Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 35 En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, og fyrir oss breiða brautirnar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, börnin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. En svo eru vonirnar – vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf – og kennist, þá bernskan er úti. Þær tala um sífögur sólskins-lönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en frjálst allt, sem drottinn léði. Því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. – Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson.) Kveðja, Birta og Geir. Hvað er að guði? Það er ekki hægt annað en að spyrja sig að því. En sennilega er ekkert að guði, hann hefur bara þurft á Krissa að halda í önnur verkefni, þó að okkur finnist það svo alltof, alltof snemmt. Krissi kom oft með Erlu til að passa Silju Rán fyrir okkur þegar við bjuggum öll í bænum og þá var víst oft mikið fjör. Eitt sinn kom Silja heim og sagði „Krissi segir að ég sé feitabolla eins og mamma mín,“ og þá kom þessi prakkarasvipur á hann sem við sáum svo oft og á eftir fylgdi „úpps“. Þetta var svipur sem við sáum svo oft og eigum eftir að sjá svo oft á litla stráknum hans honum Aroni. Við munum aldrei gleyma stundunum sem við áttum með Krissa en við vildum bara hafa þær svo miklu, miklu fleiri. Við erum þakklát fyrir það sem við fengum t.d ferðina upp á Snæfellsjökul, það var góður dagur. Krissi, þú hlakkaðir svo til að fylgjast með þegar Aron þinn og Alma okkar væru farin að bralla saman, en nú gerirðu það frá öðrum stað og gætir þeirra vel. Elsku Erla og Aron, við gerum allt það sem við getum til að hjálpa ykk- ur í þessari miklu sorg. Kveðja Eygló og Arnar. Orð megna svo lítils á þessari stundu. Og þótt þau þyrlist um hug- ann er erfitt að festa þau á blað. Og Krissi var ekki fyrir neitt orðagjálfur og hjóm. Hann lét verkin tala og tók hraustlega til hendi og knúsaði fast. Hann átti sér drauma og kom þeim í framkvæmd. Og hann elskaði heitt. Hann hélt fast utan um litlu fjöl- skylduna sína og var ekkert að fela það hver áttu hjarta hans allt. Erla og Aron Viðar voru honum allt. Þeirra er missirinn mestur. Að vinna við vélar, tæki og bíla var ævistarfið og mikla ánægju og yndi hafði hann af að vinna við landbún- aðarstörfin heima í Garpsdal. Eitt örstutt augnablik og allt er breytt. Og við spurningum okkar eru engin svör. En þrátt fyrir þessa djúpu sorg erum við líka þakklát. Þakklát fyrir tímann sem við áttum saman og minningarnar. Minning- arnar um góðan mann og heilan. Í minningunni brosir Krissi, hann er kannski svolítið skítugur á hönd- unum og jú það er olíukám á kinn- inni. Það var eitthvað bras en hann er búinn að redda því. Jenný og Jón. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um góðan vin sem nú er farin frá okkur. Minningarnar sem streyma fram eru óteljandi og erfitt að velja hvað á að setja niður á blað. Við minnumst Krissa sem duglegs og kraftmikils manns með húmorinn í lagi. Það var aldrei langt í brosið og hláturinn hjá honum. Við erum bæði mjög þakklát fyrir að hafa þekkt Krissa og átt hann fyr- ir vin. Þau voru svo góð saman Erla og Krissi og litli sólargeislinn þeirra hann Aron Viðar er lifandi eftirmynd pabba síns. Elsku Krissi, við erum viss um að þér líði vel þar sem þú ert núna og vonum að við hittumst aftur þar. Elsku Erla og Aron Viðar, við sendum ykkur og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Krissi lifir í hjörtum okkar. Katla og Vilberg. Það er vond sú tilfinning sem mað- ur fær er fréttir berast af hörmuleg- um umferðarslysum. Það er óhætt