Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is LJÓSMYNDIR af börnum í Kulusuk á Græn- landi eru viðfangsefni ljósmyndasýningar sem Friðrik Brekkan leiðsögumaður setur upp í Hár og list, litlu galleríi á Strandgötunni í Hafnar- firði, á næstu dögum. Friðrik hélt sýninguna fyrst úti í Kulusuk og gaf það mikið af myndum að hann þurfti að gera nýjar fyrir sýninguna nú. Hann hefur verið leiðsögumaður á Grænlandi og víðar í fjölda ára og fór fyrst til Kulusuk árið 1976. Síðan eru ferðirnar þangað orðnar yfir hundrað. „Ég hafði oft með mér myndavél og í hvert skipti komu börnin hlaupandi og tóku á móti manni. Ég náði alltaf svo góðu sambandi við þau og gat fengið að taka myndir af þeim hér og þar um bæinn.“ Hann segist ávallt hafa ætlað sér að koma aftur með myndirnar, því fæstir sem til Kulusuk koma og taka myndir af heimamönnum efna loforð um að senda þeim eintak. 30–40 þúsund ferðamenn koma til Kulusuk á ári hverju. „Ég ákvað að drífa í þessu og fór með 110 myndir í öllum stærðum, sú stærsta er fermetri. Ég hafði plastað þær með þykku plasti og síðan fékk ég lánað hús sem vin- ur minn á þarna. Í dásamlegu veðri fékk ég hjálp frá heimamönnum og setti sýninguna utan á allt húsið. Það kom allur bærinn hlaupandi og það var rosalega sterkt á að horfa. Þetta er bara venjulegt fólk. Þetta er ekki fólk sem snobbar fyrir list og horfir á sýningar með kokkteilglas í hendi innandyra,“ lýsir Friðrik. 30 af 60 börnum eru látin Hann leggur áherslu á að íbúar í Kulusuk séu ekki eins og við Íslendingar, sem lifum í neyslu- samfélagi og tökum myndir frá vöggu til grafar. Þetta fólk á ekki myndir af börnunum sínum, vinum og ættingjum. Hann segir að ástandið í Kulusuk sé ekki gott og segir að það sýni það best að af sextíu börnum, sem hann hefur myndað í gegnum tíðina, eru þrjátíu ekki á lífi. „Fólk hefur framið sjálfsmorð, lent í fangelsi, drukknað við selveiðar og verið myrt. Þjáningin hjá þessu fólki er svo djúp.“ Friðrik segir sögu af konu sem til hans kom og spurði hvort hún mætti taka mynd niður. Síðan fór hún afsíðis og bar hana að hjarta sér. Tvö börn hennar höfðu framið sjálfsmorð. Hann segist hafa boðað fólkið til sín þegar sýningunni lauk og gefið þeim myndir af ættingjum sínum. Hann hafði því gefið helming sýningarinnar. Af þessum þrjátíu börnum sem eru á lífi eru ekki nema tíu á staðnum. Hin hafa farið burt. „Þau fara í menninguna, annaðhvort til vest- urstrandarinnar eða Kaupmannahafnar. Svo koma þau aftur seinna. Þetta er náttúrlega dásamlegt umhverfi.“ Friðrik segir það sorgleg- asta við þetta allt að til Kulusuk séu daglegar ferðir. Aftur á móti skorti áhuga þeirra sem þangað koma og jafnvel starfa til þess að taka sig saman og smíða rólur eða eitthvað slíkt. „Það þarf svo lítið til þess að gleðja fólkið. Næst þegar ég fer þangað ætla ég að fara með tvær rólur.“ Gaf ættingjum látinna hálfa sýninguna RÁÐHERRAR neytendamála á Norðurlöndunum eru sammála um að grunnskólar eigi að vera lausir við kostun af hvaða tagi sem er og að móta þurfi reglur um slíkt í skól- um. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra, sem sótti fund ráð- herranna í Stokkhólmi í tengslum við ráðherrafund Norðurlandaráðs sem lauk í gær, segir að þrýstingur sé mikill á börn og með aukinni tækni, einkum farsímaeign, sé auð- veldara að ná til þeirra en áður. Kostun getur verið af ýmsu tagi en gefur fyrirtækjum jafnan beinan að- gang að ákveðnum markhópi. „Það er sameiginleg skoðun ráð- herranna að grunnskólarnir eigi að vera „frísvæði“. Það er ekki mikið um reglur á þessu sviði og raunar ekki um það að ræða að þær séu til staðar. Og það er eitt af því sem við sjáum ástæðu til að vinna í,“ segir ráðherra. Íslendingar taka við formennsku í