Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 47                                  ! "#   $ % ! & &! " '   (   !   *   ) "! ! +,, Íþróttahöllin Fífan í Kópavogi auglýsir lausa tíma til leigu. Hægt er að leigja ¼, ½ og 1/1 knattspyrnuvöll. Einnig er hægt að leigja frjálsíþróttaaðstöðu í Fífunni. Nánari upplýsingar um lausa tíma og verð er að finna á heimasíðu Fífunnar www.fifan.is eða hjá Guðna í síma 510 6407 eða 860 8302. Póstfang: fifan@fifan.is Knattspyrnulið hópar - fyrirtæki INDRIÐI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór í morgun alfarinn frá Lilleström til belgíska félagsins Genk. Félögin náðu í gær sáttum um kaupverðið en Indriði hafði áður samið við Genk til þriggja ára. Hann gengst undir læknisskoðun hjá félag- inu í dag og að því loknu verður end- anlega gengið frá undirskriftum. Indriði er 21 árs, uppalinn KR- ingur, og lék 25 leiki þar í úrvals- deildinni áður en hann fór til Lille- ström, aðeins 18 ára gamall. Þar er hann á sínu fjórða tímabili en hann vann sér fast sæti í liðinu í fyrra og hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum þess í norsku úrvalsdeildinni í ár. Indriði lék sinn 11. A-landsleik í Færeyjum í síðustu viku og á auk þess að baki á fimmta tug leikja með yngri landsliðum Íslands. „Ég er mjög ánægður með að þetta sé í höfn því þetta var orðin erfið bið. Allt frá því á þriðjudag virtust alltaf vera 5 mínútur í að málinu væri lokið en það dróst á langinn þar sem Lilleström gekk hart fram í því að fá fyrir mig uppeldisbætur. Ég hef því ekki komið til félagsins ennþá en veit að Genk er sterkt félag, með 21 þúsund seldra ársmiða og hefur náð góðum árangri undanfarin ár. Guðjónssynirnir þrír léku þar allir og Lárus Guðmundsson þegar það hét öðru nafni (Waterschei) og nú vona ég bara að þetta sé rétta skrefið fyr- ir mig á ferlinum,“ sagði Indriði. Hann kvaðst reikna með að fara beint á æfingar með liðinu á mánu- dag og koma síðan heim til Íslands frá Belgíu á miðvikudag vegna lands- leiksins við Þjóðverja. Indriði farinn til Genk Indriði Sigurðsson Stjörnumenn hófu leikinn beturog á 23. mínútu skoraði Dragoslav Stojanovic með glæsi- legu skoti af rúm- lega 20 metra færi. Markið verður hins vegar að skrifast á varnarmenn Vík- ings sem mistókst að hreinsa bolt- anum frá marki. Tæpum tíu mín- útum síðar gerðist umdeilt atvik er Magnús Karl Pétursson, mark- vörður Stjörnunnar, braut á Dan- íel Hjaltasyni, sóknarmanni Vík- inga, utan teigs sem kominn var einn innfyrir. Magnús Karl mark- vörður beið eftir flauti dómarans og rauðu spjaldi en dómarinn dæmdi ekki neitt og Magnús Karl slapp með skrekkinn. Á 36. mínútu slapp Daníel aftur innfyrir vörn Stjörnunnar, nú lék hann skemmtilega á Magnús markvörð og skoraði af öryggi. Heimamenn hófu seinni hálfleik líkt og þann fyrri, af krafti. Á upp- hafs stundarfjóðungi síðari hálf- leiks fékk Calum Þór Bett í liði Stjörnunnar þrjú sannkölluð dauðafæri. Fyrst var varið á línu, síðan varði Ögmundur Rúnarsson, markvörður Víkings, vel og í þriðju tilraun hans skaut hann framhjá fyrir opnu marki. Víking- ar fengu gott færi á 68 mínútu en þá varði Ólafur Gunnarsson, varn- armaður Stjörnunnar, á línu frá Stefáni Erni Arnarsyni. Víkingar nálægt sigrinum undir lokin Stjarnan komst yfir á 75. mín- útu, þar var að verki Adolf Sveins- son sem skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálms- sonar. En aðeins þrem mínútum síðar jöfnuðu Víkingar. Varamað- urinn Bjarni Hall átti þá glæsilega sendingu fyrir mark Stjörnunnar sem hinn kröftugi Stefán Örn skallaði í netið. Það sem eftir lifði leiks reyndu Víkingar allt sem þeir gátu til að knýja fram sigur en án árangurs. Besta færi þeirra kom á 81. mínútu en þá varði Vilhjálmur Vilhjálmsson, miðvallarleikmaður Stjörnunnar meistaralega í tví- gang á línu. Mikil spenna er framundan hjá Víkingum. Liðið á eftir tvo erfiða leiki. Fyrst mæta þeir Blikum í Víkinni og enda mótið suður með sjó þar sem þeir etja kappi við topplið Keflavíkur. Ögmundur í marki var traustur í gær sem og miðverðirnir Þorri Ólafsson og Grétar Sigurðsson. Kári Árnason miðvallarleikmaður vann sig inn í leikinn eftir því sem á hann leið. Þá var Stefán Örn í framlínunni síógnandi. Stjörnumenn léku enn einn leik- inn án taps. Í jöfnu liði heima- manna voru Sveinn Magnússon og Ólafur Gunnarsson góðir í vörn- inni. Vilhjálmur Vilhjálmsson var drjúgur á miðjunni auk þess sem hann átti tilþrif leiksins er hann varði á línu í tvígang. Vilhjálmur var ánægður með leik gærkvölds- ins: „Ég tel að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur. Hér léku tvö lið sem vildu sigra. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að við skul- um ekki lengur hafa möguleika á því að fara upp um deild en við klúðruðum því má segja í upphafi en síðan hafa komið ellefu leikir í röð án taps. Ég verð að hrósa Vík- ingum fyrir góðan leik þeir eru með lið sem getur vel spjarað sig í efstu deild,“ sagði Vilhjálmur Vil- hjálmsson að leik loknum. Maður leiksins: Ólafur Gunnars- son, Stjörnunni. Morgunblaðið/Arnaldur Þorgils Þorgilsson úr Stjörnunni og Daníel Hjaltason úr Víkingi eigast við í leiknum í Garðabæ í gærkvöld. Ellefu án taps en Stjarnan úr leik STJARNAN og Víkingur gerðu 2:2 jafntefli í skemmmtilegum og vel leiknum leik í 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Stjörnuvelli í gær. Staðan í hálf- leik var 1:1. Víkingar eru enn í öðru sæti en nú munar aðeins einu marki á þeim og Þór sem er í þriðja sæti. Veik von Stjörn- unnar um að leika í efstu deild að ári varð endanlega að engu við úrslit gærkvöldsins. Hjörvar Hafliðason skrifar  VIKTOR Bjarki Arnarsson skoraði fyrra mark TOP Oss í gærkvöld þeg- ar liðið gerði jafntefli, 2:2, við Emmen á útivelli í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu. Þetta er annað mark Viktors í þremur fyrstu umferðum deildarinnar en lið hans er í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig.  RÓBERT Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar en Gunnar Berg Viktorsson ekkert þegar lið þeirra vann stórsigur á nýliðum Kronau/ Östringen, 37:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðmund- ur Hrafnkelsson var í marki nýlið- anna sem stóðu í Wetzlar í fyrri hálf- leik en síðan ekki söguna meir.  STEVE McManaman, enski knatt- spyrnumaðurinn sem hefur leikið með Real Madrid undanfarin ár, gengur að öllu óbreyttu til liðs við Manchester City í dag. Félögin hafa samið um skipti hans og McManaman gengst undir læknisskoðun hjá City í dag.  CHELSEA hefur náð samkomulagi við franska landsliðsmanninn Claude Makelele um kaup og kjör en áður hafði enska félagið samið við Real Madrid um kaup á honum. Þar mun einnig læknisskoðun um helgina skera endanlega úr um hvort af þeim verði.  SÖREN Hermansen, verður áfram í herbúðum knattspyrnuliðs Þróttar úr Reykjavík á næstu leiktíð takist liðinu að halda sæti í efstu deild. Sem stendur er Sören markahæsti leik- maður deildarinnar með 10 mörk.  GIANLUIGI Buffon, markvörður Juventus var útnefndur mikilvægasti knattspyrnumaður Evrópu í hófi sem haldið var í Mónakó af Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA, í gær. Hann var einnig valinn besti mark- vörðurinn.  ROBERTO Carlos, leikmaður Real Madrid var valinn besti varnarmað- urinn. Pavel Nedved, hjá Juventus var valinn besti miðvallarleikmaður- inn og Ruud van Nistelrooy, Man- chester United, var valinn besti sókn- armaðurinn. FÓLK Auðveld titilvörn hjá Sánchez FELIX Sánchez, hlauparinn fótfrái frá Dóminíska lýðveld- inu, varði í gærkvöld heims- meistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeist- aramótinu í París. Sánchez, sem heldur upp á 26 ára afmæl- ið sitt í dag, hefur ekki tapað hlaupi í tvö ár. Hann kom í mark á 47,25 sekúndum, tæpri sekúndu á undan Joe Woody frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hrepptu sitt fyrsta HM-gull í langstökki karla í 12 ár þegar „Kónguló- armaðurinn“, Dwight Phillips, sigraði með því að stökka 8,32 metra. John Capel, fyrrverandi at- vinnumaður í ruðningi, sigraði í 200 metra hlaupi karla, á slak- asta vinningstímanum í 20 ára sögu mótsins, 20,30 sekúndum. Landi hans, Darvis Patton, var 1⁄100 úr sekúndu á eftir honum. TBR beið lægri hlut fyrir finnsku meisturunum Tapion Sulka, 4:3, í síðasta leiknum í Evrópukeppninni sem staðið hefur yfir í Uppsölum í Svíþjóð undanfarna daga. TBR hafnaði þar með í þriðja sæti í sín- um riðli og í 11.–15. sæti á mótinu. Ragna Ingólfsdóttir sigraði í einliðaleik og í tvíliðaleik með Katrínu Atladóttur, og þá sigruðu Magnús Helgason og Tinna Helga- dóttir í tvenndarleik. Þrír einliða- leikir töpuðust, sem og tvíliða- leikur karla. TBR tap- aði loka- leiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.