Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 21
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 21 ÞEIR munu ekki margir í dag sem verið hafa ferjumenn að atvinnu á stórfljótum Íslands. Einn er þó slík- ur í Kelduhverfi norður. Á bygg- ingartíma Jökulsárbrúar á Fjöllum 1946-7 var það atvinna hans að róa pramma yfir ána með bygging- arefni, ferðamenn og hvaðeina sem flutning þurfti, allt frá títuprjónum til bílpalla eins og hann orðaði það. Landi náði hann með bílpallinn. Fyrir ofan Fossinn, sagði hann og skilja það þeir sem þekkja Jökulsá. Haraldur heitir hann, Þórar- insson í Kvistási, kunnur bílstjóri og þúsund þjala smiður. Ók vörubíl á þeim árum þegar þjóðleið úr Kelduhverfi lá um Reykjaheiði til Húsavíkur. Hann hefur frá mörgu skemmtilegu að segja þegar næði er til slíks. Rak viðgerðaverkstæði til fjölda ára, allt frá því er Farmal Cub dráttarvélarnar komu ósam- ansettar til bænda og fáir áttu verkfæri til að skrúfa þær saman. Á tímum Kröfluelda 1975 til 1984 og lengi síðan, var hann fréttaritari Ríkisútvarpsins og varð þá oft einna fyrstur til að sjá grunsamlega reykjarbólstra suður að líta í Gjá- stykki. Hafði hann þá áhyggjur af Kröflumönnum. Nýverið gerðu þau sér tilbreytingu hjónin Haraldur og Björg Margrét Indriðadóttir kona hans. Fengu son sinn Indriða Vigni til að skjótast suður fyrir sjón- arrönd þeirra og námu staðar í Kröflu. Þótti þeim nú allt rólegt þar og ekki ástæða til fyrir þá Keld- hverfingana að kvíða umbrotum á næstunni á sprungusveimnum sem þeir eiga sameiginlegan með Mý- vetningum og sem lét eiginlega verr í Kelduhverfi heldur en í Mý- vatnssveit í umbrotunum sem kennd eru við Kröflu. Haraldur hafði orð á því að fyrr- um þekkti hann annan hvern Mý- vetning, eftir að hann kynntist þeim vel, einkum við brúargerðina fyrrnefndu. Nú eru fáir eftir kunn- ingjanna frá fyrri tíð, þar í syðra. Hafa þeir flestir tekið sína síðustu ferju. Morgunblaðið/BFH Hjónin í Kvistási, Björg Margrét Indriðadóttir og Haraldur Þórarinsson. Ferjumaður litast um við Kröflu Mývatnssveit LANDIÐ GÖNGUHÓPURINN Doddarnir frá Vestmannaeyjum fóru menning- arferð í Skagafjörð upp úr miðjum ágúst. Aðaltilgangur ferðarinnar var að klífa Drangey, þessa perlu Skaga- fjarðar og koma við í Kolkuósi ætt- aróðali Hartmanns Ásgrímssonar eins af Doddunum. Kolkuós var til forna höfn biskupa er sátu á Hólum í Hjaltadal og ferð þar nú fram forn- leifauppgröftur erlendra fornleifa- fræðinga. Þá stendur fyrir dyrum mikil uppbygging á gömlu húsunum á Kolkuósi að frumkvæði þeirra aðila sem reka Vesturfarasetrið á Hofsósi. Menningarferð Doddanna hófst með heimsókn í Vesturfarasetrið og þar fundu menn nöfn ættingja sinna er flutt höfðu til Ameríku í byrjun síðustu aldar eða lok þeirrar 19. Gríðarlegur metnaður hefur verið lagður í Vesturfarasetrið og sagði Valgeir á Vatni, forstöðumaður set- ursins, að tugir þúsunda manna kæmu í setrið árlega þó svo það væri ekki beint í alfaraleið hringvegarins. Góð aðstaða Ferð göngumanna í Drangey tók um fjórar klst. og var hópurinn mjög heppinn með veðrið, sólarlítið og logn. Góð aðstaða er við eyna og bönd til að styðja sig við á uppleið- inni, en þó hún sé kannski ekki mjög glannaleg vönum mönnum er verra að