Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján ViðarHafliðason fædd- ist í Reykjavík 2. júní 1973. Hann lést af slysförum 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Kristjáns- dóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 18.9. 1950, og Hafliði Við- ar Ólafsson bóndi og bifreiðarstjóri, f. 6.10. 1950. Þau búa í Garpsdal í Reykhóla- sveit. Systkini hans eru Haflína Ingi- björg, f. 16.7. 1975, og Sigurður Rúnar, f. 9.9. 1977, unnusta hans er Bryndís Elfa Geirmundsdóttir. Krissi, eins og hann var alltaf kallaður, kvæntist 15. júní 2002 Erlu Björk Jónsdóttur, f. 15.3. 1978. Foreldrar hennar eru Jenný Jensdóttir, f. 15.12. 1951, og Jón Hörður Elíasson, f. 24.5. 1950, búsett á Drangsnesi. Krissi og Erla eiga einn son, Aron Viðar, f. 22.4. 2001. Krissi ólst upp í Garpsdal. Árið 1995 hófu þau Erla að búa saman í Reykja- vík en fluttu árið 2001 að Ásaheimum í Króksfjarðarnesi. Krissi starfaði alla tíð við landbúnaðar- störf, vinnuvélar og flutninga. Hann tók meirapróf um leið og hann hafði aldur til og hafði aflað sér réttinda á allar tegund- ir vinnuvéla. Í byrjun árs 2000 stofnuðu hann og Erla ásamt for- eldrum hans Flutningaþjón- ustuna Smyril ehf. Útför Kristjáns Viðars verður gerð frá Garpsdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Krissi minn. Ímyndaðu þér sólina án geisla, regnbogann án lita og hafið án vatns Óhugsandi? Það finnst mér líka. ... En ef ég hugsa mér lífið án þín er hitt smáræði. (Höf. óþ.) Ég vildi ekki trúa því þegar mér var sagt á mánudaginn var að þú værir búinn að kveðja okkur fyrir fullt og allt, og ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur í lifanda lífi, mér fannst eins og að þetta væri einn stór slæm- ur draumur. Þar sem ég taldi að við ættum aldrei eftir að upplifa aðrar eins raunir og í fyrra þegar við héld- um að við værum að missa þig vegna veikinda, en nú er það staðreynd. Ég vil þakka fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér þó ég vildi að hann yrði lengri en þar sem ég og við öll eigum góðar minningar um þig verða þær að ylja okkur. Ég hugga mig við það að þú fékkst að fara við það sem þú hafðir unun og yndi af, sem var að aka nýja treilern- um þínum og að þú varst búinn að uppfylla næstum því alla þína drauma en þá kannski ekki þann stærsta sem var að eldast með Erlu og taka þátt í lífi litla engilsins þíns, hans Arons Viðars, sem er búinn að vera sólargeislinn okkar allra á svona erfiðum stundum og það er það sárasta í þessu öllu saman að hann á aldrei eftir að kynnast þér meir nema í gegnum okkur. Elsku mamma og pabbi, Erla og Aron, amma og afi, Rúnar og Bryn- dís, aðrir ættingjar og vinir, megi guð vera með ykkur öllum og veita ykkur styrk og huggun í sorginni, ég trúi því að Krissi muni alltaf fylgja okkur í anda um aldur og ævi. Takk fyrir allt, elsku stóri bróðir. Haflína. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi á milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Krissa, þótt sá tími sem ég þekkti hann hafi verið alltof stutt- ur. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Brúðkaupsdagur hans og Erlu í fyrrasumar var yndislegur dagur og mun ekki gleymast. Það var alltaf gaman að umgangast Krissa, hann var kátur og hress strákur og var alltaf að grínast með hlutina. Við áttum margar góðar stundir saman í sumar, ég, Rúnar, Krissi, Erla og litli sólargeislinn þeirra, hann Aron Viðar. Síðasta verslunar- mannahelgi var yndisleg, þá vorum við öll saman komin í Vestmannaeyj- um hjá Haflínu, systur þeirra bræðra. Þessa helgi var mikið hlegið og spjallað og höfðum við það mjög skemmtilegt. Fyrir þennan tíma sem við áttum saman erum við þakklát því þetta var í síðasta skiptið sem systkinin komu öll saman. Elsku Erla, Aron, Ingibjörg, Haf- liði, Haflína, Rúnar og aðrir aðstand- endur, Guð gefi ykkur styrk og varð- veiti ykkur í þessari miklu sorg. Bryndís Elfa Geirmundsdóttir. Elsku hjartans Krissi. Af hverju er lífið svona miskunnarlaust? Þú ert tekinn frá okkur öllum á besta aldri, þú sem varst svo sterkur og svo lífs- glaður. Alltaf sást þú björtu hliðarn- ar, og ekki varst þú gamall þegar þú reyndir að kenna mér að sjá björtu hliðarnar á hlutunum og vera ekki að gera úlfalda úr mýflugu. Ofarlega er okkur í minni þegar við áttum okkar fyrsta barn, þá varst þú svo spenntur og hlakkaðir svo