Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Laugardagur: Landsbankadeild, efsta deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV - Þróttur...................14 Landsbankadeild, efsta deild kvenna: Kópavogsvöllur: Breiðablik - Valur..........14 Kaplakrikavöllur: FH - ÍBV......................14 Akureyri: Þór/KA/KS - Þróttur/Haukar .14 KR-völlur: KR - Stjarnan..........................14 1.deild karla: Keflavíkurvöllur: Keflavík - HK ...............14 Varmárv.: Afturelding - Leiftur/Dalvík ...16 2.deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - ÍR .........................14 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Víðir......................14 Þróttarvöllur: Léttir - KFS.......................14 Sauðárkróksvöllur: Tindastóll - KS..........14 Sindravellir: Sindri - Völsungur ...............14 3.deild karla, úrslit, fyrri leikir: Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. - Höttur ....14 Leiknisvöllur: Leiknir R. - Númi..............14 1.deild kvenna, úrslit: Hvolsvöllur: Fjölnir - Sindri......................14 Sunnudagur: Landsbankadeild, efsta deild karla: Hlíðarendi: Valur - KA ..............................18 Laugardalsvöllur: Fram - FH...................20 GOLF Sveitakeppni karla í golfi fer fram um helgina. Keppt verður í 1. deild karla í Leir- unni, í 2. deild hjá Oddi, í 3. deild reyna menn með sér í Borgarnesi og 4. deild verð- ur leikin á Dalvík. HANDKNATTLEIKUR Opna Reykavíkurmót karla: Leikið verður í íþróttahúsinu í Austurbergi frá kl. 10 til 15 í dag og á morgun. Reiknað er með að úrslitaleikir mótsins fara fram kl. 18 og 20 á morgun. Auk íslenskra hand- knattleiksliða tekur þýska liðið Magdeburg þátt og franska liðið Combault. KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót Vals: Mótið heldur áfram í dag kl. 9 árdegis og hefst síðasti leikurinn kl. 18. Í fyrramálið hefst keppni kl. 10 og verður haldið áfram allt þar til úrslitaleikurinn fer fram kl. 20. UM HELGINA ÚRSLIT GOLFKLÚBBUR Kópavogs og Garðabæjar (GKG), Golfklúbbur Suðurnesja (GS) og Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) komust í gær- kvöld í fjögurra liða úrslitin í sveitakeppni GSÍ sem stendur yfir í Leirunni. Þá lauk annarri um- ferð af þremur í riðlakeppninni, sem lýkur í dag. Í A-riðli vann GR sigur á GV (Vestmannaeyjum), 4:1, og GL (Akranes) vann GA (Akureyri), 3:2. Þar með var GR öruggt áfram en hin þrjú liðin í riðlinum berjast um annað sætið og að komast í undanúrslit í lokaumferð riðla- keppninnar í dag. Fyrr í gær vann GR sigur á GA, 4:1, og GV vann GL, 3:2. Í B-riðlinum eru úrslitin ráðin eftir aðra umferð. GKG vann GK (Keili), 3:2, og GS vann GKj (Mos- fellsbæ), 4:1. Þar með voru GKS og GS komin áfram. Í fyrstu um- ferðinni í gær tryggði Birgir Leif- ur Hafþórsson GKG sigur á GKj, 3:2, þegar hann vann Davíð Má Vilhjálmsson naumlega. Þeir hófu leik á 10. holu og þegar þeir höfðu lokið hringnum var allt jafnt og hélst þannig næstu níu holurnar þannig að þeir félagar fóru á fyrstu holu og þar hafði Birgir Leifur loks betur og vann því á 28. holu. Til að sigra dugði ekkert minna en örn. Þá vann GS sigur á GK, 3:2. Síðasta umferðin í riðlakeppn- inni verður leikin í dag og eftir hádegi verða undanúrslit en úr- slitaleikirnir verða síðan á sunnu- daginn. Keppni í 2. deild fer fram hjá Golfklúbbnum Oddi og þar höfðu GSG (Sandgerði) og Setberg úr A-riðli tryggt sér sæti í undan- úrslitum eftir tvær umferðir í riðlakeppninni í gær. Nesklúbb- urinn, Oddur, Selfoss og Sauð- árkrókur berjast í dag um tvö efstu sætin í B-riðlinum. GKG, GS og GR í undan- úrslit sveitakeppninnar RÍKHARÐUR Daðason er laus allra mála frá norska knatt- spyrnufélaginu Lilleström. Hann gekk frá starfsloka- samningi við félagið í gær og allt benti til þess í gærkvöld að hann myndi leika með 