vera mjög lofthræddur. Leiðsögn var fyrir hópinn og var gerður góður rómur að ferðinni í Drangey. Með göngumönnum frá Vest- mannaeyjum var trúlega einn yngsti aðilinn sem klifið hefur Drangey ef ekki sá yngsti til fjölda ára sögðu fararstjórar í ferðinni. Það var Tina Marie Lenser 20 mánaða gömul sem fór upp á Drangey í bakpoka á baki móður sinnar Söru Wurzburg. Sara naut engrar aðstoðar við að koma dóttur sinni upp í eyna og fannst göngumönnum frá Eyjum mikið koma til um dugnað móðurinnar og æðruleysi barnsins. Stúlkan unga lék sér síðan í eynni eins og úti á róluvelli væri. Á niðurleiðinni var það sama upp á teningnum, Sara þáði ekki aðstoð en fór leiðina fum- laust og örugglega með Tinu Marie á bakinu sem fyrr. Morgunblaðið/Sigurgeir Göngugarpar úr Eyjum í Drangey Skagafjörður 20 mánaða gömul stúlka kleif eyna, ein sú yngsta sem það hefur gert „ÞESSI aðferð er ódýr og það mein- laus að engar aukaverkanir koma fram og svo virkar þetta þannig að líkaminn örvar sjálfan sig með þessu. Ég á von á því að ljósmæður á Selfossi noti þessa aðferð eftir námskeiðið,“ sagði Guðlaug María Sigurðardóttir, ljósmóðir og nála- stungufræðingur, sem ásamt Lilleba Anckers frá Svíþjóð flutti erindi á námskeiði um nálastunguaðferð sem ljósmæður á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi stóðu fyrir. Allar ljós- mæður stofnunarinnar sóttu nám- skeiðið og sagði Guðlaug það mjög þýðingarmikið því það gerði að verkum að hægt væri að vera með gegnumgangandi meðferð á stofn- uninni þar sem allar ljósmæðurnar þekktu til meðferðarinnar. Guðlaug sagði að á námskeiðinu væri farið yfir aðalatriði meðferð- arinnar og það sem væri athyglis- vert varðandi hana. Hún er notuð til að ná fram slökun og til að með- höndla ýmsa kvilla tengda með- göngu og fæðingu. „Þetta er góð viðbót við það sem við höfum haft. Það er oft tilhneiging til að nota sterk lyf við kvillum en þegar þessi aðferð er tekin inn í ferlið hjá kon- unni þá minnkar lyfjanotkunin. Þetta er því ódýrara fyrir deildina og svo sleppa konurnar við auka- verkanirnar sem gjarnan fylgja lyfj- unum,“ sagði Guðlaug María Sig- urðardóttir, ljósmóðir og nála- stungufræðingur. „Þessi viðbót eykur breiddina hjá okkur hérna á Selfossi. Við viljum vera framarlega í okkar starfsemi, bjóða nýjungar og fylgjumst því vel með. Með þessari góðu mætingu á námskeiðið getum við boðið öllum konum þessa meðferð og þannig þjónað okkar konum betur,“ sagði Svanborg Egilsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi. Hún sagði og að Samtök sunn- lenskra kvenna og Heilbrigðisstofn- unin hefðu veitt ljósmæðrunum styrk til að halda námskeiðið en ljósmæður stæðu sjálfar straum af kostnaðinum. „Þetta er sterkur hóp- ur ljósmæðra hérna hjá okkur. Við segjum stoltar frá því að við vorum fyrstar með vatnsbaðið og fæðingu í vatni og verðum nú fyrstar að bjóða öllum konum sem til okkar koma þessa meðferð,“ sagði Svanborg Eg- ilsdóttir. „Við erum sterkar saman.