mikið til að eignast lítið frændsystkini, þá fékkstu frænku, og komst svo ósköp kátur og glaður með pakka handa henni, þá varst þú bara fjögurra ára. Þú hlakk- aðir svo til að fá okkur í sveitina til þín á sumrin og man ég svo vel þegar þú hljópst upp að hliði og opnaðir þegar bíllinn kom. Já, lífið er hverf- ult, ekki gat maður ímyndað sér ann- að en þú fengir að njóta þess að vera lengur með þinni elskulegu eigin- konu og blessuðum litla syni þínum sem þú elskaðir svo mikið og er alveg eftirmynd þín. Elsku Krissi okkar, mikið er erfitt að sjá á eftir þér, bros- ið þitt, hláturinn þinn, hlýjan þín og réttlætiskenndin, ánægjuna við að geta aðstoðað aðra, taka þátt í hey- skapnum, fara í leitir og eltast við fé á fjórhjólinu. Já eftir stendur minn- ingin og henni gleymum við aldrei. Það er orðið mikið skarð í litlu sam- félagi. Það er svo stutt síðan þú stofnaðir þitt yndislega heimili, þú varst svo duglegur að lagfæra og fegra umhverfið í kring um húsið ykkar, búa til garð og sólpall á milli þess sem þú stundaðir þína vinnu, vinnu við akstur, tæki og vélar. Okk- ur langar til að hafa hér neðst sálm- inn sem þú varst svo hrifinn af sem lítið barn, og þú vildir að pabbi eða mamma rauluðu fyrir strákinn sinn áður en hann færi að sofa á kvöldin. Elsku hjartans Erla okkar og Ar- on Viðar. Elsku systir og mágur, Haflína , Rúnar og Bryndís, Jenný og Jón, megi Guð styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg . Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Kristjana og Sigfús. Elsku frændi. Það var hryllilegt að fá þessar vondu fréttir að þú værir rifinn í burtu frá okkur svona snöggt. Þú áttir svo mikið eftir og hugsunin hjá okkur var sú að við myndum jafn- vel hitta þig næst þegar þú kæmir í bæinn, eða næsta sumar myndum við heimsækja þig, en við fáum það ekki, og það er svo sárt, og við finnum svo til, og þetta er svo óréttlátt að þú far- ir svona snöggt en svona er lífíð en við eigum rosalega góðar minningar um þig og það ætlum við að geyma vel í minni okkar. Á sumrin er ég kom vestur til ykkar voru margar stundir sem að við lékum okkur sam- an í leikjum á hlaðinu hjá ykkur, ég mun ávallt muna það, og öll yngri ár- in með þér. Alltaf sástu muninn á réttu og röngu og stilltir alltaf til friðar ef það kom eitthvað uppá og ég man svo vel fíflaganginn í okkur, allt- af þegar við hittumst gátum við alltaf slegið á létta strengi og haft gaman og þetta er mér mjög mikils virði. Þetta man ég alltaf. Þú varst okkur eins og besti bróðir, eins og þið öll systkinin en núna er komið stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Elsku Krissi okkar, alltaf varstu tilbúinn að hjálpa okkur þegar þurfti á að halda. Þegar ég hugsa um allar stundirnar sem við áttum saman þá man ég svo vel eftir því þegar afi okkar dó að ég átti mjög erfitt við kistulagninguna, þá komst þú með þinn hlýja faðm og tókst utanum mig til þess að hugga mig og það var rosalega gott og hlýtt, þessari stund gleymi ég aldrei. Við gleymum heldur ekki hinum stund- unum, en við erum svo ósátt við það að þú skulir vera farinn því að þú átt- ir ekki að fara strax og við vildum óska þess að við gætum fengið þig til baka, en því miður er það ekki hægt. Það er líka svo erfitt að horfa og vita af því að litli Aron þinn skuli ekki fá að njóta þín, þú sem varst honum svo mikið og Erlu þína, sem elskaði þig svo heitt, að hún skuli þjást svona mikið, en vonandi komast þau í gegn- um þetta, og að Aron okkar eigi minningar um þig þó að hann sé bara 2 ára. Elsku Krissi okkar, nú ertu kominn til afa og ömmu og við vitum að þau tóku vel á móti þér. Elsku Erla, Aron og fjölskylda, megi drottinn fylgja ykkur í gegnum þessar miklu hörmungar og sorg. Sigrún frænka og litla fjölskyldan Gnoðarvogi 26. Elsku Krissi minn. Það er svo sárt að vita til þess að þú ert farinn frá okkur með svo stuttum fyrirvara og í blóma lífsins. Þegar ég fékk þessar hörmulegu fréttir var ég staddur í skólanum og ég trúði ekki að þetta væri satt en ég hélt í vonina um að eitthvað gott myndi fréttast af þessu hörmulega slysi en raunin var því miður önnur. En allar þær góðu minningar sem eftir standa munu lifa í brjósti mér um alla tíð. Við áttum svo margar góðar stundir saman, elsku frændi minn, ég man svo vel eftir því er þú varst í námi við menntaskólann í Kópavogi og varst mikið í