1. deild- arliðinu Fredrikstad út þetta keppnistímabil í það minnsta. Það var þó ekki endanlega frágengið en allt stefndi í að hann yrði leikmaður liðsins frá og með þessari helgi. Ríkharður kom til Lille- ström frá Stoke í júlí á síðasta ári. Hann skoraði fjögur mörk í sjö leikjum í úrvalsdeildinni í lok tímabilsins en í ár fékk hann aðeins tækifæri í fimm leikjum í deildinni. Það var vegna ákvæðis um að Lille- ström þyrfti að greiða Stoke í samræmi við leikjafjölda hans. Í staðinn lék Ríkharður að- allega með B-liði Lilleström í 2. deild og skoraði þar m.a. þrennu í síðasta leik sínum. Fredrikstad er í harðri bar- áttu um sæti í norsku úrvals- deildinni. Liðið er í þriðja sæti með 40 stig þegar tíu umferð- um er ólokið en fyrir ofan eru Hønefoss með 45 stig og Ham- Kam með 43. Raufoss er í fjórða sæti með 39 stig. Ríkharður laus frá Lilleström Heimamenn byrjuðu leikinn afnokkrum krafti, fengu tvö ágæt færi og Njarðvíkingar eitt. Næstu mínútur voru til- þrifalitlar, Blikar reyndu að stinga boltanum á fram- herja sína en Njarðvíkingar reyndu að nýta sér kantana til að komast í færi. Hvorug leikaðferðin heppnað- ist hjá liðunum. Á 29. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Örn Jónsson lék inn í vítateig Njarðvíkur þar sem brotið var á honum og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði Sævar Pét- ursson af miklu öryggi, 1:0. Njarð- víkingar sóttu heldur í sig veðrið og á 35. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá hægri, Eyþór Guðnason stökk manna hæst í markteig Blika og skil- aði boltanum örugglega í netið, 1:1. Seinni hálfleikur var ekki ósvip- aður hinum fyrri. Liðin reyndu hvað þau gátu að láta boltann ganga en oftar en ekki gekk samspil þeirra ekki upp og úr varð bragðdaufur leikur. Inn á milli náðu bæði lið þó þokkalegum færum. Ívar Jónsson átti tilþrif leiksins á 90. mínútu þegar hann fór illa með vörn Njarðvíkur og var kominn í ágætt færi í vítateign- um en var klipptur niður. Dómari leiksins lét þó leikinn halda áfram. „Ég er vitaskuld draugfúll með að hafa ekki náð í þrjú stig út úr þessum leik,“ sagði Jón Þórir Jónsson, þjálf- ari Breiðabliks, í leikslok. „Það hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í sumar að við fáum alltof mikið af mörkum á okkur úr föstum leikatrið- um og það varð okkur að falli í dag. Þetta er ekkert nema einbeitingar- leysi sem okkur hefur ekki tekist að koma í veg fyrir. Það er ansi erfitt að þurfa að fá fimm til tíu færi til þess að skora eitt mark.“ Bæði lið spiluðu illa í þessum leik, þótt á milli mætti sjá þokkalega til- burði. Hjá Breiðabliki léku þeir Gunnar Örn Jónsson og Steinþór Þorsteinsson best ásamt Sævari Pét- urssyni en í liði Njarðvíkur léku þeir Eyþór Guðnason, Sverrir Sverrisson og Friðrik Árnason best. Maður leiksins: Gunnar Örn Jóns- son, Breiðabliki. Jafnt og bæði lið áfram í fallhættu Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HANN var ekki beint burðugur leikur Breiðabliks og Njarðvíkur í 16. umferð 1. deildar karla sem leikinn var á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Liðin tvö berjast við að halda sér uppi í deildinni og leikurinn því sex stiga virði fyrir bæði lið. Lokatölur urðu 1:1 og þar með eru bæði liðin áfram í talsverðri fallhættu, bæði með 18 stig. Fyrri hálfleikur í leik Þórs ogHauka var skemmtilegur á að horfa og liðin sýndu oft á tíðum ágæt tilþrif. Alltaf var reynt að spila bolt- anum á samherja og kýlingar út í loftið sáust varla. Þórsarar náðu foryst- unni strax í upphafi þegar Alexandre Santos afgreiddi glæsilega sendingu snyrtilega í netið. Fyrsta stundarfjórðunginn voru Þórsarar þrívegis til viðbótar ágeng- ir við mark Hauka og því kom jöfn- unarmark gestanna á 20. mínútu nokkuð á óvart. Eftir vel útfærða skyndisókn afgreiddi Sigmundur Pétur Ástþórsson knöttinn