Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 39 stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM & KFUK og kirkjunnar. Ensk messsa í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 31. ágúst nk., kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Ólafur Skúlason biskup. Organisti verður Jón Bjarnason. Guðrún Finn- bjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Annað árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) Sunday 31st of August at 2 pm. Holy Communion. The Eleventh Sunday after Trinity. Celebrant and Preach- er: The Rt Revd bishop Ólafur Skúlason. Organist: Jón Bjarnason. Leading singer: Guðrún Finnbjarn- ardóttir. Refreshments after the Service. Sumarkvöld við orgelið SÍÐUSTU tónleikar sumartón- leikanna „Sumarkvöld við orgelið“ verða í Hallgrímskirkju á sunnu- dagskvöld kl. 20. Kantor kirkjunnar, Hörður Áskelsson, leikur þá á orgel fjölbreytta efnisskrá eftir Samuel Wesley, Benjamin Britten, Samille Saint-Saens, Þorkel Sigurbjörnsson, J. S. Bach og John A. Speight. Verk hins síðastnefnda heitir Pax fyrir Hörð Áskelsson, samið í tilefni af tíu ára afmæli Klais-orgelsins og verð- ur þetta frumflutningur verksins. 50 ár í Eþíópíu Í ÁR eru 50 ár liðin frá því að fyrstu íslensku kristniboðarnir héldu til starfa í Eþíópíu. Alls hafa nálega 30 Íslendingar verið við kristniboðs- störf í landinu á þeim 50 árum sem liðin eru, flestir í meira en áratug. Fimm Íslendingar starfa þar um þessar mundir við kristniboð og hjálparstörf. Tímamótanna verður meðal ann- ars minnst með tveimur guðsþjón- ustum sunnudaginn 31. ágúst næst- komandi. Sú fyrri verður í Hallgrímskirkju klukkan 11. Þar mun sr. Helgi Hró- bjartsson kristniboði prédika. Eftir messu mun sr. Felix Ólafsson fjalla um systurkirkjuna í Konsó í 50 ár. Felix og Kristín Guðleifsdóttir kona hans voru fyrstu íslensku kristni- boðarnir í Eþíópíu. Um kvöldið klukkan 20.30 verður messa í Digraneskirkju. Þar mun sr. Felix predika og Þorvaldur Hall- dórsson leiða söng. Kristniboðssambandið, kærleiks- þjónustusvið biskupsstofu og ofan- greindir söfnuðir hafa undirbúið þessar messur. Ungur Konsómaður, Engida Kussia, tekur til máls í báðum guðs- þjónustum. Hann er prestssonur frá Konsó. Faðir hans gekk í skóla ís- lensku kristniboðanna áður en hann hélt til prestnáms og sjálfur hefur Engida numið í skólanum sem stofn- aður var af íslenskum kristniboðum. Hann dvelur hér á landi í sept- embermánuði, meðal annars til að kenna á námskeiðum fyrir leiðbein- endur í sunnudagaskóla og fræða fermingarbörn um starf kirkjunnar í Afríku. Heimsókn Engida Kussia til Íslands er studd af UNESCO. Engida Kussia talar einnig á há- tíðarsamkomu í sal Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga, Háaleit- isbraut 58–60, miðvikudaginn 3. september kl. 20. Séra Felix Ólafson og Kristín Guðleifsdóttir hófu starf í Konsó í Eþíópíu á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga, fyrst ís- lenskra kristniboða, árið 1953. Fljótlega var ráðist í að reisa þar íbúðarhús, skóla, heilsugæslustöð og kirkju sem allt var byggt fyrir ís- lenskt gjafafé. Íslenskir kristniboð- ar voru síðan við störf í Konsó næstu áratugina á eftir en hafa einnig tekið þátt í fjölbreyttu kristniboðsstarfi víðs vegar um Eþíópíu allt fram á þennan dag. Íslenskir kristniboðar sem starfa í Eþíópíu um þessar mundir eru sr. Helgi Hróbjartsson sem hefur sinnt kristniboði og hjálparstarfi í suð- austurhluta landsins, Bjarni Gísla- son og Elísabet Jónsdóttir sem starfa í Omo Rate á suðvesturhorni landsins og Ragnar Schram og Kristbjörg Gísladóttir í Addis Abeba. Byggingar sjúkrahússins í Gídole. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Gröfumaður Óskum eftir að ráða gröfumann strax. Mikil vinna framundan. Aðeins menn vanir jarðvinnu koma til greina. Klæðning ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi, símar 565 3140 og 896 5870. Pípulagningamenn Óskum eftir að ráða pípulagningamenn, aðeins vanir menn koma til greina. Verða að geta unnið sjálfstætt. Áhugasamir hafi samband í síma 861 5325. Jón Pípari ehf., Bæjarholti 3, Hafnarfirði. Starfsfólk óskast Söluskáli KHB Egilsstöðum óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu. Góð laun fyrir gott fólk. Upplýsingar í síma 470 1231. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Auglýsing Stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. boðar til hluthafafundar mánudaginn 8. september nk. kl. 14. Fundurinn verður haldinn á Þórshöfn í kaffistofu félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kaup á fiskiskipi með aflaheimildum. 2. Heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé félagsins úr krónum 489.975.000 í 600.000.000 3. Önnur mál Þórshöfn, 28. ágúst 2003. Stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. KENNSLA Enska fyrir börn  10 vikna talnámskeið (6-12 ára).  Unglinganámskeið (13-14 ára).  Sérnámskeið fyrir 10. bekk.  Nemendur flokkaðir eftir aldri og kunnáttu.  Sérmenntaðir enskumælandi kennarar. Hefst 20. september. Skráning fyrir 13. sept. Sími 588 0303 — Faxafen 8 NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 3. september kl. 15.00 á eftir- farandi eignum í Bolungarvík: Árbæjarkantur 3, þingl. eig. Útgerðarfélagið Fell ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun og Sjóvá Almennar tryggingar hf. Hólsvegur 6, þingl. eig. Gunnar Sigurðsson og Hlédís Sigurb. Hálf- dánardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Stigahlíð 4, 0101, þingl. eig. Elías Hallsteinn Ketilsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 29. ágúst 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnar- braut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bugðuleira 2, 010102, þingl. eig. Öryggisvarslan ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn, Hornafirði, fimmtudaginn 4. september 2003 kl. 15.00. Svalbarði 1, þingl. eig. Charlie Valeriano Radam, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn, Hornafirði, fimmtudaginn 4. september 2003 kl. 15.10. Sýslumaðurinn á Höfn, 29. ágúst 2003. Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur er til 31. október 2003 Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnun- ar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu.  Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).  Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2003— 2004 er til 31. október nk. Sækja má um styrk- inn á heimasíðu LÍN. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Námsstyrkjanefnd. TILKYNNINGAR Risa bókaútsala í Kolaportinu Fullt af fínum bókum á 100 kr. 50% af öðrum bókum. Ekki missa af þessu! Gvendur dúllari — alltaf góður Opið laugardag og sunnudag kl. 11—17 í Kolaportinu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 31. ágúst. Kistufell, 602 m. Gengið af Bláfjallaveginum upp í Grindaskörð um Draugahlíðar og þaðan á Kistufell. Fararstjóri Friðbjörn Steinsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.700/1.900 kr. 3. sept. Útivistarræktin - Keil- ir, 378 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna hús- inu) í Elliðaárdalnum kl. 18:30. Allir eru velkomnir í Útivistar- ræktina - ekkert þátttökugjald. 5.—7. sept. Óvissuferð á vax- andi tungli. Helgarferð á fram- andi stað. Brottför frá BSÍ kl. 20:00. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.