“ Ljósmæður á Selfossi bjóða nýjungar og fylgjast vel með Geta boðið konum nálastungumeðferð Ljósmynd/Sigurður Jónsson Frá námskeiðinu í nálastungumeðferð fyrir þungaðar konur. Við enda borðsins stendur fyrirlesarinn Lilleba Anckers frá Svíþjóð og við borðs- endann hægra megin er Guðlaug María Sigurðardóttir, ljósmóðir og nála- stungufræðingur. Selfoss BLÓMSTRANDI dagar voru haldnir í Hveragerði um síðustu helgi. Formleg dagskrá hófst á föstudagskvöld með barna- og unglingaballi í íþróttahúsinu. Þar skemmtu hljómsveitirnar Á móti sól og Búdrýgindi gestum og var mikið fjör hjá unga fólkinu. Á laugardaginn var svo sett upp markaðstorg, þar sem m.a. handverksfólk seldi muni sína. Skátarnir voru með hoppukastala og þrautabraut, trúðar voru á staðnum og skemmtu gestum með látbragði og töfrabrögðum. Bif- hjólasamtökin Postularnir komu og sýndu gestum fáka sína, Slökkviliðið sýndi hvernig fólk er klippt út úr mikið skemmdum bíl- um, bókasafn bæjarins var með bókamarkað og einnig var boðið upp á lifandi tónlist, þar sem Sölvarnir skemmtu. Í nógu var að snúast hjá bæjarstjórninni og bæj- arstjóranum, sem sáu um að grilla pylsur ofan í alla gesti hátíðar- innar. Á laugardagskvöldið var tendr- aður varðeldur í Listigarðinum, þangað kom mikill fjöldi, sá mesti sem komið hefur á brekkusöng, og söng með Eyjólfi Kristjánssyni, sem stjórnaði brekkusöng í ár. Það var engu líkt að heyra brekk- una taka undir Nínu með Eyfa, sem naut þess að syngja með bæj- arbúum og öðrum gestum. Þegar brekkusöng lauk voru hjálp- arsveitarmenn tilbúnir með flug- eldasýningu, sem kallaði á mörg „vááááá“ hjá gestum. Kvöldinu lauk með dansleik, þar sem hljóm- sveitin Pass spilaði. Eyjólfur hafði ekki fengið alveg nóg af að syngja fyrir Hvergerðinga, því að hann tók nokkur lög með hljóm- sveitinni. Að sögn Kidda rót, eins nefndarmanna undirbúnings- nefndar, komu í kringum sjö hundruð manns á dansleikinn, en þar sem aðgangur var ókeypis voru engir númeraðir miðar. Frá- bær helgi í blómabænum þar sem ekki fór að rigna fyrr en síðasti flugeldurinn var slokknaður, þrátt fyrir spár um rigningu. Flugeldar og brekku- söngur blómstruðu Hveragerði Ljósmynd/Margét Ísaksdóttir Þrautabraut í anda skátanna vakti mikla hrifningu krakkanna sem flykktust að. Trúðastelpan bauð öllum viðstöddum brjóstsykur. DR. Jónas Þór Snæbjörnsson hjá Rannsóknamiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálfta- verkfræði á Selfossi, flutti fyrir- lestur um jarðskjálfta og áhrif þeirra á mannvirki í Húsinu á Eyrarbakka 28. þ.m. Útskýrði hann hvernig bylgjuhreyfing jarðarinnar sem myndast við jarðskjálfta hefur áhrif á og veldur titringi og sveiflum í byggingum. Þá ræddi hann um hönnun bygginga með tilliti til jarð- skjálftaþols þeirra og sýndi á myndrænan hátt hreyfingar húsa í jarðskjálfta. Þótt fyrirlesturinn væri mjög fræðilegur tókst honum að koma efninu vel til skila til fundargesta, þó hinar ýmsu formúlur hafi varla festst í minni manna. Fundarmenn margs vísari Að loknu kaffihléi svaraði hann síðan spurningum fundar- gesta. Mátti þar glöggt heyra hve jarðskjálftinn mikli árið 2000 var fastur í hug fólksins, sem flest hafði upplifað þann viðburð. Ragnar Sigbjörnsson verk- fræðingur kom með margar og góðar útskýringar í þessum umræðum. Fundarmenn, sem voru rúm- lega 40 talsins, komnir víða að, fóru sannarlega margs vísari af þessum fundi. Útskýrði hegðan og áhrif jarð- skjálfta Eyrarbakki Dr. Jónas Þór Snæbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.