Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Valdi-marsson fæddist í Norðurgarði á Skeiðum 29. júlí 1915. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 17. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, f. 26. júní 1880, d. 26. júlí 1972, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 29. október 1876, d. 7. október 1970. Systkini hans eru Guðrún, f. 3. ágúst 1906, d. 1. nóvember 1930; Björn Ingimar, f. 11. nóvember 1907, d. 2. ágúst 1985; Guðmundur, f. 21. nóvember 1908, d. 18. apríl 1984; Þorbjörg, f. 13. febrúar 1910; Finnbogi, f. 28. desember 1911, d. 27. febrúar 1991; Sigurmar Ágúst, f. 30. ágúst 1913, d. 21. júní 1914; og Margrét, f. 10. ágúst 1921. Eiríkur kvæntist 21. nóvember 1948 Rósu Pétursdóttur, f. 19. september 1919. Foreldrar hennar voru Pétur Guðmunds- son, bóndi í Stóru-Hildisey, og kona hans, Soffía Guðmunds- dóttir. Börn Eiríks og Rósu eru: 1) Ragnheiður, gift Gunnari Har- aldssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; 2) Sig- mar, kvæntur Sig- ríði Ástmundsdótt- ur, þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn; 3) Pétur, í sambúð með Jónu Jónsdóttur; 4) Sæv- ar, kvæntur Ingu Finnbogadóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; 5) Valdimar, í sam- búð með Guðbjörgu Hrafnsdóttur; 6) Jónas Guðmundsson, stjúpsonur, kvæntur Sólveigu Jóhannsdótt- ur; 7) Soffía Ellertsdóttir, fóst- urbarn, gift Tómasi Tómassyni og eiga þau fjögur börn. Eiríkur ólst upp í Norðurgarði og tók við búi foreldra sinna árið 1946. Rósa og Eiríkur hættu bú- skap árið 1980 og fluttust í Hveragerði. Þar tóku þau virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og síðan á Selfossi eftir að þau fluttust þangað. Síðasta hálfa ár- ið dvaldist Eiríkur á Ljósheimum á Selfossi. Útför Eiríks verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Eiríkur Valdimarsson tengdafað- ir minn er látinn. Ég kynntist hon- um seint á sjöunda áratugnum þeg- ar við Ragnheiður dóttir hans og Rósu byrjuðum að vera saman, þá var hann bóndi í Norðurgarði. Mér er minnisstætt hversu vel og með einstakri hlýju hann tók mér. Aldrei fell skuggi á okkar samskipti öll þau ár sem við þekktumst og hefði ég ekki getað hugsað mér betri tengdaföður. Eiríkur var alveg sér- staklega vel gerður og góður maður og hafði góða nærveru. Hann var alltaf tilbúin að hlusta á mann og leiðbeina og sýndi mikla þolinmæði. Eiríkur var einstakur jafnvægis- maður, skapgóður og hafði þann frábæra hæfileika að njóta alltaf líð- andi stundar. Barngóður var hann mjög og hændust að honum barna- börnin. Hann lagði einstaka rækt við búskapinn og var mikill hey- skaparmaður. Í kringum 1980 bregður hann búi í Norðurgarði og flytjast þau hjón til Hveragerðis. Þá hefst nýtt tíma- bil í þeirra lífi. Í kjölfarið tóku þau virkan þátt í starfi eldri borgara í Hveragerði og síðar á Selfossi eftir að þau flytja þangað. Eiríkur og Rósa ferðuðust mikið bæði innan- lands og utan. Eiríkur hafði mikið yndi af ferðalögum og fannst honum einstaklega gaman að segja frá ferðalögum þeirra hjóna. Bar þar hæst bændaferð til Kanada. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk. Megi Guð geyma minningu Eiríks Valdimarssonar. Gunnar Haraldsson. Ég var svo heppin að kynnast honum afa mínum. Ég ólst upp hjá honum og ömmu minni að hluta til upp að 6-7 ára aldri en þá fluttu þau til Hveragerðis. Þangað sótti ég stíft og varði mörgum skólafríum mínum þar. Það var alltaf gott að umgangast afa. Hann virkilega gaf sér tíma fyrir okkur börnin og ekki á yfirdrifinn hátt heldur sat hann rólegur og hlustaði á sögur mínar, ímyndaðar og sannar og dró aldrei í efa sannleiksgildi þeirra en hló inni- lega ef honum