Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 15 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 20 54 08 /2 00 3 Nýtt í Blómavali 4.900 kr. Enn meiri afsláttur Allar græna r plöntur 50% afsláttur Fyrstu haustlaukarnir eru komnir. Pottaplöntuútsalan 8.900 kr. 8.900 kr. Tiffanys lampar 6.500 kr. Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Patreksfjörð. Hættumat fyrir Patreksfjörð Tillagan liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði og er einnig kynnt á heimasíðu Veðurstofu Íslands www.vedur.is/snjoflod/haettumat Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði fyrir 27. september næstkomandi. Hættumatsnefnd Vesturbyggðar VEL hefur viðrað á íbúa Græn- lands þetta sumarið, rétt eins og Íslendinga. Á þriðjudag mældist 24,1 stigs hiti í höfuðstaðnum Nuuk, en meðalhiti í ágústmánuði hefur verið sá hæsti frá því danska veðurstofan hóf reglubundnar veð- urfarsmælingar á Grænlandi árið 1958. Þennan dag var hlýrra í Nuuk en í Kaupmannahöfn. Það var hnjúkaþeyr sem skapaði þessa eins dags hitabylgju í Nuuk, sem liggur undir háum fjöllum við djúpan fjörð á suðvesturströnd Grænlands. Á miðvikudag var hit- inn dottinn niður í 9,6 gráður. Meðalhiti í Nuuk í ágúst í fyrra var 6,1 gráða. Mesti hiti sem mælzt hefur á Grænlandi er 25,5 gráður, en það var í júlí 1990, einnig í hnjúkaþey. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vind- ur, sem verður til við tilteknar að- stæður þar sem loftið losnar við raka er vindurinn blæs yfir fjöll. Eins dags hita- bylgja í Nuuk Kaupmannahöfn. AP. FRÖNSK stjórnvöld sögðu í gær að meira en 11.400 manns hefðu látist í Frakklandi í hita- bylgjunni sem gekk yfir landið fyrstu vikurnar í ágúst. Stjórn- völd hafa verið ákaft gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið nógu vel á málinu og þá sérstaklega heil- brigðisráðherrann, Jean- Francois Mattei. Hann lýsti því yfir í gær að skráð dauðsföll væru 11.435 fleiri á tímabilinu en venjulegt væri, en fyrri tölur voru mun lægri. Læknar höfðu varað við því að líkhús væru að yfirfyllast en stjórnvöld gerðu lítið úr frétt- unum þar til ljóst var um miðj- an mánuðinn að þær áttu við rök að styðjast. Þess hefur ver- ið krafist að Mattei segi af sér en hann vísar því á bug. Einvígi frestað FIDE, Alþjóðaskáksambandið, ákvað í gær að fresta fyrir- hugðu einvígi á milli Ruslans Ponomariov heimsmeist- ara og Garry Kasp- arovs, ELO- stigahæsta skákmanns heims, sem fara átti fram á Jalta í Úkraínu í september. Ponomariov frestaði ítrekað að skrifa undir samning um ein- vígið en hann hafði sett um það ýmis skilyrði sem Kasparov taldi sig ekki geta gengið að. Einvígið átti að snúast um rétt- inn til að tefla um sameinaðan heimsmeistaratitil FIDE og klofningstitilinn sem Kasparov og Nigel Short tefldu fyrstir um fyrir áratug. Kreppa í Ísrael EIN milljón Ísraela eða 22% þjóðarinnar hefur ekki í sig og á samkvæmt opinberri skýrslu en þjóðin gengur í gegnum sína mestu kreppu í sögu hins 55 ára gamla ríkis. Meira en fimmt- ungur fólks „á verulega erfitt með að næra sig með fullnægj- andi hætti“ segir í skýrslunni og að minnsta kosti 600 þúsund manns þjáist af alvarlegum næringarskorti. Af þeim þjáð- ust 46% af blóðleysi, 33% af of háu kólesteróli og 27% af háum blóðþrýstingi. Samdráttur í Danmörku SAMDRÁTTUR varð í efna- hagslífi Danmerkur á öðrum ársfjórðungi þar sem mikill út- flutningur og neysla virðist ekki hafa náð að vega upp á móti minnkandi fjárfestingum og uppsöfnun vörubirgða, sam- kvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Lands- framleiðsla minnkaði um 0,5% frá því sem hún var á fyrsta ársfjórðungi og um 0,8% frá því á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hún hafði aukist um 0,4% á fyrsta ársfjórðungi en aukning- in hefur ekki haldið áfram og kemur þar til 5% samdráttur í fjárfestingum. STUTT 11.400 lét- ust í hita- bylgju Ruslan Ponomariov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.