í netið með föstu skoti. En fimm mínútum síðar náði Þór aftur forystunni þegar Páll Viðar Gíslason þrumaði knett- inum í netið, eftir atgang í vörn Hauka í kjölfar hornspyrnu. Tök Þórsara á leiknum hertust smátt og smátt og þeir voru mun meira með boltann. Santos þrumaði í þverslá og Pétur Kristjánsson skaut framhjá úr dauðafæri en rétt fyrir leikhlé jók Hallgrímur Jónasson muninn fyrir Þór þegar hann fékk boltann aleinn á markteig og skoraði örugglega, 3:1. Tvær vítaspyrnur forgörðum í síðari hálfleik Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri en Þórsarar fengu þó gott færi á 55. mínútu þeg- ar dæmd var vítaspyrna á Hauka. Jörundur Kristinsson markvörður varði hins vegar spyrnuna frá Herði Rúnarssyni og eftir þetta gerðist fátt markvert lengst af. Þór var meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Undir lokin skall hurð nærri hælum við mark heimamanna þegar Haukamenn áttu skalla í þverslá og þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma var dæmd víta- spyrna á Þór. Atli Már Rúnarsson gaf félaga sínum í Haukamarkinu ekkert eftir og varði spyrnuna glæsi- lega frá Ómari Karli Sigurðssyni. Sigur Þórsara var sanngjarn, þeir réðu ferðinni á löngum köflum. Mun- aði þar mestu um að miðjumennirnir höfðu góð tök á sínum svæðum, sér- staklega í fyrri hálfleik. Haukar eru hins vegar með vel spilandi og skipu- lagt lið og lögðu aldrei árar í bát. Þeir eru samt komnir í erfiða stöðu í fallbaráttunni, hafa aðeins fengið tvö stig í sex síðustu leikjum sínum og geta lent í fallsæti í dag. Maður leiksins: Hallgrímur Jónasson, Þór. Þórsarar komnir að hlið Víkinga ÞÓRSARAR náðu Víkingi að stigum í baráttunni um annað sæti 1. deildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Hauka 3:1 á Akureyri í gærkvöld en Víkingur gerði á meðan jafntefli í sínum leik. Liðin eru nú jöfn að stigum, þegar tveimur umferðum er ólokið, en marka- munur Víkinga er einu marki betri. Þórsarar eiga eftir að leika við Stjörnuna úti og Leiftur/Dalvík heima en Víkingar mæta Breiðabliki heima og Keflavík úti. Valur Sæmundsson skrifar KNATTSPYRNA 1. deild karla Stjarnan – Víkingur ................................ 2:2 Dragoslav Stojanovic 23., Adolf Sveinsson 75. – Daníel Hjaltason 36., Stefán Örn Arn- arson 78. Þór – Haukar............................................ 3:1 Alexandre Santos 5., Páll Viðar Gíslason 25., Hallgrímur Jónasson 43. – Sigmundur Pétur Ástþórsson 20. Breiðablik – Njarðvík ............................. 1:1 Sævar Pétursson 29. (víti) – Eyþór Guðna- son 35. Staðan: Keflavík 15 11 3 1 42:15 36 Víkingur R. 16 8 7 1 25:13 31 Þór 16 9 4 3 40:29 31 Stjarnan 16 5 8 3 28:22 23 Njarðvík 16 4 6 6 31:33 18 HK 15 5 3 7 23:25 18 Breiðablik 16 5 3 8 19:24 18 Haukar 16 4 4 8 19:31 16 Afturelding 15 4 2 9 16:32 14 Leiftur/Dalvík 15 2 2 11 19:38 8 Markahæstir: Jóhann Þórhallsson, Þór........................... 14 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík.............. 12 Magnús Þorsteinsson, Keflavík ............... 10 Stefán Örn Arnarson, Víkingi .................... 9 Eyþór Guðnason, Njarðvík ........................ 9 Zoran Panic, HK ......................................... 7 Brynjar Sverrisson, Stjörnunni................. 7 Zeid Yasin, Leiftri/Dalvík........................... 7 Óskar Örn Hauksson, Njarðvík ................. 7 Holland Vitesse – Alkmaar .................................... 1:2 Willem II – Heerenveen .......................... 2:0 Belgía Lierse – Standard Liege.......................... 0:1 Stórbikar Evrópu AC Milan – Porto ..................................... 