þótti þær vel heppn- aðar. Maður upplifði sig sem mik- ilvæga litla manneskju í návist hans. Sem fullorðin manneskja kynntist ég honum á annan hátt og þá sem mjög léttlyndum manni sem hafði afar lúmskan húmor. Þegar fjöl- skyldan kom saman voru hlutirnir oft ræddir á kjarnyrtan og háværan máta. Afi hækkaði ekki róminn heldur beið eftir því að hinir þögn- uðu til að draga andann, þá mátaði hann viðstadda með hnyttnu tilsvari sem hitti beint í mark. Afi var farsæll maður, öllum hans börnum og barnabörnum hefur farnast vel og hann var þakklátur fyrir það. Hann sýndi öllum afkom- endum sínum áhuga og traust og bjóst við því besta af fólkinu sínu. Afi var afar jafnlyndur og já- kvæður maður. Það er öryggi fólgið í því að umgangast fólk sem skiptir ekki skapi og þannig leið mér hjá afa. Það var alltaf hægt að treysta því að hitta vel á hann og þannig mun ég hitta hann síðar. Rósa Munda Sævarsdóttir. Elsku besti afi, Eiríkur Valdi- marsson, er látinn. Við systurnar minnumst hans sem besta afa sem hægt var að hugsa sér. Við erum af- ar þakklátar og teljum okkur heppnar að hafa fengið það tæki- færi að kynnast eins góðum og ljúf- um manni eins og afa okkar var. Okkur þótti sérstaklega vænt um hann og okkur leið ávallt svo vel í návist hans. Margar góðar og ljúfar minningar rifjast upp fyrir okkur þegar við skrifum þessa minning- argrein. Okkar fyrstu minningar um afa eru þegar við systur vorum hjá ömmu og afa í Hveragerði. Þar leið okkur alltaf svo vel og afi kom fram við okkur eins og prinsessur. Hann dekraði við okkur og var dug- legur að lauma súkkulaðimolunum að okkur. Dagarnir í Hveragerði liðu hratt. Afi var duglegur að þvæl- ast með okkur um allt og minnust við þess þegar afi fór með okkur í kaupfélagið og leyfði okkur að velja okkur nammi og svo var iðulega far- ið í sund. Afi var duglegur að fara með okkur systur í réttirnar og bið- um við spenntar á hverju hausti eft- ir því. Þá brunaði afi með okkur á bensanum og þar skemmtum við okkur konunglega. Afi hafði mikla ánægju af því að hitta sína gömlu sveitunga og ræða málin. Afi var af- ar lífsglaður maður og ávallt stutt í grínið og jafnvel fram á síðustu stundu gat maður hlegið með hon- um þrátt fyrir veikindi hans. Við eigum eftir að sakna hans afa okkar sárt og kveðjum við hann með sorg og söknuð í hjarta. En um leið vitum við að honum líður vel núna og er laus við veikindi sín og máttleysi. Elsku amma okkar hefur staðið eins og klettur við hlið afa í veikindum hans og biðjum við Guð að styrkja hana og styðja. Minningin um elskulegan afa mun ávallt lifa með okkur. Edda Sif og Dröfn. Nú er elsku afi látinn. Hann hafði einstaka nærveru, jákvæður og létt- lyndur og svo gott að tala við hann um allt milli himins og jarðar. Hann hafði áhuga á mörgu og gaf sér allt- af góðan tíma til að tala við mann. Hann hafði einstakt lag á krökkum og sóttum við barnabörnin í það að vera í kringum hann. Margar góðar æskuminningar koma í hugann þegar maður hugsar til áranna sem ég var í sveit á sumr- in hjá afa og ömmu í Norðurgarði. Þvældist maður með honum á drátt- arvél og öðrum tækjum bæjarins um tún og engi. Þá var verið að fylgjast með bústofni eða heyskapur í fullum gangi. Þetta var mikið æv- intýri fyrir lítinn snáða og alltaf var maður í öruggum höndum hjá afa meðan á þessum ferðum stóð. Fylgdi ég honum oft til ýmissa bú- starfa og alltaf hafði afi tíma til að svara spurningum sem komu í koll- inn. Eins voru heimsóknirnar í Hvera- gerði eftir að þau hættu búskap í Norðurgarði minnisstæðar. Oft var farið í Eden og ýmislegt brallað þar og svo auðvitað sundferðirnar í sundlaug Hveragerðis en afi fór mikið í laugarnar og talaði oft um