ráðherranefnd Norðurlandaráðs á næsta ári og var stefna Íslands kynnt undir yfirskriftinni „Auðlegð Norðurlanda“, og vísað til mann- auðs og náttúrulegra auðlinda. Undirbúningur hafinn að gerð ánægjukönnunar Að sögn Valgerðar var ákveðið að hefja undirbúning að gerð ánægju- könnunar á Norðurlöndunum meðal neytenda. Meðal þess sem kanna á er álit neytenda á hversu örugg til- tekin vara sé og hvernig fólki hafi gengið að fá upplýsingar og leið- beiningar um notkun hennar. Þá verður kannað álit neytenda á því hversu auðvelt er að flytja viðskipti yfir til keppinautar. Einnig var opnuð ný heimasíða, www.nordicos.org, sem á að auð- velda neytendum að afla upp- lýsinga, m.a. um hugbúnað. Heima- síðan inniheldur upplýsingar á öllum Norðurlandamálunum, auk ensku. Ráðherrar neytendamála á Norðurlöndunum funda í Stokkhólmi Grunnskólar verði lausir við kostun HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, fer í opinbera heimsókn til Slóveníu 1. til 4. september í boði Boruts Pahor, forseta slóvenska þingsins. Halldór mun eiga fund með starfsbróður sín- um og ræða við Anton Rop, forsætis- ráðherra Slóveníu, í höfuðborginni Ljúbljana. Einnig mun forseti Al- þingis eiga fundi með borgarstjóra Ljúbljana, mennta- og menningar- málaráðherra, utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar slóv- enska þingsins. Þá mun hann þiggja kvöldverðarboð Boruts Pahor og eig- inkonu hans í Brdo-kastala. Með Halldóri í för verða eiginkona hans, þingmennirnir Guðmundur Árni Stefánsson og Einar K. Guð- finnsson, auk Þorsteins Magnússon- ar, forstöðumanns almennrar skrif- stofu Alþingis. Halldór Blön- dal í heimsókn til Slóveníu SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar- svæðinu var kallað út öðru sinni að atvinnuhúsnæði á horni Auðbrekku og Skeljabrekku í Kópavogi um tíu- leytið í gærmorgun eftir að reykur barst frá eimingartæki í bygging- unni. Ákveðið var að þynna efnin með vatni til þess að koma í veg fyrir efnahvörf og draga úr reyknum. Í fyrrakvöld var allt tiltækt lið slökkvi- liðsins kallað út að byggingunni vegna mikils reyks sem barst frá eimingartæki sem hafði brunnið yfir. Þá var slökkviliðið kallað út vegna eldsvoða í stigagangi í atvinnuhús- næði í Kaplahrauni í Hafnarfirði um áttaleytið í gærmorgun. Þegar starfsmaður kom til vinnu varð hann var við mikinn reyk og hafði sam- band við slökkviliðið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta bygginguna. Eldsupptök liggja ekki fyrir. Slökkvilið kall- að tvisvar að at- vinnuhúsnæði BJÖRN Ingi Hrafnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar utan- ríkisráðherra og tekur hann til starfa 1. septem- ber næstkomandi. Björn Ingi er þrítugur að aldri. Hann nam sagn- fræði og stjórn- málafræði við Há- skóla Íslands og hefur að undanförnu gegnt störfum skrifstofustjóra þingflokks fram- sóknarmanna og verið kynningar- fulltrúi Framsóknarflokksins. Áður starfaði hann um árabil við blaða- mennsku og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Björn Ingi er kvæntur Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Eiga þau son og búa í Reykjavík. Nýr aðstoðar- maður utan- ríkisráðherra Í DAG, laugardaginn 30. ágúst, verða umferðarljósin á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar í Reykjavík tekin úr sam- bandi vegna breytinga. Ljósin verða óvirk frá kl. 8.30 fram eftir degi. Á meðan annast lögreglan umferðar- stjórn. Breytingin felst í því að sett verða beygjuljós á vinstri beygjur af Kringlumýrarbraut inn á Miklu- braut, sem verða þó ekki virk nema á kvöldin og um nætur virka daga og allar helgar. Þegar beygjuljós eru ekki virk blikka þau gulu ljósi. Umferðarljós tekin úr sambandi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.