bænum, hvað þú varst góður við mig, litla frænda, eins og þú kallaðir mig og tókst mig með þér á æfingar og varst að kenna mér að lyfta lóðum svo ég gæti orðið jafn stór og sterkur og frændi minn sem ég leit svo mikið upp til. Það var alltaf jafn mikil spenna í maganum á mér á leiðinni vestur í sveitina að hitta stóra frænda sem gerði dvölina í Garpsdal svo skemmtilega og eftirminnilega. Ég man þegar þú leyfðir mér að sitja aft- an á fjórhjólinu þínu og sagðir mér að halda fast utanum mittið á þér svo ég dytti ekki af meðan við þutum um melinn inn af bænum, svona minn- ingar streyma í gegnum huga mér eins og þær ætla aldrei að stoppa, þær eru endalausar. Já elsku Krissi minn þú passaðir alltaf svo vel uppá mig og varst mér sá besti frændi sem hugsast getur í alla staði. Það er svo sárt að vera búin að missa þig frá okkur og það er stórt og mikið skarð sem verður eftir að þú ert farinn, en allar minningarnar sitja eftir í hjörtum okkar allra, ég veit að amma og afi í Hólmgarði hafa tekið vel á móti þér og nú ertu kom- inn á friðsælan og góðan stað. Ég sakna þín svo sárt elsku frændi minn. Elsku Erla, Aron, Ingibjörg, Haf- liði, Haflína, Rúnar og fjölskylda. Megi drottinn fylgja ykkur í gegnum þennan óbætanlega missi og styrkja ykkur í þessari hörmulegu sorg. Garðar. Við hjónin fluttumst ásamt börn- um okkar til Reykhóla árið 1994 og stuttu síðar hófust kynni okkar af foreldrum Krissa, þeim Hafliða Við- ari Ólafssyni og Ingibjörgu Krist- jánsdóttur. Það hefur verið mikil gæfa að fá að njóta aðhlynningar, hlýhugar og traustrar vináttu hjónanna í Garpsdal á Króksfjarðar- nesi. Krissi og eiginkona hans Erla Björk Jónsdóttir höfðu nýverið standsett hús sitt, Ásaheima í ná- grenni við Garpsdal, býli foreldra Krissa og flutt þangað með auga- stein sinn, Aron Viðar, tveggja ára. Samgangur var mikill og Krissi sótti ekki bara fyrirmynd að góðum og heilsteyptum manni í foreldrahús. Þar fundu Krissi og Erla jafnframt sína bestu vini. Fyrir tæpum áratug hóf Krissi að keyra flutningabíla sem faðir hans rak ásamt félögum sínum. Þar með hófust samskipti á milli mín og Krissa, en ég starfaði þá fyrir Þör- ungaverksmiðjuna á Reykhólum. Hin seinni ár hefur rekstur flutning- anna alfarið verið í höndum þeirra feðga. Krissi var sterkur ásýndar, vingjarnlegur, úrræðagóður og greiðvikinn. Hann miklaði ekki fyrir sér vandamál sem upp komu, hann leysti úr þeim. Krissi og systkini tóku út verklegan og andlegan þroska sem þátttakendur í daglegu lífi foreldra sinna, sem hafa ásamt bústörfum til langs tíma sinnt mörg- um trúnaðarstörfum innan sveitar- innar. Sagt er að snemma beygist krók- urinn til þess sem verða vill en helsta áhugamál Krissa voru bílar og rekst- ur flutningafyrirtækis þeirra feðga. Það kom sér jafnan vel að geta sótt upplýsingar um ýmislegt varðandi dráttarbíla í viskubrunn þeirra feðga. Það var eftirminnilegt og skemmtilegt í vor þegar ég heimsótti feðgana, að fylgjast með Aroni Viðari rýna í erlent trukkablað og upplýsa mig og félaga minn um hina ýmsu trukka í blaðinu. Um leið og við hjónin þökkum samfylgdina, biðjum við Guð að blessa minningu Kristjáns Viðars Hafliðasonar og styrkja Erlu, Aron Viðar, foreldra, systkini og aðra að- standendur í þeirri miklu sorg sem fylgir því að missa góðan dreng. Bjarni og Erna. Góði Guð, við þökkum þér fyrir þann tíma sem þú gafst okkur með Krissa, og þá sérstaklega þessi tvö aukaár. Við metum það mikils. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm – þau komu til þess í heiminn. KRISTJÁN VIÐAR HAFLIÐASON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTBJÖRG EINARSDÓTTIR, áður til heimilis á Bárugötu 35, Reykjavík, sem lést föstudaginn 22. ágúst, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 1. september kl. 15.00. Þórunn Benjamínsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Eiríkur Benjamínsson, Einar Benjamínsson, Erla M. Indriðadóttir, Sólveig Benjamínsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Gunnar Harðarson, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTA SAMSONARDÓTTIR, áður til heimilis á Patreksfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 28. ágúst. Stella Gísladóttir, Bjarney Gísladóttir, Sigríður Björg Gísladóttir, Snæbjörn Gíslason, Guðmundur Bjarni Gíslason, Margrét Jóna Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.