hversu gott það væri fyrir líkama og sál. Minning um ljúfan og góðan afa lifir og megi Guð styrkja ömmu við þessi erfiðu tímamót í hennar lífi. Eiríkur Andri. EIRÍKUR VALDIMARSSON Kær skólasystir okkar er látin, langt um aldur fram. Það var haustið 1962 sem við, þrjátíu og átta stúlkur víðs- vegar að af landinu lögðum leið okkar að Laugarvatni til dvalar í Húsmæðraskóla Suðurlands þá um veturinn hjá okkar góðu skóla- stýru Jensínu Halldórsdóttur og öðrum dásamlegum kennurum. Ein í þessum hópi var María Þor- grímsdóttir, eða Maja eins og hún var jafnan kölluð, komin alla leið frá Húsavík ásamt Viggu frænku sinni. Maja var einstök í sinni röð, alltaf kát og hress. Við minnumst hennar sem sérstaks gleðigjafa hvar sem hún fór, hlæjandi hátt og hvellt. Margar góðar minningar eigum við frá þessum vetri og allar skemmtilegar. Þessar minningar höfum við rifjað upp í hvert skipti sem við hittumst, en það höfum við gert reglulega frá því að hópurinn skildi um vorið 1963. Ógleymanleg er Vestmannaeyja- ferðin hausið 2001 en saman hitt- umst við heima hjá Maju til að undirbúa þá ferð og til að treysta vinaböndin. Þar var hún að venju hrókur alls fagnaðar þó svo að hún hefði þá kennt þess sjúkdóms sem nú hefur orðið henni að aldurtila. Við hittumst aftur á Laugarvatni sl. vor á fjörutíu ára útskriftaraf- mæli en þá gat Maja því miður ekki verið með okkur. Hennar var sárt saknað. Af þessum þrjátíu og átta stúlkum sem gengu götuna saman á Húsmæðraskóla Suður- lands veturinn 1962–1963 eru nú, að Maju meðtalinni, fjórar fallnar frá. Blessuð sé minning þeirra allra. Við viljum að lokum þakka Maju samfylgdina og biðjum al- góðan Guð að vera með henni og fjölskyldu hennar allri á þessari erfiðu stund og allar stundir. F.h. skólasystranna frá Laug- arvatni, Þórunn Sigurðardóttir. Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festar toga hin friðlausu skip … Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið – og hafið kallar. – Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. (Davíð Stefánsson.) Við kveðjum í dag kæra sam- starfskonu sem undanfarin ár hef- ur barist af miklum dugnaði og æðruleysi við erfið veikindi. Um miðjan júlí heimsóttum við hana á Landspítalann og var þá María orðin mjög veik en hún var ekki á því að gefast upp og var með ýmis áform og áætlanir um framtíðina. Það vakti athygli okkar að í þess- ari heimsókn lék hún á als oddi og ræddi um menn og málefni líðandi stundar af mikilli innlifun. Í þess- ari heimsókn sáum við bregða fyr- ir sama kraftinum sem einkenndi hana alla tíð og kom ekki síst í ljós í veikindum hennar. Kynni okkar af Maríu hafa verið í gegnum starfið og í nokkur ár störfuðum við á sama vinnustaðn- um. Við minnumst þess þegar hún MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ María Þorgríms-dóttir fæddist á Húsavík í S-Þingeyj- arsýslu 22. júlí 1944. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi að kveldi laugardagsins 23. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju 29. ágúst. mætti til vinnu á morgnana hversu ötul hún var að segja frá spaugilegum atvikum en María hafði lifandi áhuga á fólki og lét sig manneskjuna mik- ið varða. Í því hraða þjóðfélagi sem við bú- um í gaf hún sér alltaf tíma til að ræða mál- in. Það gustaði oft í kringum hana því hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Hún var leikskóla- kennari að mennt og í Hafnarfirði starfaði hún að málefnum barna frá árinu 1979. María var baráttu- kona og valdist því oft til ýmissa trúnaðarstarfa í Hafnarfirði þegar málefni barna voru annars vegar. Innan stéttarinnar gegndi hún ýmsum störfum. Hún var fóstra, forstöðumaður, leikskólastjóri og daggæslufulltrúi