1:0 Andriy Shevchenko 10. UEFA-bikarinn Dregið til 1. umferðar í gær: AIK – Valencia Dinamo Búkarest–Shaktar Dontesk Maccabi Haifa – Publikum Celje Torpedo Moskva – CSKA Sofía Dundee – Perugia Cementarnica – Lens Newcastle – Breda Benfica – La Louviere Panionios – Nordsjælland Hearts – Zeljeznicar Sarajevo Udinese – Salzburg Genclerbirligi – Blackburn Puchov – Barcelona Dinamo Zagreb – MTK Búdapest Hapoel Ramat-Gan – Levski Sofía Kaiserslautern – Teplice Sartid – Slavia Prag Villarreal – Trabzonspor Grasshoppers – Hajduk Split Hertha Berlín – Groclin Liverpool– Olimpija Ljubljana Vålerenga – Grazer AK Zimbru Chisinau – Aris Salonika FC Köbenhavn – Ferencváros Varteks – Debrecen Hamburger SV – Dnipro Bordeaux – Artmedia Petrzalka Roma – Vardar Skopje Manchester City – Lokeren Spartak Moskva – Esbjerg Wisla – Nijmegen Uniao Leiria – Molde Austria Vín –Borussia Dortmund Auxerre – Neuchatel Xamax Ventspils – Rosenborg Gaziantepspor – Hapoel Tel-Aviv OB Odense – Rauða stjarnan Sporting Lissabon – Malmö FF Utrecht – Zilina Metalurg Donetsk – Parma MyPa – Sochaux Schalke – Kamen Ingrad Real Mallorca – Apoel Nicosia Southampton – Steaua Búkarest Feyenoord – Kärnten PAOK Saloniki – Lyn Malatyaspor – Basel Bröndby – Viktoria Zizkov  Leikið 24. september og 15. október. HANDKNATTLEIKUR Opna Reykjavíkurmót karla A-riðill: Haukar – ÍBV ....................................... 25:13 ÍBV – Stjarnan ..................................... 17:22 Staðan: Haukar 2 2 0 0 51:26 4 Stjarnan 2 2 0 0 39:33 4 Breiðablik 2 0 0 2 29:43 0 ÍBV 2 0 0 2 30:47 0 B-riðill: Afturelding – Selfoss............................ 18:17 Combault – Selfoss............................... 26:18 Fram – Afturelding.............................. 22:20 Valur – Fram ........................................ 18:12 Staðan: Combault 2 1 1 0 48:40 3 Valur 2 1 1 0 40:34 3 Afturelding 2 1 0 1 38:39 2 Fram 2 1 0 1 34:38 2 Selfoss 2 0 0 2 35:44 0 C-riðill: HK – Víkingur ...................................... 15:15 Magdeburg – Víkingur ........................ 23:17 HK – KA................................................ 16:21 Staðan: Magdeburg 1 1 0 0 23:17 2 KA 1 1 0 0 21:16 2 HK 2 0 1 1 31:36 1 Víkingur 2 0 1 1 32:38 1 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót Vals Hamar – Fjölnir ................................... 58:60 Snæfell – Haukar.................................. 44:43 Keflavík – Valur.................................... 52:36 Stjarnan – ÍR ........................................ 59:62 KR – Grindavík..................................... 46:33 FRJÁLSÍÞRÓTTIR HM í París Langstökk karla: Dwight Phillips, Bandaríkjunum.......... 8,32 James Beckford, Jamaíku ..................... 8,28 Yago Lamela, Spáni ............................... 8,22 200 metra hlaup karla: John Capel, Bandaríkjunum ............... 20,30 Darvis Patton, Bandaríkjunum........... 20,31 Shingo Suetsugu, Japan ...................... 20,38 400 m grindahlaup karla: Felix Sánchez, Dóm.lýðveld ................ 47,25 Joey Woody, Bandaríkjunum.............. 48,18 Periklís Iakovákis, Grikklandi ............ 48,24 Manchester City-samtök Stofnfundur Landssamtaka Manchester City-manna verður haldinn á veitinga- staðnum Ölveri á morgun, sunnudag, kl. 13. Að loknum fundinum verður horft á leik Manchester City og Arsenal í ensku úrvals- deildinni. FÉLAGSLÍF PAVEL Ermolinskij, 16 ára drengjalandsliðsmaður í körfu- knattleik úr ÍR, er genginn til liðs við franska úrvalsdeildarfélagið Wichy. Frá þessu var skýrt á heimasíðu Körfuknattleikssam- bands Íslands í gær. Pavel, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur leikið tvö tímabil í úrvalsdeildinni, fyrst með Skallagrími og síðan með ÍR og hefur spilað 34 leiki í deildinni, mun leika með unglingaliði Wichy, að minnsta kosti til að byrja með. Hann á ekki langt að sækja hæfi- leikana því faðir hans er Alexander Ermolinskij sem hefur leikið og þjálfað hér á landi undanfarin ellefu ár. Pavel til Frakklands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.