjóra vera í samræmi við ráðning- arsamning. Greinargerð Ríkisendurskoðunar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg Óæskileg fjár- hagsleg samskipti Ríkisendurskoðun segir í greinargerð um Flugstöð Leifs Eiríkssonar að fjárhagsleg samskipti félagsins við einstaklinga úr stjórn þess séu óeðlileg. Hún telur að líta beri til laga og reglna um opinberar stofnanir þegar fjármál FLE eru metin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.