en við það starf- aði hún frá árinu 1991. Við áttum margar góðar stundir með Maríu og oftar en ekki var rætt um starf- ið og minnisstætt er hversu gaman hún hafði af að segja frá því þegar hún vann á gæsluvellinum við Norðurvang. Þar reyndi hún ásamt öðrum ýmsar nýjungar í starfi sem vöktu á þeim tíma verð- skuldaða ánægju og athygli for- eldra sem stóðu í biðröðum til að komast á gæsluvöllinn. María var mikil fjölskyldumann- eskja og naut þess að segja manni sögur af barnabörnunum. Hún var góð heim að sækja, vinmörg og raungóð. Við kveðjum hana með kærri þökk fyrir samfylgdina og sendum ástvinum hennar samúð- arkveðjur. Heiðrún og Sigurlaug. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Það haustaði snemma í hjarta okkar dagmæðra, þegar við frétt- um á sunnudaginn að María Þor- grímsdóttir umsjónarfóstra væri látin. Auðvitað vissum við hvað hún var búin að vera mikið veik, en þegar María var annarsvegar er erfitt að viðurkenna að svona myndi fara. María var meira en umsjónar- fóstra, hún var góður vinur og fé- lagi, jafnt í leik sem og í starfi. Það var alltaf gott að fá hana í heimsókn. Hún lét lítið fyrir sér fara þegar hún kom, en lagði gjarnan inn góð ráð. Á fundum og skemmtunum hélt hún uppi fjör- inu. Bjart brosið og klingjandi hlát- urinn var hennar aðalsmerki og eitt er víst að fundirnir án hennar verða ekki eins og áður. Þegar sækja þarf ýmsa þjónustu til sveit- arfélags er kerfið oft þungt í vöf- um, en María leysti öll mál bæði fljótt og vel. María var orðin mjög veik þegar miklar skipulagsbreyt- ingar voru gerðar á reglum varð- andi dagmæður. Samt mætti hún á ótal fundi til að styðja okkur og gæta hagsmuna okkar. Það verður aldrei þakkað nógu vel. Þegar starfað er saman svona lengi eins og María hefur verið með okkur er ómögulegt að að komast hjá því að kynnast öðrum fjölskyldumeðlimum. Flestar höf- um hitt hann Bjarna, heyrt um hann Gumma, Kristínu Birnu og Matta og bestu barnabörn í heimi. Að leiðarlokum er okkur ljúft að þakka fyrir alla hjálpina, yndislegu samverustundirnar og ýmislegt sem hún gerði fyrir okkar hverja og eina. Góða nótt, sofðu rótt. Kveðja, núverandi og fyrrver- andi dagmæður. Ég var nýkomin heim frá norrænni lyfjafræðiráðsefnu, þar sem ég sat og las Morgunblaðið mitt og sá andlátsfrétt af Kjartani Gunnarssyni apótekara. Mig setti hljóða. Síðast þegar ég hitti hann, þá var ég að baksa við að sækja hestana mína, sem voru í túni hjá honum. Það gekk ekki vel hjá mér að reka þá, hann kom þar að og spurði mig, glaður á svip, af hverju hringdir þú ekki í mig, ég hefði getað sótt þá fyrir þig. Kjartan var myndarlegur maður með glaðvært vestfirskt yfirbragð. Hann sat í stjórn lyfjafræðinga- félags Íslands árin 1953–1958. KJARTAN GUNNARSSON ✝ Kjartan Gunn-arsson fæddist á Ísafirði 19. apríl 1924. Hann lést sunnudaginn 17. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 27. ágúst. Hann var formaður fé- lagsins árin 1954–1955 og 1956–1958. Lyfja- fræðingafélagið varð 70 ára á síðasta ári. Ég fékk lánaða ræðu Kjartans sem hann hafði flutt sem formað- ur félagsins þegar það var 25 ára. Ræðan hans sem hann flutti þá var snilldar frásögn og lýsti mjög vel hvernig lyfjafræðilegt umhverfi var á þeim tíma. Ég notaði brot úr hans ræðu sem inn- gang í mína ræðu. Kjartan gaf Lyfjafræðisafninu ómetanlegar inn- réttingar úr Lyfjabúðinni Iðunni árið 1995, þar getur ókomin kynslóð kynnst sögu lyfjafræðinnar á Ís- landi. Fyrir hönd félagsins þakka ég Kjartani fyrir störf hans í þágu lyfjafræðinnar. Fjölskyldu Kjartans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Pálína Arnardóttir formaður LFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.