Morgunblaðið - 22.08.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 22.08.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 11 „STJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. setti sér í upphafi markmið í rekstrinum sem náðst hafa í meginatriðum. Þegar hún tók við verkefninu stefndi heildarkostnaður vegna nýrrar suðurbyggingar flugstöðvar- innar, og stækkunar og breytingar eldri byggingar (norðurbyggingar), í 4.772 millj- ónir króna í október 2000. Meginverkefnið var að draga úr kostnaði en sjá jafnframt til þess að tilteknum verkáföngum lyki í flug- stöðinni fyrir 25. mars 2001 þegar Shengen- samstarf 15 Evrópuríkja tæki gildi. Staðreyndin er sú að það tókst að minnka kostnað við framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar um 800 milljónir króna og þann- ig var unnt að halda heildarkostnaði verks- ins innan ramma fjárhagsáætlunar. Heild- arkostnaður verksins varð 3.947 milljónir króna. Jafnframt tókst að ljúka á tilskildum tíma nauðsynlegum framkvæmdum í flug- stöðinni í samræmi við skuldbindingar Ís- lendinga gagnvart Schengen-samstarfinu. Þessum mikilvæga árangri var náð með breytingum og endurskipulagningu á fram- kvæmdaáætlun og stóreflingu kostnaðareft- irlits. FLE er fjárhagslega sterkt félag og hefur náð að fullnægja kröfum og væntingum sem til þess voru gerðar í upphafi. Það var rekið með 839 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2002, greiddi skuldir sínar niður um 700 milljónir króna og greiddi jafnframt 10% arð í ríkissjóð, 250 milljónir króna. Um lagalega stöðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Ríkisendurskoðun og stjórn FLE greinir á um lagalega stöðu félagsins og um vinnu- brögð, sem er kjarni þess máls sem hér um ræðir. Ríkisendurskoðun segir í greinargerð sinni m.a.: „Þrátt fyrir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi verið breytt í hlutafélag og lúti þar með ákvæðum hlutafélagalaga telur Ríkisendur- skoðun sjálfsagt og eðlilegt í ljósi þess að hér er um að ræða fyrirtæki, sem er eftir sem áður að fullu í eigu ríkisins og starfar a.m.k. ekki að öllu leyti á samkeppnismark- aði, leggi til grundvallar sömu reglur og sjónarmið og almennt gilda hjá ríkinu um fjárhagsleg samskipti stjórnenda við fyr- irtækið, risnu, gjafir og ferðakostnað“ (bls. 5). „Í þessu sambandi má t.d. benda á að í lið 2.5 í rekstrarleyfi fyrir FLE hf. kemur fram að rekstarleyfishafinn skuli haga starfsemi sinni í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og lög um skipan opinberra fram- kvæmda“ (bls. 5–6). „Að mati Ríkisendurskoðunar er eðlilegt að hluthafi á borð við ríkið setji þeim, sem það treystir fyrir stjórnarsetu í félagi af þessu tagi, formlegar leiðbeiningar og fyr- irmæli um hvernig þeir skuli almennt haga störfum sínum og hvaða reglur eða sjón- armið þeir skuli hafa í huga t.d. við ákvörð- un stjórnarlauna, þóknana og við önnur fjár- hagsleg samskipti þeirra við viðkomandi félag“ (bls. 6). Stjórn FLE telur að þessi sjónarmið Rík- isendurskoðunar séu ekki í samræmi við anda laganna sem Alþingi setti, enda var áhersla lögð á að losa félagið undan hefð- Athugasemdir stjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Stjórn Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. hefur sent frá sér athugasemdir vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stjórnin telur að gagnrýni Ríkisend- urskoðunar byggist á röngum forsendum þar sem FLE sé hlutafélag en ekki ríkisstofnun. Stjórnin átelur einnig vinnu- brögð Ríkisendurskoðunar.  Ríkisendurskoðun sníður athugun sinni afar þröngan stakk. Hún fjallar ekki um fjárhagslega þróun félagsins, rekstur þess eða hvort tekist hafi að ávaxta fjármuni eigandans.  Ríkisendurskoðun og stjórn Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) greinir á um lagalega stöðu félagsins og um grundvallarvinnubrögð. Stjórn FLE starfar í samræmi við lög sem Alþingi setti um félagið og í sam- ræmi við ný lög um opinber innkaup og um skipan opinberra framkvæmda. Andi laga um FLE er sá að losa starf- semina úr hefðbundnum ríkisrekstri. Á það sjónarmið fellst Ríkisendurskoðun ekki.  Ríkisendurskoðun slær fram ýmsum glannalegum fullyrðingum og hæpnum eða beinlínis röngum ályktunum í grein- argerð sinni. Þar er og ranglega farið með hverjir sitja í stjórn FLE og vísað er í fylgiskjöl sem ekki fylgja grein- argerðinni! Fleiri slík atriði mætti nefna sem hljóta að vekja upp spurningar um fagleg vinnubrögð Ríkisendurskoðunar. Helstu athuga- semdir stjórnar FLE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.