Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 40

Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar góður skriður er kominn á skólastarfið hér í Finnlandi, er skólastarfið um það bil að byrja á Íslandi. Hér í Finnlandi byrj- uðu skólarnir 11. ágúst, en byrjar á Íslandi 22.8. Í fljótu bragði virðist skólaárið mun lengra hér í Finnlandi, heldur en á Íslandi, en þegar málið er skoðað betur kemur í ljós að skóla- árið er nokkuð svipað í báðum lönd- unum. Sumarleyfið er að vísu eitthvað styttra í Finnlandi, en munurinn hefur minnkað mikið, því kennslan á Íslandi er til 7. júní næsta vor en er hér til 31. maí. Í Finnlandi er viku haustleyfi október og viku vetrarleyfi, (skíðaleyfi) í lok febr- úar, en á móti kemur mun lengra páskaleyfi á Íslandi. Í Finnlandi eru vinnudagar nemenda á kom- andi skólaári samtals 189 en á Ís- landi 180 vinnudagar. En íslenskir kennarar ná svo til jafnmörgum vinnudögum á ári með starfsdögum sem bætast við kennsluna. Mikil vakning hefur átt sér stað á meðal foreldra finnskra barna um umferðaröryggi skólabarnanna. Vakningin byrjaði fyrir ári sídan í Helsinki er 9 ára stúlka á leið í skólann varð þar fyrir bíl , sem ók yfir á rauðu ljósi á merktri gang- braut á gatnamótum. Stúlkan lét lífið í slysinu. Í kjölfarið hafa for- eldra hafið baráttu gegn ökufönt- um, og baráttu til að tryggja öryggi barna sinna í umferðinn. Nú við upphaf skólaársins þegar um 65 þúsund finnsk börn hófu skóla- göngu í fyrsta skipti, voru foreldrar mjög framtakssamir í að leiðbeina og tryggja farsæla skólaleið barnanna í umferðinni. Vafalaust gera foreldrar íslenskra skólabarna slíkt hið sama. Mjög mörgum finnst skólarnir byrja of snemma í Finnlandi og sumarið hafi verið allt of stutt. En ágústveðrið léttir samt aðeins upp- haf skólagöngunnar hér, því fyrstu vikurnar í ágúst hefur hitastigið að- eins verið um 17 C - 22 C, sem þyk- ir ekki mikið borið saman við hita- stigið í júlí er sólin glampaði látlaust í 3 vikur, med 30 C hita all- an tímann og fór stundum í 31 C, og var oft seint á kvöldin 25 C hiti. Finnar vilja helst vera í Finn- landi yfir sumarmánuðina og njóta finnska sumarsins. En hina mán- uðina eru þeir mjög ferðaglaðir, og skýrasta dæmið er hinn mikli straumur finnskra ferðamanna með skemmtiferðaskipum frá Helsinki til Tallín í Eistlandi, en á fyrstu 6 mánuðum ársins höfðu 2 1/2 millj- ónir manna lagt leið sína þangað. Og rúmar 4 milljónir manna sigldu á sama tíma milli Helsinki og Stokkhólms, og mesti hlutinn með finnsku risaskipafélögunum Viking- Line og Silja-Line. Finnar smíða sjálfir stærsta hluta skemmtiferðaskipanna á þessum leiðum. Skipasmíðar eru geysiöflugar í landinu og mikið selt af lúxus-skemmtiferðaskipum til útlanda, svo það er ekki bara finnska fyrirtækið Nokia sem er viðskiptastórveldi hér í Finnland. Hinn mikli ferðamannastraumur Finna til Eistlands þýðir auðvitað að margir fara þangað mörgum sinnum á ári, enda eru þetta ódýrar siglingar med lúxus-skemmtiferða- skipum, og Tallín er mjög athygl- isverð borg, sérstaklega gamli hlut- inn. Nýlega gerði ég til gamans könnun hjá finnskum nemendum mínum í nokkrum 7. bekkjunum mínum, um ferðir þeirra til Tallíns. Í ljós kom að nánast allir höfðu ferðast þangað, og sumir mörgum sinnum. Og við samkennararnir i skólanum mínum hér í Suður-Finn- landi höfum einnig nýtt þessa möguleika, og slegið tvær flugur í einu höggi, með vinnu og skemmt- un. Og oft höfum við haldið í slíkar ferðir á haustin eða vorin, og haldið 1/2 „starfsdag“ í einu, í fundarsöl- um skipanna. En „starfsdagarnir“ hér eu 3, utan við venjulega stunda- töflu. En nú höfum við siglt svo oft til Tallín, að við héldum nýlega fyrsta 1/2 „starfsdaginn“ með hefð- bundnum hætti, í fallegu finnsku umhverfi í gömlu aðalsetri við nær- liggjandi stöðuvatn. Að vinnudag- skránni lokinni tilheyrir á slíkum stöðum að grilla og fara í sauna og skella sér til sunds í vötnunm, enda hitastig stöðuvatnanna enn 20 C, en var þegar best lét í júlí 25 C. Á ferðum mínum til Tallín hef ég tekið eftir að Eistlendingar eru smátt og smátt að verða vinsam- legri í þjónustu sinni við ferða- menn. En í byrjun sjálfstæðisins voru þeir mjög stirðir, enda ekki öðru vanir er þeir voru undir kommúnistískum járnhæl Sovet- ríkjanna. Næsta vor ganga Eistlendingar í Evrópusambandið, og Finnar þurfa því ekki lengur að sýna vegabréf á leið til Eistlands, en öðru máli gegnir um Íslendinga. Í byrjun ágúst sl. var ég á ferðinni til Tallín, og enn einu sinni undraðist ég töf- ina við vegabréfsskoðun hins ís- lenska vegabréfs. Dettur mér helst í hug að ungir Eistlendingar viti hreinlega ekki hvaða land Ísland er, og í því sambandi mætti auðvit- að rifja upp fyrir þeim að Ísland varðfyrst til viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Í gamla Hansa-borgarhlutanum í Tallín er alltaf jafn heillandi að ganga um, enda blikkbeljan alveg bönnuð á þeim slóðum. Já, á ágúst- dögum var sannarlega alþjóðlegt andrúmsloft í borginni, og mikill fjöldi ferðamanna frá öllum heims- hornum fyllti götur og útiveitinga- hús sem eru þar í massavís. Og svona í leiðinni má geta þess að skólastarfið hefst 1. september í Eistlandi. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Frá furuskóg- arlandinu Frá Björgvin Björgvinssyni í Finnlandi:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.