Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNSKÆTT TILRÆÐI Einn af áhrifamestu leiðtogum sjía-múslíma í Írak, ajatollah Mo- hammed Baqir al-Hakim, fórst ásamt a.m.k. 84 öðrum í sprengju- tilræði í hinni helgu borg Najaf í gær. Á þriðja hundrað manns slös- uðust. Talsmenn fylkingar hans sögðust vissir um að stuðningsmenn Saddams Husseins hefðu staðið á bak við tilræðið. Gripdeild í banka Ungur karlmaður var handtekinn með þýfi eftir gripdeild í útibúi Ís- landsbanka við Eiðistorg í gær. Lög- reglan handsamaði manninn ör- skömmu síðar á strætisvagnabiðstöð skammt frá bankanum. Náðist þýfið og var því komið til skila. 38 sagt upp hjá KÁ Öllu starfsfólki Hótels Selfoss og skrifstofu Kaupfélags Árnesinga, KÁ, alls 38 talsins, hefur verið sagt upp. KÁ er í greiðslustöðvun vegna mikilla rekstrarerfiðleika. Campbell hættir Alastair Campbell, sam- skiptastjóri Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að hann myndi hætta störfum innan fárra vikna. Sagðist Campbell vera hreykinn af starfi sínu en álagið væri mikið. Blair fór fögrum orðum um Campbell og sagði hann ávallt verða góðan vin sinn. L a u g a r d a g u r 30. á g ú s t ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Minningar 32/37 Erlent 14/16 Messur 38/39 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 38/39 Akureyri 18/19 Myndasögur 40 Suðurnes 20 Bréf 40 Árborg 21 Staksteinar 42 Landið 21 Dagbók 42/43 Neytendur 22 Íþróttir 44/47 Heilsa 23 Leikhús 48 Listir 24/25 Fólk 48/53 Forystugrein 38 Bíó 50/53 Menntun 26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27/32 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Hreyfing. Blaðinu er dreift á höfuðborgar- svæðinu. NÝR vegur um Bröttubrekku var opnaður formlega í gær af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Jóni Rögnvaldssyni vega- málastjóra. Klipptu þeir á borða við sýslumörk Dalasýslu og Mýra- sýslu við það tækifæri. „Þessi nýi vegur hefur mikla þýðingu fyrir Dalabyggðina og bætir vetrarsamgöngur til mikilla muna. Jafnframt er vegurinn mik- ilvægur fyrir Vestfirðinga sem nýta þessa leið,“ segir Sturla. Vestfjarðavegur um Bröttu- brekku tengir Borgarfjörð frá þjóðvegi 1 við Búðardal og er liður í bættu vegasambandi milli byggð- arlaga á Vesturlandi. Magnús Val- ur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Vesturlands- umdæmi, segir nú kominn heils- ársveg á milli Dalasýslu og Borg- arfjarðarsýslu. Áður hafi fólk þurft að fara um 25 km lengri leið um Heydal og Skógarströnd. Eftir að brúin yfir Gilsfjörð kom bætir þetta til muna samgöngur við sunnanverða Vestfirði og í framtíðinni mun leiðin frá norð- anverðum Vestfjörðum liggja um Bröttubrekku að sögn Magnúsar. Þetta sé því eiginlega tenging Vesturlands og Vestfjarða við um- heiminn. Sturla segir að nú sé fyrsta stórverkefninu á sviði samgangna lokið á þessu ári en ráðgert er að eyða tíu milljörðum króna til sam- göngubóta í ár. Sérstök aðgerð- aráætlun í öryggismálum hefur verið unnin í samgönguráðuneyt- inu og segir samgönguráðherra framkvæmdir á árinu miðast að því að auka öryggi vegakerfisins. Vakti hann athygli á þessu við opnun Bröttubrekku í gær enda hefði sá vegur verið með erfiðari vegarköflum. „Endurbygging þessa vegar er liður í því að fækka þessum hættulegu köflum.