að segja að mánudagurinn var hafi ver- ið magnþrunginn er landsbyggðin beið milli vonar og ótta eftir fréttum af afdrifum ökumanns flutningabíls sem hvarf í blátt djúpið við Borgar- fjarðarbrúna. „Hver skyldi þetta vera“, eru fyrstu viðbrögð okkar hinna sem störfum að flutningum á þessu fagra landi okkar, þar sem náttúruöflin skipa stóran sess í lífi okkar. Hringt er í menn til að fá fréttir og um leið hugsað til þess að bestu hugsanlegu aðstæður til akst- urs eru til staðar, beinn og breiður vegur og sól í heiði. Hvað getur hafa gerst? Þegar við svo fáum fyrstu fréttir hver var þarna á ferð, fallast manni hendur. Í litlu „flutningasam- félagi“ þar sem allir þekkja alla kem- ur óhjákvæmilega upp sú staðreynd að félagi okkar var þarna á ferð. Beð- ið er enn með að boða vátíðindin, því allt er svo á huldu enn, bíll og öku- maður eru í raun enn ófundnir. Klukkutíma síðar verður ekki bægt frá sér þeirri staðreynd að ökumað- urinn Kristján Viðar Hafliðason, fé- lagi okkar, er látinn. Það hríslast um aðra ökumenn er þeir hugsa: „Þetta hefði getað verið ég“! Einn af þeim er afi Kristjáns sem á að fara vestur um þetta leyti og upplifir þetta augna- blik eins og við hin. Heima bíður eig- inkonan og foreldrarnir í faðmi vina sinna og ættingja sem reyna allt til þess að gera andartakið bærilegra. Ungur sonurinn skilur væntanlega ekki enn þær tilfinningar sem búa í brjósti fólks á tímum sem slíkum. Krissi var einn af þessum mönnum sem var ætíð tilbúinn að leggja fólki lið og aðstoða alla þá sem á þurftu á að halda. Ökumaður af guðs náð og því átti það vel við hann að gerast flutningabílstjóri, þar sem allt snýst um samskipti við fólk og reddingar af ýmsu tagi. Samstarfsfólk hans hjá Flytjanda getur stolt notið þess heið- urs að hafa kynnst honum vel, allt frá því að hann kaus að byggja upp fyr- irtæki sitt með fjölskyldunni í heima- byggð sinni, Króksfjarðarnesi. Hans verður nú sárt saknað, en minning um góðan dreng lifir. Sendum eiginkonu, syni, foreldr- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Starfsfólk Flytjanda. Kæri vinur, nú er komið að okkar hinstu kveðjum. Það er erfitt að kveðja þig, vitandi að þú kemur ekki aftur í heimsókn til okkar eða sjá þig heima hjá Erlu að leika við son ykkar Aron. Erfitt að sætta sig við orðinn hlut og halda áfram að lifa lífinu. En þetta er kaldur veruleiki sem við hin verðum að lifa við. Við áttum góðar stundir með ykk- ur, bæði á Vesturberginu sem og að Ásaheimum, þar sem þið hafið búið síðastliðin tvö ár. Okkar síðustu sam- verustundir voru einmitt á Króks- fjarðarnesi í júlí, en þá gistum við eina nótt á leið okkar vestur á firði. Þar grillaðir þú ofan í okkur kæri vinur, þrátt fyrir mikla vinnu við heyannir sem og undirbúning fyrir vinnuna við fjölskyldufyrirtækið, Smyril. Þú og Örvar áttuð góðar stundir við heyskapinn á meðan ég og Erla fengum tíma til að tala al- mennilega saman, sem við höfðum ekki gert í langan tíma. Mikið sökn- um við gömlu góðu daganna þegar þið voruð í Vesturberginu. Þegar við horfðum saman á Formúluna eða þegar við sátum fram eftir um helgar og kjöftuðum frá okkur allt vit. Og núna sitjum við eftir með sárt ennið og minningarnar einar til að hugga okkur við. Þú munt ávallt lifa í minn- ingum okkar Krissi, klæddur í þjóð- búninginn þinn þegar þú tókst Erlu sem konu þína og lofaðir að elska hana fram á síðasta dag. Þú stóðst við orð þín, enda maður heilinda og hygginda. Það hafa verið þvílík rétt- indi að eiga samleið með þér. Hvíl í friði Krissi, og sjáumst þar sem ljósið ávallt skín. Elsku Erla og Aron Viðar, Ingi- björg, Hafliði, Haflína og Rúnar, vin- ir og vandamenn, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur vegna missis ykkar. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðum tímum. Krissa verður sárt saknað, Helena, Örvar og Elma Katrín. Stuttu eftir að ég var tekinn upp í kaþ- ólsku kirkjuna ásamt fjölskyldu minni vorið 1953 kynntist ég þeim góðu hjónum Distu og Guðmundi Friðrikssyni og smám saman sonum þeirra fjórum eftir því sem þeir uxu úr grasi. Guð- mundur var kallaður af þessum heimi löngu fyrir aldur fram. Árið 1968 hafði hann, ásamt fleirum, haft forgöngu um að stofna Félag kaþ- ólskra leikmanna sem þeim hjónum var ævinlega annt um meðan lífs- þrek þeirra entist. Þegar hans naut ekki lengur við gerði Dista, ekkja hans, sitt til þess að þetta framtak hans leiddi af sér þann árangur sem honum var efst í huga: einingu og samheldni kaþólska safnaðarins. Kom hún meðal annars til mín á vinnustað minn og hvatti mig til þess að láta ekki mitt eftir liggja hvað félagið snerti, en ég hafði ekki tekið þátt í stofnun þess. Varð ég GUÐRÍÐUR ÁSTRÁÐSDÓTTIR ✝ Guðríður Ást-ráðsdóttir (Dista) fæddist í Reykjavík 18. apríl 1924. Hún lést á líknardeild Landakots 16. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kristskirkju, Landakoti, 26. ágúst. við tilmælum hennar skömmu síðar og hef upp frá því látið mér annt um það félag. Ávann ég mér fyrir það þakklæti og vin- áttu Distu sem hélst allt til þess að hún kvaddi þennan heim. Dista var greind kona og vel af Guði gerð, hafði næmt tón- eyra og lék á píanó. En hún var ákaflega tilfinninganæm og sárnaði henni sitthvað sem aðrir hefðu ekki látið sig neinu máli skipta. Þegar sjúkdómur hennar, sem að lokum varð henni að aldurtila, jók á sárs- aukann var ekki að furða þótt henni fyndist lífið stundum vera lítt bæri- legt. Dista er horfin úr hópi okkar. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum henni samfylgdina. Hún var góð kona og velviljuð en við- kvæmnin var henni þungur kross. Hugsum til hennar þar sem hún er nú, á vegum Guðs sem einn kann að lækna öll sár. Megi hann styrkja syni hennar, tengdadætur og börn, sem við vottum samúð okkar, vina hennar og félaga. Megi hinn eilífi friður verða hlut- skipti hennar. Torfi Ólafsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA EYJÓLFSDÓTTIR, Silfurbraut 8, Hornafirði, lést mánudaginn 25. ágúst. Jarðsett verður frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 2. september kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRGVINS DALMANNS JÓNSSONAR, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Systkini og vinir hins látna. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS MAGNÚSAR ÞÓRS JÓHANNESSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hellisgötu 7, Hafnarfirði. Anna M. Þorvaldsdóttir, Kristjana A. Kristjánsdóttir, Davíð I. Pétursson, Þorvaldur Kristjánsson, Anna Rut Antonsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug, samúð og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BJÖRNS KJARTANSSONAR steinsmiðs, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Elín Sigurðardóttir, Rúnar Ágústsson, Sveindís Helgadóttir, Sóldís Björnsdóttir, Svavar Tjörfason, Sigurður P. Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Björn Björnsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR GUÐBRANDSSONAR frá Felli, Árneshreppi. Elísabet Guðmundsdóttir, Marías Björnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRGITTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 30, lést aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Guðmundur E. Sigvaldason, Halldóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.