“ Nýi vegurinn liggur á svipuðum slóðum og sá gamli en beygjur eru færri og ekki eins krappar og eins er brattinn mun minni. Nýja leiðin liggur mest í 403 metra hæð eins og gamli vegurinn lá en er nú lögð bundnu slitlagi. Hafist var handa við að leggja nýja veginn um Bröttubrekku árið 1999. Lengd vegarkaflans er 11,3 km og voru 550 þúsund rúmmetr- ar af efni notaðir til fyllingar. Heildarkostnaður tveggja áfanga þessarar framkvæmdar nemur um 600 milljónum króna. Nýr vegur um Bröttubrekku opnaður Morgunblaðið/Þorkell Beygjur um Bröttubrekku eru nú færri og ekki eins krappar og á gamla veginum. Þá er brattinn mun minni. Sturla Böðvarsson og Jón Rögn- valdsson klipptu á borðann. STÚLKAN sem lést af slysförum á Torremolinos á Spáni aðfaranótt mið- vikudags hét Stefanía Guðrún Pét- ursdóttir, til heimilis á Prestastíg 11 í Reykjavík. Hún var fædd hinn 23. október árið 1984 og eru foreldrar hennar Sigrún Edda Sigurðardóttir og Pétur Emilsson. Stefanía Guðrún átti fjögur eldri systkini. Hugðist hún hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti nú í haust. Lést af slysförum VALSMENN voru sannarlega léttir í lund þegar þeir mættu á Hlíðarenda í gærkvöldi til að fagna heimkomu knattspyrnukappans Guðna Bergs- sonar eftir langan og farsælan at- vinnumannsferil hans með Totten- ham Hotspur og Bolton Wanderers á Englandi. Meðal þeirra er samfögn- uðu og heiðruðu Guðna með nærveru sinni voru Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu árin 1985 og 1987, gaml- ir handboltafélagar Guðna, stjórn- armenn og ötulir stuðningsmenn. Slegið var á létta strengi fram eftir kvöldi og á sjónvarpsskjá voru sýndar myndir af sigurleik Vals gegn Món- akó í Evrópukeppni meistaraliða árið 1988. Hér nælir Grímur Sæmundsen, formaður Vals, heiðursmerki félags- ins í barm Guðna. Morgunblaðið/Arnaldur Guðni heiðraður STAÐA þriggja efstu manna í landsliðsflokki Skákþings Ís- lands er óbreytt eftir 6. umferð- ina í gærkvöldi þar sem þeir unnu allir sínar skákir. Hannes Hlífar Stefánsson er efstur með 5½ vinning og jafnir í öðru og þriðja sæti eru Þröstur Þór- hallsson og Róbert Harðarson með 4½ vinning hvor. Stefán Kristjánsson er í fjórða sæti með 3½ vinning. Sjöunda um- ferð verður tefld í dag. Efstu menn unnu skák- ir sínar NÚ STANDA yfir framkvæmdir til þess að draga úr hættu á grjóthruni við Sævarhöfða í Reykjavík. Leiðin er mjög fjölfarin því íbúar í Bryggjuhverfi keyra hana á leið sinni til og frá miðborginni. Sigfús Þormarsson, verkstjóri hjá Ístaki, segir að verið sé að útbúa fláa á hamarinn en með því dregur úr hættu á grjóthruni. Vegna framkvæmdanna hefur þurft að loka leiðinni en starfsmenn Ístaks eru óánægðir með að margir íbúar Bryggjuhverfisins skuli ekki virða lokanir á götunni og við það skapast mikil hætta því að sumt grjótið sem hrynur niður við fram- kvæmdirnar vegur mörg tonn og gæti valdið miklum skaða ef bíll yrði fyrir því. Sigfús segir að verklok séu áætl- uð 1. október næstkomandi. Morgunblaðið/Ómar Stöðva grjóthrun HESTAMAÐUR datt af baki við bæinn Syðri-Hofdali í Skagafirði um áttaleytið í gær- kvöldi. Í fyrstu var óttast að hestamaðurinn hefði misst meðvitund en er komið var að honum reyndist svo ekki vera. Var hann að taka þátt í hrossa- rekstri meðfram veginum um Blönduhlíð er óhappið átti sér stað. Hestamaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Læknar þar ákváðu að senda hann til Ak- ureyrar til frekari rannsókna og sneiðmyndatöku. Bílvelta á Stokksnesi Eldri fólksbíll með fjórum ungmennum innanborðs valt á Austurfjörum við Stokksnes, sunnan Hafnar í Hornafirði, um hálfáttaleytið í gærkvöldi. Ungmennin voru öll í beltum og sluppu við meiðsl, utan þess að bílstjórinn fékk smáskrámur. Að sögn lögreglu á Höfn missti bílstjórinn stjórn á bílnum í sandi. Datt af baki í Skagafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.